Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986
iNOKKnr Kennarar atynmannasKOians aö tara yiir proi.
Besta menntun sjómanna
skilar mestum þrótti í útgerð
- segir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík
Guðjón Armann Eyjólfsson sjó-
liðsforingi og skólastjóri Stýri-
mannaskólans í Reykjavík hefur um
árabil verið í fararbroddi ýmissa
breytinga sem gerðar hafa verið á
námi sjómanna, en Guðjón Armann
var áður skólastjóri Stýrimanna-
skólans í Vestmannaeyjum. Við
ræddum við Gujón Ármann um
stöðu skólans og stefnu og ýmsar
hugmyndir sem hafa geijast í
mönnum á vettvangi stýrmanna-
náms.
Nauðsynlegt að
hnykkja á í
menntun sjómanna
Varðandi stöðu skólans, sagði
Guðjón Ármann, þá tel ég ekki
nokkum vafa leika á því að Stýri-
mannaskólinn hefur frá því að hann
var stofnaður verið einn af höfuð-
stofnunum í skólakerfinu. Skóli sem
menntar menn í höfuðatvinnuvegi
þjóðarinnar er höfuðstofnun. Þó
mætti skólinn vera miklu öflugri
eins og staða stjómanna reyndar í
heild. Það skýtur t.d. skökku við
að hér eru menn á lægri launum
en t.d. í Tækniskólanum og ég er
einum þremur launaflokkum lægri
í launum en skólastjóri Búnaðar-
skólans. Ég og mínir kennarar
berum ábyrgð á menntun jrfír-
manna á öllum kaupskipum lands-
ins og ég veit ekki hveijum siglingar
eru nauðsynlegar ef ekki íslending-
um. Ég tel nauðsynlegt að hnykkja
á í menntun sjómanna og gera
þennan skóla að fjögurra vetra
skóla í stað þriggja vetra, því nú
er aðeins skylda fyrir varðskips-
menn að fara Ijórða árið. Það er
ábyrgðarmikið starf að stýra full-
fermdum flutningaskipum, e.t.v.
ekki síður ábyrgðarmikið en val á
góðum sendiherrum landsins. Ég
tel að Stýrimannaskólann þurfí að
efla verulega. Þeir skólar sem s;nna
verkmenntuninni og menntun yfír-
manna skipastóls landsins gegna
það veigamiklu hlutverki í þjóð-
félaginu, að þeir varða sjómenn,
ráðamenn og alla í þjóðfélaginu.
Því á að virða skólann eins og vera
ber og það fag sem hann kennir.
Hvar er virðingin
fyrir verkmenntun?
Það hefur sýnt sig að þar sem
menntun sjómanna hefur verið í
beztu lagi, þar er mestur þróttur í
útgerðinni. Ef við lftum á breiddina
i náminu, frá fiskiskipum til varð-
Guðjón Ármann Eyjólfsson
skólastjóri ogsjóliðsforingi.
skipa, þá eru þetta mjög ólík svið.
Ég hef áður minnzt á það með
fullri virðingu fyrir stúdentsmennt-
un að mér þykir það furðu sæta
að í árbók íslands skuli það þykja
sjálfsagt að birta nöfn og fjölda
stúdenta frá hveijum skóla og nöfn
kennara og nöfn þeirra sem ljúka
háskólaprófí, en það þykir ekki
ástæða til að birta nöfn útskrifaðra
frá skólum atvinnuveganna þrátt
fyrir allt talið um mikilvægi at-
vinnulífins. Þegar menn eru að tala
um að þetta sé of mikil menntun,
verða þeir að gera sér grein fyrir
þvi að í nágrannalöndunum er þessi
menntun hátt skrifuð og mikils
metin og við megum ekki dragast
aftur úr í þessum efnum. Það þarf
einnig að stórauka grunnmenntun
sjómanna. í Danmörku t.d. verða
allir sjómenn sem fara í siglingar
að taka grunnmenntun upp á 5
mánuði eða 800 kennslustundir.
