Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
Ózonlagið:
Rannsóknir styðja
fyrri kenning’ar
Vísindamenn mjög svartsýnir
Washingfton, AP.
NÝJAR rannsóknir renna nú
stoðum undir þann grun manna
að óæskilegar veðurfarsbreyt-
ingar muni fylgja í kjölfar
minnkandi ózons í lofthjúpnum.
Vísindamenn vöruðu við því, nú
á þriðjudaginn, að veðurfarsbreyt-
ingar þær, sem nefndar hafa verið
„gróðurhússáhrifin", væru þegar
hafnar og væri fyllsta ástæða til
þess að fylgjast með frekari loft-
lagsbreytingum.
Rannsóknir sýna að ózonmagn
yfir Suðurheimskautslandinu hefur
minnkað verulega á undanfömum
árum og telja vísindamenn að því
muni fylgja hækkandi hitastig á
jörðu. Stuttur tími myndi líða frá
slíkri breytingu þar til að flóð,
Snjóaði
áSkota
Glasgow, AP.
RÚMLEGA fímmtán sentimetra
jafnfallinn snjór þakti megin-
hluta norðaustur Skotlands á
þriðjudag og urðu ýmsar tmfl-
anir og tafír vegna þessa veður-
lags, sem er óvenjulegt í meira
lagi undir miðjan júnímánuð.
Enn meira snjóaði nyrzt í Skot-
landi.
Veðurfræðingar í Skotlandi
sögðust ekki geta tjáð sig um
hvort þetta væri síðasti snjór
liðins vetrar eða fyrsti snjór hins
næsta.
þurrkar og önnur óáran myndi
ganga yfír jörðu. Ef ekkert yrði
aðhafst gæti mannkyn jafnvel dáið
út.
„Ég tel að hækkandi hitastig um
alla jörðu sé óumflýjanlegt. Spum-
ingin snýst um það hversu mikil
hækkunin verður og hvenær," sagði
Robert Watson í skýrslu sinni, til
umhverfísmálanefndar bandarísku
öldungadeildarinnar. Watson er
framkvæmdastjóri þeirrar deildar
NASA, sem hefur efri lög loft-
hjúpsins á sinni könnu. Hann sagði
að búast mætti við miklum breyt-
ingum á næstu áratugum og spáði
því að hitastigið kynni að hækka
um allt að 5,5 stig á Celsius. Það
kann ekki að virðast mikil hækkun,
en hún myndi þó hafa gífurleg áhrif
á veðurfar um allan heim og þar
af leiðandi á mannkyn.
Forstöðumaður Goddard-stofn-
unarinnar, James Hansen, sagði að
hitastig yrði um 1,1 gráðu hærra
eftir 20 ár, en jafnheitt hefur ekki
verið á jörðunni, í um 100.000 ár.
Sherwood Rowland, sem er efna-
fræðiprófessor við Kalífomíuhá-
skóla, sagði að ef „gróðurhúsáhrif-
in“ héldust óbreytt áfram, myndi
hitastig hækka svo, að mannkyn
myndi þurrkast út á 500 til 1.000
ámm.
Það sem veldur þessari eyðingu
ózonsins er mengun lofthjúpsins.
Þau efni sem mest áhrif hafa eru
klórflúrkolefni, koltvísýringur, met-
an og nituroxíð, sem reyndar er
betur þekkt sem hláturgas. Þessi
efni safnast fyrir í efstu lögum
lofthjúpsins, eyða ózoninu og valda
því að jörðin endurvarpar minni
hita frá sér. Andrúmsloftið hitnar
því og veldur þurrkum sums staðar,
en hækkandi sjávarmáli annars
staðar, þar sem heimskautaísinn og
jöklar bráðna þó nokkuð. Þá mun
húðkrabbi aukast verulega, þar sem
útfjólublá geislun á greiðari að-
gang, þegar ózonlagið þynnist.
Vísindamennimir sögðu að þessi
þróun héldi áfram og ykist hættan
fremur en hitt. Athygli manna
beindist ekki að þessum þætti
umhverfísmengunar fyrr en 1974,
en þá gaf Rowland út ritgerð um
þetta efni. Nú hafa verið birtar
niðurstöður rannsókna á loftsam-
setningu yfír Suðurheimskauts-
landinu, undanfarin fímm ár. Þær
sýna að ózonmagnið hefur minnkað
um 30-50% og er þó ekki loft-
menguninni fyrir að fara þar. Vís-
indamennimir sögðu að loftmengun
yrði að minnka með einhveijum
hætti, ef snúa ætti þessari óheilla-
þróun við. En hingað til hafa stjóm-
völd annars staðar en í Bandaríkj-
unum reynst treg til þess að gera
umtalsverðar ráðstafanir.
Að lokum sögðu vísindamennim-
ir að nú þegar væm komin fram
uggvænleg áhrif loftmengunnar og
ef ekkert yrði aðhafst yrðu breyt-
ingamar enn til hins verra.
Gulko ogfjölskylda íísrael
Sovéski skákmeistarinn Boris Gulko sést hér ásamt Önnu konu
sinni og Davíð, 7 ára syni þeirra við komuna til ísraels á dögun-
um. Þau höfðu reynt í sjö ár að fá leyfi til að flytjast úr landi
í Sovétríkjunum. Þau eru bæði stærðfræðingar að mennt og
munu væntanlega starfa við greinar sínar í ísrael. Þau hafa
lagt stund á hebreskunám sl. ár og eru því allvel undirbúin að
setjast að í hinum nýju heimkynnum.
