Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
Fundur utanríkisráðherra
*
Lúxemborgar og Islands:
Rætt um við-
skipti á sviði
bankamála
UTANRÍKISRÁÐHERRA Lúxemborgar, Jacques F. Poos, sem er i
fylgdarliði stórhertogahjónanna, átti fund í gær með Matthíasi A.
Mathiasen, utanríkisráðherra. Lýstu þeir báðir ánægju sinni með
samstarf ríkjanna, einkum á sviði samgöngumála. Ráðherramir urðu
ásáttir um að stefna að þvi að minnka viðskiptahalla íslands gagn-
vart Luxemborg. Matthías skýrði starfsbróður sínum frá viðhorfum
íslendinga til innflutningstolla Evrópubandalagsins á fiski frá ís-
Iandi. Einnig ræddu þeir um stefnu islensku ríkisstjórnarinnar í
bankamálum, og hugsanlega samvinnu ríkjanna á þvi sviði.
Hr. Poos er líka ráðherra banka- veiðiréttinda í lögsögum ríkja utan
mála í Lúxemborg, og óskaði sér-
staklega eftir því að fá upplýsingar
um bankamál á Islandi. Að beiðni
utanríkisráðherra sat Davíð Ólafs-
son seðlabankastjórí fundinn. „Við
kynntum nýja bankalöggjöf fyrir
Poos, og lét hann í ljós áhuga á
því að koma á samvinnu milli banka
í Lúxemborg og á íslandi. Honum
var þá tjáð að viðskiptabankamir
myndu annast slíkar viðræður,"
sagði Davíð í samtali við Morgun-
blaðið.
Tollar Evrópubandalagsins, á ís-
lenskum físki voru til umræðu á
fundinum. Um mitt árið 1985 tók
bandalagið upp toll á saltfísk frá
íslandi. Hefur verið unnið að því
af íslands hálfu að fá tollinn felldan
niður. Á síðustu árum hefur út-
fíutningur íslands á saltfíski til
Spánar og Portúgal numið 10-12%
af heildarútflutningi. Þegar ríkin
gengu í EB skaut sú hugmynd upp
kollinum að afla skipum þeirra físk-
bandalagsins. Hefur það verið
stefna EB að veita þeim ríkjum
viðskiptafríðindi, þ.á.m. niðurfell-
ingu tolla, sem láta bandalaginu í
té fískveiðiréttindi. Utanríkisráð-
herra útskýrði fyrir Hr. Poos að
íslendingar gætu aldrei fallist á að
skip EB veiddu í íslenskri fiskveiði-
lögsögu. „Hr. Poos sýndi fullan
skilning á sjónarmiðum okkar, og
féllst fúslega á að tala máli okkar
á vettvangi Evrópubandalagsins."
sagði Matthías.
Ráðherramir ræddu um sam-
vinnu Evrópuríkja á sviði hátækni,
þ.á.m. þátttöku í svonefndri EU-
REKA áætlun. Einnig fjölluðu þeir
um málefni Atlantshafsbandalags-
ins, alþjóðasamstarf gegn hiyðju-
verkastarfsemi og vamarsamstarf
Bandaríkjanna og rílq'a í Vestur-
Evrópu. Þá gerði Hr. Poos Matthíasi
gjein fyrir leiðtogafundi Evrópu-
bandalagsins í Haag í næsta mán-
uði.
Morgunblaðið/Júlíus.
Utanríkisráðherramir Jacques Poos og Matthías Á. Mathiesen á
fundinum i gærmorgun.
Shadows mættir tilleiks
Morgunblaðið/EFI
BREZKA hljómsveitin The Shadows kom til landsins i gær og heldur hljómsveitin sex tónleika
í veitingahúsinu Broadway um helgina og verða þeir fyrstu í kvöld. Hljómsveitin The Shadows
hefur víða farið á löngum ferli sínum og gullplötur þeirra félaga eru orðnar æði inargar. í
gærkvöldi var boð í brezka sendiráðinu fyrir tónlistarmennina og með sendiherranum á
myndinni eru þeir Hank Marvin, Brian Bennett og Bruce Welch.
Staða fóðurgjalds-
sjóðs rannsökuð
Hvanneyri, frá Helga Bjamasyni blaðamanni Morgunblaðsins.
í „ELDFIMUM“ umræðum á Stéttarsambandsfundi í gær um fóður-
gjald og stjómun kjötframleiðslu var meðal annars gagnrýnt hvað
endurgreiðslur hins sérstaka fóðurgjalds skiluðu sér seint til bænda.
Fram kom að mistök hafa orðið við setningu regiugerðar eða fram-
kvæmd hennar því fóðurgjaldssjóðurinn er orðinn neikvæður, án
þess að ástæðurnar séu ljósar. Ríkisendurskoðun er að kanna málið.
ið minna endurgreitt. Þetta sagði
Gunnar að væri óeðlilegt og yrði
aðbreyta.
Reglugerð um hinn nýja kjam-
fóðursjóð sem stofnaður var með
búvörulögunum fíá því í fyrra tók
gildi 1. júlí síðastliðið sumar. Vegna
greiðslufrests gjaldféllu fyrstu fóð-
urgjöldin ekki fyrr en í nóvember.
Næstu vikur og mánuði fengu
bændur síðan endurgreiðslur
gjaldsins í formi fóðurávísana sem
þeir gátu notað til að greiða fóður
hjá fóðursölum. Hluti gjaldsins var
reyndar felldur beint niður hjá fóð-
urseljendum.
