Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 Hægt er að fá recaro-sæti eins og hér sjást í Lancia Delta HF í turbo- og aldrifsgerðina. Mælaborð i Lancia Delta. Lancia Delta Ein af elstu bíla- verksmiðjum heims- ins hleypir af stokk- unum millistærðar- bfl í 6 mismunandi útfærslum __________Bílar____________ Gísli Sigurðsson Bflar eru sífellt að verða betri tæki; það verður manni oft ljóst, þegar verið er að kynna nýjar gerð- ir, sem stundum eru nýjar frá grunni, en stundum aðeins endur- bættar. Þetta varð mér alveg sér- staklega ljóst nýlega, þegar Lancia hóaði saman blaðamönnum suður á Sardiníu til að prófa nýjan milli- stærðarbíl: Lancia Delta. Lancia hefur til þessa verið næsta ókunnur bflaþjóðinni íslendingum. Þessi ítalski bfll var þó ekki að fæðast í gær, því verksmiðjan hóf að unga út bflum undir þessu merki árið 1906 svo áttræðisafmælið er einmitt í ár. Á þessu afmælisári hefur sú skipan orðið hér, að Mazda-umboðið, Bflaborg, hefur fengið umboð fyrir Lancia og nú þegar kynnt smábflinn YIO, sem er nýr af nálinni. Það er samt ekki hann, heldur Lancia Delta, sem einkum verður gerður að umtalsefni hér. Af honum eru sex mismunandi gerðir og kem ég að því síðar. Auk þeirra er Lancia Prisma, sem er í raun sami bfll, en með skotti. En efst í röðinni frá Lancia er lúxus- bfllinn Thema, sem ég prófaði einn- ig í sömu ferð. Það eru nú liðin 25 ár síðan ég hóf að prófa og skrifa um bfla, fyrst í Vikuna, en síðan í Morgunblaðið og Lesbók. I raun má segja, að á þessum hálfum þriðja áratugi hafi bíllinn verið fundinn upp á nýjan leik, svo mikil er breytingin. Fram- myndin sýnir turbo-útgáf una. farir hafa orðið á öllum hugsanleg- um sviðum; bflar vinna betur og eyða minna, það eru betri í þeim sætin og stjómtækin en mestu munar þó á aksturseiginleikunum. Upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um, að Japanir séu að taka afgerandi forystu, bæði í nýmælum og ekki sízt hinu, að geta boðið ails kyns tæknileg ágæti fyrir lægra verð en aðrir. Það er rétt að Japanir hafa verið á undan í að nýta raf- eindatækni og þeir hafa grætt á þeirri stefnu að hafa grundvallarút- gáfur ríkulega búnar. Nú er talið að rafeindabyltingin sé ef til vill gengin um garð í bili í bflaiðnaðin- um og slagurinn stendur um að bjóða sem mest á sem lægstu verði. Til þessa hafa Japanir haft góða aðstöðu, en nú hefur sú aðstaða versnað til muna vegna hækkunar yensins. Evrópubflar standa aftur betur að vígi og nú má segja, að flestar tegundir hafi aldrifsbfla í boði og forþjöppuvélar (turbo) en slík tækniundur eru að sjálfsögðu seld á hærra verði. Delta: Nýr bíll í sama búningi Lancia Delta er tæknilega nýr bfll, en með sama ytra útlit og hann hefur haft í nokkur ár. í stað þess að teikna hann og smíða frá grunni, var ákveðið að halda í útlit, sem reynzt hefur vinsælt. Að utanverðu er bfllinn fyrirferðarlítill; lengdin 3,89 m. Þar fyrir er hann mjög rúmgóður að innan; hann gengur ekki að sér á homunum og þrengir þar af leiðandi ekki að þeim, sem í honum sitja. Þetta kflformaða útlit telst ekki lengur til nýmæla og til- hneigingin nú til dags er