Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 56
Ákvörðun um
hvalveiðar
ekki breytt
Ingmar Bergman ásamt konu sinni og Hrafni Gunnlaugssyni á Keflavíkurflugvelli í gær.
Bergman kominn til að stjórna Júlíu
MEÐAL fyrstu farþeganna sem stigu út úr
Flugleiðavélinni frá Stokkhólmi í gær var
leikstjórinn Ingmar Bergman ásamt eiginkonu
sinni. Hrafn Gunnlaugsson, formaður fram-
kvæmdanefndar Listahátíðar, og Stefanía
Sunna Hockett, starfsmaður hátíðarinnar,
tóku á móti honum og færðu honum rauðar
rósir.
Þetta er i fyrsta sinn sem Bergman kemur
hingað í heimsókn og virtist hann ánægður við
komuna hingað, faðmaði formann framkvæmda-
nefndarinnar að sér, tók á móti rósavendinum
frá Listahátíð með bros á vör og sagði að rósimar
hér væru fallegar! Að svo mæltu lá Ieiðin í fríhöfh-
ina, en úti fyrir beið svartur glæsivagn eftir að
flytja hann og konu hans í bæinn, en Bergman
leikstýrir sem kunnugt er leikritinu Fröken Júlíu
sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað
kvöld, og vegna mikillar aðsóknar hefur þriðju
sýningunni verið bætt við klukkan fjögur á morg-
un.
Fiskverð hjá Coldwater
hækkar um 5 til 20 cent
„VIÐ höfum þegar ákveðið með
hvaða hætti hvalveiðar í vísinda-
skyni verða stundaðar í sumar
og gert um það samning. Síðan
Karitas Ósk Bjamadóttir
Leitin í Eldvatni
enn árangurslaus
LEITIN að stúlkunni sem saknað
er og bQ hennar í Eldvatni i
Skaftártungu var árangurslaus í
gær. Stúlkan heitir Karitas Ósk
Bjamadóttir.
Karitas Ósk er 19 ára gömul,
fædd 30. apríl 1967. Hún á lög-
heimili á Eyrarlandi í Fljótsdals-
hreppi í Norður-Múlasýslu, en hefur
búið undanfama mánuði hjá móður
sinni í Aðallandi 8 í Reykjavík.
Að sögn Reynis Ragnarssonar
lögreglumanns í Vík sem stjómar
björgunaraðgerðum, töldu björgun-
armenn sig hafa náð að krækja í
bílinn í fyrradag og draga hann til
í ánni en krækjan missti takið áður
en þeir náðu að draga hann á
hentugan stað til að ná honum upp.
Olíubrák kom upp á yfirborðið og
brak þegar þeir færðu hann til. I
gær einbeittu þeir sér að staðnum
þar sem þeir misstu bílinn, en hafa
ekki náð að fínna hann eða festa í
hann aftur. Um 20 björgunarsveit-
armenn voru að björgunarstörfum
við Eldvatn í gær.
er þessi samningur tU endurskoð-
unar á hveiju ári í Ijósi reynslu
og nýrra viðhorfa. Veiðarnar
verða þvi stundaðar i sumar,
hvað sem Alþjóða hvalveiðiráðið
samþykkir á fundi sínum nú,“
sagði HaUdór Ásgrímsson, sjáv-
arútvegsráðherra, í samtali við
Morgunblaðið.
„Vísindaneftidin fjallaði ekki sér-
staklega um rannsóknaráætlun
okkar núna. Enn er til umfjöllunar
ályktun, sem Svíþjóð og Sviss fluttu
á síðasta fundi og stefnt er að því
að afgreiða nú. í henni felst ályktun
um það með hvaða hætti ríkisstjóm-
ir noti sér heimildir til veiða í vís-
indaskyni. Það er að afurðimar
verði ekki seldar á alþjóðlegum
markaði. Þama er ekki um að ræða
neina breytingu á stoftisamþykkt-
um ráðsins eins og var er stöðvun
veiða í atvinnuskyni var samþykkt.
Hér er eingöngu um ályktun að
ræða. Við búumst við því að við
getum fallizt á mjög mikið af því,
sem er í þeim texta. Hins vegar er
ágreiningur um eitt atriði; hvort
heimilt skuli að selja afurðir á al-
þjóðlegum mörkuðum, sem til verði
við veiðar í vísindaskyni. Við teljum
það ekki vera í verkahring ráðsins
að álykta um slíka hluti og eigi
ekki að blanda því saman við vís-
indalegan tilgang. En um þetta
verða trúlega mestu deilumar,"
sagði Halldór Ásgrímsson.
