Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNl 1986 L A U D I O R R A U Til þess fæddist ég GREIN: ASLAUG RAGNARS Andrúmsloftið var einstakt þetta mánudagskvöld í Háskólabíói, og þó hafa íslenskir tónleikagestir orð á sér fyrir að vera sérlega alvörugefnir og móttækilegir hlustendur. Ekki minnist ég þ°ss að hafa skynjað aðra eins kyrrð og ró í tónleikasal. Lotningarfull þögn lá í loftinu frá því athöfnin hófst og þar til henni var lokið. Jafnvel lófatakið var eins og staðfesting á því að þetta var ekki venjuleg skemmtun heldur helgistund, eins og Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi útlistar í grein sinni um tónleikana í Morgunblaðinu í gær. Isalnum voru margir sem höfðu ekki áður átt þess kost að vea á tónleikum hjá Claud- io Arrau og einhveijir höfðu kannski gert sér hann í hug- arlund sem fágaða og glæsilega tangó-„týpu“ af því að hann er nú einu sinni frá Suður-Ameríku og list hans hefur frá fyrstu tíð haft á sér hátignarlegan blæ. Þegar þessi lág- vaxni öldungur kom vaggandi inn á sviðið minnti hann jafnvel á litla önd. Um leið og hann settist við hljóðfærið áttu léttúðarfullar hugs- anir af því tagi ekki lengur við því að þá var hann risinn upp í æðra veldi. Langt fram í prestó-kaflann í fyrsta verkinu var maður að velta því fyrir sér hvaðan úr hljóðfærinu hann næði þessum tón en síðan hætti það líka að skipta máli og eftir það komst varla annað að í huganum en þakklæti fyrir að fá að stitja þama. Lítið atriði má taka sem skýring- ardæmi um það sem fram fór þeim til fróðleiks sem voru ekki viðstadd- ir. Efnisskráin var ábúðarmikil — ijórar Beethoven-sónötur og þar á meðal Kveðjusónatan. Verkið er þrungið tilfinningum sem skírskota beint til reynslu flestra manna og skiptist í þijá kafla sem allir hafa sína yfírskrift. Fyrst eru kveðjur, þá aðskilnaður og loks endurfundir. Það er algengt að píanóleikarar túlki lokakaflann með fögnuði, kátínu og jafnvel nokkrum ærslum. Ekki Arrau. Hjá honum er gleði endur- fundanna djúpstæð og endurspeglar glöggt þann söknuð og sársauka sem kveðjustund og aðskilnaður hafa orsakað. Þannig má reyna að lýsa þeim þroska og skilningi sem setur mark sitt á alla þá einstæðu og persónulegu túlkun sem fram kemur hjá Claudio Arrau. Hvað hefur heimsókn snillinga á borð við Airau að segja fyrir það fólk uppi á íslandi sem nýtur þeirra forréttinda að kunna að meta slíka list? Er ekki löngu búið að að segja allt? Hefur 83ja ára gamall maður eitthvað nýtt fram að færa? Er ekki nóg að hafa tónlist snillinganna á hljómplötum heima í stofu? Nei. Slík tónlistameysla — þótt ómetanleg sé á sinn hátt — getur aldrei komið í stað þátttöku í slíkum listviðburði. Andrúmsloftið í salnum þetta kvöld var skýrt dæmi um slíka þátttöku enda staðfesti Arrau það sjálfur daginn eftir. „Dásamlegir áheyrendur," sagði hann. „Hugsaðu þér þessa þögn og að fínna hvemig boðskapurinn kemst beint til skila.“ „Boðskapurinn?" „Já, boðskapur tónskáldsins. Það er sá boðskapur sem ég er að flytja, ekki minn eiginn. Til þess fæddist ég í heiminn — til að flytja boðskap tónskáldanna, Beethovens að þessu sinni." „Hvenær varð þér það ljóst?" „Ég vissi það frá upphafí. Frá því að ég man eftir mér var ég alveg viss um það og aldrei nokkum tíma hefur lasðst að mér efí um að hlut- verk mitt væri þetta og ekkert annað." „Hvemig líður þér þegar þú ert að leika fyrir meir en þúsund manns og fínnur að þú hefur veitt öllu þessu fólki mikla hamingu?" „Það er stórkostlegasta fullnæg- ing sem hægt er að fá. Þá er ég óumræðilega hamingjusamur." „Þú komst fyrst fram þegar þú varst fímm ára. Hvemig var að vera undrabam?" „Nú, þú veist þá að ég var undra- bam,“ segir hann og hláturinn kumrár í honum. „Já, ég var undra- bam og það var ágætt. Þannig naut ég forréttinda sem urðu mér til mikilla heilla. Þegar ég var sjö ára veitti ríkisstjómin í Chile mér tíu ára styrk til náms í Berlín þar sem ég var látinn í hendur Martins