Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 38

Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Það var hátíð á Amkötlustöðum þegar hún Fríða kom í heimsókn. Hún var svo rík af kátínu og dreifði í kring um sig gleði hvar sem hún fór. Slíkar manneskjur eru sannar- lega mikils virði, fyrir alla þá sem leið eiga um lífsbraut þeirra. Það er sjálfsagt að þakka fyrir gjafir sem manni eru gefnar. Það var að minnsta kosti krökkunum kennt strax í bemsku og víst ættum við að muna eftir að þakka allar þær óteljandi ánægjustundir sem hún Fríða Gísla veitti okkur öllum sem þekktum hana. Hún kom fyrst sem kaupakona til foreldra minna og eftir það vom ævilöng vináttubönd bundin milli fjölskyldnanna. Þekking mín nær ekki til að rekja æviferil hennar, aðeins að hún var tvigift og eignaðist tvo syni með hvomm manni. Þeir heita Gísli Gunnar, búsettur í Hafnarfirði, Sig- urður Agúst, búsettur í Keflavík, Guðmundur Jósep, búsettur í Gunn- arsholti á Rangárvöllum og Þórður Björgvin, búsettur í Svíþjóð. Allir em þeir bræður fjölskyldumenn. Fríða var fædd í Hafnarfirði og átti þar heima lengst af. Hún fór kannski tíma og tíma austur í Holt um sumarmál er maður hennar var á sjónum, en hann var lengi skipstjóri og lést um borð við skyldustörf 1972. Hann Benedikt Gabríel Guðmunds- son var maður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Við fráfall hans missti kona hans mikið. Eg minnist hennar Fríðu þar sem hún sat í heygarðinum í grænu grasinu og tíndi kúmen í pönnukök- ur, með hóp af bömum í kring um sig og sagði þeim sögur og ævintýri. A rigningardögum gat hún leikið við þau yngstu með dúkkulísur og farið í gátuleik. Eða hún ræddi um bú- skapinn við þá fullorðnu og aflabrögð í Hafnarfirði og ekki má gleyma þegar hún spáði í spil eða kaffibolla fyrir unga sem aldna, það var ógley- manlegt og ég held að enginn gæti talið þann fjölda sem sótt ánægju í spádómana hennar Fríðu. Hún var jafningi allra, gat talað um það sem hentaði hverjum og einum. Við erum í dag að glata þessum dýrmætu samskiptum kyn- slóðanna, kannski erum við að glata mestu verðmætum lífsins, eða á góðri leið með það, í öllu kapphlaupinu. Við höfum aflað okkur mikillar þekkingar á öllum sviðum, meira að segja getur eitt slys tortímt okkur öllum, en við erum engu nær um tilgang lífsins en á dögum afa okkar og ömmu, við getum horft í gegn um „holt og hæðir“ eins og álfarnir í sögunum hennar Fríðu, heima í stofu horfum við í „töfraspegilinn", sem sýnir okkur þessa dagana unga menn að sparka bolta á milli sín, eða kannski keppni um besta dægurlag í Evrópu. En tæknin hefur ekki frætt okkur um tilgang lífsins, veikindi og dauða. Hún Fríða fékk að finna hvað veikindi voru og þurfti oft að dvelja langtímum saman á sjúkrahúsum. Ung að árum veiktist hún og bar aldrei sitt barr eftir það, en lífsgleðin gerði sitt til að hún næði heilsu að miklu leyti. Ég sé fyrir mér mynd sem ég var vitni að, hún var að koma heim af sjúkrahúsi eftir mikla aðgerð og Benedikt, seinni maður hennar, hafði dekkað borð inni í stofu og fundið til allt það besta sem til var. Það ríkti mikil gleði á Austurgötu 27 það kvöld. Fríða var sérstæð persóna, eftir því tóku fleiri en.þekktu hana. Fyrir nokkrum vikum var ég spurð, hvaða kona það hafi verið sem kom með rútunni í gamla daga og labbaði niður að Arnkötlustöðum, með mikið jarpt hár eins og hún, ég sé fyrir mér málverkið af henni ungri, þar sem jarpa hárið hennar flæðir yfir allt bakið og niður í mitti, hún lítur um öxl ogglettnin í augnum er augljós. