Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
-fegram húsín
Nú er rétti tíminn. Eigum alls konar málningu.
Utanhússsem innan.
Einungis vönduð vara, góð vörumerki.
Ráðgjöf - reynsla - vöruval
Síðumúla 15, sími 84533
„Að hafa radarinn á og
kunna að lesa á hannw
- segir Magnús Gústafsson forsljóri Coldwater
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater í Bandarílqunum, hefur
vakið mikla athygli að undanfömu
fyrir ákveðnar skoðanir á markaðs-
málum, aðbúnaðarmálum fiskverk-
unarfólks og almennt á vinnustöð-
um, en hann hefur flutt fyrirlestra
sem bijóta blað í þessum efnum,
ef tekið er fullt tillit til þess sem
Magnús hefur fram að færa. Við
hittum hann á aðalfundi Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna á Akur-
eyri í maflok og inntum frétta af
markaðsmálum, framtíðarsýn í
þeim efnum og möguleikum sem
íslenzkt hráefni úr sjó hefur.
Orðspor fyrir vörugæði
Þegar þú spyrð um meðferð hrá-
eftiisins, sagði Magnús, þá er rétt
að byrja á því að við höfum haft á
okkur orð fyrir að hafa góða vöru.
En vara verður ekki góð nema hrá-
efnið sé í góðu lagi. Ég hef lagt
áherzlu á það að við kynnum okkur
þarfír neytenda, skoðum sífellt
dreifikerfið, vinnsluna og alla þætti.
Á aðalfundi Sölumiðstöðvarinnar í
fyrra rakti ég þessa þætti e.t.v. í
öfugri röð. Eg byijaði á því að
fjalla um þarfir neytendanna. Síðan
tók ég dreifíkerfið fyrir, vinnsluna,
fiskiskipin, frystihúsin, um borð í
bátunum, en fyrst og fremst var
lögð áherzla á það að úr trollinu, úr
veiðarfærinu, yrði fiskurinn að
koma. Og auðvitað gat ég ekki á
mér setið og sagt að að sjálfsögðu
væru mestar líkur á góðum afla úr
veiðarfærum frá Hampiðjunni.
12000 manns
að baki SH
Ef við tökum fyrst fyrir það fólk
sem stendur að baki þjónustu okkar
í Bandaríkjunum, þá eru það 12
þúsund manns á Islandi og í Fær-
eyjum. Og við þurfum að gera mun
meira af því að upplýsa um hina
ýmsu hlekki í þessari keðju. Það
hefur náðst gífurlega mikill og góð-
ur árangur í meðferð á físki, en það
er vafalaust hægt að gera betur ef
rétt er að staðið. En það er ekki
nóg að gera vel, það verður að
halda takt í þeim efnum og góða
varan þarf að vera trygg. Það er
ekkert sem jafnast á við það að
sjómenn séu sammála um það að
einungis góð vara skuli vera á
boðstólum. Og það þarf fiskverkun-
arfólkið einnig að vera sammála
um. Kanadamenn leggja mikla
áherzlu á kassavæðingu um þessar
mundir. Og þeirra markmið er í
rauninni að hafa vöruna eins góða
og við bjóðum hana. Nýting og
gæði hafa batnað með kössunum,
það er enginn vafi á því. Og okkar
fiskur er sá bezti. En eftir því sem
við höfum meiri lagni er um verð-
mætari vöru að ræða. Menn verða
að fara eins vel með hráefnið og
frekast er unnt. Það hefur verið
rætt mikið á þessum fundi Sölumið-
stöðvarinnar nú um gæðamál og
það hve nauðsynlegt er að taka
tillit til markaðarins, hvaða pakkn-
ingar er hægt að bjóða og einnig
það að það er í raun lítið dýrara
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Magnús Gústafsson
ef það er nokkuð dýrara, að gera
það vel, ef það er gert skipulega,
að vanda meðferðina út í yztu æsar
á allan hátt. En það verða allir að
vera sammála um að gera það,
bæði til sjós og lands. Þarna verða
menn að standa saman, allir sem
einn og vinna sem ein hönd því það
mun koma öllum til góða. En við
þurfum líka sem stýrum fyrirtækj-
um að vera vissir um það, að fólk
verði vart við það þegar það gerir
vel. Það þarf að láta menn vita.
Við þurfum að upplýsa okkar fólk
betur en gert hefur verið. Okkar
áhugasama og góða starfsfólk.