Reikna verður tíma
í menntunina
Vissulega horfír þetta allt til betri
vegar hjá okkur og nýju lögin um
atvinnuréttindi frá því í fyrra sem
Matthías Bjamason fylgdi eftir hafa
valdið því að undanþágum hefur
stórlega fækkað. Námskeið í sam-
vinnu við framhaldsskóla á hinum
ýmsu stöðum hafa sinnt miklu
verkefni sem skiptir máli. Nú vantar
hins vegar ný lög um stýrimanna-
skóla. Það liggur væntanlega fyrir
að leggja fram frumvarp um Stýri-
mannaskólann sem nefnd hefur
skilað af sér. En Ragnhildur Helga-
dóttir, fyrrverandi menntamálaráð-
herra, skipaði hana í kjölfar at-
vinnuréttindafrumvarpsins. Ég
vænti þess að Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra leggi þetta
frumvarp fram þegar í haust. Góð
lagasetning er undirstaða farsældar
í skólastarfi og þeir, sem telja að
sjómannastéttinni sé of gott að fá
góða menntun og telja allt eftir í
þeim efnum, eru hreinlega ekki í
takt við tímann. í sambandi við
hugmyndir um aukið verksvið Stýri-
mannaskólans verður að hafa það
í huga að í almennum sjávarútvegs-
skóla yrði um að ræða mörg geró-
lík svið. Sjávarútvegsskóli ætti að
verða tengiliður milli vinnandi
handa atvinnuveganna og sérskól-
anna og Háskóla íslands og við
ættum að geta leitað til þeirra eins
og við leitum nú til Fiskvinnsluskól-
ans í sambandi við kennslu í með-
ferð á físki án þess að verða þó
sérfræðingar. Okkúr hentar hluti
af sérfræðinámi, en við leitum líka
til vélskóla I sambandi við nám í
vélfræði. Þetta sýnir og sannar
hvað svið skipstjómarmenntumar-
innar em víðtæk. Á skuttogumnum
þurfa yfirmenn t.d. að hafa mikið
vit á físki, fískmeðferð, veiðitækni,
veiðarfæmm og tækjum fyrir utan
41
siglingafræðina sjálfa og sjó-
mennskuna almennt. Þetta þurfa
að vera menn með góða, almenna
menntun og eftir því sem menntun-
in er meiri þeim mun betri nýting
verður á skipaflota landsins, en það
verður að reikna tíma í þessa
menntun. Sjávarútvegsskóli er
stofnun sem getur fylgt eftir þróun
á astik-inu, kraftblökkinni, betri
hlemm og vörpum, björgunartækj-
umogfleim.
Okkur vantar samræm-
ingn og tengingu iðnað-
ar og f iskveiða
Af hvetju em íslendingar alltaf
að þróa upp hugmyndir fyrir aðrar
þjóðir? Islendingar notuðu fyrst
kraftblökkina en Norðmenn komu
henni í framleiðslu og á heimsmark- -—
að. Og íslendingar vom sérfræðing-
ar í notkun sónars, fískirita, en
Norðmenn framleiddu og seldu.
Okkur vantar samræmingu og
samtengingu iðnaðar og fiskveiða
og þá mun margvísleg þróun fylgja
í kjölfarið og möguleikar þar sem
menn verða þó að taka af skarið
því það er ekki endalaust hægt að
velta vöngum án þess að skila
áþreifanlegum árangri, fjármagni.
Hvað er mikilvægara
íslensku þjóðinni?
í sambandi við öryggisþáttinn
höfum við lagt áherzlu á öll gmnd-
vallaratriði í sambandi við slysa-
vamir og björgunaræfíngar. Þetta
starf hefur að mestu leyti hvílt á
Slysavamafélagi íslands og Land-
helgisgæzlunni og við hugsum gott
til glóðarinnar að senda okkar fólk
á námskeiðin sem Slysavamafélag
íslands hefur tekið að sér að sjá
um að tillögu öryggismálanefiidar
sjómanna í björgunarskólanum Þór,
en þó vil ég taka fram að það þarf
að koma upp mjög öflugum öryggis-
og eldvamarskóla á íslandi. Við
höfura haft ágætis samstarf við k
þessa tvo aðila og nemendur okkar
hafa farið með gæzlunni, sem er í
raun okkar skólaskip og við höfum
fengið fyrirtaks afgreiðslu hjá
Landhelgisgæzlu íslands.
Já, það þarf að hnykkja á í þess-
um málum. Efling Stýrimannaskól-
ans er efling íslenzks sjávarútvegs
og siglinga og hvað er mikilvægara
íslenzku þjóðinni en það, mér er
spum.
Sleppibúnaður scm gcfur
möguleika á að undirbúa
kast með annarri hendi.
Kululega ur ryðfríu stáli
Mjúkur titringslaus geir-
skorinn gír, drifverk úr
sinkblöndu og nákvæmlega
rcnndu messing. Hátt gír-
hlutfall svo hægt er að draga
hraðar inn.
Létt grafítspóla með þrýsti-
rofa sem auðveldar að
skipta um línu. Innfclld
klemma til að festa línuna.
Lfnan leggst jafnt á hjólið.
NÝ HÖNNUÐ LÍNA AF GÆÐAHJÓLUM
MEÐ ÝMSUM ATRIÐUM SEM EINFALDA
VEIÐAR OG AUKA ÁNÆGJUNA AF ÞEIM.
Héma hefur ABU notast við nýjustu framfar-
ir í efni og tækniþekkingu.
a?Abu
Garcia
HAFNARSTRÆTI 5, REYKJAVÍK. SÍMI 16760.