Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986 33 morgunDiaoio/Julíus intamálaráðherra, og Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri, kynna skja umræð- ikerfið James R. Gass, yfirmaður félagfs- rrir Hermannsson, menntamála- rifstofustjóri í Menntamálaráðu- leiðir til að tungumálakennslan skilaði betri árangri en hún virðist gera. Þá var vakin athygli á að ekki væri til heildarstefnumörkun_ fyrir nám á framhaldsskólastigi. Óskað var eftir upplýsingum um hvemig ætlunin væri að bregðast við málum eins og kennaraskorti, of mikilli áherslu á nám sem eingöngu miðaði að því að búa nemendur undir nám í háskóla, ófullnægjandi tengslum milli framhaldsskóla annars vegar og háskóla og atvinnulífs hins vegar og miklu brottfalli nemenda í fram- haldsnámi. Þá var kennaramenntun og staða kennara talsvert til um- ræðu, m.a. áform um aukna áherslu á endurmenntun kennara og áform um breytingu á námi í Kennarahá- skólanum og lengingu námsins í 4 ár. Varpað var fram þeirri spum- ingu hvort ekki væri rétt að sameina kennaranám í Kennaraháskólanum og Háskólanum. Ýmis mál voru rædd er vörðuðu stöðu háskólans sérstaklega, m.a. var spurt hvort ekki væru fyrirhugaðar leiðir til að efla rannsóknir við Háskólann og hvort ekki væri tímabært að koma á fót doktorsnámi. Athygli var vakin á miklu brottfalli nemenda í háskólanámi og spurt hvort það gæti átt rætur að rekja til of mikill- ar sérhæfíngar á fyrsta ári og/eða kennsluaðferða þar sem of mikil áhersla væri lögð á fyrirlestra. í lokin var óskað eftir skýringum og umræðum um hvort áform væru um aukna áætlunargerð í skóla- starfínu, hvort unnt væri að stytta framhaldsnám um eitt ár, hvort lenging skólaárs eða skóladags yrði til bóta, hvort almennt eftirlit og námstjóm yrði aukin og hvort skyldunám ætti að byija við 6 ára aldur. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra, Haraldur Kröyer sendiherra, Sigmundur Guðbjamar- son rektor HÍ, Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri, Hörður Lárusson deildarstjóri og Gunnar Snorri Gunnarsson sendifulltrúi sátu fund- inn í París af íslands hálfu. Á fundi með fréttamönnum kom fram að ýmsar hugmyndir eru uppi um breytingar í skólastarfínu, m.a. hafa verið ræddir möguleikar á að koma upp tveggja ára háskólanámi sem veitir starfsréttindi, og efla tengsl atvinnulífs og skólakerfísins með ýmsu móti. Menntamálaráðu- nejrtið hefur ákveðið að þýða skýrsl- una.er hún kemur út og dreifa henni til skólamanna og annarra sem áhuga hafa á þessum málum. itytt um 190 km til að kanna fyrirhuguð brúarstæði. Biýmar vom síðan fullhannaðar í nóvember á síðasta ári. Tæknilega umsjón með brúarsmíðinni hefur Rögnvaldur Gunnarsson, en Gísli Gíslason, brúarsmiður, mun sjá um framkvæmdir ásamt vinnuflokki frá vegagerðinni. Frá Dreka, skálanum við Öskju í Dyngjufjöllum, og í Kverkfjöll em nú um 250 km og er þá farið yfír brúna vestan við Grímsstaði á Fjöll- um. Með tilkomu nýju brúarinnar yfír Jökulsá á Fjöllum verða aðeins tæpir 60 km inn í Kverkfjöll úr Öskju og styttir brúin því leiðina um 190 km. Nefna má að frá Mývatni er hægt að fara í hringferð um helstu ferðamannastaði á norðaustan- verðu landinu. Hringleiðin liggur fyrst um Herðubreiðalindir, þá inn í Öskju og þaðan jrfír nýju brúna á Jöklu í Hvannalindir og Kverkfjöll. Þaðan má fara með Jökulsá á Fjöll- um, að Grímsstöðum og norður Hólssand í Ásbjrgi og Jökulsár- gljúfur og þaðan aftur að Mývatni. Gæsavatnaleið er yfírleitt orðin fær um í byijun ágúst. Hún liggur af Sprengisandsleið og í Öskju. Með tilkomu brúar yfír Skjálfandafljót verður leiðin mun ömggari en verið hefur. Þaðan verður nú fljótfarið yfír Jökulsá og inn í Kverkfjöli og víðar um Austurland og Austfírði. Líklegt er