Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 Jórdanía: Skrifstofum PLO lokað Amman, AP. HERMENN vopnaðir vélbyssum lokuðu flestum skrifstofum PLO í Amman, höfuðborg Jórdaníu, á þriðjudag. Æðsta manni AI-Fatah-samtakanna í Amman var gert að hafa sig á brott innan tveggja sólarhringa. Á mánudag lét ríkisstjóm Jórd- aníu loka 25 skrifstofum Al-Fatah, en það eru öflugustu samtökin inn- an PLO, og er Yasser Arafat yfirmaður þeirra. Nú var ýmsum skrifstofum PLO lokað, þ. á m. skrifstofu Arafats og fréttastofu PLO. Aðalhemaðarráðgjafí Arafats, Khalil Wazir, sagði í viðtali að hon- um hefði verið skipað að hafa sig á brott innan 48 klukkustunda. Wazir hefur verið mestur áhrifa- maður PLO í Jórdaníu, eftir að vinátta Arafats og Husseins kon- ungs rofnaði í febrúar síðastliðinn. ísraelskir embættismenn fögn- uðu aðgerðum jórdanskra stjóm- valda, þar sem vera hryðjuverka- manna í Jórdaníu ógnaði öryggi ísraels. Talið er að samskipti Jórd- ana og Israela muni aukast til muna í kjölfar þessa. Dóttir Marcosar flýr til Marokkó Madríd, AP. IMEE MARCOS, elsta dóttir Marcosar, fyrrum forseta Filipps- eyja, er flúin úr föðurgarði. Að sögn spænskra embættis- manna býr hún nú í Marokkó. Þangað komst hún frá Hawaii, þar sem foreldrar hennar dveljast í útlegð, á fölsuðu vega- bréfi, sem útgefið var í Marokkó. Síðar í þessum mánuði er Hassan konungur Marokkó væntanlegur í heimsókn til Banda- rikjanna og er þess vænst að embættismenn í Washington æski þess að konungurinn veiti fjölskyldu Marcosar landvist- arleyfi í Marokkó. Spænsku heimildarmennimir vildu ekki láta uppi hvar Imee Marcos heldur til í Marokkó. Hún er 30 ára, elst dætra Marcosar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í ungliðahreyfingu flokks föður síns auk þess sem hún var varaþing- maður. Hún komst í heimsfréttimar árið 1981 þegar hún giftist Tommy Manotoc, frægum golfleikara, í Bandaríkjunum gegn vilja föður síns. Mánuði eftir brúðkaupið var eiginmanni hennar rænt og var tal- ið að skæruliðar kommúnista hefðu staðið að baki ráninu. Fjölskylda Manotocs taldi hins vegar að Marc- os forseti hefði viljað losna við tengdasoninn og fyrirskipað ránið. Her Filippseyja frelsaði Manotoc í febrúar árið 1982 og sagði hann síðar að tengdafaðir sinn hefði ekki átt neinn hlut að máli. 31 fellur í bar- dögnm ættflokka Jóhannesarborg, AP. ÆTTFLOKKAR svartra börðust í Natal-héraði í Suður-Afríku í Niðurstöður bandarískrar offitu-rannsóknar: Holdafar ræðst að lang- mestu leyti af erfðum en ekki umhverf isþáttum Chicago, AP. NIÐURSTÖÐUR rannsóknar, sem gerð var á ríflega fjögur þús- und karltvíburum í Bandaríkjunum, renna sterkum stoðum undir þá kenningu, að erfðir ráði mestu um það, hvort menn verða feitir eður ei. Rannsókn þessi kemur í kjölfar rannsóknar sömu aðila á ættleidd- um bömum í Danmörku. Niður- stöður þeirrar rannsóknar bentu til, að holdafar þeirra á fullorðins aldri hefði miklu fremur ráðist af erfðum en venjubundnu mataræði fósturflölskyldna þeirra í uppeld- inu. „Fram að þessu hefur mikill vafí ríkt um það, hvort offíta eigi fremur rætur að rekja til erfða eða umhverfísþátta," segir dr. Albert J. Stunkard, sem starfar við læknadeild Pennsylvaníuhá- skóla í Philadelphiu og stjómaði báðum rannsóknarverkefnunum. „Að niðurstöðum beggja þessara rannsókna fengnum er alveg ljóst, að erfðir skipta miklu máli að því er þetta varðar." Um 25% Bandaríkjamanna eiga við offitu að stríða. Með offítu er þar átt við, að viðkomandi séu 30% þyngri en nemur kjörþyngd þeirra. „En menn mega umfram allt ekki missa vonina eða gefast upp,“ sagði Stunkard í símavið- tali við AP. „Niðurstöðumar fela ekki í sér, að allt falli í óbreytan- legar skorður í þessu efni við getnaðinn, eins og háttað er t.d. með augn- eða hörundslit. Það, sem um er að ræða, er, að sumum hættir meira en öðrum til að þyngjast og gengur verr að létt- ast aftur. Þetta höfum við að vísu alltaf vitað, en nú er okkur ljós- ara, hvemig þetta gerist. Auk félagslegra vankanta hef- ur offíta í