Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986
21
Skólaslit
á Laugnm
Fertugasta og fyrsta starfsári
Laugaskóla í Dölmn lauk 24.
maí sl., en þá fóru fram skólaslit
að viðstöddu fjölmenni. Á Laug-
um voru i vetur 125 nemendur á
grunnskólastigi og upp í fyrsta
námsár á fjölbrautarstigi, auk
skólasels í Saurbæ fyrir yngstu
nemendur þar úr sveit.
Við skólann starfa nú níu fast-
ráðnir kennarar auk skólastjórans,
Á sfðastliðnu hausti var minnst
40 ára starfsafmælis skólans og
bárust honum þá margar góðar
gjafir, og fyrir gjafafé voru m.a.
fengnar Qórar tölvur til notkunar
við kennslu í skólanum og er það
ánægjulegur áfangi og nýbreytni í
starfi skólans og í samræmi við
kröfur tímans.
Nú stendur yfir bygging íþrótta-
húss við skólann, og er nú verið
að gera íþróttasal fokheldan, og er
það von manna, að ekki líði mörg
ár þar til unnt verði að taka íþrótta-
húsið í notkun, enda þörfin afar
brýn.
IJH
Tvennar
prestskosning-
ar á laugardag
Prestskosningar verða í
Sauðanesprestakalli í Þingeyjar-
prófastsdæmi og Laugalands-
prestakaUi i Eyjafjarðarpró-
fastsdæmi á laugardag, um leið
og kosið verður til sveitarstjórna.
Um Sauðanesprestakall sækir sr.
Ingimar Ingimarsson á Þórshöfn
sem þar er settur sóknarprestur.
Um Laugalandsprestakajl er einn
umsækjandi, sr. Hannes Öm Bland-
on, sóknarprestur á Olafsfirði.
Upphaflega sóttu tveir aðrir
guðfræðingar um Laugalands
prestakall, en annar dró sig til baka
hinn hafði ekki tilskilin réttindi að
mati ráðuneytisins þar sem hann
hafði lært og starfað erlendis.
Atkvæði verða talin á Biskups-
stofu.
Útsölustaöir:
ESSO-stöövarnar
Hagkaup Skeitunni
K,
t, jöt affjallalambi er
auðvelt að geyma frosið (ódýr-
ast keypt í heilum og hálfum
skrokkum) og hœgt að nýta
nánast allan skrokkinn í grill-
mat-lœri, lundir, hrygg, hvers
konar sneiðar nú eða skrokkinn
í heilu lagi, t.d. þegar um hópa
eraðræða.
Meðlæti með grilluðu kjöti af
íslensku fjallalambi ætti að vera
einfalt og látlaust. Glóðaðar
kartöflureru vinsælar, einnig
kartöflusalat, glóðaðir tómatar,
ananas, epli, bananar, græn-
meti og kryddsmjör.
ð grilla úti á góðri stund
er orðinn ómissandi hluti af
íslenskri sumarsælu.
Kjöt af íslensku fjallalambi
er jafn ómissandi hluti afgrill-
máltíð enda hœfir það bœði
umhverfinu og matseldinni
- meyrt, safaríkt og svo þetta
sérstaka bragð sem aðeins
íslensktfjallalamb hefur eftir
að hafa nærst á ómenguðum
villigróðri liðlangt sumarið.
Það er lítið mál að matreiða vel heppnaða grillmáltíð
þegar kjötið af íslenska fjallalambinu er annars vegar.
Raunar er það bráðskemmtilegt!
Best er að þíða kjötið í ísskápnum 3-4 dögum
fyrir notkun til að tryggja að það bráðni í munni
veislugesta. Grillmeistarinn þarf líka
að stilla sig um að stinga í kjötið á grilhnu, þó vissulega
sé það freistandi, því þá er hætt við
að safinn renni úr því. Það er líka óhætt fyrir kappann
að spara sterka kryddið. Hér er það háijallabragðið
sem gildir. Margir nota bara salt og pipar
en hvítlaukur, blóðberg (timian), rosmarin, milt
sinnep, mynta eða steinselja henta einnig vel
í mörgum tilvikum. Meistarinn sér svo um að
smjörpensla kjötið, (það er svo gott) og þegar hann
veifar kokkahúfunni er eins gott að vera snöggur
með diskinn. íslenska lambakjötið er nefnilega
fljótt að hverfa jafnvel af stærstu grillum.
Þá er bara að grilla meira!
&
e