Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
17
mæli málsvari vemdartolla, auk-
inna skatta á neytendur og víðtæk-
ari afskipta ríkisins af lífi fólksins
í landinu þá er eðlilegt að sam-
þykkja tillögur sem þessar. Jöfnun-
argjaldið er staðreynd, það íþyngir
neytendum, verndar ekki kartöflu-
bændur, er ekki sett vegna verð-
fellingar erlendis og er látið virka
þó að sambærileg innlend fram-
leiðsla sé ekki á boðstólum. Nú
reynir á ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, að þeir hlutist til um að jöfnun-
argjaldið verði fellt niður þegar í
stað. Jafnframt ætti á næstu dögum
að koma fram hversu miklir ósann-
indamenn landbúnaðar- og forsæt-
isráðherra eru, en sjái þeir ekki um
það að gjaldið verði afnumið, þá
er ljóst að yfirlýsingar þeirra á Al-
þingi eru að engu hafandi.
Sölumál kartaflna
Nú eru rétt tvö ár síðan Jon
Helgason landbúnaðarráðherra stóð
í stríði við neytendur vegna sölu á
kartöflum. Kveikjan þá var, að á
markaðinum voru óætar innfluttar
kartöflur, sem sá einokunarsöluað-
ili sem þá réði sölumálum neitaði
að taka af markaðinum. í kjölfar
deilunnar um þetta óæti og vegna
þess að neytendur unnu sigur í
málinu hefur bæði framboð kart-
aflna og sala til neytenda tekið
algerum stakkaskiptum. Neytendur
geta nú valið milli mismunandi teg-
unda, skammtað sér sjálfir hve
mikið magn þeir vilja kaupa og
skoðað kartöflurnar áður en þeir
ákveða að festa kaup á þeim. Fyrir
þennan tíma þurftu neytendur að
sæta því, að kaupa lokaða poka af
kartöflum frá Grænmetisverslun
landbúnaðarins og henda stórum
hluta þeirra vegna skemmda. And-
stæðingar neytenda í deilunni um
eðlilega sölumeðferð á kartöflum
með Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra í broddi fylkingar fundu
breytingunni í fijálsræðisátt allt til
foráttu, m.a. var ítrekað bent á það
tjón sem framleiðendur yrðu fyrir.
Reynslan hefur sýnt að andmæli
haftapostulanna voru að öllu leyti
röng. Breytingin hefur orðið öllum
til góðs. I ljósi þessarar reynslu er
það vægast sagt undarlegt að nú
skuli neytendur á nýjan leik þurfa
að standa í stríði við þennan sama
ráðherra vegna sömu vöru. Eg hygg
að í þessu efni muni það koma fram,
að fái eðlilegir viðskiptahættir að
þróast muni það verða öllum til
góðs eins og reyndist um þær úr-
bætur sem komust á fyrir tveimur
árum.
Neytendur láta ekki
traðka á sér endalaust
Fyrir nokkru las ég í tímariti
bandarískra neytenda um viðbrögð
samtaka þeirra við álagningu jöfn-
unargjalds á símnotendur. Það
gjald átti að nematæpum 100 krón-
um á símnotendur að jafnaði. Þrátt
fyrir það að ekki væri um háa íjár-
hæð að ræða lýstu bandarísku
neytendasamtökin yfir fullri and-
stöðu við málið vegna þess að um
væri að ræða grundvallaratriði sem
ekki væri hægt að fallast á. Það
skiptir nefnilega ekki máli hversu
stærðargráðan er mikil. Neytendur
geta ekki samþykkt víðtæk afskipti
stjórnvalda af því hvernig þeir eigi
að haga daglegum innkaupum. Þá
geta þeir ekki samþykkt það að
hagsmunir framleiðenda og söluað-
ila ráði án tiilits til þarfa og
hagsmuna neytenda. Það væri nær
fyrir ríkisstjórnina að eyða tíma
sínum í að skoða skipulag innflutn-
ingsverslunar á íslandi í stað þess
að íþyngja neytendum með nýrri
skattheimtu. Þær upplýsingar sem
verðlagsstofnun hefur birt um mis-
mun vöruverðs í Reykjavík og
Glasgow eru þess eðlis að þær kalla
á nánari skoðun og aðgerðir.
