Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 Útgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Obreytt fiskverð í hálft ár Akvörðun sú um fískverð, sem tekin var á fundi yfír- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í lok síðasta mánaðar, markar nokkur þáttaskil í sjávar- útvegi hér á landi. Verðið hækk- aði aðeins um 1,5% að meðaltali og hefur hækkunin aldrei verið svo lítil sl. átta ár. Samkomulag var milli fulltrúa kaupenda og seljenda um þessa niðurstöðu og þurfti oddamaður stjómvalda því ekki að skerast í leikinn, sem er fátítt. Mesta breytingin er hins vegar sú, að nú var samið til tveggja verðtímabila, þ.e. sex mánaða í stað þriggja, sem venja hefur verið. Samkomulagið um óbreytt fískverð í hálft ár felur í sér aukinn stöðugleika í sjávarút- vegi. Útgerðar- og fískvinnslu- fyrirtæki geta nú gert áætlanir til ársloka. Þau þurfa ekki að óttast óvæntar breytingar á físk- verði í haust. Allar rekstrarfor- sendur fyrirtækjanna gerbreyt- ast við slíkar aðstæður. Nýir möguleikar á hagræðingu koma til sögunnar. Ástæðan fyrir því, að þetta rejmdist unnt, er auðvit- að gjörbreyttar forsendur í kjöl- far kjarasamninganna og ráð- stafana í efnahagsmálum í mars. Hér er með öðrum orðum enn eitt dæmið um umskipti til heil- brigðis í atvinnulífínu eftir að verðbólgan lækkaði. í því sam- bandi má vitna til ummæla Guðjóns A. Kristjánssonar, full- trúa sjómanna í yfímefndinni, hér í blaðinu í gær: „Nú eru menn að reyna að skipta raun- verulegum stærðum án þess að eftir komi gengisfelling og aðrar hliðarráðstafanir, sem oftast hafa fylgt fískverðsákvörðunum og kaupgjaldsákvörðunum í landinu og breytt og rifíð niður það, sem samið var um.“ í samkomulagi yfimefndar er ennfremur gert ráð fyrir breyt- ingu á skiptahlutfalli fískaflaj sem verður sjómönnum í vil. I reynd er um að ræða 1,4% launa- hækkun sjómanna frá 1. septem- ber nk., sem á að vega upp á móti samningsbundnum launa- hækkunum verkafólks í landi á sama tíma. Sem fyrr segir réðu breyttar forsendur efnahagsmála því, að unnt reyndist að fastsetja físk- verð í hálft ár. En ákvörðunin sjálf mun líka hafa áhrif á fram- gang efnahagsmála og styrlg'a þá stefnu, sem stjómvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa komið sér saman um. Hún er því fagnaðarefni öllum, sem í einlægni vilja stuðla að þrótt- meira atvinnulífí í landinu en unnt reyndist að byggja upp á verðbólguárunum. Raunveruleg verðlækkun á kindakjöti Astæða er til að vekja athygli á hugmyndum um lækkun á verði kindalgöts, sem forystu- menn Landssamtaka sauðfíár- bænda kynntu á aðalfundi Stétt- arsambands bænda á Hvanneyri á mánudaginn. Að þessu sinni er verið að tala um raunvemlega lækkun, þ.e. af hálfu bænda og vinnslu- og dreifingaraðila, en ekki aukin framlög úr ríkissjóði til niðurgreiðslna. Tillaga samtakanna er í fæst- um orðum sú, að bændur sætti sig við lægra verð fyrir kindakjöt en þeir fá nú, ef milliliðakostnað- ur lækkar að sama skapi. Verð- lækkunin skili sér síðan í formi aukinnar sölu til neytenda. Sauð- Qárbændur telja að vísu, að samhliða þessu verði ríkjsvaldið að gera einhveijar ráðstafanir þeim til hagsbóta. Þeir nefna t.d., að ríkið verði að leggja fram lögboðin gjöld til sjóða land- búnaðarins og að endurgreiddur verði uppsafnaður söluskattur, auk þess sem vörugjald og tollar á tækjum og rekstrarvörum verði lækkuð. Það er ennfremur sett sem algert skilyrði, að ekki verði um neina skerðingu á framleiðslu að ræða miðað við það sem nú