Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 Margt ljós- ara eftir þessa lotu — segir Halldór As- grímsson um viðræð- urnar í Bandaríkjunum Washington. Frá Jóni Ásgeirí Sigurðssyni fréttarítara Morgunbladsins í Bandaríkjunum. „ÞAÐ ER náttúrulega ekkert launungarmál að Bandaríkja- mönnum finnst þeir of margir hvalimir sem íslendingar hyggj- ast veiða. Þeir vilja helst að það sé ekki nokkur hvalur veiddur," sagði Halldór Ásgrimsson sjávar- útvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í Washington í gærkvöldi. „Okkur greinir enn á í ýmsum atriðum og var nánar rætt um þau í morgun. Síðan talaði ég við dr. Calio í síma og við ákváðum að vera áfram í sambandi um þessi mál í gegnum sendiráðið í Was- hington". „Samkvæmt Alþjóðahvalveiði- sáttmálanum ber okkur skylda til þess að nýta þá hvali sem veiðast. Við höfum lagt áherslu á að það sem skipti okkur öllu máli séu árangur og niðurstöður vísinda- rannsóknanna, en ekki fjöldi dýranna. Samningurinn við Hval hf. er til fjögurra ára en verður endurskoðaður árlega." — Sem sagt veiða færri hvali? „Ég vil ekkert segja um það. Við leggjum áherslu á vísindarannsókn- imar og það getur að sjálfsögðu ýmislegt breyst á þessu tímabili." — Verður hvalkjöt selt til Jap- ans? „Hvalur hf. sér um sölu afurð- anna. En það halda áfram þreifing- ar í málinu og ég endurtek að það er ekki komin nein niðurstaða, þó að margt sé ljósara eftir þessa iotu.“ ítölsk listflug- sveit flýgnr yfir Reykjavík LISTFLUGSVEIT ítalska flug- hersins er væntanleg til landsins á laugardaginn. Mun hún fljúga yfir Reykjavík um klukkan 15 ef veður leyfir og áætlun stenst. Sveitin er á leið vestur til Banda- ríkjanna. í henni eru 12 herþotur og 4 birgðavélar. Sveitin lendir á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn en heldur ferðinni áfram vestur um haf á sunnudag. Keflavík: Bærinn með málefni hrað- frystihússins til athugnnar „AFSTAÐA hefur ekki ennþá verið tekin tíl þess hvort bærinn muni styrkja Hraðfrystihús Keflavíkur með þvi að gerast hluthafi í því,“ sagði Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri í Keflavík, þegar hann var spurður um hvort ákvarðanataka í þessu máli lægi fyrir. Hann sagði að málið væri í at- hugun, endurskoðendur væru um þessar mundir að fara yfír reikninga og skjöl hraðfrystihússins og kvaðst hann búast við niðurstöðum frá þeim á næstunni. „Þetta er stórt mál sem við er að fást og því hefur verið ákveðið að skoða það mjög vandlega," sagði Vilhjálmur. Morgunblaðið/Einar Falur „Laxveiði“ við skipshlið í Hvammsvíkinni í gær. Starfsmenn Laxalóns háfa eldisseiðin upp úr kvínni. Háfurinn er framleiddur af Seglagerðinni Ægi og Iétu Norðmenn vel af notkun hans. Norsk tankskip lesta í sjóeldisstöð Laxalóns: Eldisseiði fyrir 20 milljónir króna TVÖ NORSK tankskip lesta í þessari viku laxaseiði í sjóeldis- stöð Laxalóns í Hvalfirði. í gær var unnið að þvi að ferma „Fisktrans" úr eldiskviunum í Hvammsvík. Laxalón hefur gert samning um sölu 220.000 eldisseiða á þessu sumri að verðmæti 20 milljónir króna. físka til að ganga úr skugga um að þeir hefðu náð umsamdri þyngd. „Þetta er góður fískur," sagði Sagan, „sá langbesti sem við höfum keypt á þessu ári.“ Norsk Settefisk Import kaupir seiðin og dreifír þeim til um 20 laxeldisstöðva. Seiðin hafa verið vanin við sjó í þrjár vikur fyrir afhendingu. Þau eru árs gömul. Að sögn Ólafs Skúlasonar fram- kvæmdastjóra Laxalóns fer eftirspum eftir eldisseiðum í Noregi vaxandi. Norðmenn stefna að því að auka laxeldi í sjó úr 30.000 tonnum á síðasta ári í 100.000 tonn árið 1990. Skiiyrði hér á landi eru talin mjög góð til að ala seiðin upp í þá stærð sem sjóeldisstöðvamar í Noregi óska eftir. Um 10 manns unnu við lestun úti á Hvammsvíkinni í gær. Laxalón hefur físk í 8 kvíum og þegar tankskipin hafa sótt aflann verða 2 þeirra tómar. í hinum er alinn regnbogasilungur til slátmnar í haust og vetur. „Fisktrans" lá við kvína þegar blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari komu um borð í gær. Starfsmenn eldisstöðvar- innar veiddu seiðin upp úr sjónum með stórum „háfí“ sem hífður var um borð. Þar var hann tæmdur í tank skipsins sem er 240 rúmmetrar, og nær frá brú fram í stafn. Dýralæknir í físk- sjúkdómum, Ámi Mathiesen, og Thor Sagan, fulltrúi kaupenda tóku sýni úr aflanum og vigtuðu Skipið sigldi í gærkvöldi og verður komið með „aflann“ til Noregs eftir 6-8 daga. Fisktrans er í stöðugum siglingum með lif- andi físk milli staða í Noregi og utanlands. Skipið er sextugt á þessu ári, og hefur gegnt ýmsum hlutverkum um ævina. Það var smíðað sem hvalbátur, og síðar nær eyðilagt við hertöku Noregs 1939. í stríðinu notuðu Þjóðveij- ar það við eftirlit, en eftir stríðið var skipið á síldveiðum og hét þá „Johann E.