Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 fclk í fréttum STELLA A LEIÐIORLOFIÐ Hlegid og spaugað í upphafi „ferðaru. Á myndinni má sjá hluta leikaranna sem koma fram íkvikmyndinni„Steila íorlofi“ en íþeirra hópieruEdda Björgvins- dóttir, GesturE. Jónasson, Laddi, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Hanna María Karlsdóttir, Bessi Bjamason, Ása HUn Svavarsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, MargrétH. Jóhannsdóttir, Sigríður Þorvalds- dóttir, Karl Guðmundsson, Öm Ámason, Pálmi Gestsson, Amar Jónsson og Kjartan Bjargmundsson. Leikstjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir er önnur frá hægri á myndinni. á er hún Steila, nýjasta ís- lenska kvikmyndapersónan, stigin af síðum handritsins, búin að pakka niður og við það að leggja af stað í orlofíð ásamt starfsfólki kvikmyndaféiagsins UMBA sf., en nú um heigina hefjast kvikmynda- tökur á íslensku myndinni „Stella í orlofí". Kvikmyndað verður í Kjós- inni og víðar, en að gerð myndarinn- ar vinnur fjöldi manns, tuttugu manna starfslið og sautján leikarar, auk fjöida aukaleikara. „Stella í orlofí" er gamanmynd, gerð eftir handriti Guðnýjar Hali- dórsdóttur, eins af fímmmenning- unum sem skipa kvikmyndafélagið UMBA sf., sama félag og gerði myndina „Skilaboð til Söndru" 1983. Til handritaskrifa hlaut Guðný styrk á liðnu hausti og kvik- myndasjóður veitti svo UMBA sf. styrk vegna „Stellu í orlofí“ við síð- ustu úthlutun. Leikstjóri myndarinnar er Þór- hildur Þorleifsdóttur, myndstjóri Þorsteinn Jónsson og kvikmynda- tökumaður Svíinn Jan Persen, sem m.a. hefur unnið með Lárusi Ými Óskarssyni leikstjóra í Svíþjóð. Viðfangsefni myndarinnar er ís- lenska delluþjóðfélagið með öllum sínum öfgum og að hætti góðra gamanmynda kemur til margvísleg- ur misskilningur sem Stella, Salóm- ón Svíi og fleiri lenda í ævintýrum við að leysa úr. Tvö stærstu hlutverkin eru í höndum þeirra Eddu Björgvins- dóttur og Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, en þar að auki koma margir aðrir við sögu áður en Stella heldur heim úr orlofínu til að birtast á hvíta tjaldinu 18. októbernk. Morgunblaðið/Þorkell Kvikmyndaféiagið UMBIsf., f.v. Guðný Halldórsdóttir, Ragnheiður Harvey, Halldór Þorgeirsson, Krist- ín Pálsdóttir og IngibjörgBriem. — Efrimyndin: Hópurinn sem verðurá bakviðkvikmvndatökuvélamar. Tóku að sér ellefu börn ÖIl systkinin samankomin — alls ellefu talsins. Prinsessan Stefanía, Mónakó- prinsessa er eins og kunnugt er með ein- dæmum framtakssöm ung kona. Ekki einungis hefur hún getið sér gott orð í tískuheiminum fyrir sýningarstörf og fatahönnun heldur hef- ur hún nú einnig lagt út á tónlistarbrautina og er fyrsta plata hennar væntanleg á markaðinn innan skamms. Ekki alls fyrir löngu er hún var á ferð í London var hún innt eftir viðbrögð- um fjölskyldunnar við popp-áhuga prinses- sunnar. „Pabbi segir ekki mikið" sagði Stef- anía, „heldur fylgist meira með úr fíarlægð. Þó þykist ég vita að hann voni að mér vegni vel, í þessu sem og öðru. Hinsvegar er ég alveg viss um að mamma hefði orðið ánægð með þetta framtak mitt“ fullyrti hún. „Hún popparinn var alltaf viss um að ég myndi spjara mig vel í skemmtanabransan- um.“ Aðspurð kvaðst Stefanía hafa lært mik- ið af móður sinni, Grace Kelly. „Mamma lagði alltaf ríka áherslu á það, við okkur krakk- ana, að við ættum að vera sjálfstæð og fylgja eigin sannfæringu, sama á hveiju gengi. Og það sem mestu skiptir — hún kenndi mér að kæra mig koll- ótta þó neikvæðir blaða- menn og öfundsýkis- púkar skrifuðu eða segðu um mig eitthvað ljótt og leiðinlegt. „Þeir sem þekkja þig, vita betur — og það er það eina sem máli skiptir" sagði hún alltaf. Það tók sinn ttma, en nú veit ég að hún hafði rétt fyrir sér“ sagði Stefanía Mónakóprinsessa og brosti blítt til blaðamanna. „Hef lært mikið af lífs- spekinni hennar mömmuu — Stefanía Mónakóprinsessa. COSPER - Þetta virðist auðvelt, en í raun en það mjög erfitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.