Óplægði akurinn
í f isksölu
Við ræddum hér nokkuð á fund-
inum um framtíðarmöguleikana í
Bandaríkjunum. Og ef maður gáir
að því hvað menn borða hér, þá
koma forvitnilegar staðreyndir í
ljós. Ef við skoðum tímabilið
1964—1985 hefur kjötneyzla
minnkað úr 72% í 63%. Fuglakjöts-
neyzla hefur aukizt út 21% í 31%,
botnfiskur hefur verið 2% á þessu
tímabili, óbreytt, og aðrar sjávaraf-
urðir 4%, óbreytt. Þó er það stað-
reynd að á síðari árum hefur fisk-
neyzla farið upp á við. En hvers
vegna hefur aðalbreytingin orðið,
breytingin sem varðar neyzlu á
fuglakjöti umfram annað kjöt? Áður
voru kjúklingar eingöngu seldir í
heilu lagi. Nú eru þeir bútaðir og
sölumenn á þeim markaði eru
duglegir að bjóða upp á þjónustu.
Nú er gerð meiri krafa til þjónustu.
Það er um að ræða tilbúna skammta
að meira eða minna leyti. Við höfum
verið með blokkina sagaða og
mylsna og deig hefur verið sett á
blokkina. Neyzla af of mikið húðuð-
um vörum hefur staðið í stað. Við
þurfum því að taka mið af því hvað
fólk vill borða. Tilhneigingin til að
borða léttan og hollan mat er mikil.
Fólk vill lifa lengur, það er málið.
Allir sem borða fisk vita hve það
er notalegt. En þó erum við aðeins
með 2% af aðalréttunum í físki.
Við þurfum því að spila á tilfinning-
una, spila á það sem fólk er að
velta fyrir sér, vinna fiskinn meira
í undirbúningi og við það flyzt
heilmikil vinna hingað heim. Það
þarf að vinna hnakkastykkin sér,
sporðstykkin sér o.s.frv. o.s.frv.
Menn velta því fyrir sér hvort ekki
sé hægt að nýta aflann mun betur
en selja hann í heilu eða í gámum.
Ég tel ljóst að þeir sem ná að gera
þetta á hagkvæman hátt, nýta alla
möguleika hráefnisins, munu
standa betur að vígi, þeir munu ná
vinnunni, þeir munu ná árangrin-
um.
Áreiðanleiki, gæði
og gott verð
í unnu matvörunni eru ýmsar
stefnur, pastan, litlir bitar, svona
nartbitar. Hnakkastykkin í sósum,
tilbúið til baksturs, sporðar í einni
tegund, réttir með sérstöku kryddi
og það eru ýmsir möguleikar í
sambandi við þjóðarrétti. Ég býst
ekki við að það sé hyggilegt að
setja sósur og ýmislegt í þeim dúr
á hér heima. Þar koma inn þyngdar-
atriði, flutningskostnaður og ýmis-
legt fleira. En við þurfum að leggja
höfuðáherzlu á það að flaka fiskinn
hér mun meir en gert hefur verið,
skera hann og vinna í pakkningar
á annan hátt, auka þá möguleika
sem markaðurinn býður upp á. Við
eigum að halda áfram á sömu braut
að vera áreiðanlegir og með góða
vöru. Og við þurfum að huga að
ýmsu í þessum efnum. Fólkinu þarf
að líða vel, því sem vinnur hjá
okkur, með okkur og fyrir okkur
og við eigum _að leggja höfuðkapp
á þrjú atriði: Áreiðanleika, gæði og
gott verð, sem báðir hagnast á. Við
eigum að bera virðingu fyrir við-
skiptavinunum og laða vöruna að
þörfum þeirra. Það kunna menn að
meta og fyrir það eru menn tilbúnir
að borga hærra verð. Það er grund-
vallaratriði, að menn virði okkur,
því það leiðir til hærra vöruverðs.
Opin gagnvart
nýjum möguleikum
Stefna Coldwaters er sú, að við
höfum verið að leita eftir tryggum
viðskiptavinum. Þetta er flókið og
kallar á mun samstilltari skipulagn-
ingu og meira átak en nú er lagt
í hráefnissölu, því framboð úr
Norðursjó hefur brugðizt. Sameig-
inlegt markmið okkar sem í þessu
vinnum er hið sama þótt áherzlu-
munur geti verið í leiðum. Gott
dæmi er frystiskipið Akureyri. Við
seldum fiskinn frá því skipi dýrari
strax í upphafí því það skilaði mjög
góðri og sérstakri vöru, flökum með
hreinsuðu roði beinlausum og roð-
lausum. Við gátum strax selt sér-
stöðuna. Við eigum alltaf að vera
á verði gagnvart nýjum möguleik-
um í framleiðslu og sölu, alltaf að
vera með radarinn á og kunna að
lesa á hann. Þá er minni hætta á
að strandi og meiri möguleiki á
árangri og það er okkar höfuðmark-
mið að ná
árangri.
Grein: Árni Johnsen
LEÐURSOFASETT
í gráu eða svörtu.
Einn 3ja sæta sófi og 2 stólar.
Útborgun 8.500 kr.
Eftirstöðvar á 6 mán.
Vörumarkaöurinn hf.
Ármúla 1A, sími 686112.