“ Því var síðan breytt í tankskip um 1962 og þá lengt upp í 43 metra. Um borð í „Fisktrans" er 6 manna áhöfn. Drukknaði í Mjóavatni MAÐUR frá Blönduósi fannst drukknaður á mánudag í Mjóa- vatni á Auðkúluheiði. Maðurinn, sem var 66 ára gam- all, fór að Mjóavatni á laugardag og ætlaði að veiða fram á sunnu- dagskvöld. Kunningi hans kom síðla kvölds á sunnudag að ná í hann, en sá þá ekkert til hans eða báts- ins, sem hann var á. Taldi hann þá að maðurinn hefði farið heim með einhveijum öðrum. Á hádegi á mánudag barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að manns- ins væri saknað og fannst hann síðdegis sama dag í vatninu. Er talið að hann hafí fallið fyrir borð og loft í vöðlum sem hann var klæddur hafí gert það að verkum að hann komst ekki upp úr vatninu. Maðurinn, sem lést var einhleyp- ur. Breiðholts- prestakall laust til umsóknar TÓLF PRESTAKÖLL hafa verið auglýst laus til umsóknar og er skilafrestur umsókna til 8. ágúst næstkomandi. Athygli vekur að Breiðholts- prestakall er meðal þeirra pre- stakalla sem auglýst hafa verið að þessu sinni, en sr. Lárus Halldórs- son, sóknarprestur mun láta af störfum 1. nóvember næstkomandi fyrir aldurs sakir, en hann verður þá orðinn 66 ára gamall. í samtali við blaðamann komst hann svo að orði að hann kynni illa þeirri til- hugsun að þurfa að snögghætta eftir nokkur ár og því tekið þá ákvörðun að hætta nú, eftir 41 ár f þjónustu kirkjunnar. Kvað hann nóg að gera og taldi líklegt að hann myndi hafa einhver afskipti af söfn- uðinum þrátt fyrir að hann léti formlega af störfum. Önnur prestaköll sem laus eru til umsóknar eru Húsavík, Ólafs- fjörður, Raufarhöfn, Útskálar í Kjalamesprófastsdæmi, Bíldudalur og Sauðlauksdalur í Barðastrandar- prófastsdæmi, Staður í Súganda- fírði, Bólstaðarhlíð í Húnavatns- prófastsdæmi, Hrísey, og Grenjaðarstaður og Staðarfell í Þingeyj arprófastsdæmi. „Höfum tekið mun vægar á ís- lendingum en Norðmönnum“ — segir Craig van Note talsmaður Monitor-samtakanna í viðtali við Morgnnblaðið Washington. Frá Jóni Ásgeirí Sigurðssyni fréttarítara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. „NORÐMENN hafa verið heiðarlegri í hvalveiðimálum en Islendingar," sagði Craig Van Note talsmaður Monitor- samtakanna í viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins í gær. „Eftir ákvörðun Alþjóðahval- veiðiráðsins um algjört bann við hvalveiðum frá 1985-1990, not- færðu Norðmenn sér rétt til að mótmæla þeirri ákvörðun og héldu síðan áfram veiðum. ís- lendingar svindla hinsvegar með því að segjast veiða hvali í vísindalegu skyni." “Samt sem áður höfum við tekið mun vægar á íslendingum en Norðmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því hversu gífurlega mikilvægur fískút- flutningur ykkar er. Við fengurn fískréttamatstaði til að hætta kaupum á norskum físki vegna afstöðu þeirra til hvalveiða, og hvöttum þá á sama tíma til að kaupa íslenskan fisk“. „Refsiaðgerðir gegn Norð- mönnum halda væntanlega áfram. í maí síðastliðnum sendu allir öldungadeildarþingmenn repúblikana í Alaska-, Wash- ington- og Oregon-fylki bréf til Malcolms Baldridge viðskipta- ráðherra þar sem vísað er til hvalveiða Norðmanna og skorað á ráðherrann að banna laxinn- flutning frá Noregi. Fyrir 6. ágúst nk. verður Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að taka af- stöðu til kæru Baldridge við- skiptaráðherra á hendur Norðmönnum, þar sem farið er fram á löndunarbann á nær þriðjung af innflutningi norskra sjávarafurða, vegna hvalveið- anna. Umhverfisvemdarsam- tökin gangast þess vegna fyrir blaðaskrifum, blaðaauglýsing- um og mótmælum gegn Norðmönnum nú í lok júlí. „Við höfum hlíft íslendingum hingað til,“ sagði Craig van Note, „en ef þeir halda hvalveið- um áfram grípum við til harðari aðgerða. Til dæmis eru ákvæði í lögum um refsiaðgerðir vegna milliríkjaverslunar með hvalaf- urðir. Dr. Calio, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóðahval- veiðiráðinu, sem tekur þátt í viðræðum við Halldór Ásgríms- son og félaga, lýsti því yfír við nefnd Bandaríkjaþings í ágúst 1985 að hann vildi framfylgja þessu lagaákvæði af hörku gagnvart þeim sem hyggjast selja Japönum hvalkjöt. Hann sagði einnig að samkomulag væri við Japani um að þeir keyptu ekkert hvalkjöt umfram eigin veiðikvóta. „Eg hef áreiðanlegar heimild- ir fyrir því að Japanir komi þeim boðskap á framfæri við Halldór Ásgrímsson að þeir flytji ekkert hvalkjöt inn án samþykkis Bandaríkjamanna,“ sagði Craig van Note talsmaður náttúru- vemdarsamtakanna Monitor, sem samhæfa aðgerðir fjölda annarra slíkra félaga i Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.