Morgunblaðið - 07.06.1986, Page 55

Morgunblaðið - 07.06.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 55 Morgunblaðið/Júlfus • Guðmundur Torfason skallar hér aA marld í leiknum gegn Val í gœr. GuAmundur Kjartansson og Óttar Sveinsson reyna aA koma vömum viA. Jafnt á Hlíðarenda VALSVöLLUR 1. deild: Valur- Fram 1:1 (0:0) Marfc Vals: Hilmar Sighvatsson á 72. mín. Mark Fram: GuömundúrTorfason á 47. mín. Áhorfendur:1150 Dómari: Magnús Theódórsson og var hann frekar slakur og högnuöust Valsmenn á dóm- gæslu hans. Gult spjald: Steinn Guöjónsson, Fram. EINKUNNAGJöFIN: ValunStefán Arnarsson 2, Bergþór Magnús- son 3, Magnús Magnússon 2, Sigurjón Krist- jánsson 3, Hilmar Haröarson vm. 2, Ársæll Kristjánsson 3, Guöni Bergsson 2, Hilmar Sighvatsson 3, Valur Valsson 3, Ingvar GuÖ- mundsson 3, Guömundur Kjartansson 3, Óttar Sveinsson 2, Ámundi Sigmundsson vm. 2. Samtals: 29. Fram:Friörik Friöriksson 3, Þorsteinn Vil- hjálmsson 3, Þórður Marelsson 2, Pótur Ormslev 3, Viöar Þorkelsson 3, Kristinn R. Jónsson 2, Jón Sveinsson 2, Guðmundur Steinsson 4, Steinn Guöjónsson 2, Guömund- urTorfason 3, Arnljótur Davíösson 3. Samtals: 30. Leikurinn byrjaði fjörlega og höfðu Frammarar þá oftast frum- kvæðið. Kristinn R. Jónsson átti fysta umtalsverða tækifærið á 7. mín. er þrumuskot hans frá vfta- teig fór rétt yfir. Skömmu síðar átti Guðmundur Torfason hörkuskot í stöng eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinssonar, sem renndi laglega inn á hann. Eftir stundarfjórðung fóru Vals- menn að komast meira inn í leikinn og átti Ingvar Guðmundsson þrumuskot, sem Friðrik bjargaði vel í horn á 21. mínútu. Á 34. mín. lék Guðni Begsson, sem nú lék í fremstu víglínu, upp að marki Fram og renndi síðan knettinum út á Sigurjón, sem var einn og óvaldaö- ur og viöstöðulaust skot hans fór rétt yfir. Þarna var Sigurjón full- bráður á sér. Frammarar sóttu svo mun meira það sem eftir var hálfleiksins. Á 39. mín. komst Viðar Þorkelsson upp að endamörkum og gaf vel fyrir á Guðmund Steinsson sem átti misheppnaö skot úr góðu marktækifæri. Síðan áttu Guð- Valur-Fram mtr.aMiai'.Mi'ui—imimii Texti: Valur B. Jónatansson Mynd: Júlíus Sigurjónsson mundur Torfason og Arnljótur skot sem fóru rétt framhjá. Það voru ekki búnar nema tvær mínútur af seinni hálfleik er Frammarar höfðu skorað. Guð- mundur Steinsson, besti leikmað- ur Fram, átti þá langa sendingu inn í vítateig Vals og Stefán markvörð- ur virtist hafa knöttinn en Guð- mundi Torfasyni tókst á óskiljan- legan hátt að koma honum í netið með skalla. Eftir markið tók lan Ross þjálfari það til bragðs að setja Ámunda Sigmundsson inn á i framlínuna og færa Guðna aftur. Við þessa breytingu varð meiri broddur í sókn Valsmanna. Ámundi átti hörkuskot sem Friðrik varði meist- aralega. Sókn Vals hélt áfram og á 72. mín var brotið á Sigurjóni rétt við vítateigslínuna fyrir miðju marki. Frammarar stilltu upp varn- arvegg, Ingvar þóttist skjóta en hljóp yfir knöttinn og síðan kom Hilmar Sigurgíslason og þrumaði honum í gegnum varnarvegginn og í bláhornið, óverjandi fyrir Frið- rik. Það sem eftir lifði leiksins var jafnræði með liðunum og má full- yrða að jafntefli hafi verið sann- gjörn úrslit. Leikurinn var þó lengst af mjög fjörugur og skemmtilegur þrátt fyrir að völlurinn væri mjög háll vegna rigninga