Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
„Myndlestur jafn mikilvæg-
ur og lestur skrifaðs texta“
- segír Jens Kostrup á endurmenntunarnámskeiði með grunnskólakennurum
Kennaraháskólinn heldur nú
endurmenntunarnámskeið fyr-
ir starfandi kennara líkt og
undanfarin sumur. Að sögn
Pálínu Jónsdóttur endurmennt-
unarstjóra verða 30 námskeið
haldin nú í júní og ágúst. í sið-
ustu viku var haldið námskeið
i myndlestri og annað um jafna
stöðu kynjanna. í þessari viku
stendur yfir fræðslunámskeið
um þróunarlönd, íslenskunám-
skeið, grunnnámskeið um
tölvunotkun, sjóvinnunámskeið
og námskeið fyrir kennara i
7-9 bekk.
Myndlestur er hugtak sem fáir
kannast við hér á landi. „Því hefur
verið haldið fram að það sé mun
auðveldara að lesa myndir en
texta, en þetta námskeið var
haldið til að benda á mikilvægi
myndmálsins", segir Jens Kost-
rup, sem hélt námskeiðið í síðustu
viku. „Við lifum á öld myndarinn-
ar, kvikmyndir, sjónvarp, mynd-
bönd og fleira eru hluti af daglegu
lífi okkar. Fram til þessa höfum
við þó lagt mjög litla áherslu á
þetta í skólakerfinu, en myndir
hafa mikil áhrif á hugmyndaheim
bama og tilfinningalíf. Því teljum
við orðið nauðsynlegt að Qalla um
merkingu og lestur mynda í skóla-
kerfinu."
— Hvemig fer myndlestur
fram?
„Við emm farin að skipta
námsefninu í texta sem skiptist í
myndmál og skrifað mál. Hver
mynd hefur einhverja augljósa
merkingu, á myndinni eru t.d.
ákveðin tákn svo sem persónur
sem auðvelt er að ráða í, en að
baki hinnar augljósu merkingar
liggur dýpri merking sem við
reynum einnig að lesa úr. Auglýs-
ingamyndir eru t.d. gott dæmi um
þetta, við reynum að átta okkur
á því sem gerist innra með fólki
þegar það sér auglýsingamyndir,
hvað veldur þörf til að kaupa
eitthvað þegar sú þörf var ekki
til staðar áður en myndin var
skoðuð. Hvaða tilfinningar vilja
þeir vekja upp sem búa til auglýs-
ingamynd? Þetta erum við að
íjalla um hér, bendum kennurun-
um á leiðir til að kanna merkingu
mynda með nemendum sínum.
Myndir gefa bömum einnig
tækifæri til að tjá sig og ræða
málin, og myndimar kveikja
gjaman hugmyndir hjá þeim,
myndir falla oft vel að ýmis konar
hópvinnu. Við höfum gert ýmsar
tilraunir með þetta hér á nám-
skeiðinu, það er t.d. hægt að yrkja
ljóð eftir myndum og á veggjunum
héma í stofunni eru nokkur sýnis-
Morgunblaöið/Bjami
„Myndir hafa mikil áhrif á
hugmyndaheim barna og til-
finningalíf."
hom af ljóðum sem ort eru við
ákveðnar myndir. Þetta er ein
leiðin til að túlka merkingu mynd-
anna, en auk þess reynum við að
túlka myndimar með skrifuðum
texta eða leikrænni tjáningu."
Jens segir að myndlestur sé
talinn jafn mikilvægur og lestur
skrifaðs texta í Danmörku og víða
á Norðurlöndunum, og sl. 10 ár
hafa nemendur tekið skrifleg próf
í því að útskýra og túlka merkingu
mynda.
„Við reynum að kenna bömun-
um að vera virkir áhorfendur
mynda, leggjum áherslu á að
myndimar séu ekki stóri sannleik-
ur heldur séu þær einungis brot
af sannleikanum. Þegar mynd
birtist t.d. í dagblaði, hefur ljós-
myndarinn válið hvemig hann
myndar viðfangsefnið, síðan er
valið úr þeim myndum sem hann
hefur tekið. Mynd getur verið
hluti af raunveruleikanum, en lýs-
ir jafnframt ákveðnu vali sem
hefur farið fram.“
Meðal verkefna sem Kostrup
lagði fýrir kennarana á námskeið-
inu voru myndir sem hann sagði
að væra forsíða bókar. Kennar-
amir fengu engar frekari upplýs-
ingar, en áttu að segja hver titill
bókarinnar væri, hvað væri sagt
á baksíðunni og hvert efni bókar-
innar væri í örfáum orðum. „Hug-
myndaheimur okkar er ólíkur,
Danir og íslendingar era t.d. tals-
vert ólíkir, en öll búum við yfir
sömu grandvallarhugmyndum
sem menn, og því oft talsvert
samræmi í því sem kom út úr
þessum verkefnum."
Landsfundur
Samtaka um
jafnrétti milli
landshluta
STYRKTARFÉLAG Staðarfells
gengst fyrir Jónsmessuhátíð að
Staðarfelli helgina 27.-29. júní.
M.a. munu landsfrægir skemmti-
kraftar verða á svæðinu, hljóm-
sveitin Goðgá leikur fyrir dansi,
farið verður í leiki auk annarra
uppákoma. Veitingar verða á svæð-
inu alla mótsdagana.
Forsala aðgöngumiða fer fram í
Djúpinu, Hafnarstræti, helgina
21.—22. júní. Nánari upplýsingar
era veittar í símum 29555 og
79215.
