Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Jöfnunargjald á innfluttar kartöflur: „Til að styrkja sam- keppnisstöðu ís- lensku kartaflanna“ — segir Sveinbjörn Eyjólfsson full- trúi í landbúnaðarráðuneytinu LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA undirritaði í gær reglugerð um álagn- ingu jöfnunargjalds á innfluttar kartöflur. 40% jöfnunargjald er lagt á unnar kartöflur (franskar o.fl.) og 50% á óunnar kartöflur (venjulegar neyslukartöflur). Reglugerðin verður væntanlega form- lega gefin út í dag. Hún er sett samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vor um heimild til landbúnaðarráðherra til að leggja allt að 200% jöfnunargjald á innfiuttar kartöflur. Sveinbjöm Eyjólfsson fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að á mánudag hæfist sala á innfluttum kartöflum en íslenskar kartöflur væru ennþá á markaðnum. Sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytisins væru innfluttu kartöflumartöluvert ódýrari en þær íslensku og væri gjaldið sett á til að jafna verðið og styrkja þannig samkeppnisstöðu ís- lensku kartaflnanna. Annars væri hætta á að innflutningurinn ýtti innlendu framleiðslunni alveg út af markaðnum. Sveinbjöm var spurður að því hvort þetta ieiddi ekki einungis til hækkaðs kartöfluverðs til neytenda. Hann svaraði því til að það færi eftir því hvað _ gjaldið yiði látið standa lengi. Útlit væri fyrir að innfluttar kartöflur yrðu á mark- aðnum í hálfan annan mánuð. Ef jöfnunargjaldið væri á fersku kart- öflunum allan þann tíma mætti vissulega líta á það sem auka toll sem hækkaði verðið. Ef gjaldinu yrði hins vegar aflétt strax og innlenda framleiðslan væri uppseld, sem væntanlega yrði eftir viku eða hálfan mánuð, þá væri þetta raun- vemlegt jöfnunargjald. Hann sagð- ist ekki vita til þess að ákvarðanir hefðu verið teknar um hvað gjald- takan ætti að standa lengi. Reglu- gerðin væri ótímabundin. 50% gjaldið er lagt á allar inn- fluttar óunnar kartöflur, líka ,hrá- efni kartöfluverksmiðjanna en 40% gjald er á innfluttum frönskum kartöflum. Sveinbjöm sagði að þegar á allt væri litið væri gjald- takan á hráefni verksmiðjanna mun lægri en á innfluttu unnu kartöflun- um. Síðan yrði gjaldið væntanlega afnumið af hráefni verksmiðjanna án þess að víst væri að það yrði afnumið af frönsku kartöflunum og myndi samkeppnisaðstaða verk- smiðjanna þá verða betri. Sveinbjöm sagði að álagning jöfnunargjaldsins hefði verið ákveð- in í samráði við Ijármálaráðuneytið og rynni gjaldið í ríkissjóð. „Algjörlega tilgangs- laus skattheimta“ — segir Olafur Sveinsson fjármálasljóri Ágætis „ÞESSI skattheimta er að mínu mati algerlega tilgangslaus. Jöfnunargjaldið er eingöngii skattheimta á neytendur án þess að hún komi framleiðendum á nokkurn hátt til góða,“ sagði Ólafur Sveinsson fjármálastjóri sölufyrirtækisins Ágætis í sam- tali við Morgunblaðið þegar leit- að var álits hans á álagningu jöfnunargjalds á kartöflur. Ólafur sagði að íslensku kartöfl- umar væru að klárast og gæði þeirra orðin lakari en áður. Innlenda framleiðslan hefði notið vemdar með innflutningsbanni þar til nú. „Mér fínnst því alger óþarfí að stíga þetta skref í skattheimtu á íslenska neytendur sem hafa tekið vel á móti