Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
fram til þess að hann hætti bakstri.
Guðjón starfaði mikið að bæjar-
og félagsmálum á Sauðárkróki, var
lengi bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og lék með leikfélaginu í
íjölda ára. Þótt hann gegndi ekki
trúnaðarstöðum fyrir Landssam-
band bakarameistara af þessum
sökum, var Guðjón virtur og vel
metinn félagi þar, sem og annars
staðar þar sem hann starfaði.
Minnumst við hans sem félagslynds
og glaðværs félaga, sem ávallt var
hrókur alls fagnaðar á fundum og
skemmtunum.
Um leið og við kveðjum félaga
okkar að loknum farsælum starfs-
degi, vottum við aðstandendum
hans samúð okkar.
Haraldur Friðriksson,
bakarameistari
Það er ætíð erfitt að sjá á eftir
góðum vini. Okkur setur hljóð og
sár og djúpur söknuður fyllir hug-
ann.
Guíjón Sigurðsson fæddist á
Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Hann
var sonur sæmdarhjónanna Guð-
bjargar Sigmundsdóttur og Sigurðar
Sveinssonar sem þar bjuggu þá.
Mér standa gömlu hjónin lifandi
fyrir hugskotssjónum. Guðbjörg var
óvenju mikil eljumanneskja, féll
aldrei verk úr hendi og kappsemi
hennar og ákafa við brugðið. Skap-
ferli hennar var slíkt að þeir sem
minna máttu sín, böm og málleys-
ingjar, hændust að henni. Sigurður
var afar geðprúður maður. Hann
sagði hnyttilega frá, var langminn-
ugur og gæddur óbrigðulu skop-
skyni. Sem bam og unglingur kom
ég oft í litla húsið þeirra undir
Nöfunum. Ég man vel kandísmolana
sem Guðbjörg stakk upp í mig þó
að ég muni enn betur hlýjuna og
notalegheitin sem þau sýndu mér
og öðrum sem þar komu.
Guðjón Sigurðsson erfði bestu
eiginleika foreldra sinna. Fram undir
tvítugt stundaði hann ýmis störf til
sjávar og sveita. Hann fluttist til
Sauðárkróks og hóf nám í bakaraiðn
1927 og átti þar heima til dauða-
dags. Til Kaupmannahafnar hélt
hann 1930 til að fullnuma sig í
iðninni og tók sveinspróf þar 1931.
Þegar þar var komið sögu fékk hann
bréf að heiman þar sem honum var
tjáð að Snæbjöm Sigurgeirsson
meistari hans væri fársjúkur og
hann beðinn að hraða ferð sinni
heim til starfa í bakaríinu. Snæbjöm
lést 1932. Þá tók Guðjón við rekstri
Sauðárkróksbakarís í samvinnu við
ekkjuna, Ólínu Bjömsdóttur. Þegar
frá leið felldu þau hugi saman og
gengu í hjónaband nokkrum árum
síðar. Þeim varð þriggja-bama auðið
og ólu upp fimm böm úr fyrra hjóna-
bandi Ólínu.
Þegar Guðjón Sigurðsson kom
heim frá Kaupmannahöfn vom erfíð
skilyrði fyrir rekstur fyrirtækja á
íslandi, heimskreppan í algleymingi,
atvinnuleysi við sjávarsíðuna og
margir bændur skuldum vafðir. Þó
að Sauðárkróksbakarí stæði á göml-
um merg og væri gróið fyrirtæki
þurfti samt að bíta á jaxlinn og herða
róðurinn. Þau Ólína og Guðjón sneru
bökum saman um reksturinn — og
sigur vannst. Bakaríið ráku þau síð-
an saman, og Guðjón einn eftir lát
Ólínu, í rúma hálfa öld. Þegar ég
hugleiði það sem þama gerðist finnst
mér að það hafi veirð mikil gæfa
fyrir þau hjón basði, fjölskyldu þeirra
og heimili og raunar Sauðárkróks-
búa alla, að svo vel tókst til.
