Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 Hinir síðustu dagar eru komnir eftir Sigmjón Hákonarson Spámaðurinn Míka segir í 4. kafla, 1. versi: „Og það mun verða á hinum síð- ustu dögum, að fjall það er hús Guðs stendur á, mun grundvallað verða á §allstindi og gnæfa upp yfir hæðimar, og þangað munu lýð- imir streyma. Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: Komið, förum upp á fjall Guðs og til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum; því frá Síon mun kenning út ganga og orð skera úr málum voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða plógjám úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hemað eftir það.“ Hús það er spámaðurinn Míka talar hér um stendur á fjallinu Karmel í borginni Haifa í ísrael og er nefnt Allsheijarhús réttvísinnar. Þangað flykkjast daglega þúsundir manna frá öllum löndum heims, fylgjendur fyrirheitins boðbera allra trúarbragða. Hann kom fram um miðja síðustu öld, en það er löngu komið úr tísku að lesa Biblíuna, að því er virðist, svo að fólki er að mestu ókunnugt um þau tvö til þijú hundruð fyrirheit í henni sem segja til um þann tíma sem sendi- boði Guðs er væntanlegur, það nafn sem hann mun bera, þau skilaboð sem hann mun færa, þau tákn sem eiga að vera undanfarar komu hans, og margt fleira sem bendir til hver sé hinn rétti sendiboði Guðs. Þessi sendiboði boðaði alheims- frið, og til grundvallar honum jafn- rétti á ýmsum sviðum, svo sem jafnrétti kynjanna, jafnrétti kyn- þátta, einingu trúarbragða, enda trúum við öll á sama guð, hvort sem hann er kallaður Guð, Alla, Jahve eða God. Þetta eru allt samsvarandi heiti Guðs á ólíkum tungumálum. í tilefni af ári friðarins hefur Allsheijarhús réttvísinnar gefið út sérstakt friðarbréf, sem nefnist fyrirheit um heimsfrið, hér á landi, bæði meðal frammámanna og al- mennings. í því er að fínna fróðleik um hvemig standa beri að því að koma á pólitískum friði í heiminum,' sem óhjákvæmilegt er að komist á, áður en langt um líður. Sannleikur- inn er nefnilega sá að það liggur jafn beint við, að núverandi umbrot í heiminum gangi yfír, eins og þær róstur sem áttu sé_r stað í Noregi um það leyti sem ísland byggðist, og af sömu ástæðu. í tilvitnuninni í Míka segir að hinar voldugu þjóðir eigi eftir að smíða plóga úr sverðum sínum, og að það verði vegna kenn- inga sem komi frá Síon (ísrael). í friðarbréfí Allsheijarhússins segir m.a.: „Sameining alls mannkyns er einkenni þess þróunarstigs sem mannkynið nálgast nú. Einnig §öl- skyldunnar, kynflokksins, borgrík- isins og þjóðarinnar hefur verið reynd og hún tekist. Heimseining er nú það takmark, sem hið hijáða mannkyn stefnir að. Myndun þjóða er nú lokið. Stjómleysið, sem óskor- að fullveldi einstakra þjóða kallar á, er að ná hámarki. Heimur á þroskabraut verður að hverfa frá þessu úrelta fyrirkomulagi, viður- kenna einingu og heild mannlegra samskipta, og stofnsetja í eitt skipti fyrir öll það skipulag, sem best er til þess fallið að framfylgja þessari meginreglu lífsins." — „Og eftir það, segir Míka, mun engin þjóð reiða sverð að annarri þjóð, og þær munu ekki temja sér hemað eftir það.“ Míka spáði einnig fyrir um komu Jesú Krists, svo sem segir i 5. kafla, 1. versi: „Og þú Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá er verða mun drottnari í ísrael, og ættemi hans verða frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum.“ Guð lofaði Abraham að allir sendiboðar Guðs í framtíðinni til hinna síðustu daga, muni verða af sæði Abrahams. Og ef grannt er skoðað, em boðendur allra meiri- háttar trúarbragða heims skyldir, líka sendiboði okkar tíma, sem nefndur hefur verið Dýrð Guðs í spádómum Biblíunnar og trúarrit- um annarra trúarbragða. Jesús sagði, að Biblían yrði inn- sigluð bók til hinna síðustu daga, sem þýðir að fólkið muni ekki geta skilið innihald hennar fyrr en á hinum síðustu dögum, að hinn fyrir- heitni sendiboði Guðs muni koma og ijúfa innsigli hennar, eða skýra út innihaldið, sem hann og gerði. - En samt sem áður veður meiri- hluti mannkyns í villu og menn Kirkjudagur að Saurbæ á Kjalarnesi Kiðafelli. Á aðalsafnaðarfundi síðastlið- inn vetur var samþykkt að síðasti sunnudagur fyrir 17. júní skildi vera kirkjudagur. í ár er þetta 15. júní. Messað verður kl. 14 þann dag og mun sóknarprestur- inn, séra Gunnar Kristjánsson, predika. Við athöfnina mun Elín Sigurvinsdóttir óperusöngkona syngja ásamt kirkjukómum en söngstjóri er Davið Guðmunds- son bóndi í Miðdal í Kjós. Hann hefur verið organisti í Saurbæ i yf ir 50 ár. Eitt stærsta verkefni sem söfnuð- urinn vinnur að er viðhald kirkju- garðsbakkans. En hann hefur verið að brotna niður vegna sjávará- gangs. Fyrir liggur stórverkefni í lagfæringu á þaki kirkjunnar, auk endanlegs frágangs á stækkun kirkjugarðsins. Söfnuði Saurbæjarsóknar þætti afar vænt um ef burtfluttir íbúar úr sókninni og aðrir velunnarar Saur- bæjarkirkju sæju sér fært að koma og taka þátt í messunni, sem eins og áður sagði verður næstkomandi sunnudag, 15 júní, kl. 14. Kaffíveitingar verða í Fóikvangi að lokinni guðsþjónustu. — Hjalti Siguijón Hákonarson „í tilefni af ári friðarins hefur Allsherjarhús réttvísinnar gefið út sérstakt friðarbréf, sem nefnist fyrirheit um heimsfrið, o g er ætlað þjóðum heimsins. Unnið er að því að kynna þetta bréf hér á landi, bæði meðal frammámanna og al- mennings.“ reyna hver í sínu homi að koma með sína eigin skýringu á Biblíunni, en það boðar aðeins ósamlyndi, og stíar fólki í enn fleiri þrætuhópa og sértrúarsöfnuði. Þekktur vísindamaður sagði: „Trúarbrögð Dýrðar Guðs eru mín mesta uppgötvun, sem út af þekk- ingarogvisku." Höfundur er sjómaður búsettur á ísafirði. I tilefni aldarminningar: Björn Björnsson (Bangsi) Fimmtánda nóvember næstkom- andi em liðin hundrað ár frá því Bjöm Bjömsson gullsmiður og teiknari fæddist. Þar sem okkur bömum Bjöms er vel kunnugt um vinsældir þær er hann átti að fagna meðal vina og nemenda, svo og listfengi hans, langar okkur að minnast aldaraf- mælis föður okkar. Bjöm lést 27. apríl 1939. Enn em margir vina og nemenda hans á lífí, sem minnast hans er fundum ber saman. Okkur systkinum þætti vænt um ef vinir og nemendur Bjöms sendu okkur smá tilskrif um föður okkar í safnbók, sem ef til vill mætti gefa út í tilefni aldaraf- mælisins. Einnig þætti okkur systkinum vænt um ef þeir, sem eiga verk unnin af Bimi; málverk, silfur- og gullmuni; létu okkur vita af þeim og ef til vill lánuðu til eftirtöku í safnbókina, og til sýningar ef við stofnuðum til hennar á aldarafmæli Bjöms Bjömssonar. Bjöm rak, ásamt Finni Jónssyni og Kjartani Ásmundssyni, Gull- smíðaverkstæðið Hringinn um nokkurt skeið áður en hann gaf sig að teiknikennslu og kenndi þá við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (Ingimarsskólann), Iðnskólann og Kennaraskólann, auk þess sem þeir Björn Björnsson stofnuðu einkateikniskóla, hann óg Marteinn Guðmundsson. Við förum þess á leit að þeir sem geta aðstoðað okkur systkinin í þessu efni snúi sér til einhvers okkar: Sigríðar Bjömsdóttur, Hraunteigi 24 (s. 32139), Jóns H. Bjömssonar,_ Sólheimum 23 (s. 38480) og Áma Bjömssonar, 160 88th Street, Brooklyn, NY11209. Með aldarvirðingu, fyrir hönd systkina minna, Jón H. Bjömsson. flfoxgtiiifrlfifeffe « Gódan daginn! SKÓR í 50 ÁR Opíð hús hjá Skógcrðínni Akureyri 13. og 14. júní frá kl. 9.00 tíl 16.00. Kynnið ykkur skóframlcíðslu. Skoðið skóminjasafnið og fáið ykkur hressingu með heímsókn í Skógerðína. Allír velkomnir. Starfsfólk Skógerðarinnar Akureyrí Vörumarkaðurinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.