er. Hugmynd sauðfíárbænda mið- ar að því að taka upp heilbrigðar leikreglur viðskipta í landbúnaði í stað þeirrar opinberu forsjár, sem er höfuðástæðan fyrir stöðn- uninni í atvinnugreininni. Það er öllum fyrir bestu, og réttlátast, að framboð og eftirspum ráði verði á landbúnaðarvörum, eftir því sem kostur er. Enginn vafí er á því, að neytendur munu bregðast vel við verðlækkuninni, ef til hennar kemur, enda er ís- lenska kindakjötið gæðavara, sem enginn er svikinn af. Sigmundur Guðbjarnarson, rektor Háskóla íslands, Hörður Lárusson, deildarstjóri, Sverrir Hermannsson, mer niðurstöður menntamálanefndar OECD á fundi með fréttamönnum. Menntamálanefnd OECD kynnir úttekt á íslenzka skólakerfinut Aðaltilgangurinn að v< ur um íslenzka mennta „Aðaltilgangur þessarar skýrslu er að vekja umræður í iandinu um íslenska menntakerf- ið,“ sagði Sólrún Jensdóttir skrif- stofustjóri á fundi með frétta- mönnum er kynnt voru helstu atriði skýrslu sem menntamála- nefnd Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París, OECD, hefur sent frá sér. Nefndin gerði úttekt á ísienska skólakerfinu fyrr á þessu ári og voru niður- stöðurnar kynntar á fundi í París í byijun júní með forsvars- mönnum íslenska skólakerfisins. Skýrsian kemur væntanlega út í heild sinni síðar í sumar og sagði Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra að ýtarlega yrði fjallað um niðurstöður hennar á fundum með skóiamönnum í upphafi næsta skólaárs. Forsaga málsins er sú að árið 1984 varð að samkomulagi milli þáverandi menntamálaráðherra Ragnhildar Helgadóttur og OECD að menntamálanefnd stofnunarinn- ar gerði úttekt á íslenska skólakerf- inu, en hliðstæðar athuganir hafa verið gerðar í flestum löndum sem aðild eiga að Efnahags- og fram- farastofnuninni. Á vegum nefndar- innar komu hingað 4 sérfræðingar, þeir Dr. Joaquin Arango Vila-Belda, ráðuneytisstjóri í spænska mennta- málaráðuneytinu, Dr. Anthony Faulkes, kennari í forníslensku við Háskólann í Birmingham, prófessor Thomas Robinson, yfirmaður fram- haldsnámsdeildar við Háskólann í Toronto, og Barry Hayward, starfs- maður menntamálanefndar OECD, sem hafði umsjón með úttektinni. Þeir dvöldu hér á landi frá 15. febrúar til 1. mars sl., heimsóttu skóla á öllum skólastigunum, grunnskóla, framhaldsskóla, sér- skóla, Kennaraháskólann, Háskól- ann og fleiri stofnanir, en auk þess fóru þeir austur á land og heimsóttu þar grunnskóla og framhaldsskóla. Þá áttu þeir viðtöl við fjölmarga aðila og öfluðu sér þannig viðbótar- upplýsinga um skipulag fræðslu- mála. Athygli sérfræðinganna beindist einna helst að því sem betur mætti fara í íslenska skólakerfinú, en í heild fannst þeim ástæða til að vekja athygli á því að öflugt menntakerfi hefði verið byggt upp héma á örfáum árum. Ástæða væri þó til að endurmeta ýmsa þætti svo sem tengsl milli skólastiga, skóla og atvinnulífs og heimila og skóla. Á fundinum í París var drögum að skýrslunni dreift til fulltrúa þeirra landa sem aðild eiga að nefndinni, en þau em 21 að tölu. