Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 33 Skammt fyrir innan Hesteyri við samnefndan fjörð reistu Norðmenn í lok siðustu aldar hvalveiðistöð. Þeir breyttu henni síðar í síldarbræðslustöð. Um 1927 komst stöðin i eigu Kveldúlfs og eftir að síldin hvarf um 1940 hefur stöðin grotnað niður og er nú rústir einar. Kögur og Fljótavík. 22 km og 6 klst. gangur. Úr Hornvík í Furufjörð eru 35 km og 10 klst. gangur. Dagleiðir: Ferðir milli víka eru mjög hófleg- ar að lengd og göngutíma fyrir allflesta ferðamenn. Nefna má að sé lagt upp frá Látrum í Aðalvík í Homvík má ferðin taka tvo til þijá daga. Gist er tvisvar sinnum, í Fljótavík og í Hlöðuvík, og komið á þriðja degi í Homvík. Þetta er mjög skynsamlegt fyrirkomulag og gefst þá tækifæri til að skoða sig vel um á leiðinni, t.d. ganga út á Hvestu af Tunguheiði, sem er á milli Rekavíkur bak Látur og Fljótavíkur. Hvesta er fjallið sem gengur í sjó fram milli þessara víka. Þá er ekki úr vegi að ganga á Kögur, þetta sérstaka fjall sem er norðan við Fljótavík. Þá má ganga á Hælavíkurbjarg af gönguleiðinni milli Hlöðuvíkur og Homvíkur. Sé gönguleiðin milli Aðalvíkur og Hornvíkur valin má sjá svo mik- ið af Homströndum að ferðamenn hafi ágætt yfírlit yfír þennan lands- hluta að ferð lokinni, ekki síst ef farið er á Hvestu, Kögur og Hælaví- kurbjarg. Líklegt er að þessi ferð taki alls viku og er þá tveimur dög- um varið á hvomm stað, Aðalvík og Hornvík. En nú verður flallað um þessa tvo ágætu staði. Ferðatilhögunin getur því verið á þessa leið: 1. dagur: Komið til Aðalvíkur. 2. dagur: Gengið um Aðalvík. 3. dagur: Gengið frá Aðalvík yfír í Fljótavík. 4. dagur: Gengið frá Fljótavík yfír í Hlöðuvík. 5. dagur: Gengið frá Hlöðuvík yfír í Homvík. 6. dagur: Gengið um Hornvík. 7. dagur: Brottför. Aðalvík Aðalvíkin brosir blítt við ferða- mönnum þegar siglt er inn með Fagranesinu. Skipið skilar af sér ferðamönnum við Sæból eða Látra, og er skynsamlegt að fara á land að Látram. Þar er ágæt miðstöð tveggja daga dvalar í Aðalvík. Aðalvík skiptist í þrennt, Norð- ur-Aðalvík, Miðvík og Vestur- Aðalvík. Nokkuð er um sumar- bústaði í Aðalvík og era það fyrrverandi ábúendur og afkomend- ur þeirra sem mega byggja sumar- bústaði með leyfí Náttúravemdar- ráðs, sem fer með yfírstjóm friðlandsins ásamt nefnd á vegum landeigenda. A StraumnesQalli byggðu Bandaríkjamenn á sjötta áratugn- um radarstöð, sem í raun komst aldrei almennilega í notkun, því skömmu eftir að byggingu stöðvar- innar lauk, var horfíð frá því pð nota radarstöðvar til landvama. Mannvirki á StraumnesQalli era enn uppistandandi og er það fyllilega þess virði að ganga upp á fjallið eftir góðum vegi, sem liggur allt út á fjallsendann þar sem stöðin stendur. Þar fyrir neðan er Straumnes, lítið nes, þar sem viti stendur og er sjófarendum kennileiti á erfíðum hafsvæðum. Hún er þekkt Straum- nesröstin, mót strauma, og gat hún fyrr á tímum verið bátum og litlum skipum skeinuhætt. I Vestur-Aðalvík er mikið um hvönn og raunar er þessi hluti Að- alvíkur einna best gróinn. Skammt þar fyrir utan er fjallið Ritur, en það sést víða að enda stendur það yst við Ísaíjarðardjúp. I Skáladal var forðum útræði og segir Þórleifur Bjamason í Hom- strendingabók frá afa sínum, Guðna Kjartanssyni, sem reri þaðan sem unglingspiltur. Strákur var einu sinni á laugardagskvöldi sendur til Hesteyrar einhverra erinda. Guðni þreyttist á göngunni enda nýkom- inn úr róðri. Sá hann þá hesta á beit og tók einn þeirra, hnýtti upp í hann og reið honum og skilaði að notkun lokinni. Eigandi hestsins var nefndur Sigurður frá Læk, mikill fyrir sér, drengur góður en stórlát- ur og þoldi illa að sér væri sýnd óvirða í nokkra. Þar kom að, er Sigurður frá Læk uppgötvaði heststuldinn. Hann kom í verbúð Guðna og bjuggust allir við miklum refsingum og barsmí- ðum. í Homstrendingabók segir svo: „Nokkra seinna var hurðskrifli búðarinnar hrandið upp og kallað í (.yram úti: „Er Guðni Kjartansson svo nærri, að hann megi heyra mál mitt?