í áttina til ávalari lína, lfkt og sjá má á hinum frábærlega vel teiknaða Lancia Beta. Þegar þessar nýju gerðir eru reyndar verður ljóst, að þær standa ekki að baki neinu sambærilegu frá Japan og raunar veit ég ekki til þess að Japanir framleiði neinn bfl, sem kemst í hálfkvisti við Lancia Thema. í fram- leiðslu á lúxusbflum með frábæra aksturseiginleika hefur Evrópa algera fomstu. Hvorki í Bandaríkj- unum né Japan er framleitt neitt, sem stenzt snúning Mercedes Benz, BMW, Jaguar, Audi 100/200 og hraðskreiðir og vel búnir bflar, sem koma fast á hæla þeim, svo sem Lancia Beta, Renault 21 og Volvo 760 eiga sér varla hliðstæður frá Japan. Það verður líka ljóst af reynslu- akstri í hinum nýja Lancia Delta, að þar er tæknileg fullkomnun eins og bezt gerizt í þeim verðflokki, en aksturseiginleikamir mun betri en gengur og gerist, svo vægt sé til orða tekið. Það er sumsé ekki ástæða til að vera svartsýnn á framtíð bflaiðnaðar í Evrópu og kannski er allra mest ástæða til að vera bjartsýnn, þegar verðið er athugað. Það er og verður hinn endanlegi mælikvarði á það, hvort einhver vara er seljanleg, hversu góð sem hún er. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um verð má geta þess, að Lancia Delta mun kosta frá 360 þús. þegar tekið er mið af ódýrustu gerðinni og um 680 þús. sú dýrasta, en þar er að sjálfsögðu um gerólík- an bfl að ræða tæknilega séð. Af þessu má sjá, að ítölum hefur tekizt að framleiða afar vel búinn bfl á fyllilega samkeppnisfæru verði við hvað sem er og bætist nú í hópinn nýr og trúlega skæður keppinautur í millistærðarflokki. 6 mismunandi gerðir Áður en lengra er haldið er þess að geta, að Lancia Delta er fram- leiddur í sex megin gerðum. Ódýr- ust er grundvallargerðin Delta LX með 4ra strokka, 78 hestafla vél, 163 km hámarkshraða á klst. og viðbragði frá 0-100 á 14.3 sek. A 90 km hraða á hann að eyða 5.5 lítrum á hundraði. Delta 1,5 automatic heitir næst ódýrasta útgáfan, með 80 ha. vél en að öðru leyti eins, nema hvað hún er búin sjálfskiptingu. Delta GT ie er þriðja útfærslan og stafímir ie tákna, að hér er bein innspýting í stað blöndungs. Vélin er 108 hestöfl og þverstæð að fram- an eins og í öllum hinum, diska- hemlar eru hér á öllum hjólum og þessi gerð er nokkuð spræk: Há- markshraðinn 185, viðbragðið 10,0 sek og þó telst eyðslan á jöfnum 90 km hraða ekki vera nema 6.2 1 á hundraðið, en 9.8 lítrar í borga- rakstri. Þessi gerð mun kosta hér um 450 þús. Delta HF turbo heitir sá fjórði og nú fer að hitna í kolunum. Hann er eins og nafnið segir til um, búinn forþjöppu og aflið er 140 hestöfl, sem er ríkulegt fyrir ekki stærri bfl, svo ekki sé meira sagt. Til að gæta samræmis er hann búinn loft- kældum diskahemlum allt um kring og veitir ekki af, því hámarks- hraðinn er hvorki meira né minna en 203 km og viðbragðið 8,7 sek f hundraðið. Þrátt fyrir þessa feyki- legu orku, er eyðslan ekki neinu sem nemur meiri: 6.5 lítrar á jöfnum 90 km hraða og 10 lítrar í borgar- akstri. Það var þessi gerð, sem ég ók mest og kem ég að því síðar. Þessi gerð mun kosta hér um 535 þús. Delta HF 4WD er tryllitæki með