brúin yfír Jöklu breyti talsvert málum fyrir ferðafélög og ferðaskrifstofur til hagsbóta fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem nýta sér þjónustu þeirra. Þess skal getið, að þær hálendis- slóðir, sem hér hefur verið um rætt, em fyrst og fremst ætlaðar flór- hjóladrifsbflum. AF ERLENDUM VETTVANGI ~ eftir EGGERT H. KJARTANSSON Áhrif hollenzku þingkosninganna Niðurstöður hollensku þingkosninganna þann 21. maí síðastlið- inn eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif á hollenskt stjórnmálalíf næstu mánuðina. Ruud Lubbers, forsætisráðherra og formaður Kristilega demókrataflokksins (CDA), er hinn ótvíræði sigurveg- ari kosninganna. Innan CDA ríkir festa og samstaða um Lubbers og stefnu hans. Greinilegt er einnig að flokkurinn sem í heild fylgir mildri hægri stefnu er sá langsterkasti í Hollandi um þessar mundir. Kosningaslagorð CDA, „Lofið Lubbers að ljúka verkinu," höfðaði til kjósenda, sem veittu flokknum mun meiri stuðning en virtustu stjórnmálafræðingar og markaðsrannsóknar- skrifstofur hér höfðu gert ráð fjrir. Fyrir hina tvo stóm stjóm- málaflokkana, Hægri flokkinn (VYD) og Verkamannaflokkinn (PvdA) vom kosningaúrslitin al- varlegt áfall. Verkamannaflokk- urinn undir forsæti Joop den Uyl vann að vísu nokkur þingsæti en tapaði í raun þar sem flokknum tókst ekki að koma í veg fyrir að CDA og VVD héldu meirihluta sínum á þingi. Fýrir kosningar hafði verið gert ráð fyrir því að Verkamannaflokkurinn myndi fá allt að 60 þingsæti en hann fékk þess í stað aðeins 52 þingsæti. Den Uyl sem verið hefur formaður flokksins í 20 ár dró persónulega ályktun af þessum ósigri og til- kynnti nú fyrir skömmu að hann segði af sér formannsstarfinu frá og með þeim degi sem ný ríkis- stjóm VVD og CDA hefði verið mynduð. Ljóst er að Wim Kok fyrrverandi formaður stærstu launþegasamtaka Hollands, FNV verður næsti formaður flokksins. Það stóð fast fyrir kosningar að þetta yrði síðasta kosningabarátta Verkamannaflokksins undir for- sæti J. den Uyl. Hann var kominn á þann aldur fyrir kosningar að hann mátti þiggja ellilífeyri og hætta störfum. Yngra fólkinu og þá ekki síst öllum þeim mikla fjölda atvinnuleysingja hér í Holl- andi fannst að hann hefði átt að gera svo. Það er almennt viður- kennt af Verkamannaflokknum að einn af möguleikunum til þess að skapa yngri kynslóðinni aukin atvinnutækifæri er að lækka efri mörk starfsaldursins niður í allt að 58 ár. Den Uyl er 65 ára. Verkamannaflokkurinn sem lengi vel hefur notið stuðnings þeirra lægst launuðu og atvinnulausra var því ekki samkvæmur stefnu sinni í þessu máli. Uppgangur í atvinnulífinu Annað sem einnig hafði greini- leg áhrif var að Verkamanna- flokkurinn átti ekkert svar við stefnu ríkisstjómar Lubbers í efnahagsmálum. Síðustu árin hefur verið um ótvíræðan upp- gang að ræða í hollensku atvinnu- lífí. Atvinnuleysi hefur minnkað og fjárfestingar fyrirtækja hafa aukist. Verðbólga er svo til engin og samkeppnisaðstaða útflutn- ingsatvinnuveganna hefur batn- að. Einnig hefur dregið úr halla ríkissjóðs á sama tíma og almenn- ingi hefur verið gert Ijóst hvaða áhrif skuldasöfnun ríkissjóðs til lengri tíma þýðir fyrir velferðar- þjóðfélagið. Stýriflaugamar, sem ætlunin er að staðsetja í Woens- drecht 1988 og gert hafði verið ráð fyrir að myndu hafa mikil áhrif í kosningabaráttunni, gleymdust svo til alveg m.a. vegna slyssins í Chemobyl-kjamorku- verinu í Sovétríkjunum. Lubbers forsætisráðherra tók þá ákvörðun Ruud Lubbers, forsætisráð- herra og leiðtogi kristilegra demókrata. Joop den Uyl. Lætur af forystu i Verkamannaflokknum. að fresta umræðum í þinginu um byggingu tveggja nýrra kjam- orkuvera í Hollandi um óákveðinn tíma eða þar til ýtarleg rannsókn hefði farið fram á