Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 Minning: Olafur Bergsteins- son, Argilsstöðum í dag er borinn til grafar að Breiðabólstað í Fljótshlíð Ólafur Bergsteinsson frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu. Að ævistarfí var Ólafur Berg- steinsson bóndi og vann alla tíð langan dag á bújörð sinni, Árgils- stöðum. Hann hætti ekki fyrr en næstum áttræður og vann ótrauður fullan starfsdag, þótt heilsan væri lakari seinustu árin. Ólafur Bergsteinsson var um ára- bil sumarfóstri minn og er þakkar- skuld mín við hann mikil. Eftir skammdegi og skólaveru hélt ég á vorin austur að Árgilsstöðum og dvaldi þar sumarlangt. Útivera og hæfileg störf voru lífsgjöf og mikið andlegt skjól var hjá Olafl frænda. Aldrei var orðinu hærra og styggð- aryrði kom ekki frá hans munni. Hann skipaði ekki fyrir, heldur fól öðrum störf með afsökun og kurt- eisum orðum. Þetta voru ljúfír dagar fjarri heimsins glaumi. I einkalífl og öllum störfum var Ólafur vammlaus maður. Hann var góður drengur og minnist ég hans, þegar ég heyri góðs manns getið. Vegna veikinda dvaldi Ólafur undanfarin 2 ár á hjúkrunarheimil- inu Ljósheimum á Selfossi. Lækn- um þar og starfsfólki eru færðar sérstakar þakkir, enda mat Ólafur mikils þá góðu umönnun og vináttu, sem honum var sýnd þar í hvívetna. Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR húsmóöir, Helguvík, Álftanesi, verður jarösungin frá Bessastaðakirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagiö. Þórður Jóhannesson, Þórður Þórðarson, Hildur Guðmundsdóttir, Einar Þórðarson, Bergljót Jóhannsdóttir, Matthildur Þóröardóttir, Lárus Einarsson, Jóhannes Þórðarson, Margrót Sigmarsdóttir og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON, Austurgötu 19, Hafnarfirði, lést á st. Jósepsspítala 31. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks sjúkra- hússins. Gunnar Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Kristján Jónsson, Gróa Frfmannsdóttir og aðrir ættingjar. t Útför mannsins mín, föður okkar, fósturfööur, tengdaföður og afa, SIGTRYGGUR JÓNSSON, Skeiðarvogi 19, ferframföstudaginn 13. júníkl. 10.30frá Fossvogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á að láta Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess. Elfn Sigurðardóttir, Sigríður Sigtryggsdóttir, Sigurlaug Sigtryggsdóttir, Gunnar Halldórsson, Erla Sigtryggsdóttir, Gunnar Jónsson, Sigrfður Einarsdóttir, Lúðvfk Nordqulen, og barnabörn. t ÁSRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, frá Möðruvöllum, verður jarðsungin að Mööruvöllum i Hörgárdal föstudaginn 13. júníkl. 2. Krfstfn Eggertsdóttir, Mattfas Andrésson, Sólveig Eggertsdóttir, Þráinn Bertelsson, Þórhalla Eggertsdóttlr, Ólafur Gfsli Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, BRYNJAR GUÐMUNDSSON, Selvogsgötu 7, Hafnarfirði, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 13. júní kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið. Hólmfrfður Ragnarsdóttir, Ragna Brynjarsdóttir, Sigurjón Pótursson, Guðmundur Rúnar Brynjarsson, Þuríður Dan, Hrönn Brynjarsdóttir, Francois Louis Fons, Smári Brynjarsson, Sigrfður Hansen, Úlfar Brynjarsson, Guðrún Margrót Ólafsdóttir, Rut Brynjarsdóttir, Ingvar Guðmundsson, Þröstur Brynjarsson og barnabörn. t Þökkum samúð viö andlát og útför, ÁSDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki Hrafnistu f Reykjavík. Hannes Pálsson, Guðlaug Ágústa Hannesdóttir, Siguröur Jónsson, Bragi Hannesson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Jón Benedikz og barnabörn. Ólafur átti allar sínar rætur á Árgilsstöðum og þangað leitaði hugurinn. Við fórum saman austur reglulega eftir að Ólafur tók að dvelja á Selfossi. Alltaf var hann jafn snortinn af æskuslóð sinni, grænum túnum, búhjörð í haga og skógarlundunum, er hann hafði sjálfur ræktað. í kvæðum sínum orti hann um moldina og regnið, sem fæddi gróðurinn. Lífsdagurinn er á enda hjá Ólafi, en minning hans lifir. Andi hans svífur áfram yfír tijálundunum á Árgilsstöðum. Hvíl þú í friði. Lúðvík Gizurarson Ólafur Bergsteinsson, bóndi á Árgilsstöðum og frændi minn, lézt 6. júní síðastliðinn. Ólafur fæddist á Árgilsstöðum 25. ágúst 1904, og var því 81 árs, er hann andaðist. Hans minnumst við ekki sakir þess, að hávaði hafí verið í kringum hann, heldur vegna þess að hann var fulltrúi fyrir fagrar hugsjónir. Ungur heillaðist Ólafur af hugsjón- um ungmennafélaganna og þeirri bjartsýni og lífstrú, sem svo sterk var með þjóðinni í upphafí aldarinn- ar. Þess vegna varð skógrækt hans helzta áhugamál í lífínu og einlæg t Eiginkona mfn, SIGRÚN HANNA PÁLSDÓTTIR, Stelnum, Grindavfk, andaöist