“ Vissu þá allir, að þar mundi Sig- urður. Guðni kvað svo vera. „Er það satt, sem mér er tjáð, að þú hafir án aðspumar tekið hest minn og riðið honum inn á heiði? Og með hveiju hyggst þú bæta mér óvirðu þessa, ef sönn er?“ „Satt er það, að hest þinn tók ég án aðspumar við þig, en því aðeins gerði ég það, að þig vissi ég mestan höfðingja til þess að skilja þörf uppgefíns ferðamanns og mundi þín sæmd meiri, er það spyrðist, að umkomulaus unglingur hefði slíkt þorað að gera og þú umborið.“ Nú var þögn um stund. Einar skáblíndi augunum á Guðna og örlítinn vott af kímniglampa mátti sjá í augnkrókum hans. Allir sátu hljóðir og biðu eftir svari höfðingj- ans. Eftir nokkra stund var aftur sagt í búðardyram. „Eg hefði líka mátt vera meiri bölvaður fanturinn, hefði ég ekki umborið það, og skulu þér heimilir hestar mínir í hvert skipti, sem þú átt leið um og þarft þeirra.“ Eftir þetta kom Sigurður í búðina og var veitt þar eftir föngum, en öllu dálæti sínu sneri hann til hest- ræningjans. Þegar Sigurður var farinn, hall- aði Einar sér að Guðna og hvíslaði lotningarfullum rómi: „Mikið mátt þú lofa guð fyrir kjaftinn á þér, Guðni. Eitt orð eins og lýsi í brotsjó.““ Þessi frásögn líkist í meginatrið- um sögu í Landnámu af Atla, þræl Geirmundar heljarskinns, sem tók við Vébirni sygnakappa, og félögum hans, eftir að Vébjöm hafði brotið skip sitt við Almenninga á Hom- ströndum. Atli bauð skipbrots- mönnum veturvist og bað þá engu launa vistina. Geirmundi gramdist þetta og spurði „hví hann var svo djarfur að taka slíka menn upp á kost hans.“ Því svaraði Atli: „Því að það mundi uppi meðan Island væri byggt, hversu mikils háttar sá mað- ur, muni verið hafa, að einn hans þræll þorði að gera slíkt að honum forspurðum." Geirmundi líkaði þetta svar og gaf honum frelsi og bú það er Atli varðveitti í Fljótavík á Homströndum. Þar heita síðan Atlastaðir. Hornvík Homvíkin er stórkostlegur stað- ur. Þar er feikimargt að sjá. Hombjarg hefur að sjálfsögðu mest aðdráttarafl. Hombjarg sést ekki frá Hornvík, aðeins vesturhlíðamar, brattar, grasi grónar hlíðar, sem hæst bér í nokkram tindum, Mið- fell, Jörandur og Kálfatindur. Austan megin er sem stórt fya.ll hafí verið skorið með hárbeittum hníf. Þar er þverhnípt í sjó fram og hyldýpi fyrir neðan. Nokkur ágæt tjaldsvæði era í Homvík, t.d. skammt utan við Höfn, neyðarskýli Slysavamafélags Islands, og við fossinn Drífandi, skammt austan við Hafnarósinn. Rétt er að hver ferðamaður fari fram á nyrstu nös Hombjargs og gægist þar niður. Þar fæst for- smekkurinn að því sem koma skal. Eftir því sem sunnar dregur hækk- ar bjargið og er hæst við Kálfatind. Tilvalið er að ganga niður að Hom- bjargsvita í IAtravík og þaðan yfír fjallsgarðinn eða sömu leið til baka. Þá má ganga út á Hælavíkur- bjarg og er þá farið til baka um Rekavík og síðan út með bjarginu. Ferðanesti Þeir sem hug hafa á að fara á Homstrandir verða að hafa ýmis- legt í huga. Best er að fara með ferðafélögunum, t.d. Útivist eða Ferðafélagi ísland, sem era með margvíslegar ferðir á Homstrandir yfír sumartímann. Ferðamenn sem fara á eigin veg- um verða að muna að útvega sér far með Fagranesi. Nauðsynlegt er að gera ferðaáætlun og standa við hana, alla vega hvað varðar brott- farartíma. Nauðsynlegt er að vera vel út- búinn og ekki síst hafa meðferðis góðan regnfatnað. Gönguleiðir á Homströndum era mjög brattar og víðast er stórgrýtt. Því er nauðsyn- legt að klæðast góðum gönguskóm með frekar stífum sóla. í flestum víkum Homstranda er neyðarskýli Slysavamafélags ís- lands. í þeim er ýmiss konar neyðarútbúnaður og eldsneyti, mat- ur og talstöðvar. Ekki er ætlast til þess að ferðamenn snerti á þessu, nema í algjörri neyð. Ferðamenn eiga að sýna það drenglyndi að láta neyðarskýlin vera svo þau geti stað- ið undir nafni þegar á þarf að halda. C Höfundur var rítstjóri tímaritsins Áfanga, en starfar nú sem blm. og hefur undanfarið skrifað greinar um ferðamál í Morgun- blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.