Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 44

Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 fclk í fréttum I segir Anatoli Shcharansky Um leið og við þökkum ykkur fyrir komuna, þann heiður sem í heimsókn ykkar felst — verðum við að lýsa því yfir, að því miður er okkur ómögulegt að taka á móti ykkur nú eins og er. Vinsamlegast takið tillit til okkar með því að banka ekki á hurðina eða hringja bjöllunni." Áletrun þessa er að finna á úti- dyrahurð einni í Jerúsalem. Þessi bljúga bón er líka meira en skiljan- leg, þar eð íbúar umræddrar íbúðar eru engin önnur en hjónin Avital og Anatoli Shcharansky. Þau gengu í hjónaband í Moskvu 1974. Fjórum árum síðar sóttu þau um leyfi til að flytjast til ísrael. Henni var gefíð grænt Ijós, en honum hinsvegar stungið í fangelsi. Síðan hefur Avital háð harða baráttu fyrir frels- un manns síns — baráttu, sem hefur loksins skilað árangri, því Anatoli er nú kominn til Israels til konu sinnar, sem hann hafði ekki séð í ein 8 ár. „Þetta er enn svo óraunverulegt fyrir mér," segir Anatoli. „Og þó svo ég viti að nú sé ég fijáls er ýmislegt sem ég á eftir að venjast hér. Til dæmis varð ég að ganga með sólgleraugu fyrstu dagana. Venjulegt dagsljós hafði ég ekki séð árum saman og fékk því ofbirtu í augun af því. En þó svo þetta sé liðið hjá þá stend ég mig enn að því að teygja mig í blað og penna ætli ég að segja eitthvað merkilegt, þó svo ég sé einn með Avital, af ótta við hleranir KGB. — Þetta er eitt dæmið um hin ósjálfráðu við- brögð. Annars held ég að ég sé í ótrúlega góðu formi, miðað við það sem á undan er gengið. Það eina, sem htjáir mig nú er að hjartað er ekki orðið nógu sterkt til að ég geti farið í langar gönguferðir, en Sjaldan fellur eplið ... John Rubenstein, sonur hins heimsfræga píanóleikara Arthur Rubenstein, hefur nú þegar getið sér gott orð sem mikill músíkant. Hefur hann samið nokkur tón- verk og ber gagnrýnendum víst saman um að drengurinn hafi auðheyranlega erft þá snilligáfu föður síns. — En ekki fullnægja píanóleikurinn og tónsmíðam- ar sköpunarþrá sonarins, heldur hefur hann nú einnig lagt út á leiklistarbraut- ina, sem hann segir æði spennandi þó svo hún sé hál. Hvað svo sem verður ofan á í framtíðinni, tónlistin eða Thalía, þá er eitt víst að trúlega hefði faðirinn verið æði stoltur af syni sínum hefði hann lifað. John Rubenstein við píanóið. Anatole við eldhússtörf í íbúð sinni i Jerúsalem. það stendur nú allt til bóta. Nú nýt ég þess bara að borða grænmeti og ávexti í ómældu magni — og t.d. smakkaði ég pizzu í fyrsta sinn nú um daginn. Ástæðan fyrir því hvað ég nýt þess að næra mig er sú að undanfarin ár hef ég meira eða minna verið í hungurverkföll- um, milli þess sem ég hef pínt ofan í mig fangelsismatinn, sem er með öllu óætur. Lengsta hungurverk- fallið stóð í 110 daga og var það mótmælaaðgerð af minni hálfu, eftir að yfirvöld höfðu bannað allar mínar bréfasendingar til Avital. Svo það gefur auga leið að eftir að hafa eytt samtals 403 dögum í einangrun — algerlega tómum klefa án rúms eða dýnu — voru viðbrigðin dálítið yfírgengileg þegar mér var daginn fyrir frelsunina komið fyrir í húsi einu í Austur-Berlín, þar sem var sjónvarp, sími og stórt og mjúkt rúm. — Þó gat ég ekkert sofið þá nótt fyrir eftirvæntingu, ég gat ekki beðið eftir að hitta Avital," segir hann. „Við hittumst á flugvellinum í Frankfurt og flugum saman til Ben Gurion-flugvallarins. Skömmu eftir komuna þangað var mér tilkynnt að forseti Bandaríkjanna væri í sím- anum og vildi gjaman fá að segja við mig nokkur orð. Eftir það samtal hef ég oft verið að því spurður hvemig mér hafí fundist að koma beint úr fangelsinu, taka upp tólið og sgjalla við Ronald Reagan sjálfan. Eg vona hinsvegar að Reagan móðgist ekki þó ég segi bara alveg eins og er — að einmitt þá stundina hefði ég miklu frekar viljað fá frið til að sitja bara tímun- um saman og horfa á þessa yndis- legu konu, sem ég hef saknað svo sárt öll þessi ár.