Morgunblaðið - 07.06.1986, Side 1

Morgunblaðið - 07.06.1986, Side 1
56 SIÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ1913 124. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólskir njósn- arar af hjúpaðir Frankfurt. AP. V JL GAGNNJÓSNARAR komu í gær upp um pólskan njósnahring, sem njósnað hefur um NATO-hersveitir í Vestur-Þýzkalandi, að sögn háttsetts embættismanns. Sex Pólverjar voru í njósna- hringnum, þ. á .m. einn sendifull- trúi. Honum var sleppt og fór hann með leynd til Póllands á miðviku- dag. Tveir njósnaranna eru í haldi. Sá fjórði komst undan er gerð var tilraun til að handtaka hann og er talið að hann hafi komizt til Pól- lands. Embættismaðurinn vildi ekki tjá sig um tvo njósnaranna, en talið er að þeir fari huldu höfði enn. Sexmenningamir höfðu að yfir- skyni að þeir væru skinnakaup- menn. Keyptu þeir húðir og sendu til Póllands til leðurgerðar. Þeir munu hafa sankað að sér upplýsing- um um umsvif heija NATO í Vest- ur-Þýzkalandi, m.a. hvar herimir yrðu staðsettir á stríðstímum. Skógareldar auka á vanda Ukraínu Moskvu. AP. MIKLIR skógareldar geysa nú á stóru svæði á mörkum Úkraínu og Hvita Rússlands, en þurrkar hafa verið á þessum slóðum í tvo mán- uði. Eldarnir hafa aukið á vandamál, sem hlutust af slysinu í Chemo- byl-kjamorkuverinu við Kiev. Sovézkir ijölmiðlar hafa skýrt afar takmarkað frá skógareldunum Angóla: Skipi sökkt og tvö löskuð Miami. AP. KÚBöNSKU flutningaskipi var sökkt og tvö sovésk herskip Iösk- uð í höfninni í Namibe, í Angóla sl. fimmtudag. Kúbanska útvarpið skýrði frá þessu sl. föstudag og sakaði stjóm- völd í Suður-Afríku um að standa þama að baki. Sagði útvarpið að kafarar hefðu komið fyrir sprengj- um á skipunum neðansjávar, en bátur hefði skotið eldflaugum að þremur eldsneytisgejrmum og sprengt þá í loft upp. Fjöldi Kúbu- manna hefur dvalið í Angóla um árabil og kom fram í frétt útvarps- ins að þar sem vitað væri að margir óttuðust um afdrif ættingja sinna þá væri rétt að tilkynna að engir Kúbumenn hefðu slasast í árásinni. en ráða má af þeim að Sovétmenn hafi barizt við eldana langa hríð. Bandaríski læknirinn Robert Gale, sem er sérfræðingur í bein- mergsflutningum, hefur fengið sovézk heilbrigðisyfirvöld til að fallast á að fylgjast náið og reglu- lega með heilsufari 100.000 manna, sem fluttir vom brott úr næsta nágrenni Chemobyl eftir kjamorku- slysið þar. Verulegar líkur em tald- ar á að fólkið fái krabbamein. Undirritaður hefur verið samningur um heilsugæzlu í þessu sambandi og mun Gale eiga aðild að eftirlit- inu. Gale sagði að 80 menn hefðu orðið fyrir lífshættulega mikilii geislun í Chemobyl. Nær 500 manns vom lagðir inn á sjúkrahús eftir slysið. Hann kom í gær frá Chemobyl og sagði að 40.000 manna borg, Pripyat, nálægt orku- verinu, væri sem draugaborg, eina hreyfíngin væri þvottur, sem blakt- að hefði á snúmm frá því fyrir slysið. Borgina byggðu starfsmenn orkuversins í Chemobyl og fjöl- skyldur þeirra. Slmamynd/AP Til átaka kom milli stuðningsmanna og andstæðinga Kurts Waldheim fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem er í framboði til forseta Austurrikis, i Amsterdam í gær. Lögreglan þurfti að skerast í Ieikinn og hér sést hún handtaka nazistaveiðarann Beate Klarsfeld. Forsetakosningar í Austurríki á morgun: Harðri kosmnga- baráttu að liúka Vín, New York. AP. MIKIL HARKA hefur færst í kosningabaráttuna í Austurríki undan- farna daga. Forsetakosningar verða þar á sunnudag öðru sinni á fimm vikum, en í kosningunum i siðasta mánuði hlaut enginn fram- bjóðenda hreinan meirihluta. Skarst í odda í gær milli stuðn- ingsmanna og andstæðinga Kurts Waldheim, forsetaframbjóðanda og fyrrum framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, en hann er sakaður um að hafa logið til um feril sinn í seinni heimsstyrjöldinni. Rifu stuðningsmenn Waldheims niður mótmælaspjöld á fundi, sem haldinn Tamflar iiumdir á brott eftir fvrirsát Colombo. AP. FREGNIR herma að vopnaðir menn hafi gert langferðabifreiðum fyrirsát á afskekktum stöðum og ráðist á þá tamíla, sem