Hittast utanríkisráðherr-
ar Iraks og Sýrlands?
Washington, AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Sýrlands og íraks ætla að hittast á föstu-
dag til að reyna að ná sáttum milli ríkjanna og undirbúa þjóðhöfð-
ingjafund íraks og Sýrlands, að þvi er Hussein Jórdaníukonungur
sagði í viðtali við bandaríska blaðið Washington Postá miðvikudag.
Geislunin í Kotka í Finnlandi:
Biluð mælitæki sýndu
allt of háa niðurstöðu
Helsinki, AP.
GEISLAVARNASTOFNUN
Finnlands hefur kennt biluðum
mælitækjum um, að óvenjulega
mikil geislun mældist i eftirlits-
stöð nálægt landamærum Finn-
lands og Sovétríkjanna.
í tilkjmningu stjómvalda, sem
send var út athugasemdalaust, var
ekki skýrt frá því, hvers vegna
embættismenn fullyrtu á þriðjudag,
að mælitækin væm í lagi.
„Eftir því sem næst verður
komist, er líklegasta skýringin á
þessari háu útkomu mælingarinnar
í Kotka sú, að mælitækin hafí verið
biluð", sagði í tilkynningunni.
„Aukningin, sem mældist á Kotka-
svæðinu 9. júní sl., kann að hafa
stafað frá veðurskilyrðum og breyt-
ingum á eðlilegri gmnngeislun."
Fundurinn á að vera haldinn á
landamæmm ríkjanna en staðurinn
var ekki nánar tilgreindur. Hussein
sagði að fundurinn hefði verið
ákveðinn eftir að hann hefði rætt
við þjóðarleiðtoga beggja ríkja og
forsætisráðherra hans, Zaid Rifai,
fór til Aþenu á meðan Assad Sýr-
landsforseti var þar í heimsókn, og
ræddi við hann. Jórdaníukonungur
sagði að tækjust sættir með írökum
og Sýrlendingum mjmdu arabaþjóð-
imar losna úr þeirri kreppu og
stjómarstöðu sem þær hefðu verið
í lengi.
Eins og alkunna er hefur fullur
fjandskapur ríkt milli þjóðanna
tveggja um langa hríð. Sýrlending-
ar hafa hins vegar stutt írani og
veitt þeim óbeina aðstoð í stríðinu
við íraka.
Síðustu mánuði hafa samskipti
Sýrlendinga og írans kólnað eftir
að íran hætti við að senda skips-
farma af niðurgreiddri olíu til Sýr-
lands. Samtímis hefur andrúmsloft-
ið batnað milli ráðamanna Sýrlands
og Jórdaníu. Jórdanir hafa stutt
íraka og því hefur þessi þíða leitt
til að ríkin þijú hafa nálgast á ný.
Á fundi utanríkisráðherra Araba-
bandalagsins í Fes í Marokkó í
byijun maí taldist það til tíðinda
að utanríkisráðherrar Sýrlands og
íraks héldu með sér sérstakan fund.
TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR
Kúbustjórn
sleppir föngum
Washlngton, AP.
KÚBÖNSK stjórnvöld hafa látið lausa að minnsta kosti 17 pólitíska
fanga að sögn Bemards Kalb, talsmanns bandariska utanrikisráðu-
neytisins. Enginn þeirra mun að svo stöddu fá landvistarleyfi i
Bandaríkjunum, þar sem Kúbumenn hafa rift fyrra samkomulagi
þjóðanna varðandi slík mál.
ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ
Öryggisbelti, -blakkir, -hjálmar, -skór, -stígvél.
Heyrnarhlífar, andlitshlífar, -grímur, -síur og hanskar.
Viðurkenndur öryggis- og hlífðarbúnaður.
Skeifan 3h
VHJAKDI
Samkomulagið skuldbatt Kúbu-
menn til að taka aftur við þeim
flóttamönnum, sem sekir voru um
almenna glæpi í heimalandi sínu.
Bandaríkin myndu hins vegar taka
við pólitískum flóttamönnum. Kúba
rifti samkomulaginu er útvarps-
stöðin Radio Marti hóf útsendingar
frá Florida árið 1985. Stöðin er fjár-
mögnuð af Bandarílqastjóm.
Franski djúphafskönnuðurinn
Jacques Cousteau var frumkvöðull
þess, að fangamir voru látnir lausir.
Sími 82670
Unnu 240 milljón-
ir í happdrætti
Trenton, New Jersey, AP.
HJÓNIN Anthony Janeiro og
Josephine, eiginkona hans, duttu
heldur betur f lukkupottinn er þau
unnu tæpar sex milljónir dollara
— jafnvirði um 240 milljóna ís-
lenskra króna — á happdrættis-
miða sem þau höfðu keypt sitt í
hvom lagi og án þess að vita um
að hitt hefði fest kaup á miða.
Að auki vom þetta einu vinnings-
miðamir sem upp komu þegar
dregið var. Útgefíiir miðar vom
4,5 milljónir.
Hjónin hafa ekki gert upp við
sig hvemig þau ætla að veija
fénu. Þau em á sjötugsaldri og
hafa verið gift í 45 ár, að sögn
AP-fréttastofunnar.