þeim áhættu- þáttum sem fylgja notkun kjam- orku til raforkuframleiðslu. Lub- bers sem leit málið „alvarlegum augum" neitaði að hlejrpa því út á orustuvöll kosningabaráttunnar, svona rétt fyrir kosningar. í kapp- ræðum í sjónvarpi, skömmu fyrir kosningar, bar Lubbers af and- stæðingum sfnum þeim Nijpels formanni Hægri flokksins (VVD) og Den Uyl formanni Verka- mannaflokksins. Stfll Lubbers var ákveðinn og geislaði umhyggju viturs landsföðurs á sama tíma og Nijpels rejmdi að höfða til kjó- senda með vinsælum slagorðum og innihaldslitlum fullyrðingum. Den Uyl varaði við áhættunni af kjamorkuvopnum, atvinnuleysi, samdrætti í ríkisbúskapnum og benti á að það jirði að finna jafn- vægi milli þarfa atvinnuveganna annarsvegar og launþega hins- vegar. Bitlaust tal! í efnahagsmál- um hafði Den Uyl fátt að segja. Lubbers benti á árangurinn af stefnu ríkisstjómar sinnar síðustu árin sem eru m.a. að vegna skattalækkunar á ágóða fyrir- tækjanna hefðu fjárfestingar aukist og atvinnutækifæmm hefði fjölgað. Einnig hefði atvinnulaus- um fækkað svo það sýndi sig að um raunveruiega fjölgun atvinnu- tækifæra væri að ræða. Minnk- andi halli ríkissjóðs án þess að það hefði orðið að fækka ríkis- starfsmönnum auk lækkunar at- vinnuleysisbóta án þess að það hefði haft veruleg áhrif á kaup- mátt þeirra lægst launuðu. Einnig benti Lubbers á að hlutfallslega væri um mikla aukningu að ræða í stofnun nýrra fyrirtækja frá þvf sem verið hefði. Klofningrir í Hægri flokknum Lubbers setti formann sam- starfsflokks síns í ríkisstjóm, Eld Nijpels algerlega til hliðar í kosn- ingabaráttunni. Nijpels gat ekki bent á það hvar stefnu Hægri flokksins hefði verið fylgt í síðustu ríkisstjóm. Nijpels átti einnig við þann vanda að stríða að hægri vængur eigin flokks neitaði að fylgja honum einhuga. Korthals Áltes núverandi dómsmálaráð- herra, sem hefur verið andlit Hægri flokksins í ríkisstjóminni út á við síðan Van Ardenne efna- hagsráðherra og varaforsætisráð- herra hafði m.a. verið staðinn að því að hafa vísvitandi veitt þinginu rangar upplýsingar í viðkvæmum málum, var andstæðingur Nij- pelsstefnunnar. Oftar en búast má við af mikilvægum samstarfs- manni ók hann í aðra átt en Nij- pels með þeim afleiðingum að sá slðamefndi þurfti að veija sig opinberlega. Korthals Altes og aðrir ráðherrar Hægri flokksins höfðu greinilega kosið að vinna áfram með CDA eftir kosningar og vildu ekki styggja Lubbers. Málaflokkar svo sem líknardráp, jafnrétti kynjanna, viðurkenning á öðmm sambýlisformum en hjónabandinu, frjálst útvarp og sjónvarp auk annarra málaflokka urðu að bíða betri tíma. Allt vom þetta málaflokkar sem Nijpels hafði haft hátt um í fjölmiðlum. Nijpels hefur tilkjmnt að hann láti af formennsku flokksins innan skamms. Stuðningsmenn hans munu einnig verða að vflq'a fyrir nýjum valdhöfum. Líklegasti eftirmaður Nijpels er Korthals Altes núverandi dóms- málaráðherra. Innan Verka- mannaflokksins mun Joop den Uyl láta af starfí sem formaður flokksins og Wim Kok taka við. Jafnframt er greinilegt að Verka- mannaflokkurinn er ekki mjög óhress yfír því að fá ekki tækifæri til þess að sitja í ríkisstjóm. Þeim veitir nefnilega ekkert af þessum fjórum ámm til þess að endurmóta algerlega stefnu sfna í efnahags- málum jafnframt því að yngja upp í flokknum og ábyrgðarstöðum hans. Lubbers hefur tekist að mynda sterka hægri fylkingu í landinu þar sem eru Kristilegi demókrataflokkurinn annarsveg- ar og Hægri flokkurinn hinsvegar. Við slíkri fylkingu er ekki nema eitt svar. Vinstri vængurinn verð- ur að sameinast og það er verk- efni Wim Kok að vinna það verk. Hvort það tekst leiðir tíminn í ljós og þangað til situr Lubbers við völd. -SS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.