í bílunum voru. Meira en fimmtíu þeirra eru sagðir hafa verið reknir inn í frumskóginn af grímuklæddum mönnum vopnuðum haglabyssum. Þessar fregnir koma i kjölfar tilkynningar um að 16 búddiskir sin- halar hafi verið drepnir, þar sem þeir voru staddir við tínslu vatna- lilja. Tilkynnt var að meira en 50 tamíla væri saknað úr tveimur langferðabifreiðum á leið til Trin- comalee og um sjötíu annarra úr tveimur bílum öðrum á leið til Jaffna, sem er eitt helsta vígi tamfla á norðurhluta eyjunnar. Heimildum bar saman um að far- þegamir hefðu verið neyddir út úr bflunum af vopnuðum mönnum. Tamflar hafa barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í norður- og austur- hluta þessa eyríkis. Ostaðfestar fregnir herma að ráðist hafi verið á óbreytta borgara úr hópi tamfla, til þess að hefna árása hryðjuverka- manna á sinhala, sem eru í meiri- hluta á Srí Lanka. Opinber talsmaður í Colombo sagði að tamflamir gætu hafa verið reknir út vegna útgöngubanns, sem gilti vegna bardaga milli stjómar- hermanna og skæruliða nálægt Kilinochchi. Fulltrúi hópferðafyrir- tækisins, sem krafðist nafnleyndar, sagði hins vegar að áætlun vagn- anna hefði verið miðuð við að þeir kæmust á áfangastað áður en út- göngubannið tæki gildi. Fulltrúi öryggissveita stjómvalda sagðist ekkert hafa heyrt um brott- nám farþeganna, en hins vegar hafði öiyggissveitunum borist skýrsla um að hryðjuverkamenn tamfla hefðu drepið tvo menn í jeppa á Jaffna-skaga. Fyrirsátin átti sér stað skammt frá þeim stað þar sem morðin á vatnaliljutínslumönnunum áttu sér stað. Tamflar, sem flestir eru hindúar, segja sinhala beita sig misrétti. Tamflar eru um 18% íbúa Sri Lanka. var til stuðnings forsetaframbjóð- andanum í Amstetten. í kjölfar þess sigldu átök milli stuðnings- manna og andstæðinga Waldheims. Vora nokkrir þeirra handteknir, þar á meðal nazistaveiðarinn Beate Klarsfeld. Júgóslavneskt dagblað birti í gær frétt, þar sem Waldheim er borinn enn frekari ásökunum. f blaðinu Vecemje Novosti er haft eftir höf- uðsmanni úr júgóslavneska hem- um, sem nú er sestur í helgan stein, að Waldheim hafi sagt ósatt um dvalarstað sinn í lok seinni heims- styijaldarinnar. Waldheim hefði ekki verið í Trieste, eins og hann sjálfur hefur staðhæft, heldur í Norður-Júgóslavíu til að semja um uppgjöf júgóslavneska hersins þar. Ríkisstjóm Austurríkis bárust í gær tilmæli frá 70 belgískum mennta- og stjómmálamönnum um að hafa „mikinn fyrirvara" á Wald- heim, enda væri ljóst að hann hefði dregið fjöður yfír fortíð sína. Þá hafa nokkrir stjómmálamenn frá Bandaríkjunum undanfama daga farið fram á við Waldheim að hann dragi framboð sitt til baka. Meðal þeirra er Bandarflqamað- urinn Arthur Goldberg, fyrram hæstaréttardómari, sem starfaði með Waldheim á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nafn Goldbergs var efst á lista kunnra Bandaríkjamanna, sem sendu dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Edwin Meese, skeyti sl. fimmtudag, til að krefjast þess að Waldheim verði neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Andstæðingur Waldheims, sem spáð er sigri í kosningunum, er sósíaldemókratinn Kurt Steyrer, en þeir tveir hlutu flest atkvæði í for- setakosningunum í maí. Líbýumenn fá dóma í Tyrklandi Ankara. AP. TVEIR Líbýumenn voru í gær dæmdir í 5 ára fangelsi hvor fyrir tilraun til að sprengja félagsheimili bandariskra hermanna i Ankara, höfuðborg Tyrk- lands, 18. aprU sl. Mennimir tveir vora gripnir við klúbbinn í þann mund, sem þeir ætluðu að láta til skarar skríða. í handtösku, sem þeir höfðu meðferðis, vora sex sovézkar handsprengjur. Hugðust þeir hefna loftárása Bandaríkjamanna á Lfbýu. í fyrradag var fallið frá ákæra á hendur þremur líbýsk- um sendiráðsmönnum vegna sama máls þar sem þeir nutu friðhelgi diplómata. Sjötti Líbýumaðurinn í samsærinu var forstöðumaður líbýska flugfélagsins, Libyan Arab Airlines, í Tyrklandi. Hann mun hafa komizt úr landi og verður senn efnt til réttarhalda að honum fjarverandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.