Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
Svínaræktarfélag Islands:
Búgreinafélögin taki yfir
starfsemi Búnaðarfélagsins
AÐALFUNDUR Svínaræktarfé-
lags íslands sem haldinn var
fyrir skömmu lagði til að bú-
greinafélögin tækju yfir starf-
semi Búnaðarfélags Islands að
verulegu leyti.
Samþykktin er svohljóðandi:
„Með hliðsjón af stofnun búgreina-
félaga og -sambanda um land allt,
sem ná til nær allra búgreina, telur
aðalfundur Svínaræktarfélags ís-
lands 1986 tímabært, að nú þegar
verði hafínn undirbúningur fyrir
yfírtöku búgreinafélaganna á þeirri
megin starfsemi, sem verið hefur í
höndum Búnaðarfélags íslands.
Jafnframt verði félögunum tryggt
það fjármagn, sem búgreinamar
hafa greitt í formi sjóðagjalda til
Búnaðarfélagsins, til að standa
straum af kostnaði vegna ráðu-
nautaþjónustu og annarra verk-
efna, sem sérbúgreinafélögin hafa
með höndum á hverjum tíma.
Því ráðunautastarfí sem nýtist
öllum búgreinum, eins og til dæmis
hagfræðiþjónustu og tölvuvinnslu,
verði stjómað af undimefnd sem
starfí á vegum Stéttarsambands
bænda og fulltrúar allra búgreina
eigi sæti í. Einnig skal nefndin
hafa með höndum samræmingu á
einstökum þáttum ráðunautaþjón-
ustunnar á milli búgreina, gerist
þess þörf. Þá skal nefndin vinna
að faglegri gagnaöflun fyrir bú-
greinafélögin."
Svínabænd-
ur vilja koma
upp kynbóta-
aðstöðu
Á AÐALFUNDI Svínaræktarfé-
lags íslands sem haldinn var
fyrir skömmu var samþykkt að
skora á landbúnaðarráðherra að
staðfesta tafarlaust samþykkt
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
um 6 milljóna króna fjárveitingu
úr kjamfóðursjóði til byggingar
kynbótaaðstöðu fyrir svín.
Halldór H. Kristinsson formaður
Svinaræktarfélagsins sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Svínarækt-
arfélagið teldi nauðsynlegt að koma
upp innflutningsbúi til að geta
fengið valda erlenda stofna til
landsins og kynbætt íslenska svína-
stofninn. Hann sagði að íslenski
stofninn hefði dregist afturúr og
væri mikil þörf á blóðblöndun. „Við
höfum barist fyrir þessu í mörg ár
og erum fyrst að sjá hilla undir
þetta nú, en staðfesting ráðherra
hefurdregist," sagði Halldór.
Hann sagði að þær 6 milljónir
sem um væri að ræða væri aðeins
lítið brot af þeim peningum sem
svínaræktin hefði greitt í gamla
kjamfóðursjóðinn.
LAUGARDALSHÖLL16. og 17. JÚNÍ
I ti/efni af hinni stórkost/egu rokkhát/ð i Laugarc/aZs/iöZ/inni, vi/jum
við vekja athyg/i á p/ötum h/jómsveitanna Simp/y Red, LZoyc/ Co/e
anc/ The Commotions, Fine Young Canniba/s og Mac/ness, sem fást
/ öZ/um góðum h/jómp/ötuvers/unum.
SSgySPLY RED
imininn
in-
nda-
oghérá
nlistar-
Simply
n ársins
pádómur nú
m. Góö tónlist
ngaríkur söngur
cknalls eru aöall
Red.
MADNESS
Madness hefur löngum veriö
ein fjörugasta hljómsveit
poppsins. þrátt fyriraerslin
er tónlist Madness mjög
vönduö og hljóöfæraleikur
allurfyrstaflokks. Madness
er ein skemmtilegasta hljóm~
leikasveit sem um getur og
skapar sveitin eetíðógléý-
manlega stemmningu á tón-
leikum slnum.
LLOYDCOLE
ANDTHE |
COMMOTIONS
Skoska sveitin Lloyd Cole
and The Commotions er ein
virtasta rokksveit Bretlands
í dag. Sveitin flytur vandaö,
fágað rokk, viö góöa texta
söngvarans Lloyd Cole. Þetta
er hljómsveit I stöðugri sókn,
sem er á gööri leiö meö aö
öölast sess á meöal stórvelda
breskapoppsins.
Fine Yo\
sem
FINEYOUN
ha
gam
söngvi
algerle]
hani
Cannibals. Nú er
einn besti söngvari
Hvernig væri að undirbúa sig vel fyrir mestu rokkhátíð íslandssögunnar
með því að tryggja sér eintök af þessum frábæru plötum strax í dag.
stainorhf
FALKINN
Stofnlánadeild landbúnaðarins:
Lánar ekki út á svínasláturhús
Svínabændur mótmæla
Stof nlánadeild landbúnaðarins
hefur hafnað lánsumsókn Krist-
ins Sveinssonar vegna byggingar
svínaslátu rhúss á Ártúnshöfða í
Reykjavík. Neitun Stofnlána-
deildarinnar byggðist meðal
annars á afstöðu Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins sem lagðist
gegn lánveitingunni er umsagn-
ar þess var leitað.
Aðalfundur Svínaræktarfélags
íslands sem haldinn var fyrir
skömmu mótmælti harðlega þessari
afstöðu Framleiðsluráðs. Krafðist
fundurinn þess að Framleiðsluráð
endurskoðaði afstöðu sína, þannig
að viðunandi fyrirgreiðsla fengist,
úr þessum lánasjóði sem svína-
bændur greiða í til jafns við aðra
bændur.
Halldór H. Kristinsson formaður
Svínaræktarfélagsins sagði að slát-
urhús Kristins væri fyrsta sér-
byggða svínasláturhúsið hér á landi
sem væri opið öllum framleiðendum
í svínarækt. Svínabændur væru
því óhressir með synjun þegar á
þetta rejmdi í fyrsta skipti. Stofn-
lánadeild hefði veitt lán út á ali-
fuglasláturhús svo dæmi væri tekið,
þrátt fyrir að svínabændur greiddu
hlutfallslega meira í sjóðinn en ali-
fuglabændur.
Leifur Kr. Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri Stofnlánadeildar
landbúnaðarins sagði, þegar hann
var spurður um ástæður sjmjunar
Stofnlánadeildarinnar, að þetta
sláturhús væri byggt utan slátur-
húsaáætlunar. Nóg væri til af slát-
urhúsum og engin þörf fyrir það.
Leifur sagði að málið gæti horft
öðruvísi við ef einhvem tímann
opnaðist markaður fyrir svínakjöt
á Keflavíkurflugvelli, þá gæti þessi
afstaða Stofnlánadeildar komið til
endurskoðunar.
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!