Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ 1986 15 svítuna hans og líka serenöðuna fyrir píanó. Það er ógleymanlegt því að hann fór sjálfur í gegnum verkin með mér lið fyrir iið. Stra- vinski var alvörugefinn og alveg ótrúlegur listamaður. Ég lærði mikið af honum. Einu sinni spurði ég hann að því af hveiju hann sett- ist ekki niður og skrifaði það sem hann væri að kenna mér svo fleiri tóniistarmenn gætu lært þessar kúnstir og fengju að njóta þekkingar hans. Svarið kom mér i opna skjöldu. Hann sagðist bara ekki kæra sig um að hinir og þessir væru að spila sín verk. Hann vildi bara fyrsta flokks túlkun og ekkert annað og þess vegna ætlaði hann svo sannarlega ekki að dreifa þessu tilhægriogvinstri." „Umgengstu marga tónlistar- menn?" „Nei, eiginlega mjög fáa. Ég er mikið fyrir einveru. Hún á vel við mig. Ég met einkalífíð mikils og uni mér best í skauti Qölskyldunnar þegar ég er ekki á ferðalögum. Við hjónin eigum þrjú böm og sex bamaböm og höfum nóg að gera við að rækta sambandið við þau.“ „Hafa þau farið útá tónlistar- brautina?" „Nei, það er nú svo merkilegt að ekkert þeirra hefur gert það. Öll hafa þau yndi af tónlist og sækja tónleika að staðaldri en iðka þó ekki tónlist. Bömin okkar hafa valið sér annan starfsvettvang. Annar sonurinn er í hrossarækt og hinn er í fasteignaviðskiptum, en dóttir okkar, sem er 47 ára, er byijuð að lesa lögfræði. Konan mín er frá Frankfurt og þegar við giftumst var hún frábær mezzósópran. Ég vildi gjaman að hún héldi áfram að syngja en hún er afskaplega mikil heimiiismanneskja og vildi ekki hafa neinn losarabrag á fjölskyldulífínu eins og óhjákvæmilega verður þar sem bæði hjónin em listamenn og em á sífelldum ferðalögum. Hún hefur aldrei séð eftir þessari ákvörð- un — það er frekar að mér hafí þótt skaði að því að hún hélt ekki áfram að syngja. Lengi vel ferðaðist hún taisvert með mér en nú er hún komin með sykursýki og treystir sér sjald- an að heiman." „Ertu sjálfur ekkert orðinn þreyttur á ferðalögum og hótelher- bergjum?" „Nei, það er nú öðm nær. Ég hef alltaf haft unun af því að ferðast og nautn af því að skoða nýja staði og kynnast aðstæðum þar. Ætli það sé ekki þessi lífsþorsti sem heldur manni við efnið. Þótt ég sé á níræð- isaldri er ég ekki aldeilis búinn að fá nóg af lífínu og mig skortir orð til að iýsa því hvað ég naut þess að fara í útsýnisflug og skoða þetta dásamlega land ykkar með viðkomu í Vestmannaeyjum. Það er ekkert varið í að ferðast án þess að skoða sig um. ísland er merkilegt land og Morgunblaðið/Einar Falur það er með ólíkindum hvað þið emð á háu menningarstigi þegar þess er gætt að þið emð svo fámenn þjóð á þessari eyju lengst norður í höf- um.“ „Þú ert að mikiu leyti uppalinn í Berlín en fluttist svo vestur um haf.“ „Já, ég fluttist til New York snemma í síðari heimsstyijöldinni. Það var ekki orðið verandi f Berlín eða Þýskalandi yfírleitt. Ekki þegar Hitler var búinn að ná undirtökun- um. Hugsaðu þér Berlín, þessa yndislegu borg þar sem Iistir blómstmðu á ámnum eftir 1920. Svo var Hitler alit í einu búinn að sölsa undir sig völdin og eftir þijá mánuði var öll þessi dásemd komin í rúst. Það var hryllilegt að horfa upp á þessa tortímingu á því sem gerir lífíð þess virði að lifa því. Viðbjóðnum verður ekki með orðum lýst.