för með sér aukna hættu á fjölda heilsufarslegra vandamála eins og t.d. háþrýst- ingi, sykursýki, of miklu kólester- ólinnihaldi í blóði og nokkrum tegundum krabbameins. Nýja rannsóknin, sem er hin umfangsmesta á þessu sviði fyrr og síðar, náði til 1.974 eineggja tvíbura og 2.097 tvíeggja tvíbura. Borinn var saman líkamsþungi þeirra um tvítugt og við 45 ára aldur, og hófst könnunin við inn- ritun þeirra í herinn. Niðurstöð- umar birtust í bandaríska læknatímaritinu Joumal of the American Medical Association sl. föstudag. Þó að ekki væru mörg dæmi um offítu hjá tvíburunum um tvítugsaldur, reyndist fylgnin, ef offítu var til að dreifa, tvisvar sinnum meiri en hjá eineggja tvíburunum en tvíeggja tvíburun- um, að sögn vísindamannanna. Tuttugu árum seinna — þegar offítutilfellin voru fímm sinnum fleiri hjá hópnum í heild en við tvítugsaldurinn — var fylgnin hjá eineggja tvíburunum enn sem fyrr tvisvar sinnum meiri en hjá tvíeggja tvíbumnum. Hjá ein- eggja tvíbumm hafa báðir ein- staklingamir nákvæmiega sömu erfðaþætti, en tvíeggja tvíburar em ekkert skyldari að þessu Ieyti en systkini almennt. Svo virðist sem umframþungi eigi að */& hlutum rætur að rekja til erfða og hneigist til að haldast óbreyttur alla ævi, eftir að fullorð- ins aldri er náð. Rannsókn sú, sem gerð var á 540 ættleiddum bömum í Dan- mörku og áður er getið, leiddi í ljós, að matarvenjur fósturfjöl- skyldunnar höfðu „alls engin áhrif“ á holdafar bamanna síðar meir. Það réðst fyrst og fremst af vaxtarlagi kynforeldranna. gær með þeim afleiðingum að a.m.k. 31 lét lífið að sögn lög- reglu. Var hér um að ræða stríðandi ættflokka Zúlumanna, en bardagar milli þeirra hafa oft brotist út á undanfömum mánuðum og ámm. Talsmaður Desmonds Tutu bisk- ups staðfesti í gær að Tutu mundi eiga fund með P.W. Botha 21. júlí nk. til að ræða neyðarástandslögin, sem stjóm landsins setti 12. júní. Geoffrey Howe utanríkisráð- herra Bretlands sagði í viðtali við Breska útvarpið, BBC, í gær að stjómvöldum í Suður-Afríku væri ljóst að nauðsynlegt væri að hverfa frá aðskilnaðarstefnunni. Howe, sem heldur til Zambíu, Simbawbe og Mozambique síðar í vikunni í því skyni að ræða leiðir til að koma á friði í þessum heimshluta, sagði að suður-afríska stjómin hefði þegar komið á ýmsum umbótum. Howe ætlaði fara til Suður-Afríku í ferð sinni, en Botha forseti sagðist ekki hafa tíma til að ræða við hann. Howe sagði að suður-afrísk stjómvöld hefðu þó ítrekað að hann gæti komið síðar í mánuðinum til viðræðna. Faðir kjamorkuflota Bandaríkjanna allur HYMAN G. RICKOVER aðmíráll lést á þriðjudag, 86 ára að aldri. Rickover var verkfræðingur að mennt og hefur verið nefndur „faðir kjarnorkuflota Bandaríkjanna“. Rickover lést I Arlington í Virginíu-fylki. Rickover fæddist í Rússlandi hinn 27. janúar árið 1900. Hann var gyðingur og þegar hann var sex ára að aldri tóku foreldrar hans sig upp og fluttust til Bandaríkjanna. Þau settust að í Chicago, en þar starfaði faðir hans sem skraddari. Rickover gekk vel í skóla og fékk inni í sjóliðsforingjaskólan- um í Annapolis. Hann útskrifað- ist þaðan árið 1922 og var fimmti hæstur í sínum árgangi. Árið 1930 kynntist hann kaf- bátahemaði og í síðari heims- styijöldinni starfaði hann í sex mánuði við Manhattan-verkef- nið, en svo nefndist áætlun Bandaríkjaforseta um smíði fyrstu kjamorkusprengjunnar. Meðan hann vann við hana sann- færðist hann um að hægt væri að smíða kjamorkuofn, sem mætti nota til þess að knýja kaf- bát, en væri það mögulegt gæti kafbáturinn verið neðansjávar svo mánuðum skipti. Hugmyndinni var hafnað af flotayfirvöldum, þar sem talið var að ekki svaraði kostnaði að hrinda henni í framkvæmd. En síðar þegar Chester W. Nimitz var gerður að yfirmanni flotans, skipuðust veður í lofti og hug- mynd Rickovers varð að veru- leika. í framhaldi af þessu varð hann yfirmaður kjarnorkuflotans, og seinna tók hann þátt í að hanna fyrsta kjarnorkuverið, sem fram- leiddi rafmagn handa almenn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.