Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986
3
Rekstrardeild Iðntæknistofnunar:
Málverk bak
við lás og slá
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
M-hátíðin svokaUaða hefst á föstudaginn á Akureyri. Tvær
myndlistarsýningar verða á sýningunni og meðal verka á
þeim eru margir dýrgripir að sögn aðstandenda. Málverkum
var safnað saman frá einkaaðilum og öðrum og voru þau
geymd í fangaklefa í lögreglustöðinni þar tíl á þriðjudag að
aðstandendur sýninganna náðu í þau. Hér er Guðmundur
Ármann, formaður myndlistarsýninganefndar M-hátíðar,
ásamt lögreglumanni í fangaklefanum.
60 konur á námskeiðum
í stofnun fyrirtækja
Rekstrartæknideild Iðn-
tæknistof nunar stendur um
þessar mundir fyrir námskeiða-
haldi í stofnun fyrirtækja fyrir
konur. Um 60 þátttakendur
hafa þegar látið skrá sig.
Vilborg Harðardóttir, kynning-
arfulltrúi Iðntæknistofnunar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að Iðntæknistofnun hefði áður
haldið námskeið af þessu tagi en
þau nær einungis verið sótt af
karlmönnum. Þau námskeið hefðu
öll verið haldin á virkum dögum
og það hefði sennilega haft þau
áhrif að konur hefðu ekki getað
sótt þessi námskeið, þar eð þær
væru margar að vinnna á þessum
tíma eða sinna heimili og bömum.
Nú hefði hins vegar verið brugðið
á það ráð að halda námskeiðin á
kvöldum virkra daga og laugar-
dögum því það væri reynslan á
hinum Norðurlöndunum að sá tími
hentaði konum betur en sá tími
sem námskeiðin vora haldin á.
Sagði Vilborg að meiningin
hefði verið að halda einungis eitt
námskeið í kynningarskyni en
ásóknin verið svo mikil að þurft
hefði að bæta við tveimur nám-
skeiðum, og því yrðu námskeiðin
alls þiju að þessu sinni.
Þijú námskeið verða haldin í stofnun fyrirtækja á vegum Iðntæknistofnunar og hófst það fyrsta á
þriðjudagskvöldið og var þessi mynd þá tekin.
Braga-te
á markað
Akureyri.
Kaffibrennsla Akur-
eyrar er nú að setja á
markað Braga-te og mun
þetta vera í fyrsta skipti
sem te er sérstaklega
pakkað fyrir íslenskan
markað. Fyrsta sendingin
er nú komin til landsins
og buðu starfsmenn Kaffi-
brennslunnar kaupmönn-
um vöruna til sölu í fyrsta
skipti á þriðjudag.
Kaffíbrennslan kaupir teið
inn í samvinnu við kaffíbrennslu
í Stokkhólmi sem er í eigu
sænsku samvinnuhreyfíngar-
innar. Því er síðan pakkað í
Gautaborg. „Temarkaðurinn hér
á landi er ekki það stór að við
ráðum við að pakka því í poka.
Við hefðum getað pakkað því
til sölu í lausu en það borgar
sig ekki. 85-90% af tei hér á
landi er selt í pokum," sagði
Gunnar Karlsson, framkvæmda-
stjóri Kaffibrennslunnar, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Gunnar sagði teinu pakkað í
sérstakar nælongrisjur - „það
þarf ekki að kreista pokana eins
og stundum þarf og teið á að
renna betur úr,“ sagði hann.
Eins og áður sagði er fyrsta
sendingin komin til landsins og
fer hún til dreifingar í vikunni.
Hér er um að ræða tvær bragð-
tegundir, morgunte og bragð-
bætt Earl Grey-te.
✓
*. '"PtC&'tJÍ 'Ý\\ *
miklu úrvali af
stórglæsilegum sumarvörum hjá okkur.
KARNA
Austurstræti 22, Laugavegi 30, Laugavegi
‘ > Glæsibæ og umboðsmenn um land allt.