Ég vænti þess að íslenskir ráða-
menn sjái fljótlega út fyrir kartöflu-
garðinn sinn og einbeiti sér að
aðgerðum til að auðvelda fólki
lífsbaráttuna.
Höfundur er lögmaður og einn af
varaþingmönnum Sjálfstæðis-
flokks fyrir Reykja víkurkjör-
dæmi.
Hann hækkaði í kræklu
sem bognaði í keng
- eftir Asgeir Jakobsson
Það var á erfiðleikatíma þjóðar-
innar, að hún gróðursetti viðartein-
ung, sem skyldi bera henni nýjan
ávöxt, því að þeir sem hún fyrr
hafði ræktað höfðu brugðizt henni.
Til að skýla viðarteinungnum fyrir
veðrum, meðan hann væri að rót-
festast, var reistur um hann skjól-
garður. Þessi skjólgarður varð að
múr og viðarteinungurinn að
kræklu, af því að ferskt loft náði
aldrei að leika um hann. Honum
hafði verið ofskýlt. Kræklan bogn-
aði og óx í keng niður í eigin rót.
Efni þeirra greina, sem hér eru
á ferðinni ein af annarri, mætti
einnig orða þannig, að þar verði
rakin aðallega Bandaríkjasaga
frystivinnslunnar í landinu, en öðr-
um þræði uppgjör milli fískveiða
og frystivinnslu landsmanna. Tals-
máti forstjóra SH í sjónvarpi og
blöðum kallaði á það uppgjör og
reyndar alla söguna. Ég sýni fram
á að frystivinnslan hafi verið og
sé óarðbær til þess að hún sé
gerð arðbær.
Múrinn
Á árunum 1967—76 hélt ég úti
með nokkrum uppstyttum svo-
nefndri Sjómannasíðu í Morgun-
blaðinu og vann þá einnig hluta af
þeim tíma við Ægi, tímarit Fiskifé-
lagsins. Þessum störfum fylgdi, að
ég kynnti mér sitthvað um veiðar
og vinnslu. Þegar kom fram um
1970 var það orðin skoðun mín að
íslensk frystivinnsala hefði þróazt
í kerfi, sem væri allt í senn:
1. Sósíalískt atvinnubótakerfi,
frystihús reist og rekin til at-
vinnubóta undir kjörorðinu „því
fleira fólk, því betri hús.“
2. Einokað sölukerfi, verndað af
stjómvöldum fyrir samkeppni.
3. Dýr forvinnsla hérlendis fyrir
fullvinnslu utanlands, þar sem
ágóðinn af forvinnslunni verður
eftir og fiskveiðarnar látnar
borga hina dýru forvinnslu hér
með lágu fiskverði.
4. Fast verðlagskerfi í stjórnskip-
uðu ráði þar sem kostnaðar-
reikningar frystivinnslunnnar
em látnir ákveða verð til út-
gerðar og sjómanna.
5. keðjueignakerfi, þar sem
sömu aðilar eiga mest allan fiski-
flotann, frystihúsin og sölufyrir-
tækin.
6. Þjóðarmeinlokukerfi, — lamið
inn í þjóðina að fiskurinn sé
„hráefni" fyrir „háþróaðan iðn-
að“ sem auki „verðmæti".
7. Áróðurskerfi, þar sem almenn-
ingur og fjölmiðlar em mataðir
á „verðmætisaukningu" hins
„háþróaða iðnaðar" — en „verð-
mætisaukningin“ ævinlega verið
jöfn kostnaðarreikningum
frystivinnslunnar í Verðlagsráði
og sjaldan náðst útflutningsverð
svarandi til verðs á nýjum fiski
á frjálsum markaði og oft vantað
mikið til.
