Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
Pavarotti syngur sig
inn í hjörtu Kínverja
Peking, AP.
ITALSKI tenórsöngvarinn
Luciano Pavarotti söng sig inn
í hjörtu Kínveija i fyrrakvöld
og hafði hann vart lokið söng
sínum er áheyrendur risu dans-
andi úr sætum með fagnað-
arópum og báðu um meira.
Pavarotti kom til Kína á sunnu-
dag til tónleikahalds með Genúa-
óperunni, sem flytur óperu Pucc-
ini, La Boheme, í Peking næstu
daga. Hann syngur þar hlutverk
Rudolfo.
Þetta er fyrsta heimsókn Pa-
varottis til Kína. Á tónleikunum,
sem nær 3.000 manns voru við-
staddir, en miklu færri komust
að en vildu, söng hann verk eftir
Verdi, Puccini, Donizetti og fleiri
tónskáld.
Tónleikunum var útvarpað um
allt land og var það í fyrsta sinn,
sem kínverska útvarpið sendir út
dagskrá í stereó. Hermt er að
áhorfendur hafí annað hvort verið
starfsmenn menningarmálaráðu-
neytisins eða tónlistarstofnana
sem heyra undir það. Starfsmenn
erlendra sendiráða, þ. á m. þess
ítalska, reyndu árangurslaust að
fá miða á tónleikana. Starfsmenn
Gamlar konur
myrtar í París
í hrjósti Bertils Olausson slá tvö hjörtu, hvort með sinu lagi.
Hann er fyrsti Svíinn, sem aukahjarta er grætt í.
Stálsleginn með tvö
hjörtu sem slá ekki í takt
BERTIL Olausson, fimmtugur Svíi, er nú fijáls eins og fuglinn
fljúgandi, laus við hjólastól og þjáningar. Hann hlær með öllu
andlitinu og er til í hvað sem er — engu síður en hressir jafn-
aldrar hans, að bví er fram kom nýlega i Svenska Dagbladet.
En Bertil Olausson er ekki eins
og fólk er flest. I brjósti hans slá
tvö hjörtu, hvort sínum megin. I
febrúarmánuði sl. var aukahjarta
grætt í hann á Harefíeld-sjúkra-
húsinu í London.
Það var sfðasta lífsvon Bertils
Olausson. Kransæðamar voru iila
stíflaðar og hjartað of veikt til
að þola eina aðgerðina enn. Hann
hafði sjö sinnum fengið krans-
æðastíflukast og fímm sinnum
hjartaáfall — og raunar með ólík-
indum að hann skyldi enn vera á
dögum.
Hjartaígræðslan tókst giftu-
samíega og nú gétur Bertil Olaus-
son horft fram á veginn á ný.
Hið eina, sem vitnar um, að
hjörtun séu tvö, er hjartslátturinn.
Hjörtun slá ekki ( takt. Annað
slær 73 slög á mínútu, hitt 103
slög. En samvinna þeirra er með
ágætum.
Aukahjarta var grætt í annan
Svía á Harefíeld-sjúkrahúsinu í
maímánuði sl. Horfur hans eru
enn tvfsýnar. Maður, sem auka-
hjarta var grætt í á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Gautaborg í apríl-
mánuði, lést 24 dögum eftir að-
gerðina.
París, AP.
LOGREGLA hefur handtekið 25 ára gamlan mann, sem játað hefur
að vera valdur að dauða aldraðrar konu í íbúð hennar í París. 28
gamlar konur hafa verið myrtar í París síðastliðinn 21 mánuð og
telur lögreglan að sami maðurinn eða mennirnir hafi verið þar að
verki í mörgum þessara tilvika.
Hinn handtekni, Serge Caillard,
sem vinnur sem sendill, er þó ein-
ungis talinn sekur um þetta eina
morð. Hann myrti hina 87 ára
gömlu Germaine Charbonnier á
heimili hennar og hafði á brott með
sér skartgripi og 40 þúsund krónur
í peningum. Lík konunnar fannst
16. júní síðastliðinn og segir lög-
reglan að þá hafí hún verið látin í
um það bil tvær vikur.
Lögregla telur að sum, en ekki
öll morðin á konunum séu tengd,
þar sem þau voru framin á svipaðan
hátt. Tvær bylgjur þessara morða
hafa komið á undanfömum 21
mánuði. Fyrri bylgjan var í október
og nóvember 1984 og hin síðari
hófst seint á síðasta ári. Á þessu
ári hafa 11 gamlar konur verið
myrtar, þar af fjórar tvær síðustu
vikumar.
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
ABC hugðust taka mynd á tón-
leikunum og búa til þriggja mín-
útna mynd um þá en hurfu frá
þeirri áætlan er menningarmála-
ráðuneytið krafðist 1.000 dollara
þóknunar.
Pavarotti var ánægður með
móttökumar en sagði kæti Kín-
veija hafa komið sér á óvart því
honum hafði verið talin trú um
að þeir væru mjög þögulir og
settlegir.
Kosningaúrslit -
á Sikiley:
Craxi
styrk-
ist í sessi
Palermo, AP.
SÓSÍALISTAR unnu lítillega á í
kosningum til héraðsþings á
Sikiley sl. sunnudag og er ekki
talið að úrslitin muni hafa nein
áhrif á stjóm landsmála.