Öll bemskuár mín átti ég heima
í næsta nágrenni við gamla bakaríið.
Ósjaldan var brauðbita vikið að
okkur krökkunum þegar við vomm
að leik þar við húsið.
Árið 1947, þegar ég var 14 ára,
hóf ég að vinna í bakaríinu hjá
Guðjóni en það hafði þá verið flutt
suður í Krók. lfyrsti dagurinn þar
er mér minnisstæður. Guðjón var
að skera tvíbökur og ég var látinn
raða þeim á plötur. Ég gerði þetta
með annarri hendinni. Þegar Guðjón
veitti því athygli brást hann snöggt
við og sagði: „Hér notum við báðar
hendurnar í vinnunni!" og sýndi mér
réttu handtökin. Þessi áminning
Guðjóns hefur orðið mér gott vega-
nesti. í bakaríinu komst enginn upp
með að slóra. Þar lærðu menn að
vinna. Guðjón var sjálfur afburða
duglegur, nánast hamhleypa til
verka. Árið 1949 hóf ég nám hjá
honum og lauk því 1953. Meistari
minn var ákaflega fær í sinni grein,
fylgdist vel með öllum nýjungum og
var gott að leita ráða hjá honum
alveg fram á síðustu ár. Allan náms-
tímann var ég í fæði hjá þeim hjón-
um og kynntist því vel heimilishátt-
um og heimilisbrag. Þar var mikill
rausnargarður. Kynni mín af fjöl-
skyldunni og heimilinu höfðu djúp
áhrif á mig og hafa trúlega mótað
lífsviðhorf mín og lífsstefnu mörgum
öðru fremur.
Af mörgu er að taka ef minnast
skal einhverra þeirra starfa sem
Guðjón vann fyrir samborgara sína
utan daglegs vinnutíma í bakaríinu.
Hann var mikill félagsmálamaður.
Guðjón Sigurðsson sat í hrepps-
nefnd 1946—1947 og síðan í bæjar-
stjóm samfleytt til 1974 og var
forseti bæjarstjómar um árabil.
Hann var einn af aðalhvatamönnum
að stofnun Hitaveitu Sauðárkróks
en hún hefur öðmm fyrirtækjum
fremur stuðlað að vexti og viðgangi
bæjarins.
Guðjón var mjög einlægur sjálf-
stæðismaður. Þegar ég lít til baka
finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn
í bakariinu á Króknum hafi verið
með nokkuð öðmm brag en annars
staðar þar sem ég þekki til. Þar var
engin hálfvelgja og hlutimir sagðir
umbúðalaust.
Guðjón var einn af stofnendum
Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks
og fyrsti formaður þess. Hann bar
hag þess félags mjög fyrir bijósti.
Guðjón var einnig stofnandi Rót-
arýklúbbs Sauðárkróks og vann
klúbbnum allt til dauðadags.
Fréttaritari Morgunblaðsins var
Guðjón Sigurðsson í áratugi.
Guðjón hafði yndi af laxveiðum.
Paradís hans í þeim efnum var Laxá
í Laxárdal á Skaga. Þar naut hann
margra daga á sumri hveiju og á ég
ljúfar minningar um margar stundir
við ána með honum.
En sjálfsagt muna flestir Skag-
firðingar Guðjón best á sviði Bif-
rastar. Hann var leikari af Guðs náð
og mjög virkur í Leikfélagi Sauðár-
króks og formaður þess um árabil.
Hann var vel ritfær og hagmæltur
og samdi löngum revíur og gaman-
vísur sem hann flutti gjaman ásamt
öðrum á Sæluviku, en það nafn gaf
hann sýslufundarvikunni sem svo
var kölluð áður. Mörg mjög eftir-
minnileg hlutverk lék hann en vænst,
sagði hann mér, að sér þætti um Jón
bónda í Gullna hliðinu.