í Landakotsspítala þann 10. júní. Sigurður Rúnar Steingrfmsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Foreldrar okkar, RÓSA BJARNADÓTTIR OG BOGI MATTHlASSON, Litlu-Hólum, Vestmannaeyjum, létust af slysförum sunnudaginn 8. júnf. Útförin fer fram föstudag- inn 13. þ.m. kl. 14.00frá Landakirkju Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + SIGURBJÖRG TÓMASDÓTTIR frá Felli, Fálkagötu 19, Reykjavfk, andaðist í Landakotssspítala þann 5. júní. Jarðarförin verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. júní kl. 13.30. Börn, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, KRISTJANA ÞÓREY TÓMASDÓTTIR, Lindarholti 7, Ólafsvfk, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Farið verðurfrá Umferðarmiöstööinni kl. 9.00 sama dag. Víglundur Jónsson, Ragnheiður Vfglundsdóttir, Úlfar Vfglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Vfglundsdóttir, Pétur Jóhannsson og barnabörn. + Kveðjuathöfn um konu mína, móður okkar, ömmu og langömmu GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR, frá ísafirði, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. júní kl. 13.30. Jarö- sett verður frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Valdimar Veturliðason, Frfða Valdimarsdóttir, Ari Valdimarsson, Helga Valdimarsdóttir, Finnur Valdimarsson, Pétur Valdimarsson, Sigurður Valdimarsson, Haraldur Valdimarsson, Þórdfs Valdimarsdóttir, Halldór Ebenesersson, Marit Valdimarsson, Haukur Schram, Ingibjörg Gilsdóttir, Ólöf Sigurlásdóttir, Stefanfa Guðmundsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ingibjörg Tryggvadóttir, Hörður Snorrason, barnabörn og barnabarnabörn. vinátta við böm og málleysingja. Þessu kynntist ég afar vel, því að ég var sumar eftir sumar í sveit hjá Ólafí á mínum bemskuárum. Minar ljúfustu og jafnframt dýr- mætustu minningar eru ef til vill þær stundir, þegar ég vaknaði við niðinn í bæjarlæknum á Árgilsstöð- um; þegar morgundrykkurinn var sóttur í kælinn í þeim sama læk, sem var spenvolg mjólk kvöldið áður; þegar dráttarklárinn var spenntur í morgunsárið fyrir kerr- una og ég hélt með mjólkina niður á brúsapall. Á brúsapallinum hittust merkisbændur í Króknum og margt skemmtilegt var spjallað í þeim himnasal, þar sem Hekla með snjó- húfu sína gnæfði í norðri, en Þrí- hymingur teygði totur sínar upp fýrir grænt Vatnsdalsflall í austri, með skínandi Eyjafjallajökulinn í baksýn, sem skar heiðblátt loftið með hvítum skildi sínum. Það var atburður út af fyrir sig að hitta þá bændur, bræðuma Jón á Velli og Siguijón á Bakkavelli, sem báðir voru skemmtilegir menn, er sögðu sögur af síðasta laxinum, sem þeir höfðu veit í Rangá, eða þá að sjá Þorstein í Markaskarði draga upp rauða snýtuklútinn sinn og að lok- inni notkun fá sér aftur í nefið og gera síðan grein fyrir veðurkortinu, sem biasti við okkur þama á miðjum Njáluslóðum. Þetta var heimur með sínum hæga en reglubundna takti, sem hverri bamssál hlýtur að vera hollur. Ólafur Bergsteinsson var rækt- unar- og hugsjónamaður af lífi og sál. Hans markmið vom hærri en þau að bera á að vori og uppskera að hausti. Þess vegna neitaði hann oft að beygja sig fyrir hinu harða lögmáli efnishyggjunnar, sem ávallt veit hvenær á að láta vaxa og hvenær á að skera. Jurtir og skepn- ur urðu vinir hans, og þeirri vináttu sleit hann ekki, þótt ár samvistanna yrðu stundum fleiri en hin harða hagsýni kvað á um. Lífsgildi Óiafs vom mild og hann horfði fram hjá þeirri veröld, sem allt mælir á vog stundargróða. Þótt kýr Ólafs væm ef til vill ekki þær nythæstu í sókn- inni, famaðist honum samt vel sem bónda, því að hann sólundaði ekki fé sínu í margt það, sem mörgum öðmm manninum verður svo dýr- keypt, hvort heldur það em dýrir dauðir hlutir, eins og hús og bílar, eða nautnalyf eins og reykingar og áfengi. Slík eftirsókn var honum fjarri skapi og búskapur hans stóð því að sama skapi traustari fótum. Lífsnautn Ólafs var að sjá skepnun- um sínum, hestum, kindum og kúm, líða vel, og að sjá gróandann í kring- um sig. 0g við það undi hann glað- ur. Sem hugsjóna- og ræktunarmað- ur hugsaði Ólafur Bergsteinsson í öldum en ekki ámm, og því er ekki að undra, að skógrækt varð hans helzta áhugamál. Skógarlundurinn í kringum bæinn stækkaði með hveiju árinu sem leið, svo að íbúðar- húsið á Árgilsstöðum nánast hvarf í laufblaðaskrúði, er veitti skjól fuglum og viðkvæmum jurtum í kringum húsið, svo sem rósamnn- anum við bæjardymar. Og skjólbelti birkis og grenitijáa teygðu sig æ hærra og lengra fram mað veginum heim ,að bænum. Allir sem óku í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.