Morgunblaðið - 26.06.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.06.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 19 MED MAGNINNKAUPUM FENGUM VID NÆR 40% AFSLÁTT AF ELECTROLUX BW 200 KING UPPÞVOTTAVÉIUM. Kr. 30.820 Fullkomin uppþvottavél á alsláttarverði, hljóölát — full- komin þvottakaili — öflugar valnsdaalur sem þvo úr 100 llirum á minútu — þrefalt ylirlallsórvngi — ryölfitl 18/8 slál I þvottahólli — barnalæsmg — rúmar botóbttnaó fyrir 12—14 manns. ELECTROLUX BW 200 KINQ uppþvoltavál á veról •am þú trúir varla — og akkart vlt ar i að sleppa. Yörumarkaðurinnhf. ARMÚLA 1A . SÍMI 91-686 117 Tvö góð til málunar á stein... Hér eru tvö góö efni frá Hörpu til málunar á stein. HÖRPU VATNSFÆLA Vatnsfælu skal bera á allan stein og múraöa fleti utanhúss. Vatnsfæla heftir alkalívirkni og hrindir frá sér vatni. HÖRPUSILKI Hörpusilki er akrýlbundin plast- málning sem andar. Hörpusilki er gerö til notkunar jafnt innan- sem utan- húss. Málningin þekur mjög vel og er því ótrúlega drjúg. Áratuga reynsla sannar gæöin og sífellt fjölbreyttara litaúrval lífgar upp á tilveruna. SAMSPIL SEM SKILAR ÁRANGRI Skúlagötu 42, 125 Reykjavík Pósthólf 5056, ® (91) 1 15 47. HARPA gefur lífinu lit! íslenskar konur í fararbroddi íslenskar konur eru í fararbroddi félagsins, efna til og standa fyrir flestum samkomum félagsins. For- stöðukona dagskrámefndarinnar er Edda Magnússon, sem hvergi lætur sig vanta þar sem íslensk málefni eru á döfinni. Henni til aðstoðar í nefndinni er: Edith Wamer, Anna Guðmundsdóttir og Barbara Guð- mundsson, auk annarra norrænna kvenna. Á aðalfundinum gerði Edda grein fyrir starfsemi dagskrár- nefndarinnar og var gerður góður ómur að máli hennar. Frú Elfi von Kantzow Alvin, sem stendur fyrir listamálanefndinni, er ötull að- dáandi íslenskrar listar með áherslu á málaralist og hefir á pijónunum fyrirætlanir um íslenskar listsýn- ingar í New York á þessu ári. Stjórn félagsins Ný stjóm var kjörin á aðalfundin- um og hana skipa: Michael S. Halpem, forseti. Varaforsetar: Edward H. Micha- elsen, framkvæmdastjóri. Tage Benjaminsen (Danmörk). Dorothy Viklund (Finland). ívar Guðmunds- son (ísland). Erik Friis (Noregur). Ed Conradsen (Svíþjóð). Robert Wamer (Bandaríkin). Féhirðir er Dennis Mangan, ritari Úlfur Sigmundsson og bréfaritari Svanild Vage. í stjóminni em einnig Michael Carey, Marie Larsen, Nils Flo og Tom Södeman. Félagið hyggst auka starfsemi sína á komandi ári. Aðalsamkoma ársins er jóladansleikur og kvöld- veisla, sem verður haldin 12. des- ember eins og venjulega á Hotel Pierre. Vaxandi starf norræns félags í New York Vegleg gjöf til norrænu- deildar Manitoba-háskóla Vegleg- gjöf til norrænudeildar Manitoba-háskóla New York: — Samtök Norður- landafólks í New York og nágrenni, American Scandinavian Society of New York — hefír vaxið ört á undanfömum árum, bæði að félaga- tölu sem og verkefnum. Félags- menn nálgast nú eitt þúsund og em fleiri en í nokkmm öðmm norræn- um félagsskap hér um slóðir. Fjár- hagur félagsins stendur með blóma. Hefur það gert félaginu fært að veita álitlega styrki til samtals 24 menningar- og mannúðarstofnana af norrænu bergi. Þá hefír félagið fundið sér fastan samastað fyrir skrifstofur sínar og fundi, hjá Norsku kirkjunni í 49. stræti í New York-borg. Á liðnu starfsári, sem lauk 1. júní, gekkst félagið fyrir fjölda listsýninga, menningar- og skemmtisamkomum með norræn- um blæ. Kjami þessa félags starfaði áður sem sjálfboðaliðssveit á vegum American Scandinavian Foundation þangað til árið 1982, að ASF ákvað að afnema slíkar sjálfboðaliðssveit- ir, er nefndust „Chapter", á vegum sjóðsins. Það varð til þess, að sjálf- boðaliðssveitin í New York endur- vakti elsta félagsskap norrænna manna í New York, „The American Scandinavian Society of New York“ — ASS, sem stofnað var 1908 og raunar er foreldri American Scand- inavian Foundation. Við stofnun ASF, 1910, sofnaði ASS þymirósar- svefni þar til sjálfboðaliðssveitin var gerð nafn- og heimilislaus og tók sig til og vakti hið gamla félag af dvalanum. Vegleg gjöf til Norrænustólsins við Manitoba-háskóla Á aðalfundi ASS, sem nýlega var haldinn, skýrði forseti félagsins, Michael Halpem, frá því, að stjóm félagsins hefði ákveðið að veita nokkmm menningar- og mannúðar- stofnunum í Bandaríkjunum og Kanada, sem em í tengslum við norræna hagsmuni, fjárstyrki. Meðal þeirra era kirkjufélög, heim- ilis- og sjúkrastofnanir aldraðra, bókasöfn, norræn blöð og tímarit, þar á meðal Lögberg-Heimskringla í Winnipeg. Alls nemur styrkjaupp- hæðin 10.800,00 dolluram (rúm- lega 440 þúsund ísl. kr.) Tveir hæstu styrkimir era 1000.00 doll- arar hvor. Annar þeirra er veittur íslenska kennarastólnum í norrænu við Manitoba-háskóla, sem einsog kunnugt er er óskabam Vestur- íslendinga. Margir þeirra lögðu hart að sér til að koma honum á fót. Þessi styrkur ber nafn ívars Guðmundssonar, fyrrverandi aðal- ræðismanns Islands í New York. Forseti ASS skýrði svo frá á aðal- fundinum að stjómin hefði einróma samþykkt þessa nafnbót gjafarinn- ar í virðingar- og þakkarskyni við ræðismanninn, sem í rúman áratug hefði jafnan verið reiðubúinn til að rétta félaginu og sjálfboðaliðssveit- inni hjálparhönd „og sífellt unnið mikið og þarft verk til eflingar norrænni samvinnu í New York“. Electrolux eðlilega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.