Og nú þegar hann knýr í eigin
persónu á hið gullna hlið er margs
að minnast. Við urðum í áranna rás
miklir og einlægir vinir. Tæpir þír
áratugir em síðan ég flutti frá
Króknum til Akraness. Allan þann
tíma höfum við talast við í síma að
minnsta kosti hálfsmánaðarlega þótt
ekkert sérstakt tilefni væri annað
en að fregna um líðan hvor annars
og að segja og fá fréttir af heima-
slóðum. Nú verða þau samtöl ekki
fleiri. En þeirra mun ég ætíð sakna.
Og margir munu nú sakna vinar í
stað. Ég þekki engan sem þótti jafn-
vænt um Sauðárkrók og Guðjón,
engan sem var sannari Króksari og
engan sem var tryggari félagi.
Við hjónin og böm okkar sendum
ástvinum Guðjóns Sigurðssonar
hugheilar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að geyma góðan dreng.
Hörður Pálsson
í dag verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju Guðjón Sigurðs-
son bakarameistari, sem andaðist í
sjúkrahúsi Skagfirðinga hér á Sauð-
árkróki aðfaranótt hins 16. júní sl.
á 78. aldursári.
Að Guðjóni Sigurðssyni gengnum
er kvaddur sá maður sem lengst
hefur verið bæjarfulltrúi á Sauðár-
króki. Hann var fyrst kosinn í
hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps
vorið 1946 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Árið 1947 fékk Sauðárkrókur kaup-
staðarréttindi og það ár var fyrsta
bæjarstjómin kosin og Guðjón Sig-
urðsson varð þá í hópi fyrstu bæjar-
fulltrúa. Hann sat síðan óslitið í
bæjarstjórn til ársins 1974, að hann
gaf ekki lengur kost á sér til endur-
lqors. Sem fyrr segir hefur enginn
verið lengur bæjarfulltrúi hér en
Guðjón eða í 7 kjörtímabil. Hann var
forseti bæjarstjómar tvö kjörtímabil,
frá hausti 1958 til vors 1966, en
þann tíma hafði Sjálfstæðisflokkur-
inn, undir forystu Guðjóns, hreinan
meirihluta í bæjarstjóm. Það má
því segja að saga Guðjóns Sigurðs-
sonar og saga Sauðárkróks séu
samtvinnaðar á 28 ára tímabili. Á
þessum ámm urðu miklar sviptingar
í bæjarlífinu hér á staðnum, þegar
sveitarfélagið var að rífa sig úr deyfð
millistríðsáranna og verða eitt af líf-
vænlegustu bæjarfélögum lands-
byggðarinnar. Þar lagði Guðjón sig
allan fram og átti sinn stóra þátt í
þeirri ánægjulegu uppbyggingu sem
hér varð á þessurn ámm. Eg sé ekki
ástæðu til að tíunda hér einstök mál
sem ég veit að vom honum sérstak-
lega hugleikin, utan eitt, sem ég
veit að hann taldi mesta heillaspor
bæjarstjómar, en það var stofnun
og rekstur Hitaveitu Sauðárkróks á
ámnum í kringum 1950. Í heita
vatninu sá Guðjón ömgga framtíð
þessa staðar. Hann átti sæti í hita-
veitunefnd um árabil og um störf
sín í hennar þágu á vegum bæjarins
hygg ég að honum hafi þótt einna
vænst um.
Kona Guðjóns var Ólína Bjöms-
dóttir, en hún lést haustið 1980 og
varð Guðjóni mikill harmdauði enda
vom þau hjón mjög samrýnd.
Guðjón gegndi ótal trúnaðarstörf-
um fyrir flest áhugafélög í bænum
áratugum saman. Hann var og heið-
ursfélagi þeirra margra. Þá gegndi
hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn hér á Sauðár-
króki.
Nú að leiðarlokum leyfi ég mér
fyrir hönd bæjarstjómar Sauðár-
króks að þakka Guðjóni Sigurðssyni
langa og dygga þjónustu í þágu
Sauðárkróksbæjar. Slík störf verða
aldrei fullþökkuð og aldrei metin sem
skyldi, en sagan mun halda þeim á
lofti.
