Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986 „ Hvajfrcx. möquleÁkCL hef ég & ntóun íyrir hcgbun f* áster... ... að vera saman meðan þvotturínn er þveginn. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved e1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Það stendur hér: Farið ekki of nærri búrinu. HÖGNI HREKKVISI , EINHVER P/VTT Nie’ JR. I Cl— Fii-KATJdKNIVA WÍNA • * Tölvur til trafala í þjónustugreinum í slendingur skrifar. Það verður varla annað sagt um tölvur og hlutverk þeirra hér á landi en að þær hafi verið teknar í dýrl- ingatölu hjá flestum þeim, er fást á annað borð við verslun og við- skipti. Og það sem verra er, tölvur eru svo misnotaðar hér á landi, að þær eru famar að tefja fyrir viðskiptum nálega hvar sem þær eru notaðar sem þjónustutæki í beinum sam- skiptum milli viðskiptamanns og viðkomandi þjónustufyrirtækis. Um þetta eru mýmörg dæmi. Gleggst kemur þetta þó fram í bönkunum okkar mörgu, og má segja með sanni, að nú fyrst sé grundvöllur, og hann verulegur, til að fjölga bönkum og útibúum, vegna hægagangs í þjónustu í þeim sem fyrir eru. — Allt vegna tilkomu tölvanna. Fimmtudaginn 29. maí sl. byijaði 6 ára telpa á sundnámskeiði í Sundhöll Hafnarfjarðar. Hún var nýbúin að fá úr í afmælisgjöf en er hún ætlaði að setja það á sig var það horfið úr úlpuvasa hennar Tökum dæmi úr banka á fyrsta virkum degi mánaðar. Þá eru all- flestir landsmenn saman komnir í bönkum, frá því opnað er á morgn- ana, til að ná í iaunin sín og greiða alla gíróseðlana, sem hrúgast hafa upp yfir mánuðinn. Það myndast langar biðraðir fyrir framan, hvem gjaldkera til að taka við ávísunum eða gíróseðlum. Og nú þarf aldeilis að nota tölvuna, sem aldrei skyldi þó hafa komið á borð hjá gjaldkera, sem er í beinu sam- bandi við viðskiptavininn. Gagnstætt því sem áður var, er gjaldkeri fékk handskrifað eyðublað frá bókara um innlegg eða úttekt peninga, byrjar gjaldkeri nú að slá inn í tölvuna lykiltáknum eða upp- lýsingum um viðkomandi viðskipta- vin. Oftar en ekki þarf að bíða langa stund, áður en viðkomandi upplýs- ingar birtast á skjánum. Stundum og er hún afar sorgbitin yfir. Ef einhver hefur orðið var við hvítt úr með svörtum stöfúm og hvítri plast- ól má skila því í Sundhöllina. GG. „frýs“ tölvan hreinlega og aðallega þegar mest er að gera, og löng bið verður síðan þar til allar upplýsing- ar fást. Síðan þarf að „bóka“ viðkomandi á hliðarapparati og síðan enn að stimpla alla gíróseðlana og það getur verið ærið verkefni. Ég hefi hvergi komið í banka erlendis, þar sem gjaldkeri er bund- inn á klafa tölvuskjár og lítur ekki af honum meðan hann er að af- greiða viðkomandi. — Allar færslur eru gerðar baka til, — með tölvu að vísu, en þessi tölvuþjónusta „face to face“ — milli gjaldkera og við- skiptavinar er vægast sagt orðin meiri háttar bakslagur í þjónustu hérlendis. Ekki bara í bönkum, þótt þar sé það mest til óþæginda. Þess- ar tölvur eru komnar í hveija fisk- búð, kjötbúð og krambúð sem fyr- irfínnst hér. Ég er ekki óvinur tölvanna, en þessi oftrú á tölvum er bæði bama- leg og óþörf í mörgum tilvikum. — Bankabiðraðimar um mánaðarmót eru þó bein afleiðing þess, að fyrir- tæki, opinber sem í einkarekstri greiða laun til starfsmanna