Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 Hjónaminning: Mundína F. Þorláksdóttir og Sigurbjörn F. Björnsson Mundína Freydís Fædd 8. aprfl 1899 Dáin 5. desember 1985 Sigurbjörn Finnur Fæddur 16. september 1895 Dáinn 29. maí 1986 í dag verður til moldar borinn afí okkar, Finnur á Ytri-Á. Það varð stutt á milli brotthvarfs afa og ömmu af þessari jörð, enda bæði orðin háöldruð og farin að heilsu, eftir annasaman og árang- ursríkan starfsdag. Mundína amma fæddist á Lóni í Ólafsfirði, dóttir hjónanna Önnu Gunnlaugsdóttur frá Garði og Þor- láks Ólafssonar Gíslasonar, sem fyrstur manna byggði sér bæ í „Horninu", þar sem nú er Ólafs- flarðarkaupstaður. Mundína ólst upp hjá foreldrum sínum í Ólafsfirði ásamt þremur systkinum og flutti með þeim á Kleifamar, þegar Anna og Þorlákur byggðu í Ártúni. Finnur afi fæddist á Ytri-Gunn- ólfsá, sonur Kristínar Bjamadóttur frá Eystra-Hóli í Flókadal en hún flutti að Ytri-Á til móðurbróður sfns, Bjöms Gíslasonar, árið 1881, og manns hennar, Bjöms Baldvins- sonar frá Skeggjabrekku. Afi dvaldi því á Ytri-Á allt þar til hann sökum heilsubrests flutti þaðan 86 ára að aldri. Mundína og Finnur kynntust á Kleifunum og vorið 1917 gengu þau í hjónaband. Þau eignuðust 20 böm, §ögur þeirra dóu í æsku, en sextán eru enn á lífi og fylgja nú föður sfnum til grafar. Þau hafa öll verið heilsuhraust og komist af í lffinu og vom foreldrum sfnum til mikillar gieði og hjálpar f ieik og starfi. Afkomendur Mundínu og Finnserunú 134,118álífi. Á Ytri-Á var tvíbýli eða félagsbú eins og það er kallað nú til dags, en þar bjuggu einnig Anton bróðir Finns og kona hans Guðrún Sigur- jónsdóttir, ættuð úr Fljótum. Anton lést fyrir nokkrum árum en Guðrún eða Rúna eins og hún er alltaf kölluð, lifir mann sinn og dvelst nú á Dvalarheimilinu Hombrekku. Bræðumir þyggðu saman íbúðar- húsið á Ytri-Á og bjuggu Anton og Rúna á efri hæðinni. Þau áttu 10 böm og var oft líf í tuskunum á þessum margmennu heimilum. Það vakir enn í minningunni sá fyöldi af stígvélum og gúmmískóm sem við augum blasti í forstofunni þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu. Anton og Finnur höfðu blandað- an búskap, sauðijárrækt og útgerð og höfðu mikið umleikis. í þá daga vora ekki grónar götumar niður í flöra eins og nú er. Sem dæmi um framsýni þeirra má nefna að þeir byggðu árið 1933, ásamt öðram bændum á Kleifunum, rafstöð, sem notuð var í mörg ár og sjást enn minjar hennar í ánni. Við munum Mundfnu ömmu sem glæsilega konu sem hélt reisn sinni fram á efri ár, þrátt fyrir margar bameignir og erfiðan vinnudag. Hana var gott heim að sækja enda ávallt Qölmenni hjá henni, en þó var ætíð nóg rými fyrir alla. Aldrei sáum við hana fella verk úr hendi og sérstakt var að sjá hvemig hún gat pijónað og iesið samtímis. Það var engu líkara en að hún þyrfti aldrei að sofa og þrátt fyrir langan vinnudag, urðum við þess aldrei vör að hún hijáðist af nútímasjúkdómnum streitu eða ofþreytu. Bamabömin áttu stórt rúm í hjarta hennar og sóttu mikið til hennar. Hún mundi eftir af- mælisdögum okkar allra, 52ja að tölu. Það sást líka glöggt við útför hennar 13. desember sl., hve við mátum hana mikils, því þar komum við allflest, þrátt fyrir langan veg margra okkar og að um hávetur væri. Það var okkur til mikillar gleði hve veðurguðimir vora ömmu hlið- hollir í hennar hinstu för, stillur og heiðskírt veður. Finnur afi var orðlagður þrek- maður og mikill göngugarpur. Þegar enginn læknir var í Ólafsfirði sótti hann oft ljrf til læknisins