Fram kom hjá Gunnari Guð-
bjartssyni framkvæmdastjóra
FVamleiðsluráðs landbnaðarins í
umræðunum í gær að þegar hinn
nýi kjamfóðursjóður var gerður upp
fyrir árið 1985 kom í ljós að búið
var að gefa út fóðurávísanir og
niðurfellingar hjá fóðursölum fyrir
Leikstjórinn og lækningin
„HVORT þessu réð kísill eða
galdur veit ég ekki, en þetta
lón og þetta land slær öUu
við, sem sagt hefur verið og
ég get ímyndað mér,“ sagði
sænski kvikmyndaleikstjórinn
Ingmar Bergmann um Bláa
lónið og ísland, meðan hann
dvaldi hérlendis á dögunum.
Bergmann hefur árum saman
verið með „psoriasis" eða exem
á milli fingra á hægri hendi og
hefur það alltaf versnað við að
fljúga. Er Hrafn Gunnlaugsson,
formaður stjómar Listahátíðar,
frétti þetta, dreif hann Berg-
mann í Bláa lónið á leiðinni frá
Keflavíkurflugvelli og hélt Berg-
mann hægri hendinni í lóninu í
5 mínútur. Frekar virtist leik-
stjórinn taka þessu sem gríni
heldur en römmustu alvöru til
Iækninga. Daginn eftir var sárið
þó gróið, leikstjóranum til mikill-
ar undrunar.
Ingmar Bergmann og Hrafn Gunnlaugsson við Bláa lónið.
í hádegisverðarboði forseta
íslands fór hann mörgum orðum
um þennan atburð og að ísland
væri land yfímáttúrulegra
krafta. Hann hefði sanninda-
merkið á sjálfum sér, exemsárið
á hendinni væri gróið.
mun hærri fjárhæðum en tekjur
sjóðsins voru á þessu tímábili.
Gunnar sagði að þetta sýndi að
eitthvað væri bogið við fram-
kvæmdina. Því hefði verið gerð
krafa til fóðurseljenda um að þeir
gerðu grein fyrir útreikningum sín-
um, en upplýsingar ekki fengist
frá öllum og þá hefðu vaknað spum-
ingar um hvort niðurfellingin hefði
verið rétt reiknuð. Því hefði ríkis-
endurskoðun verið sett í málið og
væri hún nú að rannsaka það. Sagði
Gunnar að endurgreiðslur hefðu
dregist á meðan. Framleiðendur
kjúklinga og svínakjöts hefðu ekki
fengið neinar endurgreiðslur frá
áramótum en mjólkurframleiðendur
fengið greitt fyrir janúnar og febrú-
ar, en of seint.
Gunnar sagði að það hefði líka
komið í ljós þegar þessi mál voru
athuguð að alifugla- og svínabænd-
ur hefðu fengið mismunandi miklar
endurgreiðslur eftir því hvort þeir
notuðu innlendar fóðurblöndur eða
erlendar. Sumir þeirra sem notuðu
innlendu blöndumar hefðu fengið
meira endurgreitt en þeir greiddu
í sjóðinn, þeir sem notuðu erlendu
blöndumar hefðu aftur á móti feng-
Tómataútflutningurinn:
Svíarnir
vilja meira
TOMATARNIR sem Sölufélag
garðyrkjumanna seldi tíl Svi-
þjóðar fyrir skömmu eru nú
komnir í verslanir og til neyt-
enda. Tómatarnir líkuðu vel, að
sögn Guðmundar Sigurðssonar
stjórnarmanns í Sölufélaginu, og
vilja Svíamir fá meira.
Guðmundur sagði að ágætt verð
hefði fengist fyrir tómatana, en
uppgjör lægi ekki fyrir. Sagði hann
að verið væri að athuga með áfram-
haldandi útflutning og bjóst jafnvel
við að næsta sending færi út á
mánudag. Framhaldið færi þó alveg
eftir því verði sem útflutningurinn
skilaði en hann sagði að möguleiki
ætti að vera að fá hagstætt verð í
framtíðinni með því að kynna og
selja íslensku tómatana sem betri
vöru, sem þeir vissulega væru.
Tómataútflutningurinn byggist á
mikilli framleiðslu þessa dagana,
en eitthvað mun vera farið að draga
úr henni.
Akranes:
Beðið eftir svari
frá bæjarstjóra
VIÐRÆÐUR framsóknarmanna og Alþýðubandalags um samstarf í
meirihluta bæjarstjómar Akraness á næsta kjörtimabili em nú nán-
ast frágengnar. Búist er við að síðustu hnútar verði hnýttir i dag.
Flokkamir hafa farið þess á leit
við Ingimund Sigurpálsson að hann
gegni áfram starfi bæjarstjóra.
Ingimundur hefur ekki svarað þess-
ari málaleitan og bíða flokkamir
með að gefa út yfírlýsingu um
samstarfsgrundvöll þar til það ligg-
ur fyrir. Ef af þessu samstarfí
verður er búist við að Ingibjörj
Pálmadóttir, efsti maður á listi
Framsóknarflokksins, verði forset
bæjarstjómar. Þó er einnig hugsan
legt að flokkamir skipti kjörtímabil
inu á milli sín. Þessir flokkar von
í minnihluta áður.