aðeins mánaðarlega, en ekki viku- eða hálfsmánaðarlega eins og alls stað- ar annars staðar er raunin. — Það er svo önnur saga og mun alvarlegri með því að vera þjóðhagslega og persónulega óhagkvæmt. * Ur tapaðist í Sundhöll Hafnarfjarðar Víkveiji skrifar Eitt vinsælasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu er landið frá Nesbala út á Suðumes á Seltjamamesi. Allan ársins hring sækir fólk á þessar slóðir til að skoða náttúmna, iðka íþróttir eða bara til að fá sér loft í lungun. Fuglalífíð á Nesinu er þess virði að skoða það og um þessár mundir er stórkostlegt að fylgjast með fuglunum á hreiðmm og sjá fyrstu ungana koma. Kollumar liggja nauðalíkar umhverfinu á eggjum sínum og láta ekkert koma sér úr jafnvægi, kríumar veija býli sín og nágranna sinna af krafti og beita beittum goggi ef því er að skipta, tjaldurinn hleypur hins vegar lúmskur á brott ef nærri bústað íjölskyldunnar er komið. Margir fylgjast með framvindu mála og em aðeins þrír íbúar úr fuglaríkinu nefndir. XXX Skokkarar leggja iðulega leið sína út á Nesið, lítt tmflaðir af umferðinni. Sjálfsagt bölva þeir þó rykmekkinum, sem fylgir vélfák- unum á þurrviðrisdögum. Margir ökumanna em á leið út á Suðumes hvar er að finna góðan golfvöll á íslenskan mælikvarða. Þar hefur mikið starf verið unnið undanfama rúmlega tvo áratugi og þeir em ekkimargir golfvellimir sem stað- settir em á jafnsérstökum stað og sá á Seltjamamesi. Hestamenn sjást iðulega á þess- um slóðum og þar em reyndar hesthús. Hundaeigendur viðra hunda sína oft á þessum stað og geta sleppt af þeim ólum, sem alla jafna em nauðsynlegar í þéttbýlinu. Á þessum tíma árs em hundar þó bannaðir á Suðurnesi vegna varps- ins. XXX Trillukarlar eiga gjöful grá- sleppumið frá Gróttu og út fyrir Kerlingasker og á góðviðris- degi að vori má sjá bát við bát úti fyrir. Þessir karlar draga björg í bú og landa afla sínum ýmist í Reykjavíkurhöfn eða við Ægisíð- una. Oft má heyra skothvelli frá trillunum úti fyrir ströndinni og eftir þau hefur svartfugl trúlega legjð í valnum. Fleiri sækja sjóinn frá Nesinu en trillukarlamir þó á annan hátt sé. Á Seltjamamesi er verið að koma upp aðstöðu fyrir siglingaklúbb og sportbáta. Siglingaíþróttin á vax- andi vinsældum að fagna hérlendis og með hveiju árinu fjölgar hrað- bátunum sem skella fyrir utan Nesið og eins seglum skútanna sem sigla framhjá til eða frá Skeijafirði. Ævintýramenn á seglbrettum hafa undanfarin sumur verið iðnir við íþrótt sína á þessum slóðum. XXX Aðeins hluti hefur verið talinn af því sem menn stunda á úti- vistarsvæðinu á þessu lága nesi. Þetta svæði er gott dæmi um hvað lítt spillt náttúra getur boðið upp á í nágrenni við þéttbýlið og hraða þess. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að leggja í miklar framkvæmdir til að laða fólkið að. Snæfellsjökullinn verður til dæmis ekkert fallegri frá Suðumesinu þó vegurinn þangað verði malbikaður alla leið. Það yrði hins vegar til bóta fyrir bflakost þeirra sem þangað ferðast ef slitlag yrði lagt á veginn. Svo ekki sé nú talað um ef hringvegur yrði lagður framhjá Gróttu. Þá yrði þó með öllum ráðum að koma í veg fyrir að hámarkshraði færi yfír 30 kíló- metra á klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.