Krause. Hann hafði verið nemandi Liszts og var áreiðanlega einn allra besti kennari sem þá var völ á í heiminum. Styrkurinn var svo rausnarlegur að hann dugði móður minni til framfærslu fjölskyldunnar og til þess að mennta okkur bömin sem vomm þijú en faðir minn féll frá þegar ég var ársgamall. Já, það var allt í lagi að vera undrabam en það var ekki það sama og að vera listamaður. Ég lék mér að hljóð- færinu á sama hátt og önnur böm léku sér að leikföngum. í þeim leik var engin alvara og skilningumn var auðvitað af skomum skammti eins og gerist og gengur hjá böm- um. Ég var skyldurækinn og stund- aði námið vel. En það var erfítt að breytast úr undrabami í listamann. Sú breyting var þyngsta raun mín um dagana, ekki síst þar sem ég missti Martin Krause þegar ég var fimmtán ára. Hann gekk mér í föður stað og ég þekkti ekki annan föður. Þegar hann dó stóð ég uppi aleinn. Berskjaldaður — yfirgefínn. Lengi á eftir vissi ég aldrei hvar ég stóð — hvort ég var að gera rétt. Eina haldreipið var sú bjargfasta sann- færing að ég átti að vera að leika á píanó og gera ekkert annað. Ég þjáðist af efasemdum um það hvem- ig ég ætti að fara að. Ég vann linnu- laust. í tuttugu eða þijátíu ár æfði ég mig í 12—14 stundir á hveijum einasta degi. Nei, það geri ég ekki lengur. Ég er löngu hættur því. Eftir mjög langt og erfitt tímabil fór svo að rofa til og síðan fínnst mér ég ekki hafa átt við nein raun- veruleg vandamál að stríða. Það sem að mér steðjar eins og öllu öðm fólki em þá fremur mál sem vissu- lega krefjast úrlausnar en em ekki virkileg vandamál eða þungbærir erfíðleikar. Ég hef til dæmis alltaf verið feiminn. Ég er þannig að eðlis- fari og á eiginlega bágt með að tjá mig öðm vísi en í tónlistinni en með Claudio Arrau tímanum hefur mér tekist að vinna bug á feimninni þannig að hún háir mér ekki lengur." „Þú nefnir boðskap tónskálda, en þú hefur ekki einskorðað þig við ákveðin tónskáld á afmörkuðum tímabilum." „Nei, ég hef aldrei viljað sérhæfa mig þannig. Ég vil á öllum tímum hafa yfírsýn — víðan sjóndeildar- hring. Samt tek ég auðvitað sum tónskáld fram yfír önnur. Ef ég ætti að nefna þá tónsmiði sem eru mér kærastir þá em það kannski einna helst Beethoven, Schubert, Schumann og Debussy. Auðvitað em þeir miklu fleiri sem ég hef miklar mætur á. Aðra er mér ekkert um gefið, eins og t.d. Rachmaninoff. Ég hef engan áhuga á verkum hans, fínnst þau óttalega ómerkileg.“ „Þekktirðu Stravinsky?" „Já, og var svo lánsamur að starfa með honum. Ég var einn af þeim fyrstu sem léku Petrúsjku- Listahátíð: Margaret Price syngnr með Sinfóníuhljómsveit íslands MARGARET PRICE, sópran- söngkona frá Bretlandi, er vænt- anleg til íslands og mun syngja á tónleikum á vegum Listahátíð- ar á laugardag, I stað Katia Ricciarelli, sópransöngkonu frá Ítalíu, sem vegna veikinda af- boðaði komu sina á Listahátíð. í frétt frá Listahátíð segir að Margaret Price sé síst verri kostur en Katia Ricciarelli og var hún í hópi þeirra söngvara, sem fram- kvæmdastjóm hátíðarinnar reyndi að fá t-il landsins þegar hátíðin var skipulögð, en án árangurs. Margar- et Price er þekkt víða um heim fyrir söng sinn og hefur meðal annars sungið með Placido Dom- ingo, Pavarotti og Chiaurov. Á næstunni mun hún koma fram í Parísaróperunni og Vínaróperunni og innan skamms syngur hún inn á plötu í Reqieum Verdis undir stjóm Bemsteins, eins og segir í frétt frá Listahátíð. Sýning á sjúkravörum HELGINA 13. til 15. júni næst- komandi verður haldin sýning á sjúkravörum í Hjúkrunarskóla Islands, Eiriksgötu 34. Á sýning- unni sýna 15 fyrirtæki vörur sín- ar. Margaret Price sópransöngkona. Sýningin er til styrktar námsferð síðasta útskriftarhóps skólans og verður opin sem hér segir: Föstu- daginn 13. júní frá kl. 17 til 21. Laugardaginn 14. júní frá kl. 13 til 21. Sunnudaginn 15. júní frá kl. 13 til 21. IVVTT SIMANUMER FRA S. JUNI 69 55 00 HF Laugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.