Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ1913 124. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólskir njósn- arar af hjúpaðir Frankfurt. AP. V JL GAGNNJÓSNARAR komu í gær upp um pólskan njósnahring, sem njósnað hefur um NATO-hersveitir í Vestur-Þýzkalandi, að sögn háttsetts embættismanns. Sex Pólverjar voru í njósna- hringnum, þ. á .m. einn sendifull- trúi. Honum var sleppt og fór hann með leynd til Póllands á miðviku- dag. Tveir njósnaranna eru í haldi. Sá fjórði komst undan er gerð var tilraun til að handtaka hann og er talið að hann hafi komizt til Pól- lands. Embættismaðurinn vildi ekki tjá sig um tvo njósnaranna, en talið er að þeir fari huldu höfði enn. Sexmenningamir höfðu að yfir- skyni að þeir væru skinnakaup- menn. Keyptu þeir húðir og sendu til Póllands til leðurgerðar. Þeir munu hafa sankað að sér upplýsing- um um umsvif heija NATO í Vest- ur-Þýzkalandi, m.a. hvar herimir yrðu staðsettir á stríðstímum. Skógareldar auka á vanda Ukraínu Moskvu. AP. MIKLIR skógareldar geysa nú á stóru svæði á mörkum Úkraínu og Hvita Rússlands, en þurrkar hafa verið á þessum slóðum í tvo mán- uði. Eldarnir hafa aukið á vandamál, sem hlutust af slysinu í Chemo- byl-kjamorkuverinu við Kiev. Sovézkir ijölmiðlar hafa skýrt afar takmarkað frá skógareldunum Angóla: Skipi sökkt og tvö löskuð Miami. AP. KÚBöNSKU flutningaskipi var sökkt og tvö sovésk herskip Iösk- uð í höfninni í Namibe, í Angóla sl. fimmtudag. Kúbanska útvarpið skýrði frá þessu sl. föstudag og sakaði stjóm- völd í Suður-Afríku um að standa þama að baki. Sagði útvarpið að kafarar hefðu komið fyrir sprengj- um á skipunum neðansjávar, en bátur hefði skotið eldflaugum að þremur eldsneytisgejrmum og sprengt þá í loft upp. Fjöldi Kúbu- manna hefur dvalið í Angóla um árabil og kom fram í frétt útvarps- ins að þar sem vitað væri að margir óttuðust um afdrif ættingja sinna þá væri rétt að tilkynna að engir Kúbumenn hefðu slasast í árásinni. en ráða má af þeim að Sovétmenn hafi barizt við eldana langa hríð. Bandaríski læknirinn Robert Gale, sem er sérfræðingur í bein- mergsflutningum, hefur fengið sovézk heilbrigðisyfirvöld til að fallast á að fylgjast náið og reglu- lega með heilsufari 100.000 manna, sem fluttir vom brott úr næsta nágrenni Chemobyl eftir kjamorku- slysið þar. Verulegar líkur em tald- ar á að fólkið fái krabbamein. Undirritaður hefur verið samningur um heilsugæzlu í þessu sambandi og mun Gale eiga aðild að eftirlit- inu. Gale sagði að 80 menn hefðu orðið fyrir lífshættulega mikilii geislun í Chemobyl. Nær 500 manns vom lagðir inn á sjúkrahús eftir slysið. Hann kom í gær frá Chemobyl og sagði að 40.000 manna borg, Pripyat, nálægt orku- verinu, væri sem draugaborg, eina hreyfíngin væri þvottur, sem blakt- að hefði á snúmm frá því fyrir slysið. Borgina byggðu starfsmenn orkuversins í Chemobyl og fjöl- skyldur þeirra. Slmamynd/AP Til átaka kom milli stuðningsmanna og andstæðinga Kurts Waldheim fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem er í framboði til forseta Austurrikis, i Amsterdam í gær. Lögreglan þurfti að skerast í Ieikinn og hér sést hún handtaka nazistaveiðarann Beate Klarsfeld. Forsetakosningar í Austurríki á morgun: Harðri kosmnga- baráttu að liúka Vín, New York. AP. MIKIL HARKA hefur færst í kosningabaráttuna í Austurríki undan- farna daga. Forsetakosningar verða þar á sunnudag öðru sinni á fimm vikum, en í kosningunum i siðasta mánuði hlaut enginn fram- bjóðenda hreinan meirihluta. Skarst í odda í gær milli stuðn- ingsmanna og andstæðinga Kurts Waldheim, forsetaframbjóðanda og fyrrum framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, en hann er sakaður um að hafa logið til um feril sinn í seinni heimsstyrjöldinni. Rifu stuðningsmenn Waldheims niður mótmælaspjöld á fundi, sem haldinn Tamflar iiumdir á brott eftir fvrirsát Colombo. AP. FREGNIR herma að vopnaðir menn hafi gert langferðabifreiðum fyrirsát á afskekktum stöðum og ráðist á þá tamíla, sem í bílunum voru. Meira en fimmtíu