COLDWATER Seafood Corp.,
dótturfyrirtæki SH í Bandaríkj-
unura, hækkaði í gær verð á
nokkrum fisktegundum frá Is-
landi. Hækkunin er á bUinu 5 tíl
20 cent á hvert pund eftir teg-
undum. Mestu getur þessi hækk-
un munað í karfa eða tæpum 30
mUljónum króna í heildina.
Verð á þorskflökum í 5 punda
pakkningum til annarra en Long
John Silver’s hækkaði um 5 cent
hvert pund og hefur því hækkað
um 10 cent á skömmum tíma. Verð
á karfaflökum hækkar sömuleiðis
um 5 cent hvert pund, hvert pund
í ufsablokk hækkar um 7 cent og
pund af grálúðu hækkar um 20
cent. Takist Coldwater eftir þetta
að selja jafnmikið af karfa og þegar
eftirspum var annað, um 14 milljón-
ir punda, getur verðhækkunin skil-
að tæpum 30 milljónum í heildina
til framleiðenda hér heima.
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að menn vonuðust
til þess að þessar hækkanir yrðu
ekki til að styggja viðskiptavini
fyrirtækisins. Með þessari hækkun
væri teflt á tæpasta vaði, en það
væri talið nauðsynlegt til að auka
framboð á físki að heiman og bæta
afkomu framleiðenda. Þegar verið
væri að ræða um mikilvæga lang-
tíma samninga, skipti það mestu
máli, að geta séð kaupendum fyrir
þeim físki, sem þeir þyrftu.
Sjá frétt um söluaukningu í
maí á bls. 2.
Fyrsti haf-
beitarlax-
inn kominn
FYRSTI laxinn á þessu sumri
kom í hafbeitarstöðina Vogalax
á Vatnsleysuströnd í fyrrakvöld.
Er þetta að öllum Hkindum fyrsti
laxinn sem skUar sér í hafbeitar-
stöðvarnar í ár.
Fyrsti laxinn var stór, 18—20
punda, og í kjölfarið komu þrír laxar
til viðbótar. Guðlaugur R. Guð-
mundsson, stöðvarstjóri hjá Voga-
lax, sagðist eiga von á mikið af
stórlaxi í sumar, það er laxi sem
skilar sér eftir tvö ár í sjó. Erfíðara
væri að áætla endurheimtur eins
árs laxins.
3 tonn af tómötum til Svíþjóðar
Á VEGUM Sölufélags garð-
yrkjumanna fara 3 tonn af tóm-
ötum með Flugleiðavél tíl
Kaupmannahafnar árdegis i
dag. Endanlegur áfangastaður
tómatanna er Malmö í Sviþjóð
eða svæðið þar i kring. Talið
er að þetta sé fyrsti tómataút-
flutningur íslendinga.
Þorvaldur Þorsteinsson for-
stjóri Sölufélagsins sagði að nú
væri mikil framleiðsla á tómötum,
meiri en möguiegt væri að selja
innanlands. Ur umframtómötun-
um hefði verið búin til tómatsósa
hjá Efnagerðinni Val. Efnagerðin
teldi þetta ekki borga sig lengur
og því hefði verið ákveðið að reyna
að flytja tómatana úr landi þegar
mestu framleiðslutoppamir væru,
frekar en að henda þeim á haug-
Morgunblaðið/Börkur
Sölufélagsmenn setja tómatana sem eiga að fara á markað í
Svfþjóð inn í flutningabíl F'Iugleiða sem flytur þá á Keflavíkurflug-
völl.
Níels Marteinsson sölustjóri hjá
Sölufélaginu sagði að verð á tóm-
ötum væri nú mjög lágt hér á
landi vegna þessarar miklu fram-
leiðslu, og væri því ekki mikil
áhætta tekin með útflutningi.
Tómatamir færu á opinn markað
þar sem verðið réðist af gæðum
og framboði og eftirspum og því
ómögulegt að sjá fyrir hvaða verð
fengist fyrir útflutninginn. Hann
gerði sér þó vonir um að hagstætt
verð fengist fyrir tómatana því
fslenskir tómatar væru mjög góð-
ir, bragðbetri en hjá flestum öðr-
um. Hann sagði að hræðsla al-
mennings á Norðurlöndum við
geislavirkni í grænmeti eftir
kjamorkuslysið í Sovétríkjunum
gæti einnig haft einhver áhrif.