Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNl 1986
Þú borðaðir rúmlega eitt hundrað
SS pylsur á síðasta ári.
SLATURFELAG
O
5
c/y
>
SUÐURLANDS
Áriö 1985 boröuöu íslendingar hvorki meira né minna en
17 milljónir og eitt hundraö þúsund (17.100.000) SS pylsur.
Þaö gera liðlega 100 pylsur á hvert mannsbarn sem náö hefur
,,kiötaldri“. Betri meömæli eru vandfundin.
GJALDEYPIR
ÍGCÐUGENC3
Þú færð gjaldeyrinn þinn
hratt og örugglega
hjá okkur.
Nýja flugstöðin:
Tillögur að 5
listaverkum til
sýnis í Bygg-
ingaþjónustunni
VerðlaunatiUögurnar úr sam-
keppninni um listaverk við nýju
flugstöðina á Keflavíkurflugvelli
verða til sýnis um óákveðinn tíma
í húsakynnum Byggingarþjón-
ustunnar á Hallveigarstíg 1,
Reykjavik.
Þetta eru verk Rúríar, Regn-
boginn, og verk Magnúsar Tómas-
sonar, Þotuhreiður, sem dómnefnd
mælti með að yrðu reist framan við
flugstöðvarbygginguna.
Einnig eru sýnd þrjú verk, þeirra
Helga Hafliðasonar, Helga Gísla-
sonar og Amar Þorsteinssonar, sem
dómnefnd mælti með til frekari
úrvinnslu.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 10 til kl. 18, og er aðgangur
ókeypis.
Norskur karla-
kór á tónleika-
ferð um Island
KARLAKÓRINN Asker Manns-
kor frá Noregi er nú á tónleika-
ferð á íslandi og heldur hér
þrenna tónleika.
í kvöld, fímmtudag 12. júní, kl.
20.30, syngur kórinn í Dómkirkj-
unni í Reykjavík og á mánudags-
kvöld 16. júní kl. 20.30 í Hafnar-
flarðarkirkju. En á laugardaginn
14. júní kl. 16.00 verða veraldlegir
tónleikar í Norræna húsinu segir í
fréttatilkynningu frá Marteini H.
Friðrikssyni dómorganista.
Aðalfundur
„Heilsuhringsins“:
Fyrirbyggjandi
heilsugæsla
AÐALFUNDUR „Heilsuhrings-
ins“, sem er um þúsund manna
félag áhugamanna um góða
heilsu, var haldinn í Norræna
húsinu þann 3. april síðastliðinn.
Félagsmenn' létu þar í ljós
ánægju sína með bann heilbrigðis-
yfirvalda við sölu ýmissa hómopata-
og jurtalyfja sem margir teldu gera
sér gott. Auk þess lögðu fundar-
menn til að í samræmi við stefnu-
mark Alþjóða heilbrigðisráðsins,
„Heilbrigði allra fyrir árið 2000“,
yrði lögð aukin áhersla á fyrir-
byggjandi heilsugæslu og almenn-
ingur hvattur til að temja sér holl-
ara mataræði og lífsvenjur.
Formaður „Heilsuhringsins" er
Kristinn Siguijónsson og gefur fé-
lagið út tímaritið „Hollefni og
heilsurækt".
Hvíldarheimilið að
Varmalandi byrjar
starfsemi að nýju
HVÍLDAR- og hressingarheimil-
ið að Varmalandií Borgarfirði
tekur til starfa eftir vetrarlanga
hvíld þann 21. júní næstkomandi.
Frú Gunnlaug Hannesdóttir tek-
ur við öllum dvalarpöntunum og
veitir frekari upplýsingar í síma
91-35060 á milli kl. 17 og 20
daglega. Hvíldarheimilið verður
rekið til 16. ágúst en fyrsta vikan
er þegar lofuð hópi útlendinga.