þeirra eru sagðir hafa verið reknir inn í frumskóginn af grímuklæddum mönnum vopnuðum haglabyssum. Þessar fregnir koma i kjölfar tilkynningar um að 16 búddiskir sin- halar hafi verið drepnir, þar sem þeir voru staddir við tínslu vatna- lilja. Tilkynnt var að meira en 50 tamíla væri saknað úr tveimur langferðabifreiðum á leið til Trin- comalee og um sjötíu annarra úr tveimur bílum öðrum á leið til Jaffna, sem er eitt helsta vígi tamfla á norðurhluta eyjunnar. Heimildum bar saman um að far- þegamir hefðu verið neyddir út úr bflunum af vopnuðum mönnum. Tamflar hafa barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í norður- og austur- hluta þessa eyríkis. Ostaðfestar fregnir herma að ráðist hafi verið á óbreytta borgara úr hópi tamfla, til þess að hefna árása hryðjuverka- manna á sinhala, sem eru í meiri- hluta á Srí Lanka. Opinber talsmaður í Colombo sagði að tamflamir gætu hafa verið reknir út vegna útgöngubanns, sem gilti vegna bardaga milli stjómar- hermanna og skæruliða nálægt Kilinochchi. Fulltrúi hópferðafyrir- tækisins, sem krafðist nafnleyndar, sagði hins vegar að áætlun vagn- anna hefði verið miðuð við að þeir kæmust á áfangastað áður en út- göngubannið tæki gildi. Fulltrúi öryggissveita stjómvalda sagðist ekkert hafa heyrt um brott- nám farþeganna, en hins vegar hafði öiyggissveitunum borist skýrsla um að hryðjuverkamenn tamfla hefðu drepið tvo menn í jeppa á Jaffna-skaga. Fyrirsátin átti sér stað skammt frá þeim stað þar sem morðin á vatnaliljutínslumönnunum áttu sér stað. Tamflar, sem flestir eru hindúar, segja sinhala beita sig misrétti. Tamflar eru um 18% íbúa Sri Lanka. var til stuðnings forsetaframbjóð- andanum í Amstetten. í kjölfar þess sigldu átök milli stuðnings- manna og andstæðinga Waldheims. Vora nokkrir þeirra handteknir, þar á meðal nazistaveiðarinn Beate Klarsfeld. Júgóslavneskt dagblað birti í gær frétt, þar sem Waldheim er borinn enn frekari ásökunum. f blaðinu Vecemje Novosti er haft eftir höf- uðsmanni úr júgóslavneska hem- um, sem nú er sestur í helgan stein, að Waldheim hafi sagt ósatt um dvalarstað sinn í lok seinni heims- styijaldarinnar. Waldheim hefði ekki verið í Trieste, eins og hann sjálfur hefur staðhæft, heldur í Norður-Júgóslavíu til að semja um uppgjöf júgóslavneska hersins þar. Ríkisstjóm Austurríkis bárust í gær tilmæli frá 70 belgískum mennta- og stjómmálamönnum um að hafa „mikinn fyrirvara" á Wald- heim, enda væri ljóst að hann hefði dregið fjöður yfír fortíð sína. Þá hafa nokkrir stjómmálamenn frá Bandaríkjunum undanfama daga farið fram á við Waldheim að hann dragi framboð sitt til baka. Meðal þeirra er Bandarflqamað- urinn Arthur Goldberg, fyrram hæstaréttardómari, sem starfaði með Waldheim á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nafn Goldbergs var efst á lista kunnra Bandaríkjamanna, sem sendu dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Edwin Meese, skeyti sl. fimmtudag, til að krefjast þess að Waldheim verði neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Andstæðingur Waldheims, sem spáð er sigri í kosningunum, er sósíaldemókratinn Kurt Steyrer, en þeir tveir hlutu flest atkvæði í for- setakosningunum í maí. Líbýumenn fá dóma í Tyrklandi Ankara. AP. TVEIR Líbýumenn voru í gær dæmdir í 5 ára fangelsi hvor fyrir tilraun til að sprengja félagsheimili bandariskra hermanna i Ankara, höfuðborg Tyrk- lands, 18. aprU sl. Mennimir tveir vora gripnir við klúbbinn í þann mund, sem þeir ætluðu að láta til skarar skríða. í handtösku, sem þeir höfðu meðferðis, vora sex sovézkar handsprengjur. Hugðust þeir hefna loftárása Bandaríkjamanna á Lfbýu. í fyrradag var fallið frá ákæra á hendur þremur líbýsk- um sendiráðsmönnum vegna sama máls þar sem þeir nutu friðhelgi diplómata. Sjötti Líbýumaðurinn í samsærinu var forstöðumaður líbýska flugfélagsins, Libyan Arab Airlines, í Tyrklandi. Hann mun hafa komizt úr landi og verður senn efnt til réttarhalda að honum fjarverandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.