Sjálfur þakka ég þeim hjónum,
Guðjóni og Ólínu, ótal ánægjustundir
í gegnum árin.
Bömum þeirra hjóna, bamaböm-
um og öllum aðstandendum em
sendar hlýjar samúðarkveðjur.
Þorbjörn Árnason
forseti bæjarstjórnar
Sauðárkróks.
í dag, fimmtudaginn 26. júní,
verður jarðsettur frá Sauðárkróks-
kirkju Guðjón Sigurðsson bakara-
meistari, en hann lést á 78. aldursári
í sjúkrahúsinu aðfaranótt þess 16.
júní sl. eftir erfiða sjúkralegu.
Með Guðjóni Sigurðssyni er geng-
inn einn af eldhugum Sjálfstæðis-
flokksins af gamla skólanum. Einn
þeirra fjöldamörgu manna og
kvenna sem settu sjálfstæðisstefn-
una í öndvegi og trúðu á einstakling-
inn og allt gott sem í honum býr.
Einn þeirra sem vissu að framtíð
okkar byggist á því að framtak
einstaklingsins fái að njóta sín, þar
sem því verður við komið og um
leið, að þeir sem aflögufærir em
hjálpi þeim sem hallloka fara í lífs-
baráttunni af einhverjum ástæðum.
Guðjón Sigurðsson var óvenju-
lega mikill félagsmálamaður og
óhætt að segja að hann hafi verið
þátttakandi í allri félagslegri upp-
byggingu á Sauðárkróki allt frá
því hann settist hér að um 1930.
Hann átti sæti í síðustu hreppsnefnd
Sauðárkrókshrepps fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, sem kosin var 1946, og
síðan í fyrstu bæjarstjóm Sauðár-
króks 1947 og síðan samfleytt
bæjarfulltrúi flokksins til 1974, að
hann gaf ekki lengur kost á sér.
Hann var forseti bæjarstjómar frá
1958 til 1966, en þann tíma hafði
Sjálfstæðisflokkurinn undir hans
forystu hreinan meirihluta í bæjar-
stjóm Sauðárkróks.
Guðjón var, sem að líkum lætur,
43
aðaldriffjöðurin í öllu starfi Sjálf-
stæðisflokksins hér á staðnum ára-
tugum saman. Naut hann í því
starfi sínu, eins og í flestu er hann
tók sér fyrir hendur, frábærs stuðn-
ings og trausts ágætrar eiginkonu
sinnar, Ólínu heitinnar Bjömsdótt-
ur, sem stóð við bakið á manni sín-
um alla tíð af elju og dugnaði og .
var enda um langt skeið formaður
sjálfstæðiskvennafélagsins. Ólínu
missti Guðjón haustið 1980, en þá
var hún á sama aldri og hann var
nú. Lát hennar varð Guðjóni mikill
harmur.
Sjálfstæðisfélögin hér á Sauðár-
króki eiga þeim hjónum mikið að
þakka fyrir allt það óeigingjama
starf, sem þau bæði unnu flokknum
í heilan mannsaldur, og hann sem
bæjarfulltrúi fiokksins í 28 ár. T.d.
má nefna, að áratugum saman var
kosningaskrifstofa flokksins bæði
fyrir sveitarstjórnarkosningar og
Álþingiskosningar í bakaríinu og
Guðjón í raun kosningastjóri. Þá
sátu þau bæði marga landsfundi
Sjálfstæðisflokksins og Guðjón
gegndi auk þessa flestum trúnaðar-
störfum fyrir flokkinn hér í kjör-
dæminu sem um er að ræða. Það
er því mikið skarð höggvið í raðir
okkar sjálfstæðismanna hér á Sauð-
árkróki að _þeim hjónum báðum,
Guðjóni og Olínu, gengnum. Þeirra
mun lengi verða minnst í okkar
hópi. Saga Sauðárkróks mun halda
nöfnum þeirra á lofti löngu eftir að
félagamir em gengnir.