“ Aðspurður kvað Shcharansky Avital vissulega hafa breyst töluvert á þessum langa tíma. „T.d. minnist ég þess að í búðkaupsferð, einum tólf árum eftir sjálfa hjónavigsluna i Moskvu. Ógleymanlegir endurfundir. Anatole og Avital Shcharansky. meðan við bjuggum í Rússlandi hafði hún ekki minnsta áhuga á stjómmálum og hundleiddist henni þegar þau mál bar á góma. Nú virðist hún hinsvegar þekkja annan hvem áhrifamann veraldar, enda haft mikið samband við þá vegna baráttunnar fyrir frelsun minni." — En hvað er þá framundan hjá þeim hjónum, það er að segja þegar þessi síðbúna brúðkaupsferð er á enda? „Ég mun beita mér fyrir öllum mögulegum mannréttindamálum í framtíðinni, en beina athyglinni þó sér í lagi að vandamálum gyðinga og þeim ofsóknum, sem þeir sæta í Sovétríkjunum. Þau eru líka ófá gyðingasamtökin, sem leitað hafa til mín eftir hjálp. Um leið og ég er búinn að átta mig á stöðu minni og stefnu þá mun ég heíjast handa. Eins og er líður mér eins og strengjabrúðu sem togað er í úr öllum áttum. Sennilega hef ég alls ekki verið undir alla þessa skyndi- legu athygli búinn, þrátt fyrir að búið hefði verið að vara mig við.“ „Ég þarf aðeins að fá að átta mig“ Sally Burton: Hamingjan staldraði stuttvið Hjónin Sally og Richard Burton. „Það eitt að verða ástfangin, var áfall fyrir mig,“ segir Sally. egar minnst er á kvennamál hins látna leikara Richard Burton, kemur flestum fyrst í hug nafn leikkonunnar Elizabeth Taylor, enda voru öll þeirra samskipti hin skrautlegustu. Fjölmiðlar um allan heim fylgd- ust grannt með einkalífi þeirra turtildúfna og gerðu sér mikinn mat úr því rómantíska en rugl- ingslega sambandi. En í lífi Burtons voru fleiri konur, þar á meðal Sally, síðasta eiginkona hans. „Ég hitti Richard fyrst 34 ára gömul, giftist honum ári síðar og varð ekkja 36 ára að aldri." — Þannig lýsir Sally kynnum sínum af leikaranum. Þrátt fyrir þá stað- reynd að þau Sally og Burton hafí verið eins ólík og dagur og nótt áttu þau saman tvö hamingjurík ár. „Það var í rauninni algjör tilviljun að við skyldum fara að rugla saman reitum okkar,“ segir hún. „Við urðum bara á vegi hvors annars á réttum stað og réttum tíma. Burton var niðurbrotinn maður er við kynntumst fyrst. Líf hans var líkast kerti, sem logs.r í báða enda. Áfeng- ið hafði lagt heilsu hans í rúst, hann var þunglyndur og lífsleiður." — En þá hitti hann konu, sem var öðruvísi en allar þær konur sem hann hafði áður kynnst. Sally var fómfús, umbuðarlynd og hógvær — nokkuð, sem ekki beint háir stjöm- unum í Hollywood. „Áður en ég kynntist Richard, hélt ég að ég myndi aldrei gifta mig,“ segir Sally og bætir við: „Ég er einfaldlega ekki sú „týpa“, sem verður auðveld- lega ástfangin — eða menn af mér. En þetta tilfelli var einstakt. Ég heillaðist algerlega af manninum og hann af mér. Og áður en við vissum af höfðum við bæði ger- breytt lífsstíl okkar — vorum heima öll kvöld, bjuggum til góðan mat og nutum þess bara að vera saman, fjarri öllum þeim skarkala, sem annars fylgir frægu fólki. Þær stundir em mér ógleymanlegar, þegar við sátuni kannske tímunum saman og bara þögðum, en leið samt svo afskaplega vel. Þetta er nokkuð, sem ég mun aldrei upplifa aftur.“ Sally Burton viðurkennir að hún eigi erfítt með að segja skilið við fortíðina, takast á við nútímann. Síðan Richard dó hefur hún þó reynt að dreifa huganum með því að ferðast mikið. „Mér hættir svo til að lifa bara í minningunni," segir hún. „Það eitt að verða ástfanginn var að vissu leyti áfall fyrir mig — áfall, sem ég var varla búin að jafna mig á, áður en ég missti svo mann- inn, sem ég elskaði. — En, þrátt fyrir allt þá var öll þessi hamingja vel þess virði, þó svo hún hafí staldr- að heldur stutt við.“ V* Stoltir foreldrar Tónlistarsnillingurinn Billy Joel og kona hans Christie Brin- kley, fyrirsæta, éignuðust dóttur ekki alls fyrir löngu. Sögur herma að foreldramir, sem báðir þekkja af eigin raun kosti og galla frægð- arinnar, séu ákveðnir í að verja bam sitt með kjafti og klóm fyrir ágengum ljósmyndurum og öðm fjölmiðlafólki. Þau segja það ekki á lítið bam leggjandi að standa í þessari eldlínu. Eins og gefur að skilja una að- dáendur þeirra hjóna þessu misvel, vilja fá að fylgjast betur með öllu því sem fjölskylduna snertir. Svona í sárabætur mættu þau hjónin því með mynd af prinsessu sinni í „Rock and Roll Hall of Fame“, þar sem þau vom viðstödd heiðursverð- launaafhendingu til handa söngvar- anum Ray Charles. Við þetta tæki-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.