Árshátíð
Nemenda-
sambands
Laugarvatns-
stúdenta
Arshátíð Nemendasambands
Laugarvatnsstúdenta verður
haldin samkvæmt venju þann 16.
júní nk. Að þessu sinni verður
hún haldin í Lækjarhvammi,
Hótel Sögu og verður það nánar
auglýst í blöðum og útvarpi.
Félagar í nemendasambandinu
era allir þeir sem útskrifast hafa
frá Menntaskólanum að Laugar-
vatni en þeir era um 965 frá upp-
hafi, en fyrstu stúdentamir vora
útskrifaðir 1953.
Ráðstefna norrænna tölvumiðstöðva:
Stefnum hraðbyri inn
í upplýsingaþjóðfélag
RÁÐSTEFNAN „Nordisk kommunal datakonference" var haldin í
Reykjavík um helgina og byrjun vikunnar. Þátttakendur voru frá
öllum norðurlöndunum, starfsmenn tölvumiðstöðva rikis og sveitarfé-
laga; og stjórnmálamenn. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavíkurborgar
(SKYRR) og Tölvuþjónusta sveitarfélaganna skipulögðu ráðstefnuna
af íslands hálfu. Að sögn Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra SKÝRR,
er tilgangur hennar að ræða sameiginleg hagsmunamál tölvumið-
stöðvanna og þróun þeirra á næstu árum.
„Upplýsingaþjóðfélagið" var aðal
umræðuefnið á ráðstefnunni. Fram-
sögu um það hafði Dr. Herbert R.
J. Grosch, sem þekktur er fyrir störf
sín í tölvuiðnaðinum. Hann er
stjörnufræðingur að mennt, vann
lengi fyrir IBM, og ýmsar ríkis-
stofnanir í Bandaríkjunum. Við
hann er kennt lögmál sem útskýrir
á einfaldan hátt sambandið milli
verðs og afkasta tölvu. Á blaða-
mannafundi á mánudag sagði Dr.
Grosch það skoðun sína að við
stefndum hraðbyri inn í hreinrækt-
að upplýsingaþjóðfélag, þar sem
þekking er auðæfi. Aukið upplýs-
ingaflæði muni gera þjóðfélagið
réttlátara, og gefa mönnum meiri
möguleika. Hann brýndi fyrir ráð-
stefnugestum að þeirra hlutverk
yrði að stýra þessari þróun, til að
„fómarlömbin", þ.e. hinn venjulegi
maður, hefðu sem mest gagn af
nýrri tækni. Vísindamennimir og
framleiðendur myndu fyrst og
fremst hugsa um skammtímamark-
mið, að selja vöruna.
Dr. Grosch sagði að hugvitið sem
byggi í mannsheilanum yrði aldrei
forritað í tölvu. Þetta ættu stjóm-
endur sérstaklega að hafa í huga
og fjárfesta frekar í fólki en vélum.
Margt af því sem tölvufræðingar
reyna nú að þróa, verður aldrei að
veraleika taldi Dr. Grosh. „Gervi-
greind hefur sama ókost og gervi-
fijóvgun, hún er gjörsamlega ófull-
nægjandi." Hann varaði jafnframt
við upplýsingabönkum sem geymdu
gögn um einkamál, og sagði að
bandaríkjamenn hefðu þegar brennt
sig illilega á misnotkun þeirra.
„Trúið ekki blint á öryggi tölvu-
kerfa og fullkomnun, þið verðið að
gera ráð fyrir því versta. Hafið þau
því sveigjanleg svo hægt sé að gera
breytingar," sagði Dr. Grosch.
Carl-Gerhard Sjölander, borgar-
fulltrúi í Sandviken í Svíþjóð, hélt
erindi um upplýsingaþjóðfélagið frá
sjónarhóli sveitarstjómar. Sjölander
er m.a. þekktur fyrir þátt sinn í
„Sandviken-verkefninu", þar sem
nýjustu tækni hefur verið beitt til
að gera almenning að beinum þáttt-
akanda í stjómun sveitarfélagsins.
Önnur erindi ijölluðu m.a. um laga-
lega hlið upplýsingabanka, notkun
tölvutækninnar í heilsugæslu, og
markaðssetningu upplýsinga.
Um 350 manns sóttu ráðstefn-
una, sem er sú 14. í röðinni. Síðast
var hún haldin hér á landi árið
1976. Ráðstefnunni lauk á þriðju-
dag.
Elín Bjömsdóttir og nokkur verka hennar.
V eggteppasýning’ í Þrastarlundi
ELÍN Björasdóttir vefari sýnir handofin veggteppi í veitingastofunni
Þrastarlundi til 24 juní. Elín hefur fengist við vefnað í rúm 30 ár
og rekið vefstofu að Ásvallagötu 10A síðustu 13 ár.
Þingeyrarkirkja
MYND birtist af Þingeyrakirkju í Húnavatnssýlu á bls. 44 í Morgun-
blaðinu hinn 1. júní síðastliðinn með frétt frá Þingeyri. Hlutaðeigendur
era beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Hér birtist hins vegar mynd
af Þingeyrarkirkju í Dýrafirði. í baksýn er Sandfell.
Norðurlanda-
frímerki komin út
Póstyfirvöld á Norðurlöndum
hafa haft samstarf um útgáfu
frímerkja raða með einhveiju
sameiginlegu þema. Frímerki
þessi koma út þriðja hvert ár og
þann 27. maí í ár komu út merki
með myndum frá hinum ýmsu
vinabæjum.
A íslensku merkjunum, sem era
tvö, 10 og 12 kr. virði, era myndir
frá Seyðisfirði og Stykkishólmi. Til
að auðvelda söfnuram að panta
seríuna í heild, frímerki hinna ýmsu
landa eða fyrstadagsumslög var
útbúið sérstakt umslag sem norska
póstþjónustan sá um að þessu sinni.