fyrr um daginn. Guðmundur Steinsson var besti leikmaður Fram í þessum leik og fór oft illa með varnarmenn Vals með leikni sinni. Hjá Val voru Ár- sæll og Ingvar bestir. ÍBK óð ítækifærum en skoraði aðeins eitt mark KEFLAVÍKURVÖLLUR 1. DEILD: ÍBK-ÍBV1:0 Áhorfondur: 634 Dómari: Gísli Guömundsson og dæmdi sæmilega Gul spjöld: Viðar Elíasson ÍBV og ÞórÖur Hallgrímsson ÍBV EINKUNNAGJÖFIN: LiA ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Valþór Sigþórsson 3, Rúnar Ge- orgsson 2, Sigurður Björgvinsson 3, Gunnar Oddsson 2, Einar Ás- björn Ólafsson 3, Freyr Sverrisson 2, Óli Þór Magnússon 4, Sigurjón Sveinsson 3, Skúli Rósantsson 2, Gísli Grétarsson 2, (Sigurður Guðnason vm. á 46. mín. 1), ivar Guðmundsson vm. lék of stutt. Samtals: 29 LiA ÍBV: Hörður Pálsson 3, Jón Bragi Arnarson 2, Þórður Hall- grímsson 2, Þorsteinn Viktorsson 2, Viðar Elíasson 3, Elías Friðriks- son 2, Lúðvík Bergvinsson 2, Páll Hallgrímsson vm. á 65. mín. 1, Jóhann Georgsson 2, Ómar Jó- hannsson 2, Ingi Sigurðsson 2, Jón Atli Gunnarsson vm. á 65. mín,- 1, Karl Sveinsson 2. Samtals: 24 Keflvíkingar sóttu mun meira í fyrri hálfleik en Vestmanneyingar. áttu eina og eina skyndisókn inni ÍBK-ÍBV 1:0 á milli. Á 21. mínútu komst Elías Friðriksson einn inn fyrir eftir mistök hjá vörn IBK en Þorsteinn Bjarnason bjargaði glæsilega í horn. Þetta var eina marktækifæri Eyjamanna sem talandi er um i leiknum. Á 25. mínútu átti Skúli Rósants- son hörkuskot frá vítateigshorni sem sleikti stöngina aö utanverðu. Síðustu 15 mínútur hálfleiksins sótti ÍBK látlaust. Á-34. mínútu átti Skúli góðan skalla aö marki ÍBV en Hörður varði. Á næstu mínútu komst Freyr einn í gegn en Herði tókst að verja fremur laust skot í horn. Á 39. mínútu fékk Óli Þór knöttinn frír á markteig en enn varði Hörður í horn. ÍBK hreinlega óð í marktækifærum en tókst ekki að skora. Keflvíkingar hófu síðari hálfleik með stífri sókn og á 50. mínútu töldu margir að Óli Þór hefði átt að fá vítaspyrnu þegar fótunum var spyrnt undan honum, en ekkert var dæmt. Mínútu síðar var Siguröur Björgvinsson í góðu færi en skallaði rétt yfir mark ÍBV. Skömmu síðar komst Freyr einn inn fyrir vörn ÍBV en skaut laflaust beint á markvöröinn. Gunnar Oddsson átti hörkuskot rótt fram- hjá og á 62. mínútu fékk Freyr góða fyrirgjöf, skallaði að marki ÍBV yfir markvörðinn, en þar kom Þórður Hallgrímsson og ætlaði að skalla til Harðar markvarðar, en knöttur- inn hafnaði í netinu. Keflvíkingar slökuðu aðeins á eftir markið, en þó komust Eyja- menn aldrei nálægt Keflavíkur- markinu. Þeir reyndu nokkur lang- skot, sem Þorsteinn átti auðvelt með. Síðustu 20 mínútumar sótti ÍBK nær stansiaust en tókst ekki aðskora. Úthristanrika á vegum skátafélagsins Skjöldunga fyrir börn á aldrinum 8—12 ára. 1. námskeið 2.júr»'— 6.júm'. 2. námskeið 9.júnf— 13.júni'. 3. námskeiA 16. júní-20. júní. 4. námskeiA 23. júní — 27. júní. 5. námskeiA 30. júní— 4.júk'. 6. námskeiA 7.júk — H.júk'. 7. námskeiA 14. júk'-18. júk. 8. námskeið 21. júk'— 25. júk'. 9. námskeiA 11. ágúst — 15. ágúst. 10. námskeiA 18. ágúst — 22. ágúst Námskeiðin standa frá kl. 10—16 og haegt er iað leita allra upplýsinga og innrita á sama tíma í síma 686802 allan námskeiðstímann. Skátafólagið Skjöldungar, Sólheimum 21a.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.