Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNl 1986
„É9 t£\öc ráðskonusiö&u hjd
móiorhjöla-Pío kk i. "
áster___
\l
8-K
O
... að finna á sér að
hann þurfi einhvern
að halla sér að í sorg
sinni.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
®1985 Los Angeles Times Syndicate
TAKNCf«sl<
.•u.-r
Aðvörun frá Hagstofunni. Þú
hefur gleymt að tilkynna
flutning'.
HÖGNI HREKKVlSI
/~p|7ö
i§.-p/'
f>A& VIÁ N’l> SBGXA.1'
Veitumfé til barna-
og unglingakvikmynda
Hlustandi skrifar:
Fyrir skömmu var í útvarpsþætti
viðtal við Þráin Bertelsson, ieik-
stjóra og kvikmyndagerðarmann,
þar sem hann ræddi um íslenskar
kvikmyndir. Hann upplýsti, að kvik-
myndasjóður hefði að undanfömu
verið í miklu fjársvelti og harðast
hefði það komið niður á efni fyrir
böm og unglinga. Kvað hann ekkert
hafa verið gert af íslenskum mynd-
um við þeirra hæfi. Fullorðið fólk
úðaði í sig kræsingum, en böm
sætu við tóman disk. Ekki er
myndin fögur, sem þama er bmgðið
upp, en því miður er hún sönn.
Þráinn sagði ennfremur, að við
ættum nóg af ágætu efni fyrir böm
og unglinga og nefndi í því sam-
Hagkaup;
Þyrfti að
auka úrval
af unnum
kjötvörum
Ég er ein þeirra mörgu, sem styð
eindregið frjálsa samkeppni í verzl-
un. Tel að í kjölfar hennar hafí
skapast betri þjónusta, meira vöm-
val og lægra vömverð. Einnig tel
ég að Hagkaup hafí verið hér í
fararbroddi, að minnsta kosti hvað
lágt vömverð snertir. En þó er eitt,
sem ég er mjög undrandi á við-
víkjandi Hagkaupum, hvað lítið úrv-
al er á unnum kjötvörum t.d. er
vart hægt að fá nema lítið af
vinnsluvörum frá SS, en fram-
leiðsluvömr Sláturfélags Suður-
lands em að áliti flestra þær beztu
á markaðnum. Enda em þær á
boðstólum í miklu úrvali í flestum
stómm matvömverzlunum. Von-
andi rætist hér úr og Hagkaup bjóði
þessar vömr, í samkeppni við aðra,
í sínum búðum.
Fastur viðskiptavínur
Þráinn Bertelsson.
bandi meðal annars Ámabækurn-
ar eftir Ármann Kr. Einarsson.
Ég tek heilshugar undir þessi orð
og þakka Þráni tímabæra ábend-
ingu. Góðar bamamyndir em ekki
aðeins fyrir yngri aldurshópinn,
heldur einnig alla fjölskylduna.
Nægir þar að nefna kvikmyndir
eftir sögum Astrid Lindgren, til
dæmis Línu langsokk og Emil í
Kattholti. Enginn getur talið öll þau
bros, sem umræddar kvikmyndir
hafa laðað fram á andlitum áhorf-
Velvakandi.
Mig langar til að koma því á
framfæri til sjónvarpsmanna að
hafa texta á íslenskum myndum
sem þeir sýna. Ég er sjálf heymar-
skert og á því bágt með að skilja
>
Armann Kr. Einarsson.
enda vítt og breitt um um heims-
byggðina.
Eg veit að mikill fjöldi uppalenda
er mér sammála, þegar ég mælist
eindregið til, að veitt verði sem allra
fyrst nægilegt fé til þess að fram-
leiða góðar, íslenskar kvikmyndir
fyrir böm og unglinga. Og ég er
innilega sammála Þráni um það,
að vel færi einmitt á að byija á
Ámabókum Ármanns. Þær yrðu
vissulega vel þegnar, bæði af yngri
og eldri áhorfendum.