“ „Gerðirðu þér fljótlega grein fyrir tortímingareðli nazismans?" „Já, eiginlega strax. Lengi vel var maður að vona að þetta yrði kveðið niður, trúði á sigur hins góða, en þær vonir urðu sífellt daufari þar til ástandið var orðið óþolandi." „Þú hefur kynnst einræði víðar en í Þýskalandi Hitlers?" „Já, ég er nú hræddur um það. Það er dapurlegt að koma til komm- únistaríkjanna. Maður fær andlegt áfall. Astandið er í algjörri andstöðu við lífsskoðun mína.“ „Og þitt eigið föðurland?" „Sama sagan. Ég fór þangað fyrir þemur áram, gagngert til þess að missa ekki alveg tengslin við Chile því að þar er ég þó þrátt fyrir allt uppmnninn. Þar er náttúrlega allt í hers höndum og það fór illa í mig að verða vitni að því. Ég hef alla tíð haft ákveðna stjómmálaskoðun. Ég er fijálslyndur lýðræðissinni og það þýðir ekki að segja mér að þetta sé afstæð hugmynd. Mér líkar vel í Bandaríkjunum og er sáttur við hugmyndafræðina sem það þjóð- félag grandvallast á en samt er ég ekki sáttur við það hvemig Banda- ríkjastjóm hagar sér gagnvart ein- ræðisstjómum. Ég er nefnilega sannfærður um að þeir í Washington gætu sett einræðisstjómum á borð við Pinochet-stjómina í Chile stólinn fyrir dymar ef þeir kærðu sig um að taka þetta föstum tökum. En það er eins og þeir séu ragir við að segja harðstjómm til syndanna og setja þeim skilyrði sem þeir hafa þó öll tök á að gera. Þeir eiga að setja þeim skilyrði í mannréttindamál- um.“ „Hefurðu verið virkur í mann- réttindabaráttu?" „Nei, ekki beinlínis, en ég set mig ekki úr færi með að tala fyrir þeim málstað hvar og hvenær sem ég get, eins og t.d. núna.“ „Hvað segirðu um forsetakosn- ingamar í Austurríki?" „Furðulegt mál. Það þarf ekki að segja mér að ekki hafi verið vitað um tengsl Waldheims við nazista þegar hann var aðalritari Samein- uðu þjóðanna. Ég er ekki að segja að það eigi að elta þá uppi með öllum ráðum og láta þá svara til saka sem hafa eitthvað á samviskunni síðan í stríðinu en það er gmndvallarmun- ur á þvf að láta þá eiga sig úr því sem komið er og að hefja þá til æðstu metorða. Menn furða sig á því að þrátt fyrir tortryggilega for- tíð skuli Waldheim hljóta slíka kosn- ingu í forsetaembætti en það er nú það skrýtna við Austurríkismenn að þeir era haldnir einhveiju djúp- stæðu gyðingahatri. Þetta er eitt- hvað sem býr í undirvitun þjóðarsál- arinnar." Kemurðu aftur til íslands?" „Hver veit? Ég er nú ekki nema 83 ára. Móðir mín var orðin 100 ára þegar hún dó.“ ITAUA Við bjóðum þér að velja milli 4 staða á Italíu eða dvelja á 2 af áfangastöð- um Útsýnar í einni ferð! Baðstrandabæjunum vinsælu Lignano og Bibione, í fjallafegurð við Garda eða heilsu- lindabænum Abano Terma. Enn eykst fjölbreytnin, Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við aukaferð 28. ágúst í 3 vikur. Italía og Austurríki í sömu ferð 2 vikur Lignano og 1 vika Zell am See Sérmenntuð fóstra sér um Barnafríklúbbinn! Feróaskrifstofan OTSÝN Austurstræti 17, sími 2661 1. NÆSTU BROTTFARIR: 26. júní 4 íbúðir lausar 17. júlí 8 íbúðir lausar Takmarkað gistirými — pantiðtímanlega!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.