Óllum aðstandendum em sendar
innilegar samúðarkveðljur.
Sjálfstæðisfélag
Sauðárkróks
Sjálfstæðiskvennafélag
Sauðárkróks
FUS Vikingur
nett kona og var alla tíð vel klædd,
svo eftir var tekið.
Um skemmri eða lengri tíma
dvöldu oft ferðamenn að austan
hjá þeim hjónum, eða Qöldskyldur
í húsnæðishraki um tíma. Þau nutu
þess bæði að geta rétt einhveijum <•
hjálparhönd og ef á var minnst
kom: Blessuð góða, ekki minnast á
þetta. Garðurinn kringum húsið er
eins og annað, unnið í honum af
natni og hugað að velferð blóm-
anna, enda einu sinni verðlaunaður.
Margir em þeir sem hjá þeim hjón-
um hafa dvalið, sem nú við leiðarlok
renna þakklátum huga til þeirra
fyrir gamalt og gott. Högni veiktist
snögglega í desember 1979 og
andaðist 22. þess mánaðar. Eftir
það bjó Sigríður ein áfram í Barma-
hlíðinni, en eitthvað vantaði, senni-
lega enginn til að hugsa um. Ætli
henni hafi fundist eins og sagt er
„Hana vantaði nöldrið sitt“. Hröm-
unarsjúkdómur fór að htjá hana, <
sem ágerðist og kom svo að ein gat
hún ekki verið og fyrir tveim ámm
óskaði hún eftir því sjálf að fá inni
í Elli- og hjúkmnarheimilinu Gmnd
og fékk það. Dvaldi hún þar við
sérstaklega alúðlega umönnun
starfsfólks og aðstandenda Gmnd-
ar, sem þeim em færðar þakkir
fyrir.
Högni og Sigríður eignuðust tvö
böm. Guðrún Helga Högnadóttir
er gift undirrituðum og eigum við
þijá syni, Högna, kvæntan Lilju
Ástvaldsdóttur, fjögur böm, þijú á
lífi. Magnús, kvæntan Ingileif A.
Gunnarsdóttur, eitt bam. Einar,
kvæntan Björgu Bragadóttur, tvö
böm. Eyjólfur Högnason er kvænt- -
ur Kristjönu Heiðdal, eiga þau þijú
böm. Jóhanna Sjgríður, var gift,
skilin, eitt bam. Ásta, gift Þorgeir,
Ástvaldssyni, þijú böm. Högni,
ógiftur, bamlaus. Ég hef verið
margorður í þessari grein, ég hef
þá afsökun að eftir 36 ár sem
tengdasonur þeirra hjóna hef ég
fyrir mikið að þakka og ekki síður
fýrir bömin mín, tengdaböm og
bamabörn, fyrir alla þá hjálp, góð-
vild og gleði, sem þau hafa veitt
mér og mínum. Það var mikil inn-
eign og þó ég hafi reynt á meðan
færi var, þá er halli frá minni hlið
við það uppgjör. Dánardagur Sig-
ríðar var einnig afmælisdagur
Högna. Það má jafnvel halda það,
að hann hafi sótt hana. Nú væri
nóg komið.
Drottinn gefðu dánum ró, hinum
líkn sem lifa.
Valur Magnússon
Sigríður Einars-
dóttir - Minning
Fædd 28. september 1907
Dáin 19.júní 1986
Sigríður Einarsdóttir fæddist á
Holtahólum á Mýmm, A-Skafta-
fellssýslu og var því á 79. aldursári
erhún lést 19. júní sl.
Á Holtahólum er víðáttufagurt
mjög eins og reyndar víðar í Skafta-
fellssýslum. Þar em sandar, fyöll,
fljót og jöklar, tignarleg fegurð.
