Morgunblaðið - 07.06.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986
39
hún var mikið yfirveguð eftir að
hafa misst mann sinn og son með
fjögurra mánaða millibili. Þetta var
ógleymanlegt fyrir mig og lær-
dómsríkt, Gleymi égþví aldrei.
Sveinsína hefur oft sagt: „Ég er
uppalin á andlegu menningarheim-
ili, foreldrar mínir voru samtaka
með allt, báru djúpa virðingu hvort
fyrir öðru. Það var mikil ró og friður
á mínu æskuheimili þrátt fyrir
mikla vinnu sem bömin fímm tóku
strax þátt í.“ Sveinsína hefur oft
sagt mér frá því að sig hafí oft
langað til að skrifa skáldsögu en
aldrei haft tíma til þess vegna
mikilla anna við búskapinn. Nú síð-
ustu árin hefur hún skrifað f
Strandapóstinn. Fyrir tæpum þrem-
ur ámm flutti Sveinsína á DAS og
var þá heiisa hennar orðin siæm.
Sveinsína var þá búin að halda eigið
heimili í 63 ár með mikilli reisn og
myndarskap. Sveinsfna á 17 bama-
böm og 29 bamabamaböm sem
öll eru góðir þjóðfélagsþegnar og
líta björtum augum á framtíðina
og vilja í orði og verki að ísland
verði sem lengst sjálfstæð þjóð.
Sveinsína er afar ánægð með
tengdaböm sín og bamaböm sem
hafa verið henni far góð, sum hafa
verið hjá henni í fæði og húsnæði
í framhaldsnámi í Reykjavfk. Hefur
ríkt þar mikill skilningur milli
ömmunnar og bamabarnanna.
Sveinsína mín, ég óska þér og
þínum niðjum allra heilla í nútíð
og framtfð. Hafðu þökk fyrir
ógleymanleg kynni og skemmtileg-
heit á þínu heimili. Ekki má ég
gleyma þeim góða mat sem þú býrð
alltaf til og góðvild þinni í garð
okkar hjóna og bama. Lifðu heil.
Regína Thorarensen
Afmæliskveðja:
A
Sveinsína Agústs-
dóttir frá Kjós
í dag er Sveinsína Ágústsdóttir
frá Kjós í Strandasýslu 85 ára.
Sveinsína er fædd 7. júní árið 1901
í Kjós, Ámeshreppi, dóttir hinna
mætu hjóna Petrínu S. Guðmunds-
dóttur og Ágústar Guðmundssonar.
Sveinsína giftist ung Alexander
Ámasyni, 30. júlí árið 1921. Fyrstu
búskapaáírin bjuggu þau í Reykja-
fírði en keyptu jörðina Kjós og
bjuggu þar myndarbúi á þeirra tíma
mælikvarða. Sveinsína og Alexand-
er áttu Qögur böm og era þau talin
hér eftir aldri: Ágúst, kvæntur
Kristfnu Guðmundsdóttur og
bjuggu þau í Kópavogi; Sigurbjörg,
gift Eyjólfí Valgeirssyni og búa þau
glæsibúi í Krossnesi, Ámeshreppi;
Skúli alþingismaður, kvæntur
Hrefnu Magnúsdóttur og eiga þau
lögheimili á Heilissandi; Alda, gift
Stefáni Kristjánssyni og era þau
búsett í Tungu í Fnjóskadal, Suð-
ur-Þingeyrarsýslu.
Árið 1969 fluttust Sveinsfna og
Alexander til Reykjavíkur og var
þá heilsa þeirra að þrotum komin,
eins og algengt er með sveitafólk
af eldri kynslóðinni, sem hafa unnið
hörðum höndum og engin nútfma-
þægindi til staðar þá sem unga fólk-
ið telur sjálfsagt í dag og kann þar
af leiðandi ekki að meta þau. Eins
og t.d. rafmagnið og öll þau hjálpar-
tæki sem fylgja því ásamt nútíma
véltækni við búskapinn og öll heim-
ilistæki utan húss og innan. Unga
fólkið trúir því ekki að eldri kjmslóð-
in hafí þurft að slá með orfí og ljá
og snúa heyinu með hrífu, hafa
lampaljós og týra og einn ofn í öllu
húsinu sem var f baðstofunni og
kveikt upp í honum eingöngu á
kvöldin yfír vetrarmánuðina. Eftir
að fólk var búið með úti- og inni-
verkin var sest í baðstofuna og
einhver las upphátt og vöndust
bömin þessu. Svo var einnig sungið
mikið og kveðist á. Á þessum tímum
lærði fólkið mikið af kvæðum og
vísum enda engir skóiar komnir til
sögunnar þá og síst á svona af-
skekktum stöðum. Þennan skóla
lffsins þekkir Sveinsína vinkona mín
vel og hennar jafnaldrar. Alltaf
vora Sveinsfna og Alexander veit-
endur og geysiiegur gestagangur
var alltaf hjá þeim í Kjós. Ferðafólk
kom mikið yfír Tréketilsheiði til að
stytta sér leið. Þá vakti Sveinsfna
oft heilu nætumar við að þurrka
föt af ferðafólki og hafa mat fyrir
það áður en það lagði af stað í
birtingu morguns og aldrei var
tekin ein einasta króna fyrir gist-
ingu eða mat, en núna hrúgast upp
hótelin og fínnst ferðafólki dýrt að
heimsækja þau. Sveinsína er greind
kona, kann mikið af kvæðum og
vísum og segir vel frá og minnið
óbrigðult og fram úr hófí orðvör
um fólk og málefni en hefur jafn-
framt sínar skoðanir á málum. Hún
fínnur alltaf það góða f fólki og
enginn var betri við þá sem minna
máttu sín en Sveinsína og oft hef
ég óskað eftir því að ráðandi menn
á íslandi hefðu þá miklu og góðu
hæfíleika sem Sveinsína hefur og
kynnu með þá að fara eins og hún.
Þá væri margt öðravísi f okkar þjóð-
félagi og léttara að stjóma því en
raun ber vitni.
Eftir að fólk fór að geta borðað
áhyggjulaust og geta keypt sér
hvað sem það óskaði sér í matinn,
kom þessi mikli lífsleiði með þjóð-
inni okkar, ábyrgðarleysi, hjóna-
skilnaðir og alls konar hryðjuverk
og stórþjófnaðir og enginn tekur
stjóm og allir vilja ráða. Rfkisstjóm-
ir hafa ekki frið til að starfa út
kjörtímabil enda er áróður mikill f
sjónvarpi og öðram fjölmiðlum og
ósk þeirra að stjómarslit verði. Ef
þessi óróleiki með vondu hugarfari
heldur öll lengur áfram þá er ís-
lenskt lýðræði í hættu að mfnum
dómi. Eins og áður segir flutti
Sveinsína til Reylq'avíkur árið 1969
ásamt manni sfnum og keyptu þau
sér íbúð í Skipasundi 39 og segist
Sveinsína hafa kynnst mikið af
góðu fólki í Reykjavík og þó alltaf
sé verið að tala um glæpina þar,
segist hún ekki hafa kjmnst því.
Mann sinn missti Sveinsína 11.
febrúar árið 1970 og son sinn,
Ágúst, 17. júní sama ár. Varð hann
bráðkvaddur. Þennan ástvinamissi
tók Sveinsína með sinni alkunnu
skynsemi. Ég kom til hennar daginn
eftir jarðarför Ágústar. Dáðist ég
að hennar mikla styrkleik og hvað
Fegrunarnefnd Reykjavíkur
FEGRUMARVIKA
/ y
I REYKJAVIK 7.-15. Jl \l