íslensku kartöflunum allt fram til þessa að salan hefur minnkað vegna þess að gæði vörunnar hafa minnk- að,“ sagði Ólafur. Hann sagði að jöfnunargjaldið væri óþarft því verðið á innfluttu framleiðslunni væri í flestum tilvik- um sambærilegt við íslensku kart- öflumar. Verðið á þeim innfluttu væri þó mjög mismunandi. Gjaldið gerði það að verkum að innfluttu kartöflumar yrðu í sumum tilvikum helmingi dýrari en þær íslensku. Nefndi hann dæmi um eina tegund innfluttra kartaflna sem mun kosta nálægt 65 krónum kílóið út úr búð með jöfnunargjaldinu. Án jöfnunar- gjaldsins hefðu þessar kartöflur kostað 46 krónur, en verð á íslensk- um kartöflum væri nú um 48 krón- ur. Ólafur sagði einnig að álagning jöfnunargjaldsins hefði komið fyrir- varalaust og hefðu innflytjendur ekki fengið að vita um það fyrr en kartöflumar voru komnar til lands- ins. Þeir þyrftu nú að leggja út fyrir þessu gjaldi. Þá væri álagning gjaldsins ákaflega óréttlát gagnvart kartöfluverksmiðjunum sem ekki fengju einu sinni að njóta þess að flytja inn það góða hráeftii sem þeim stæði til boða nú á hagstæðu verði. Þeir ættu nú möguleika á að vera samkeppnisfærir við innflutn- inginn í gæðum með því að fá gott hráefni en fengju ekki að njóta þess. - TF-GRÓ um borð í Ty TF-GRÓ, minni þyrla Landhelgisgæslunnar, er nú í fyrsta sinn í ferð með varðskipi. Að sögn Þrastar Sigtryggsonar skipherra í stjómstöð Landhelgisgæzlunnar, hefur þyrlan verið um borð í varðskipinu Tý, þar sem skipherra er Sigurður Ámason, og hefur hún verið notuð við að flytja gashylki til og frá vitum sem ekki er hægt að nálgast frá landi. Þessi gashylki þarf að skipta um einu sinni á ári og er það gert i júní og júlí nema leki verði einhvers staðar, þá er skipt um jafnóðum. Týr fer fyrst um syðri hluta strandlengjunnar og hefur allt gengið að óskum hingað til og þyrlan reynst ágætlega að sögn Þrastar. Tæknimenn leita að villu í símahugbúnaði: Móðurtölvan gerði „sexnúmer“ óvirk MÓÐURTÖLVA stafræna síma- kerfisins tók upp á þvi um tvö leytið á þriðjudag að hætta vinnslu og hlaða inn stjórnkerfi sitt á ný. Þetta hafði m.a. í för með sér að simanúmer sem byrja á 6 gátu ekki náð sambandi við önnur „sexnúmer“ f tæpan klukkutíma. Þessi bilun endurtók sig aftur um fimm leytið. Að sögn Baldurs Hermannssonar deildarverkf ræðings Pósts og síma vinna tæknimenn símans og sérfræðingar frá Ericson í Svf- þjóð nú að því að finna villu f hugbúnaði stöðvarinnar. Tölvan sem hér um ræðir er staðsett í Múlastöðinni. Baldur sagði að bilunar hefði fyrst orðið ATVR: Allt vínið seldist upp á útsölunni ALLT ÞAÐ vín sem sett var á útsölu í áfengisversluninni við Lindargötu í Reykjavík f gær, seldist upp fyrir kl. 16.00 síð- degis. Alls var um að ræða tæplega þrjú þúsund flöskur af víni. Það voru aðallega grísk og amerísk rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín sem voru á útsölunni. Sem dæmi um verðlækkunina má nefna að eins og hálfs lítra rauð- vínsflaska sem kostaði áður 790 kr. var seld á 500 kr. á útsölunni og hvítvínsflaska sem var á 530 kr. í verðskrá fór niður í 250 kr. Annað vín lækkaði eitthvað minna. Miðað var við að áfengis- verslunin gæfí eftir sinn hluta útsöluverðs, þ.e. erlenda inn- kaupsverðið, flutningskostnað