Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986 3 Rekstrardeild Iðntæknistofnunar: Málverk bak við lás og slá Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson M-hátíðin svokaUaða hefst á föstudaginn á Akureyri. Tvær myndlistarsýningar verða á sýningunni og meðal verka á þeim eru margir dýrgripir að sögn aðstandenda. Málverkum var safnað saman frá einkaaðilum og öðrum og voru þau geymd í fangaklefa í lögreglustöðinni þar tíl á þriðjudag að aðstandendur sýninganna náðu í þau. Hér er Guðmundur Ármann, formaður myndlistarsýninganefndar M-hátíðar, ásamt lögreglumanni í fangaklefanum. 60 konur á námskeiðum í stofnun fyrirtækja Rekstrartæknideild Iðn- tæknistof nunar stendur um þessar mundir fyrir námskeiða- haldi í stofnun fyrirtækja fyrir konur. Um 60 þátttakendur hafa þegar látið skrá sig. Vilborg Harðardóttir, kynning- arfulltrúi Iðntæknistofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Iðntæknistofnun hefði áður haldið námskeið af þessu tagi en þau nær einungis verið sótt af karlmönnum. Þau námskeið hefðu öll verið haldin á virkum dögum og það hefði sennilega haft þau áhrif að konur hefðu ekki getað sótt þessi námskeið, þar eð þær væru margar að vinnna á þessum tíma eða sinna heimili og bömum. Nú hefði hins vegar verið brugðið á það ráð að halda námskeiðin á kvöldum virkra daga og laugar- dögum því það væri reynslan á hinum Norðurlöndunum að sá tími hentaði konum betur en sá tími sem námskeiðin vora haldin á. Sagði Vilborg að meiningin hefði verið að halda einungis eitt námskeið í kynningarskyni en ásóknin verið svo mikil að þurft hefði að bæta við tveimur nám- skeiðum, og því yrðu námskeiðin alls þiju að þessu sinni. Þijú námskeið verða haldin í stofnun fyrirtækja á vegum Iðntæknistofnunar og hófst það fyrsta á þriðjudagskvöldið og var þessi mynd þá tekin. Braga-te á markað Akureyri. Kaffibrennsla Akur- eyrar er nú að setja á markað Braga-te og mun þetta vera í fyrsta skipti sem te er sérstaklega pakkað fyrir íslenskan markað. Fyrsta sendingin er nú komin til landsins og buðu starfsmenn Kaffi- brennslunnar kaupmönn- um vöruna til sölu í fyrsta skipti á þriðjudag. Kaffíbrennslan kaupir teið inn í samvinnu við kaffíbrennslu í Stokkhólmi sem er í eigu sænsku samvinnuhreyfíngar- innar. Því er síðan pakkað í Gautaborg. „Temarkaðurinn hér á landi er ekki það stór að við ráðum við að pakka því í poka. Við hefðum getað pakkað því til sölu í lausu en það borgar sig ekki. 85-90% af tei hér á landi er selt í pokum," sagði Gunnar Karlsson, framkvæmda- stjóri Kaffibrennslunnar, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði teinu pakkað í sérstakar nælongrisjur - „það þarf ekki að kreista pokana eins og stundum þarf og teið á að renna betur úr,“ sagði hann. Eins og áður sagði er fyrsta sendingin komin til landsins og fer hún til dreifingar í vikunni. Hér er um að ræða tvær bragð- tegundir, morgunte og bragð- bætt Earl Grey-te. ✓ *. '"PtC&'tJÍ 'Ý\\ * miklu úrvali af stórglæsilegum sumarvörum hjá okkur. KARNA Austurstræti 22, Laugavegi 30, Laugavegi ‘ > Glæsibæ og umboðsmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.