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra flutti inngangsorð í upp- hafí fundarins og sagði m.a. að flest þau atriði sem sérfræðingamir teldu að þyrfti að lagfæra eða þörfnuðust endurskoðunar væm þegar til umræðu hér á landi og hefðu m.a. verið skipaðar nefndir til að endurskoða lög um gmnn- skóla og til að setja fram tillögur að frumvarpi til laga um fram- haldsskóla. Þá hefðj ráðuneytið tekið upp viðræður við kennarasam- tökin í þeim tilgangi að leita leiða til að bæta stöðu kennarastéttarinn- ar, og í síðasta mánuði hefðu verið gefín út drög að heildamámskrá fyrir framhaldsskóla. Sérfræðingamir komu m.a. með fyrirspumir um hvemig skólakerfið Frá fundinum í París, frá vinstri:. og menntamálanefnda OECD, Sve ráðherra, og Sólrún Jensdóttir, sk neytinu. ætlaði að mæta aukinni fíölbreytni í atvinnulífínu eins og stjómvöld stefna að, og hvemig skólamir ætli að auka þátttöku í uppeldi bama vegna þess að báðir foreldrar vinna utan heimilis. Þá var rætt um hvort hugsanlegt væri að dag- vistunarstofnanir og forskóladeildir geti gert meira af því að búa nemendur undir reglulegt nám í skóla. Vakin var athygli á því að tilraunaskólar virtust einangraðir og útbreiðsla nýjunga tækist ekki eins vel og æskilegt væri. Enn- fremur var bent á að sérskólar, Fósturskólinn, Myndlista- og hand- íðaskólinrt og kennaraskólar, virtust ekki eiga beinan þátt í að móta og þróa skólastarf í almennum skólum. Nám í tungumálum var rætt, en hlutfall tungumála á stundaskrá er hærra hér en víðast hvar annarstað- ar. Talið var nauðsynlegt að fínna Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót brúaðar á hálendinu: Leiðin úr Öskju í Kverkfjöll s í SUMAR verða byggðar brýr yfir tvö af erfiðustu jökulfljótum á hálendi landsins, Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti. Brú- in yfir Jökulsá á Fjöllum verður reist sunnan við svonefnda Upptyppinga, skammt austan við Öskju í Dyngjufjöllum. Þá verður byggð brú yfir Skjálfandafljót, sem er skammt austan við veginn inn í Vonarskarð. Fyrst og fremst liggja öryggis- sjónarmið til grundvallar þessum framkvæmdum. Brýmar munu gjörbreyta ferðamöguleikum á þessum slóðum og þá sérstaklega brúin yfír Jökulsá á Fjöllum. Aðeins tvær brýr em yfír þetta mikla vatnsfall og er önnur í Öxarfírði, skammt fyrir austan Ásbyrgi, og hin vestan við Grímsstaði á Fjöllum. Gífurlegar vegalengdir em því á milli hinna vinsælu ferðamanna- staða beggja vegna Jöklu, eins og fljótið hefur verið nefnt, Öskju og Herðubreiðalinda, vestan megin, og Kverkfíalla austan megin. Að sögn Guðmundar Arasonar, yfírverkfræðings brúardeildar Vegagerðar ríkisins, em veittar 4,9 milljónir króna til verkefnisins á fíárlögum ársins og hafa þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra átt mikinn þátt í að af þessu verður. Brúin yfír Jökulsá á Fjöllum verður sett yfír þröngt gljúfur sem fljótið rennur í sunnan Upptypp- inga. Þar var reist einföld brú fyrir tveimur áratugum á vegum félaga í Ferðafélagi Húsavíkur. Hún stóð ekki lengi, hmndi tveimur ámm síðar. Nýja brúin verður 23 m löng bitabrú með timburgólfí, og stendur hún á steyptum sökklum. Brúin verður 4 m á breidd. Frá veginum inn í Öskju, þar sem hann beygir í vestur við Upptyppinga, verður mddur vegarslóði að brúnni. Liggur hann milli Jökulsár og Upptyppinga suður að brúnni. Um síðustu helgi var mælinga- flokkur á vegum Vegagerðarinnar á Akureyri við brúarstæðið á Jöklu og átti hann að leggja síðustu hönd á undirbúning framkvæmdanna. Mjög kalt hefur verið á Norðurlandi og hálendinu f vor og því ekki ljóst hvenær hægt verður að hefjast handa, en áætlað var að brúin yrði tilbúin fyrir verslunarmannahelgina í byijun ágúst. Fyrirhuguð brú á Skjálfandafljót verður 15 m löng og 4 m breidd. Hún verður að svipaðri gerð og brúin jrfir Jöklu. Að sögn Sigurðar Oddssonar, umdæmisverkfræðings Vegagerð- arinnar á Akureyri, var gerður út mælingaleiðangur í ágúst í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.