á Dalvík. Þá gekk hann yfir þar sem heitir Drangar. Hann var sfðasti bóndinn sem stundaði heyskap í Hvanndölum. Þann 17. september 1965, eða daginn eftir sjötugsaf- mælið sitt, batt hann á sig bak- pokann og gekk yfir til Héðins- fjarðar, ásamt öðram bændum til að smala og til er í eigu okkar mynd af honum sem eitt okkar tók þegar hann kom til baka. Á þeirri mynd heldur hann á mink sem hann veiddi á leiðinni. Á þessu sést að hann hélt sínu mikla þreki fram eftir öllum aldri og sem dæmi má nefna að alltaf reri hann á „Skóhlíf- inni“, en svo nefndi hann síðasta bátinn sinn, til að vitja um kolanet- in, allt þar til hann varð fyrir því áfalli árið 1981 að missa sjónina. Ef hann hefði haldið henni, er eins víst að hann hefði hlaupið um land- areignina sem endranær ffarn til dauðadægurs. IláMméla marfcaðurínn Smiöjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Sími 77066 Almenna auglyslnqastofan hf Daggarslangan er árangur margra ára vísinda- legra rannsókna á því hvernig ná má hámarksuppskeru og gœöum á sem stystum tíma, meö réttri vökvun. Rœktun meö daggarslöngu undir plastdúk, eykur allan vöxt um allt aö 30%. Daggarslangan þýölr: Hraöari vöxt • Melri uppskeru • Betri uppskeru • Fallegri liti á grœnmetl, blómum og grasl • Minni vinnu • Jafnari áburöar- dreifingu • Enga áburöabruna- bletti • Engan arfa. Vatniö smitar gegnum daggarslönguna og heldur því jaröveginum ávallt jafnrökum. Auövelt er aö gefa áburö og lyf í gegnum slönguna og hún er jafnframt þannig útbúin aö hvorki sandur eöa rœtur geta stíflaö hana. Daggarslangan gerlr kraftaverk fyrir: Gróöurhús • Heimagaröa • Garöyrkjustöövar • Skrúögaröa • Vermireitl • Golfvelli • íþrótta- leikvanga • om.fl. Daggarslangan kostar aöelns kr. 650,- 10 m löng meö tengingu. * Síðustu þijú árin dvöldu afi og amma á Dvalarheimilinu Hom- brekku. Oftast var hann hress þegar við komum í heimsókn og þann 11. maí í vor eða daginn áður en hann veiktist í hinsta sinn kom eitt okkar til hans. Þá var hann hress og fylgdist með því sem var að gerast í firðinum. Nú er hann farinn til ömmu og laus við þjáningamar sem hann leið síðustu dagana. Við viljum þakka starfsfólkinu á Hombrekku fyrir umönnunina við afa og ömmu þennan tíma sem þau hafa dvalið hjá ykkur. Eins þökkum við afa og ömmu allar góðu stundimar sem við áttum hjá þeim. Fyrir hönd bamanna á Akureyri, Helga, Stina og Sissi Ekki man ég lengur hvaða ár það var, er ég heyrði fyrst talað um Mundínu og Finn á Ytri-Á, en ég var þá telpukom í föðurhúsum er næstelsta dóttir þeirra fluttist í næsta nágrenni bemskuheimilis mfns. Æði mörgum áram seinna átti ég svo eftir að flyfjast til búsetu í næsta nágrenni við þau Ytri-Ár- hjón, og entist það í 28 ár eða þar til í nóvember 1981 að þau fluttu f bæinn. Þegar ég flyt hingað árið 1953 er Mundína orðin 54 ára og Finnur 58 ára, yngsta bamið af 20 rétt að verða 8 ára og þá eiga lög- heimili á Ytri-Á 10 af bömum þeirra. Framhaldið varð svo að systkinin fluttust eitt af öðra burt, en af jafnstóram hópi tel ég að mikil samheldni hafi rikt með þeim systkinum, og hvert einasta sumar kom eitthvað af þeim heim í hey- skapinn og á vorin vora bamaböm- in send til hjálpar við sauðburðinn. Það var á orði haft að aldrei hafi Mundfna komið svo á bæina sunnan við ána, að hún héldi ekki á pijónum eða skæðum til að gera skinnskó, meðan þeir vora aðal fótabúnaður fólksins, má enda geta hver vinnu- dagur hennar hefir verið. Líka var frá sagt og heyrði ég reyndar sjálf að Finnur gætti þess vel