Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Gullasninn jr Eg hygg að Jón Ólafsson sé einn af elstu starfsmönnum rásar 2, gott ef ekki frumbýlingur í hvíta kastalanum uppaf Fossvog- inum. Jón hefir stýrt fjölmörgum þáttum á vegum rásarinnar og oftast verið léttur í tali og upprifinn. Þá hefír Jón oft rætt við íþrótta- menn í þáttum sínum og farist vel ór hendi. Virðist mér Jón mikill áhugamaður um íþróttir og stund- um heyrist mér hann nýkominn úr langhlaupi eða af sparkvellinum en slíku má nú kippa í liðinn með því að herða ögn þumalskrúfumar. En hver eru svo laun heimsins? _ í fýrradag stýrði Jón Ólafsson þætti um íslenska dægurtónlist er nefnist: I gegnum tíðina. Er líða tók á þáttinn gerðist Jón ögn dapur í bragði og svo kom skýringin: Það er bara ekki ein einasta auglýsing hlustendur góðir ... það er greini- legt að vinsældir þáttarins fara minnkandi, ég er bara alveg niður- brotinn maður. Að hlaupa eftir... Þessi sakleysislega athugasemd hreyfði eins og sjá má við stflvopni fjölmiðlaskríbentsins. Þannig varð mér litið á dagskrána er yfirlýsing Jóns hljómaði í viðtækinu. Klukkan var tekin að nálgast sex og á þeirri stundu voru eftirfarancfl þættir á dagskrá ríkisútvarpsms: Á rás 1 var nýhafínn þátturinn: í loftinu undir stjóm Hallgríms Thorsteinssonar og Guðlaugar Maríu Bjamadóttur. Þá ómaði á tíðninni 90,1 á FM bylgjunni: Svæðisútvarp Reykjavík- ur og nágrennis og ekki má gleyma Jóni Ólafssyni á rás 2. Hér bitust sum sé þrír útvarpsþættir um hinn íslenska auglýsingamarkað og einn varð útundan enda nýjabrumið farið af. Hér verður mér hugsað til bresks vinar míns er skrapp eitt sinn með mér inní Miklagarð: Svona stórar verslanir reisum við ekki nema í miklu stærri borgum ... varð vini mínum að orði er hann leit dýrðina. Svo vill til að þessi ágæti vinur minn hefír starfað um árabil sem deildarstjóri hjá breskri stórmark- aðskeðju, enda lagði ég ekki í að segja honum frá Hagkaupsrisanum minnugur forföðurins Hálfdánar svarta. MilljónaþjóÖ? En að öllu gamni slepptu. Hvert leiðir höfðingslundin okkur íslend- inga þessar tvöhundmðþúsund sálir er horfa á granítklæddar peninga- geymslur rísa með Ijóshraða og verslunarsamsteypur slíkar er að- eins fínnast í milljónaborgum meg- inlandanna? Hvemig fer þegar út- varpsstöðvamar spretta hér lflct og gorkúlur í heiði? Lifa þá aðeins þeir útvarpsþættir er laða að aug- lýsingar? Og eftir hveiju fara þá markaðsstjórar auglýsingastof- anna? Beina þeir auglýsingum ein- vörðungu þangað er vinsælustu lögin hljóma hveiju sinni þannig að á endanum verða dagskrár út- varpsins nánast samhljóma? Við vitum að í ftjálsu hagkerfí ráða peningamir ferðinni. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki horft og því óttast ég að hinar fijálsu útvarpsstöðvar neyðist til að elta hver aðra í leit að vinsældum hvað sem öllum ákvæðum um menning- arsjóði líður. Hvað um það, hin fijálsa ^ölmiðlun lyður sér til rúms um heim allan í krafti fjölmiðlabylt- ingarinnar og þá er bara að vona að hún gangi ekki af menningimni dauðri. En einu megum við ekki gleyma að rýna hina fijálsu §öl- miðla af sama heiðarleika og ríkis- einokunarQölmiðlana; Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP Helstu breytingar á dag skrá rásar 2 í sumar Morgunþættir á rás 2 byija nú kl. 9 og umsjónarmenn þeirra eru alls fímm: Ásgeir Tómasson, Gunnlaugur Helgason, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Kristján Sigur- jónsson og Páll Þorsteins- son. Af föstum liðum má nefna stjörnuspá, afmælis- dagbók og almanak dags- ins. Matarhornið er dag- lega kl. 10.30 og svo end- urtekið 11.30. Barnadag- bókin er á dagskrá fjórum sinnum í viku, mánudaga til fimmtudaga kl. 10.05- 10.20 og er rétt að benda á að á mánudögum eftir að bamaefni lýkur er