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég að sjúkrabeði hennar, þá gat hún flutt fyrir mig heilt kvæði sem hún hafði kennt mér fyrir löngu en mig vantaði hluta úr. Hún kunni svo mikið af kvæðum og gátum og gat flutt þau svo unun var á að hlýða. Svona var Fríða, glettnin var enn í augnkrókunum, en líkaminn var út- brunninn. Ég get ekki annað en fagnað því að hún skuli vera laus úr viðjum sjúk- dómanna. Ég bið Drottinn, föður lífs- ins, að blessa hana á nýjum leiðum. Sella MálfríðurS. Gísla- dóttir - Minning Fædd 30. september Dáin lO.júní 1986 Ljúfar minningar streyma fram í hugann við andlát Fríðu. Frá því ég var pínulítil var ég sannfærð um að hún væri skemmtilegasta kona undir sólunni og var afskaplega stolt af því að þeklq'a hana. Hún kom ung sem kaupakona til afa og ömmu að Arnkötlustöðum. Þar blandaðist engum hugur um lyndiseinkunn Fríðu, glaðværð hennar hreif allt heimilisfólkið. Fríða var tvígift og eignaðist 4 syni. Ég þekkti einungis seinni mann > hennar, Benedikt, og syni þeirra Jósep og Þórð. Þeir kunnu margar gátur og galdra sem við fengum aldrei leið á og áttu auk þess ritvél sem ekki var ónýtt að fá að pikka á. Þegar ég átti afmæli biðu skóla- systur mínar spenntar eftir að sjá þessa Fríðu og rak í rogastans þegar vinkonana loks birtist — því hún var nógu gömul til að vera amma mín. En kát og hress að vanda var hún fljót að vinna hug og hjörtu hinna krakkanna. Hún kunni alls kyns gátur, vísur og leiki og var óþreytandi við að halda uppi lífi og fjöri tímum saman. Á þessum árum píndi maður í sig svörtu kaffi tii að fá að vita allt um framtíðina hjá Fríðu. Hún spáði í bolla, spil og lófa og spreytti sig auk þess á huglestri við mikla kátínu okkar krakkanna. Við hugsuðum okkur þá gjaman eitthvert dýr sem hún reyndi að finna út. Svo horfðumst við í augu grámyglur tvær, þangað til annar hvor aðilinn sprakk úr hlátri, oftast Fríða sjálf. Stundum dansaði hún fyrir okkur Charleston af mikilli innlifun og missti við það einu sinni af sér gleraugun í gólfið, óskemmd, — þá held ég að við höfum komist næst því að deyja úr hlátri. Þegar ég var 6—7 ára fékk ég að dvelja vikutíma hjá Fríðu og Bensa á Austurgötu 27, Sú dvöl líður mér seint úr minni. Þau báru mig á höndum sér allan tímann. Við fórum í bíó, á hlutaveltu og í margar heimsóknir. Bensi lagði svo hart að sér að skemmta mér, að hann stal stundum alveg senunni. Skúffurnar og skálamar hennar Fríðu vom fullar af forvitnilegum hlutum sem maður mátti handíjatla að vild. Það gekk alveg yfir pabba þegar hann kom að sækja mig, þar sem ég sat og hámaði í mig niður- soðna ávexti með ijóma. Ég leit ekki við þeim heima af því mér fundust þeir vondir — en þeir vom góðir hjá Fríðu. Að leiðarlokum finnum við best hvað ástvinir hafa gefið okkur. Líf Fríðu var þrátt fyrir glaðværðina enginn dans á rósum. Hún háði langa og stranga baráttu við mikil veikindi megnið af ævi sinni. En hún missti samt aldrei móðinn eða glettnisglampann úr augunum, hversu hart sem hún var leikin. Hanna systir gat ekki verið við útför Fríðu, en við þökkum henni í sam- einingu fyrir allt og allt. Við vottum íjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Málfríð- ar Gísladóttur. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir Eitt hlýjubros eitt ástúðleikans orð eitt ylríkt handtak stundum meira vegur en pyngja full og borin krás á borð og bikar veiga dýr og glæsilegur. (G.G.) Löngu liðinn tíma vil ég þakka fyrir. Alpa og nýttgrœnmeti kalla f ram sólskinió smjörlíki hf. Þverholti 17, sími 26300 400gr 4 BRAUO O ■A PÖMKmH I U Alpa-alltofgott til aÓ nota bara ó Brauðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.