er eldri bömin komust á legg að þau léttu undir með mömmu sinni. Hvatningarorðin vora gjam- an: Ætlið þið £ið láta hana mömmu ykkar gera þetta eina? Þetta breytt- ist nú svolítið fannst mér er þau vora orðin ein, þá sá maður hana oft í verki með Finni úti við, einkum eftir að hann fór að tapa sjón til baga. Finnur var alveg einstaklega laginn við að hjálpa skepnum og var mjög mikið til hans leitað á meðan flestir áttu bæði ær og kýr, lagði hann þá oft nótt við dag að verða öðram að liði, enda sérstak- Iega hjálpfús og gott til hans að leita. Það vora alltaf mikil og góð samskipti og samhjálp milli Kleifa- bæjanna, og er mér í huga þegar safriast var saman til að bjarga bátunum ofar á kambinn, undan brimi eða þegar þurfti að moka upp stöðvarpollinn. Svo vora það vorin þegar farið var með fé til Hvann- dala- og náttúralega haustgöngum- ar að ná því aftur. Sjaldnast varð komist sjóleiðis og er mér til efs að aðrir eigi fleiri ferðir, um Fossdal, Bjarg, Hvann- dalaskriður eða Rauðskörð en Finn- ur oft í misjöfnum veðram og ekki alltaf með reynda fjallamenn með sér, en alltaf gekk slysalaust. Þau Ytri-Ár hjón stóðu meðan stætt var, þau vora bæði orðin þrotin að kröftum og heilsan farin, því var þeim hvfldin kær, enda dagsverkið orðið langt og vel af hendi leyst. Ég vil svo að lokum þakka þeim öll árin í nágrenninu og biðja þeim blessunar Guðs f nýjum heimkynn- um. Ollum aðstandendum sendum við hjónin hlýjar kveðjur. Blessuð sé minning þeirra Mund- ínu og Finns á Ytri-Á. Ingibjörg á Syðri-Á. Mig langar til að kveðja afa minn og ömmu með fáeinum orðum. Afí minn, Sigurbjöm Finnur Bjömsson, lést 29. maí en amma mín, Mundína Freydís Þorláksdóttir, lést 5. des- ember sl. að dvalarheimilinu Hom- brekku í Ólafsfírði. Það leita margar minningar á hugann. Við bamabömin þeirra nutum þess hve bömin 16 vora og era samstilltur systkinahópur. Eins og geta má nærri var oft margt um manninn á Ytri-Á, en alltaf pláss fyrir alla, lff og fjör og mikið tilhlökkunarefni á hveiju sumri að fara í heimsókn norður í Ólafsfjörð. En skýrastu myndimar í huga mér era af afa, þar sem hann stend- ur á sólríkum sumardegi með orfið og brýnir, á meðan hann spjallar við mig um það sem ég vil. Aldrei féll þeim verk úr hendi þó skrafað væri og athygli og hlý- legt viðmót áttum við alltaf víst hjá þeim. Þau héldu ótrúlegri starfsorku fram á efri ár og virtust komast af með miklu minni svefn en almennt gerist. Þegar við unga fólkið komum á fætur á morgnana höfðu þau oft verið að störfum í nokkra klukkutíma. Viðræður afa við okkur unga fólkið vora glaðleg- ar og hispurslausar. Oft fór hann á kostum og ég minnist þess hve skemmtilegur og hnyttinn hann var í svöram. Amma fylgdist af alúð með öllum sínum stóra hóp og lét sér ekkert óviðkomandi og gott var að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á, því þar áttum við vísan skilning. Síðast heimsótti ég afa og ömmu á Hombrekku í fyrrasumar. En þá hittust afkomendur Kleifa-fólksins á Kleifunum og rifjuðu upp gömul kynni. Þar gafst unga fólkinu kærkomið tækifæri til að átta sig betur á þessu stóra og mikla ættar- tré. Amma dó 5. desember sl., þá vora kraftamir þrotnir og síðustu árin vora henni lítt til gleði, hún æðraðist ekki en lífslöngunin virtist horfin. Afí dó 29. maí aldraður maður eftir langan og strangan starfsdag og fékk kærkomna hvfld. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim góða oggleðilega samfylgd. Steinunn Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.