umsjónarmaður Guðríður Halldórsdóttir með síma- tímatil kl. 10.50. Getraunir morgunþáttar eru með nýju sniði og mottó morg- unþáttarmanna er Get- raun á dag kemur skapinu í lag. Fimmtudagar. Annan hvem fímmtudag verður á dagskrá þáttur sem er sendur út beint að norðan. Nefnist hann Laust í rás- inni og er umsjónarmaður Tómas Gunnarsson. Vin- sældalisti hlustenda verður á sínum stað á fímmtu- dagskvöldum kl. 20.00 en nú hefur Páll Þorsteinsson sagt skilið við listann og Leopold Sveinsson tekið við. Haldið verður áfram að taka á móti gestum kl. 21.00 en nýir gestgjafar hafa tekið við og er rétt að benda á að annar hinna nýju stjómenda, Gestur Einar Jónasson, hefur að- setur fyrir norðan. Föstudagur. Valdís Gunnarsdóttir hefur nú fært sig yfír á föstudags- kvöld og verður með þátt- inn Kvöldsýn frá kl. 22.00 til 23.00, þar sem leikin verður róleg tónlist. í stað Pósthólfsins kemur þáttur sem nefnist Bót í máli. Haldið verður áfram að iesa bréf frá hlustendum og leika óskalög þeirra auk Fjallað verður um fiskeldi i fimmtudagsumræðunni sem er á dagskrá rásar eitt í kvöld. þess sem fyrirhugað er að hafa símatíma á þriðjudög- um frá 12.00-13.00, þar sem hlustendur geta hringt inn fyrirspumir um hin ýmsu mál sem síðan verður reynt að svara í þættinum. Stjómandi þessa þáttar er Margrét Blöndal og er símanúmerið í símatíma 687123. Kl. 16.00 á föstudögum er þátturinn Frítíminn, sem er í umsjá Ásgerðar Flosadóttur. Þar er §allað um ferðamál innan lands og utan, og ýmislegt sem tengist ferðalögum. Þátt- urinn Endasprettur hefst kl. 17.00 og honum stjóm- ar Þorsteinn G. Gunnars- son. Auk þess sem leikið verður létt tónlist mun stjómandi kanna hvað helst er á seyði um helgina. Laugardagur. Einar Gunnar Einarsson hefur nú tekið við af Svavari Gests. Þáttur hans nefnist Við rásmarkið og er á dagskrá frá kl. 14.00-16.00. Inn í þáttinn fléttast íþrótta- fréttir sem Ingólfur Hann- esson og Samúel Öm Er- lingsson munu sjá um. Á . laugardagskvöld kl. 20.00 verða Bylgjur og Bárujám á dagskrá til skiptis. Ami Daníel Júlíusson og Ás- mundur Jónsson munu sjá um þann fyrmefnda en Finnbogi Marinósson um þann síðamefnda. Fréttir eru á rás 2 alla virka daga kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00 og á laugardögum er 3ja-5 mínútna íþrótta- fréttir kl. 17.00. Fimmtudagsumræðan: Fiskeldi ■I Fimmtudags- 20 umræðan, sem ““ er á dagskrá rásar eitt í kvöld, fjallar að þessu sinni um fískeldi hér á landi, og fyrst og fremst laxeldi. Það er Giss- ur Sigurðsson sem umræð- unni stýrir. Fiskeldi er komið vel á veg hér á Iandi því um 200 tonn af eldislaxi verða flutt út í ár og senni- lega um 600 tonn á næsta ári. Um 60 fískeldisfyrir- tæki em nú skráð í landinu og u.þ.b. 30 stöðvar eru teknar til starfa. Á þessum tímamótum er ætlunin að staldra aðeins við og skoða stöðu þessa atvinnuvegs. Eins og kunnugt er náðu Norðmenn forskoti í laxeldi og nú eru að koma í ljós ýmis atriði, sem gleymdust á meðan gróðavonin rák menn áfram með ótrúleg- um árangri á fyrstu árum laxeldisins. Þar má til dæmis nefna megnun af laxeldi, smithættu, sem leitt hefur til óeðlilegar lyfjagjafar, að ógleymdum umhverfísþættinum, en laxeldismannvirki þykja víða lýti á norskum fjörð- um. Þá verður reynt að gera sér grein fyrir þróun markaða í framtíðinni, hver orkuþörfin er og hversu margt starfsfólk þarf til að sinna störfum við laxeldi hér, svo eitthvað sé nefnt. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 26. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréltir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftirJ.M. Barrie Þýöandi: Sigriöur Thorlac- ius. Lesari: Heiðdís Norö- fjörö (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 „Ég man þá tíö.“ Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Ánna Ingólfsdóttir og Ýrr Bertelsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttlr 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 14.00 Miödegissagan: „Fölna stjörnur" eftir Karl Bjarnhof. Kristmann Guömundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir Iesl9kalestur(23). 14.30 Ilagasmiöju Stefán S. Stefánsson. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Suðurland Umsjón: Einar Kristjánsson, Þorlákur Helgason og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 VeAurfregnir. 16.20 Tónlist eftir Kabalevskí og Ravel a. „Trúöarnir", svíta op. 26 eftir Dmitri Kabalevski. Sin- fóníuhljómsveitin I Gávle leikur; Rainer Miedel stjórn- ar. b. Pianókonsert I G-dúr eftir Maurice Ravel. Alicia de Larrocha og Fílharmoniu- hljómsveit Lundúna leika; Lawrence Foster stjómar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. Aöstoöarmaður: Sig- urlaug M. Jónasdóttir. 17.45 íloftinu. Hallgrímur Thorsteinsson og Guölaug Maria Bjarna- dóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 19.16 Á döfinni. Umsjónar- maöur Maríanna Friöjóns- dóttir. 19.26 Krakkarnir í hverfinu (Kids of Degrassi Street) 4. Martinheyrirtónlist. Kanadískur myndaflokkur ( fimm þáttum fyrir böm og unglinga. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Listapopp 16. júní 20.00 Stundarkorn meö B(L- urum Um starf Bandalags is- lenskra leikfélaga (BÍL) og leiklistarhátíö norræna áhugaleikfélaga. (Áöur út- varpaö 20.júni) Umsjón: Finnur M. Gunn- laugsson. (Frá Akureyri.) 20.45 Ljóöasöngur Jessey Norman syngur lög eftir Georg Friedrich Hándel og Alban Berg. Geoffrey Parsons leikur meö á píanó. (Hljóðritað á tónlistarhátíö- inni í Salzburg Sl. sumar.) 21.20 Reykjavík i augum skálda. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdís Mós- esdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræöan. Fiskeldi Stjórnandi: Gissur Sigurös- son. 23.20 Frá tónlistarhátíöinni I Salzburg sl. sumar FÖSTUDAGUR 27. júní 1986. Svipmyndir frá fyrri popp- tónleikum Listahátiöar í Laugardalshöll. Kynnir: Jón Gústafsson. 21.16 Ságamli(DerAlte) 12. þáttur. Þýskur sakamálamýnda- flokkur i fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 22.10 Seinni fréttir. 22.16 Ósýnilega konan (Phantom Lady) s/h Shlomo Mintz leikur á fiölu tónverk eftir Johann Sebast- ian Bach. a. Sónata í g-moll. (BWV1001) b. Partita í d-moll (BWV 1004)4.og5.þáttur. (Hljóðritun frá austurriska útvarpinu) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. lÍíT FIMMTUDAGUR 26.júní 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur:Ásgeir Tómas- Bandarísk kvikmynd frá ár- inu 1944. Leikstjóri: Robert Siodmak. Aöalhlutverk: Ella Raines og Franchot Tones. Ungur maöur á uppleiö er sakaöur um moröiö á konu sinni. Fjarvistarsönnun hans veltur á vitnisburði stúlku sem enginn veit deili á. Hennar er ákaft leitaö, en ýmis Ijón veröa á vegin- um. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok. son, Gunnlaugur Helgason og Kolbrún Halldórsdóttir. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl. 10.5 sem Guöríöur Har- aldsdóttirannast. 12.00 Hlé 14.00 Andrá Stjórnandi: Jón Ólafsson. 15.00 Djassogblús Vernharöur Linnet kynnir. 16.00 Nýræktin Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason stjórna þætti um nýja rokktónlist, inn- lenda og erlenda. 17.00 Einusinniáöurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Umnáttmál Gestur Einar Jónasson stjómarþættinum. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði Reykvískur vinsældalisti frá ágúst 1959, sfðari hluti. Umsjón: Trausti Jónsson og Magnús Þór Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.16 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓWVABP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.