aldrifí og hlýtur að verða ítölum kærkominn á Autostrada del Sol og öðrum hraðbrautum. Raunar þarf hann engar hraðbrautir til að njóta sín; auðvelt er að halda honum á 100 km hraða á mjög bugðóttum vegi og skemmitlegast með því að nota bara þriðja gírinn og vera með vélina á uppundir 6 þúsund snún- ingum. Þessi gerð er ekki aðeins með aldrifi, heldur sídrifí, þ.e. drifíð er sífellt á öllum flórum hjólum bfls- ins og hugvitssamléga miðlað breytilega á milli þeirra með tveim- ur mismunadrifum; öðru í miðju, en hinu að aftan. Þessi mismunadrif skammta aflið út til hjólanna eins og æskilegast er. Hér er feykilega skemmtilegur sportbfll, en tilsýndar að sjá er úlfurinn í sauðargæru og lætur lítið yfír sér. Bæði hann og Delta HF turbo eru á breiðari hjól- börðum en yfirleitt tíðkast — frá Pirelli og Michelin. Þeir virðast gera sitt gagn, því báðar þessar gerðir liggja eins og þær væru limdar við veginn og hef ég naumast í annan tíma ekið bflum, sem komast til jafns við þær. Delta HF 4WD er með 165 hestafla vél, enda er við- bragðið í hundraðið aðeins 7.8 sek og hámarkshraðinn 208 km á klst. Eyðslan er agnarögn meiri: 7.8 lítr- ar á hundraðið á 90 km hraða og 10.9 lítrar í borgarakstri. Þessi gerð er áætlað að muni kosta hér 680 þús. Delta turbo ds heitir sjötta gerðin og er búin dísilvél, 80 ha, en afar hljóðlátri. í ökuferð á Sardiníu Bflaverksmiðjur tíðka það að hleypa nýjum gerðum af stokkum með því að blaðamönnum vfðsvegar að er hóað saman og þeir látnir fá svo sem einn dag til að prófa grip- inn við ýmiss konar aðstseður. Ekki veit ég hversvegna Lancia kaus Sardiníu til þess ama, en ástæðan gæti verið sú, að þar er tiltölulega lítil umferð miðað við það sem gerist víðast hvar á Ítalíu. Þetta er fegurra eyland en ég hafði ímyn- dað mér. Þar eru bæði há og feyki- lega brött fjöll; sum rísa upp af flatlendi eins og Heimaklettur, en inn á milli eru langir fírðir og vogar. Við einn voginn á norðaust- urhomi Sardiníu er frægur dvalar- staður: Costa Smeralda, sem við íslendingar nefndum einfaldlega Sméröldu. Þar hefur öðlingsmaður- inn Aga Khan, trúarleiðtogi ein- hverra blásnauðra múslima í Asíu, byggt upp dvalarstað með lúxus- hótelum, sem orð hefur farið af, því þar dvelja greifar og stjömur, sem heimurinn þekkir úr fjölmiðlun- um. Ökuleiðin lá suður eftir eyjunni og til baka aftur. Lengst af er þessi leið afar hlykkjótt, enda liggur vegurinn um mishæðótt og grýtt land, kjarri vaxið. Á einum stað var yfír fja.ll að fara og partur leiðarinn- ar var ekinn eftir hraðbraut með dálítið bættu og ósléttu malbiki. Það er skemmt frá þvi að menn aka greitt í prufutúrum af þessu tagi og myndu að minnsta kosti missa ökuskírteinið hér heima, ef í þá næðist. En inn á milli taka menn lífínu með ró; stanza til að fá sér kaffi capuzino í þorpunum — en enginn bjór fyrr en komið er í næturstað. Og þegar ekið hafði verið í endastöð, sunnarlega á eyj- unni, var áð góða stund og snæddur grillaður kálfsheili, sveppir ásamt pasta og öðru, sem enginn hefði getað látið ofan í sig í mínu ung- dæmi í Tungunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.