það sem sagt er á íslensku í sjón-
varpinu. Svo er ég viss um að þeir
sem em heymarlausir myndu vilja
horfa á íslenskar myndir og vita
hvað skeður í þeim, eins og þeir sem
heyra. Björg
Setjið texta á
íslenskar kvikmyndir
Víkverji skrifar
að er kærkomin tilbreyting
hvað það er lítill hallelújakeim-
ur af orðum og athöfnum Sverris
menntamálaráðherra Hermanns-
sonar. Maðurinn er svo ágætlega
spurull og forvitinn, svo óhræddur
við að skyggnast bakvið tjöldin sem
stundum eru raunar bara skjól fyrir
heilögu kýmar. Nú er hann búinn
að kveikja í mannskapnum með
spumingunni um skólaskylduna og
sýnist sitt hverjum sem við var að
búast. En þau undur og stórmerki
hafa samt gerst að enginn hefur
beinlínis reynt að rífa hann á hol
fyrir tiltækið.
Róttæklingur og skólamaður sem
var afbragðskennari og vinsæll af
nemendum sínum lýsti þeirri skoð-
un sinni fyrir Víkveija fyrir hálfum
öðmm áratug að lenging skóla-
skyldunnar væri frumhlaup. Hann
var andvígur henni. Á hinn bóginn
var hann jafn eindregið hlynntur
því að svo yrði gengið frá hnútunum
að allir ættu ævinlega jafnan rétt
til náms. Þar mátti á engan hátt
mismuna fólki og allir sem vildu
af einlægni ganga menntaveginn
urðu að fá að spreyta sig.
XXX
Hitt fannst þessum manni í
meira lagi hæpið að ætla nán-
ast að beita lögregluvaldi til þess
að halda hundleiðu æskufólki árinu
lengur við bókina. Annar kennari
hefur enda lýst því fyrir Víkverja
hvemig sumu af þessu fólki sé tosað
með hörmungum í gegnum mála-
mjmdapróf til þess að frelsa það úr
ánauðinni; og sumt er naumast
læst og alls ekki skrífandi eftir öll
þessi ár á skólabekknum.
Það er raunar önnur saga sem
Sverrir væri vís til að hreyfa líka úr
því hann er á annað borð kominn
í ham. Danir uppgötvuðu tvennt um
daginn og ruku upp með írafári sem
vonlegt var. í fyrsta lagi rann það
loks upp fyrir þeim að danskan var
að kafna undir engilsaxneskunni,
að deyja drottni sínum. Og í öðru
lagi komust þeir að því að fjórði
hver kennari í landinu var svo fá-
kunnandi í sínu eigin tungumáli að
hann réði ekki við venjulegt dönsku-
próf.
XXX
Hér heima hafa íslenskukennar-
ar nokkrir verið að reyna að
halda því að mönnum um nokkurra
ára skeið að íslensk málfræði væri
öllum fánýt nema ef til vill fáeinum
grúskurum; ennfremur að umvand-
anir málhreinsunarmanna væru
sprottnar af sérvisku og þtjósku;
og loks að stafsetningarreglur væru
eiginlega hin mesta fásinna, smá-
smuguleg afskiptasemi sem þjónaði
litlum sem engum tilgangi. Tungan
á að vera „lifandi" er viðkvæðið
hjá þessum mönnum; þó hlýtur
maður að vona að þeir meini ekki
eins sprelllifandi og sú danska sem
er nú að ganga af sjálfri sér dauðrí
með öllu „frelsinu".
XXX
Er ekki mál að stinga við fótum,
spyija þessa menn hvert þeir
þykist vera að fara? Ef fímm millj-
ónir Dana eru að glata þjóðtung-
unni og þar með þjóðemi sínu eins
og liggur í augum uppi, hvemig fer
þá fyrir okkur íslendingum, 240
þúsund sálum, ef við uggum ekki
að okkur?
Svo hagar til hjá fyrirtæki einu
þar sem Víkveiji er kunnugur að
það telur sér ekki stætt á öðru en
að leggja stafsetningarpróf fyrir
fólkið sem sækir um sumarvinnu
hjá því. Það er upp til hópa með
stúdentspróf og samt stenst það
alls ekki alltaf prófið. Árin á skóla-
bekknum segja sem sagt ekki alla
söguna. Níu ára samfelld skólavist
lítur svo sem nógu vel út á pappím-
um. En árangurinn — eftirtekjan —
gæti líka sýnst skipta nokkm máli.