og álagningu, en ríkið héldi sínum tekjum að fullu. Vínin sem sett voru á útsölu voru flest ódýrari tegundir, bæði vín sem ekki hafa selst, vín sem ekki hafa verið á lista og gömul vín, sem þó voru enn vel drykkjar- hæf að sögn starfsmanns verslun- arinnar. Útsalan hófst strax og opnað var í gærmorgun, og hafði þá þegar myndast biðröð fyrir utan. Mest var ösin í kringum hádegið og kl. 15.30 mun allt hafa verið uppselt. Fólk keypti mis mikið í einu, allt í tíu kassa, að sögn afgreiðslumanns. Ekki lágu fyrir tölur um hagnað ríkisins af þessari útsölu. vart 14. júní sl., þegar tölvan stöðv- aðist öllum að óvörum og hlóð inn stýrikerfí sitt á ný. Vélin er forrituð til að gera þetta ef svo alvarleg villa kemur upp að sýnt er að hún geti ekki haldið áfram vinnslu. Það tekur um 30 mínútur að hlaða hugbúnaðinn inn og á meðan eru rúmlega 5000 notendur með staf- ræna síma sambandslausir. Að auki geta 6000—7000 númer aðeins náð sambandi á afmörkuðu svæði innan Reykjavíkur. Móðurtölvan stöðvað- ist aftur mánudaginn 16. júní og miðvikudaginn 18. júní. Síðan hélt hún ró sinni fram á þriðjudag, þegar bilun varð um kl. 14.00, síðan hálf- tíma síðar, og loks um kl. 17.00. Enn sem komið er er ekki vitað af hveiju bilunin stafar. Baldur sagði að hún fælist án efa í villu í hugbúnaði móðurtölvunnar sem sér um að stafræn símtöl rati rétta leið. Sjálfur vélbúnaðurinn er í lagi, en hann er margfaldur, þannig að önnur vél tekur við vinnslu ef móð- urtölvan bilar. Sérfræðingar í við- haldsmiðstöð Ericson-verksmiðj- unnar í Svíðþjóð, sem framleiddi símstöðina, vinna nú að því að líkja eftir biluninni í samskonar tölvu í Stokkhólmi til þess að hægt sé að lagfæra villuna í Múlastöðinni. Á næstunni verður tækjabúnaður stöðvarinnar endurbættur þannig að ef tölvan stöðvast einhvemtíma aftur mun það aðeins taka 5 mínút- ur að hlaða hugbúnaðinn inn á ný. Asvegur um Þykkvabæ: Öll tilboð yfir kostnaðaráætlun VEGAGERÐ ríkisins fékk 6 til- boð í lagningu Ásvegar um Þykkvabæ og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboð- ið var frá Fossverki, 4.993 þús- und krónur, sem er 2% yfir áætl- un. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar var 4.895 þúsund en hæstu tilboðin voru tæpar 7 milljónir kr. Verktakafyrirtækið Fjörður sf. átti lægsta tilboð í lagningu Flóka- dalsvegar (Sigluijarðarvegur — Reykir). Tilboðið var 1.440 þúsund krónur, sem er 92% af kostnaðar- áætlun. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar fyrir verkið er 1.561 þúsund krónur og voru önnur tilboð yfír áætluninni. Vestmannaeyjar: Skyndilokun vegna smáfisks ÁKVEÐIÐ hefur verið að grípa til skyndilokunar fyrir togveiðar á veiðisvæði við Vestmannaeyjar. Svæðið afmarkast af Dalfjalli í Vestmannaeyjum, Þrídröngum, Álsey og Stórhöfða og stendur lokunin í allt að viku. Að sögn talsmanna Landhelgis- gæslunnar hafði frést af óvenju miklum smáfíski í afla Vestmanna- eyjabáta að undanfömu. Landhelg- isgæslan mældi lengd fisksins úr tveimur togum eins bátsins fyrir skömmu og reyndist sá fískur vera innan leyfílegra marka. Þvl var gripið til skyndilokunar frá og með aðfaranótt sl. miðvikudags í allt að sjö daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.