Ekki er langt síðan bæir þar í sýslu
vom taldir einangraðir og afskekkt-
ir. Gerði það óbrúaðar ár, erfið
vatnasvæði, engin höfn, svo til
algert sambandsleysi, óalgengt að
utanaðkomandi fólk væri á ferð án
þess að erindi væri brýnt. Frá
Holtahólum þurfti að sækja alla
leið í Papós, en þar var höfn og
verslunaraðstaða, yfir allskonar
ófæmr, sanda og heiðar til aðdrátt-
ar fyrir heimilið og tóku slíkar
ferðir daga með vosbúð og erfiði
sem lestarferðum fylgdi á þeim
slóðum. Heimilið á Holtahólum
þurfti mikils við. Einar Sigurðsson
bóndi, fæddur 7. júní 1857, dáinn
7. nóvember 1945, og kona hans,
Guðrún Eiríksdóttir fædd 8. ágúst
1864, dáin 31. maí 1927, eignuðust
fimmtán börn, þijú dóu strax, tólf
komust upp, mikið myndarfólk,
dreifðust um landið, urðu flest
langlíf, giftust öll og em afkomend-
ur þeirra orðnir nokkur hundmð.
Af þessum stóra og myndarlega
systkinahóp, er nú í dag einn bróð-
ir, Ásgeir Éinarsson, fyrmrn starfs-
maður Reykjavíkurborgar, á lífi 80
ára gamall. Allt þetta fólk hafði
alveg sérstaklega fágaða framkomu
og við fyrstu kynni afar sérstakar
áherslur á íslenskt mál, sem má
heyra víða í Skaftafellssýslsum. Ef
þau hittust nokkur saman, þá var
oft unun á að hlýða orðaskipti
þeirra, þá blandaðist saman einlæg
kæti, sem þau áttu flest sameigin-
lega, jafnvel galsi, ásamt áherslum
í orðum og setningum og þó um-
fram allt hin ljúfmannlega og góða
framkoma við alla. Hvort heldur
var, að lítil jörð gat ekki framfleytt
jafn stórri fjölskyldu, eða löngun
til meiri fjölbreytni í sambandi við
menntun, vinnu eða tækifæri,
brugðu hjónin í Holtahólum búi
1911, létu jörð í hendur syni sínum,
Ólafi, og fluttust vestur til Reykja-
víkur, ásamt sex bama sinna. Fjög-
ur voru eftir fyrir austan, ýmist
gift eða ráðin í aðra vinnu. Á meðan
húsnæðis var leitað og svipast um
eftir vinnu bjó fólk það allt hjá
Sigríði og Guðjóni Helgasyni, bónda
í Laxnesi á meðan, en hann var vel
kunnur vegavinnuverkstjóri austur
þar, og hafði hann nokkru áður
tekið tvo syni þeirra Holtahólahjóna
með sér og voru þeir í Laxnesi þegar
hópurinn kom. Mikil vinátta hefur
ávallt verið síðan milli Holtahóla-
fólks og Laxnesfólks, tvö börn voru
skírð Sigríður og Guðjón í höfuðið
á þeim hjónum. Systkinin sem hing-
að fluttust ílentust hér í Reykjavík,
stofnuðu heimili og komu sér alls-
staðar vel. Sigríður, yngst þeirra
systkina, giftist Högna Eyjólfssyni,
rafvirkja og síðar símaverkstjóra
6. júní 1930. Bjuggu ungu hjónin
fyrst á ýmsum stöðum, en komu
sér upp eigin íbúð í Barmahlíð 25.
Áður höfðu þau fengið erfðafestu-
land í Fossvogi og byggðu þar góð-
an sumarbústað, sem dvalið var í
frá því snemma vors og fram á
haust. í Barmahlíðinni bjuggu þau
frá 1946 við myndarskap. Sigríður
var alla tíð húsmóðir, mikil húsmóð-
ir. Ef eitthvað bjátaði á gátu börnin
gengið að því vísu, að mamma var
á sínum stað, ef gesti bar að garði,
gat hún úr litlu hráefni gert veislu-
kost á stuttum tíma og hún naut
þess að fá gesti. Sigríður var lagleg
kona með vel lagaða andlitsdrætti,