Kosninganna hafði verið beðið
með nokkurri eftirvæntingu, þar
sem þær þóttu geta gefíð vísbend-
ingu um vilja kjósenda hvað varðaði
forystu fyrir ríkisstjóm Ítalíu. Bett-
ino Craxi, núverandi forsætisráð-
herra, er sósialisti, en stærsti sam-
starfsflokkurinn í hinni 5 flokka
ríkisstjóm, Kristilegir demókratar,
hefur undanfarið gert kröfu til þess,
að skipt verði um forsætisráðherra
og kristilegur demókrati hljóti
embættið. Spadolini, vamarmála-
ráðherra Ítalíu, sagði að kosning-
amar á Sikiley bæri ekki að skoða
sem atkvæðagreiðslu um stjómar-
mynstur. Kristilegir demókratar,
sem löngum hafa átt miklu fylgi
að fagna á eyjunni töpuðu nokkru
fyigi og kommúnistar einnig. Hægri
sinnaður öfgaflokkur vann tvö þing-
sæti.
Á eyjunni Lampedusa, sem
Líbýumenn gerðu árás á nokkrum
klukkustundum eftir árás Banda-
ríkjamanna á Líbýu í apríl sl., tvö-
földuðu kommúnistar fylgi sitt, en
kristilegir demókratar stórtöpuðu.
Kjósendur á Sikiley eru um 4 millj-
ónir og greiddu tæplega 78% þeirra
atkvæði.
ERLENT
..v ■ .
Hlaupastirni eignast dóttur
Bandarska hlaupastjarnan Mary Decker-Slaney hugar hér að
mánaöar gamalli dóttur sinni, Ashley. Mary hefur Itinn tína
haft til hlaupaæfínga, en hún hefur verið ein skærasta og sigur-
sælasta hlaupakona heimsins undanfarin ár. Hún segist þó
aðeins hafa tekið sér stutta hvld frá hlaupabrautinni og hyggst
hefja keppni á ný með haustinu.
Nixon vildi
Eisenhower
sem forseta
Kólumbiu, Suður—KarólínuAP,
FYRRUM aðstoðarmaður Richards Nixon, fv. forseta Bandaríkjanna,
segir að Watergate-málið hafi komið í veg fyrir að sú langtímaáætl-
un Nixons að gera tengdason sinn, David Eisenhower, að forseta,
yrði að veruleika.
Harry Dent, sem var sérlegur
ráðgjafí Nixons á fyrra kjörtímabili
hans á forsetastóli, 1968—72, segir
í bók, sem koma á út 1. ágúst
næstkomandi, að hann hafí unnið
með forsetanum að gerð áætlunar,
sem miðaði að því að gera Eisen-
hower að forseta. „Ég vann með
forsetanum að gerð áætlunar til
þess að koma David á þing; síðan
í ríkisstjóraembætti eða í öldunga-
deildina; og að lokum í Hvíta húsið,“
segir Dent í bókinni. „En Water-
gate-málið kom hins vegar í veg
fyrir þetta," bætir hann við.
Hann segir að fyrsta skrefíð í
þessari áætlun hafí verið að fá hinn
aldraða Goodling til að hætta þing-
mennsku í fulltrúadeildinni, en
sonur Goodlings, William, sem nú
er þingmaður fyrir kjördæmi föður
síns, neitar því að faðir hans hafí
hætt þingmennsku 1974 vegna
þrýstings frá Hvíta húsinu. Hann
sagði hins vegar að hann hafí heyrt
það á árinu 1973, að Eisenhower
hefði áhuga á kjördæminu.
Það kom aldrei til þess að Eisen-
hower byði sig fram árið 1974 og
ekki tókst að ná í hann til þess að
bera undir hann þessar fullyrðingar.
Aðstoðarmaður Nixons, John Tayl-
or, sagði fréttamönnum að forset-
inn hefði ekkert um þessar stað-
hæfingar að segja.
David Eisenhower er bamabarn
Dwights D. Eisenhower, sem var
forseti Bandaríkjanna á árunum
1952-1960.
Bandaríkin og Ítalía:
Samningnr gegn
hryðjuverkastarfsemi
— munu skiptast á upplýsingum
far hryðjuverkaöldu þeirrar sem
bæði rflcin hafa orðið fyrir barðinu
á. Frá árinu 1984 hefur verið
samskonar samvinna milli ríkjanna,
á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi
og eiturlyQadreifingar. Sú sam-
vinna hefur gefíð mjög góða raun.
Samskipti bandarískra og
ítalskra stjómvalda stirðnuðu mjög
eftir sjóránið á Achillo Lauro, en
þá slepptu ítölsk yfírvöld Mo-
hammed Abbas, sem sagður er
hafa skipulagt sjóránið. Vonast er
til að samkomulag þetta geti komið
í veg fyrir að slík misklíð komi upp
milli landanna á ný.
ítalir hafa þegar gert samning
sem þennan við ríkisstjómir Bret-
lands, Spánar og Egyptalands, og
sagðist Scalfaro vonast til þess að
gera einnig samning við stjómir
Frakklands og Grikklands.
og serfræðiaðstoð
Rómaborg, AP.
ED MEESE, yfirsaksóknari
Bandaríkjanna, og Oscar Luigi
Scalfaro, dómsmálaráðherra ítal-
íu, undirrituðu á þriðjudag sam-
komulag, þess efnis að ríkin tvö
skyldu auka samvinnu sína gegn
hryðjuverkastarfsemi.
Þetta samkomulag kemur í kjöl-
Leiðrétting:
Grásleppuhrogn —
en ekki steinbíts
í frétt hér á opnunni í gær var
sagt frá eindæma dræmri stein-
bítsveiði við Grænland og lélegum
heimtum vinnslustöðva á hrognum
úr þeim físki. Þar var að sjálfsögðu
átt við grásleppu og grásleppu-
hrogn (dönsku stenbid).