Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 3 Hilmar Jónsson stórtemplar í ræðustól. Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, var viðstödd hátiðarfundinn i Ajþ og á myndinni má einnig sjá Svein Björnsson forseta ÍSÍ. Um 50 fulltrúar sækja þingið og voru þeir ásamt gestum saman- komnir í Alþingishúsinu í gærmorgun. Stórstúka íslands: Aldarafmælis minnst í Alþingishúsinu Stórstúka íslands minnist þess tun helgina að 100 ár eru nær liðin frá stofnun hennar i Iestrarsal Alþingishússins. Nú eru starfandi rúmlega tuttugu fullorðinsstúkur út um allt land og barnastúkumar era orðnar 30 talsins. Aftnælihátíð Stórstúkunnar hófst í gær með því að hátíðar- guðsþjónusta var í Dómkirkjunni þar sem biskup íslands predikaði og síðan var haldinn hátiðarfund- ur í Alþingishúsinu, þar sem stofnunin fór fram 29. júní fyrir hartnær 100 árum. í dag verður meðal annars á dagskrá stór- stúkuþingsins ferð í Galtalækjar- skóg og í kvöld verður veisla í Templarahöllinni í boði borgar- stjómar Reykjavikur. Á morgun munu þingstörf halda áfram fyrir hádegi en síðan verður hádegis- verður snæddur í boði bæjar- stjómar Hafnarfjarðar. Fulltrúar á þinginu er um 50 samtals, en alls eru um eitt þús- und félagar í Stórstúku íslands. í bamastúkunum eru öllu fleiri meðlimir eða um 2.500. Hilmar Jónsson, stórtemplar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að starfsemi stúkunnar væri með nokkmm þrótti um þessar mundir, höndum hefði verið tekið saman við ýmis fyrirtæki og stofnanir undir slag- orðinu „Átak gegn áfengi„. Alls em um 35 aðilar sem standa að þessum félagsskap og er formað- ur hans Helgi Seljan, alþingismað- ur. Þá sagði Hilmar að Stórstúkan væri einnig í samstarfí við biskup íslands, landlæknisembættið, ungmennafélögin og íþróttahreyf- inguna, ásamt fleiram þar sem unnið væri að þvf að útbreiða þekkingu á skaðsemi áfengis og vímuefnanotkunar. Sagði Hilmar að margir fundir hefðu verið haldnir um allt land og hefði aðsókn verið mikil í nær öllum tilvikum. Kvað hann það merki um aukinn áhuga fólks um þessi málefni og að fólk væri betur farið að gera sér grein fyrir þeirri vá sem fyrir dymm lægi. Hilmar bent að lokum á að nýlega hefðu verið stofnuð for- eldrasamtök sem ætluðu að beita sér fyrir vímulausri æsku á Is- landi. Sagði hann að með sameig- inlegu átaki allra þessara aðila ætti að takast að spoma við þeirri þróun sem átt hefði sér stað á undafömum ámm. Klúbburinn skiptir um stjórnendur NÚ STANDA yfir stórfelldar breytingar á innréttingum Klúbbsins við Borgartún. Þrátt fyrir allt raskið hefur þó ekki reynst nauðsynlegt að loka nema einni hæð hússins. Um næstu mánaðamót verður Klúbburinn opnaður undir breyttri stjóm. Hinir nýu sljómendur stað- arins em þrír, Vilhjálmur Ástráðs- son, Gunnar H. Árnason og Daninn Ame Vest. Þremenningamir hafa gert kaupleigusamning við eiganda Klúbbsins, Sigurbjöm Eiríksson, og hyggjast þeir brydda upp á ýmsum nýjungum í rekstri hússins. Meðal annars verður nafni þess breytt en hvert það verður er enn leyndarmál, að sögn Gunnars H. Ámasonar. Sigurbjöm ætlar hins vegar að draga sig út úr veitingahússrekstri, sem hann hefur staðið að um árabil. Margar litlar verzlanir opnar á laugardögum SU BREYTING á afgreiðslutíma verslana i Reykjavík, sem sagt var frá í Morgunblaðinu 6. júni, á ekki við um allar verslanir. Margar litlar matvömverslanir munu í sumar hafa opið fyrir hádegi á laugardögum, á það við um þær verslanir, þar sem eigendumir sjálf- ir sinna afgreiðslustörfum. Þú svalar lestrarþörf rfagsins ásíöum Moggans' ✓ ÚRVAL BÝÐUR UPP Á SÉRDEHIS GLÆSHEGA SKEMMLISIGUNGU UM KARABÍSKAHAFIÐ Brottför í þessa frábæru ferö er 9. oklóber. Siglt veröur á lúxusskipi Royal Caribbean Cruise Line — Ms Sun Viking. KONUNGLEGUR Æ)BUNM)UR Skipiö eitt sér er heill ævintýraheimur. Um borð er boðið uppá gistingu í fyrsta flokks klefum sem allir snúa aö sjó. Einnig er fullt fæöi innifaliö í verði — og þaö ekki af verri endanum. ÞU KYNNIST ÓTRULEGA MÖRGU Nánari upplýsingar veita sölumenn Úrvals og umboðsmenn um land allt. Þeir gefa þér einnig bækling með nákvæmri dagskrá ferðarinnar. Komið verður viö á eftirfarandi stöðum: Virgin islands, St. Thomas, St. Kitts, Martinique, Grenada, Barbados, Dominica, St. Maaren, Puerto Rico, St. Croix og Florida. í hálfs mánaðar siglingu er verö á mann í tvíbýli kr. 110.000,-. Einnig er í boöi aukavika á Miami fyrir aðeins kr. 11.000,- og til að kóróna allt gefst þér kostur á aukaviku í London á heimleiö. Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. FBtMSKRttSlOKN ÚRVOL —V--------- GOTT FÖLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.