Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 15 Morgunblaðið/Ólafur Hjónin á Lindarbrekku, Þórdís Guðjónsdóttir og Gunnar Guðmundsson, ásamt syni og tengdadóttur, Guðmundi Val og Ragnheiði Eiðsdóttur. „Konungshjónin hefðu alveg getað verið af okkar stigum“ - segir Gunnar Guðmundsson bóndi á Lindarbrekku „Mér fannst konungshjónin ósköp venjulegt fólk í framkomu — þau hefðu þess vegna alveg getað verið af okkar stigum," sagði Gunnar Guðmundsson, hreppstjóri og ábúandi á Lindar- brekku í Berufirði, sem ásamt konu sinni, Þórdísi Guðjónsdótt- ur, syni og tengdadóttur, ALMENNA Bókafélagið hefur sent frá sér 7. bindið í ritröðinni Saga Mannkyns. Nefnist það “Ný ásýnd Evrópu“ og tekur yfir tímabilið 1500-1750. Höfundur er Kurt Ágren lektor við háskól- ann í Uppsölum en þýðandi Helgi Skúli Kjartansson Bindið fjallar um Endurreisnartí- mann sem var mikið breytinga- og byltingaskeið í sögu Evrópu bæði í Guðmundi Vali og Ragnheiði Eiðsdóttur, tók á móti Margréti Danadrottningu, manni hennar Henriki prins, Vigdísi Fihn- bogadóttur forseta íslands og 20—25 manna fylgdarliði sl. sunnudag á ferð þeirra um Aust- firði. „Sýslumaður Norður-Múlasýslu, andlegum og pólítískum efnum. Jörðin hætti að vera miðpunktur alheimsins, kaþólska kirkjan missti vald sitt í mörgum löndum og í Englandi og Hollandi tókst stjóm- arandstöðunni að efla áhrif borga- ranna sem leiddi til þess að þessi ríki ruddu brautina til iðnvæðingar og kapítalisma. Bókin er 272 blaðsíður að stærð og unninn bæði hér heima og í Belgíu. Bogi Nflsson, hringdi í mig um kl. 9.30 á sunnudagsmorgun til að boða komu þeirra og voru þau kom- in hingað að Lindarbrekku um hádegisbilið svo íyrirvarinn var heldur stuttur. Ráðgert hafði verið að borða úti, en vegna veðurs var þeirri áætlun breytt. Maður er nátt- úrlega alltaf hræddur um að standa sig ekki í stykkinu þegar komið er að óvörum, en gestimir verða þá bara að koma inn á heimilið eins og það lítur út. Það komu allir inn og borðuðu og mun hópurinn hafa stoppað hér í tvo til þijá tíma. Starfsfólk frá Hótel Snæfelli á Seyðisfirði kom rétt á undan gest- unum til að útbúa matinn, sem tókst með ágætum." Konungshjónin gáfu heimilis- fólkinu á Lindarbrekku postulíns- disk að skilnaði þar sem á er máluð mynd af þeim hjónum. Henrik prins skoðaði búið og fór m.a. í ijósið á Lindarbrekku, en kippti sér ekkert upp við fjósalykt, að sögn Gunnars enda gott loftræstikerfi þar á bæ. 7. bindið í ritröðinni Saga mannkyns komið út Aðalfundur Kísiliðjunnar hf Batnandi afkoma o g aukin fram- leiðsla í fyrra FIMMTUDAGINN 3. júlí sl. var haldinn aðalfundur Kísiliðj- unnar hf. Á aðalfundinum kom fram að framleiðslan gekk mjög vel á árinu 1985. Fram- leidd voru 29.388 tonn af fullunnum kisilgúr, sem er framleiðslumet. Afkoma Kísiliðjunnar hf. batnaði mjög á árínu 1985. Heildarvelta nam 342,2 millj. kr. og hagnaður nam 23,5 millj. kr. Góðar markaðs- aðstæður, hagstæð gengisþróun og aukin hagræðing í rekstri eru helztu ástæður bættrar afkomu. Meðalíjöldi starfsmanna fyrir- tækisins árið 1985 var 73. Stjómar- formaður fyrirtækisins er Sigurður Rúnar Ragnarsson og fram- kvæmdastjóri Róbert B. Agnarsson. í tengslum við aðalfundinn áttu forráðamenn Manville Intemational og iðnaðarráðhera viðræður um samkeppnisstöðu fyrirtækisins og um breytta tilhögun orkusöiu til fyrirtækisins. En með fyrirhuguð- um kaupum Landsvirkjunar á Jarðvarmaveitum ríkisins í Mý- vatnssveit mun Landsvirkjun yfir- taka skuldbindingar ríkisins um jarðgufusölu til Kísiliðjunnar hf. Markmiðið með þessum viðræðum er að treysta rekstrarstöðu Kísiliðj- unnar hf. og skapa langtíma rekstraröryggi að því er þessa þýð- ingarmiklu rekstrarþætti varðar. Ríkissjóður íslands á 59,82% hlutaQár í Kísiliðjunni hf., Manville Intemational á 39,82% hlutafjár og sveitarfélög á svæðinu eiga 0,36% hlutafjár í Kísiliðjunni hf. Klsiliðjan við Mývatn. Kjamadesert - meira en ábœtir! Kjarnadesert er úrvals ávaxtadesert sem unninn er úr ferskum ávöxtum og helst bragð þeirra óspillt. Þú getur valið um 3 tegundir — JARÐARBERJA, APRIKÓSU og KIRSUBERJA í hentugum 500 gr pakkningum. KJARNADESERT — eitthvað nýtt og girnilegt. Kjarnavörur Eirhöfða 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.