8. Pólitískt hallelújakerfi, stutt
af öllum pólitísku flokkunum
vegna mikillar atvinnu, sem
fylgdi kerfinu og þar með
aragrúi atkvæða, þá vom áhrifa-
menn, og eru, í Sjálfstæðis-
flokknum frammámenn í
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
og það var náttúrlega ekki um
að spyija afstöðu Framsóknar-
flokksins, þar sem SÍS var
annars vegar, og í Alþýðuflokki
og Alþýðubandalagi voru einnig
áhrifamenn mjög miklir stuðn-
ingsmenn þessa kerfis og höfðu
þar hagsmuna að gæta, öll
verkaiýðshreyfingin var og er
einhuga á bak við kerfið, og sjó-
mannasamtökin hikandi við að
beita sér gegn því vegna þeirrar
atvinnu, sem vinnslan skapaði
Ásgeir Jakobsson
1. grein
„Nú hafa stjórnvöld
stofnað útflutningsráð
og hrúgað í það kerfis-
köllum, hverri silkihúf-
unni upp af annarri.
Það virðist ekki vera
annað til úrræða, en
verkalýðssamtökin, sjó-
mannasamtökin og
útgerðarmenn, þeir
sem lausir eru undan
sölusamtökunum, taki
málin í sínar hendur og
fái til liðs við sig ötula
verzlunarmenn.“
einmitt þeirra fólki, og loks var
LÍÚ að nokkru óvirkt vegna
þess að keðjueignamenn eru þar
stærstir félaga.
Þá er enn að nefna, og kannski
það veigamesta, að allur almenn-
ingur trúði á frystivinnsluna, sem
arðbæru greinina í sjávarútvegi, og
það væru fiskveiðamar, sem væru
vandræðabarnið. Frystivinnslan er
iðnaður, sagði fólk, sem skapar
verðmæti en veiðarnar eru hráefni-
söflun.
Fiskveiðiþjóð eru veiðar og
vinnsla líkt og fætur manninum og
er þá vinnslan vinstri fóturinn. Þessi
þjóð, sem væri skynsömust þjóða
ef hún væri ein í heiminum, tók
vinstri fótinn og setti hann ofan á
ristina á hægri fætinum og hélt að
þannig yrðu báðir sterkari.
Þjóðin sá yfirleitt illa með hægra
auganu en betur með því vinstra
og stjórnvöld töldu sig neydd til að
horfa með vinstra auganu á sjávar-
útveginn sem atvinnubótaatvinnu-
veg og fyrir þeim varð vinstri
fóturinn burðarfóturinn í þjóðlífinu.
Þegar bæði þjóð og stjórnvöld höfðu
starað í nokkur ár á vinstra fótinn
með vinstra auganum kom þar, að
hvort tveggja ruglaðist alveg á fót-
unum og bæði stjórnvöld og þjóðin
héldu sig standa í vinstri fótinn og
svo hefur verið sjónarmiðið um
fjölda ára. Nú hittast orðið fyrir
menn, sem sjá, að það er hægri
fóturinn, sem þjóðin stendur í og
það sé vinstri fóturinn, sem stendur
á ristinni á hægra fætinum og því
sé það nú mál málanna að losa
hann undan þeim vinstri og koma
þeim fætinum á fasta jörð og þjóð-
in standi þá jafnt í báða fæturna
og geti þá hafizt gangurinn með
eðlilegum hætti, hvor fóturinn sé
tekinn fram fyrir annan en ekki
hoppað á öðrum svo sem til hefur
gengið um áratugi.
Þorskastríðinu lauk 1976 og
friðnum fylgdu tollaívilnanir í
markaðslöndunum, sem við höfðum
svipt 200 þúsund tonna fískafla og
það myndaðist strax fískhungur á
þeim mörkuðum.
Þá fannst manni ekkert sjálf-
sagðara en íslenzki fiskiflotinn
sigldi í kjöfar þess flota, sem við
höfðum rekið af miðum okkar.
Evrópumarkaðimir stóðu okkur
opnir, og ekki aðeins sá enski og
þýzki heldur einnig sá belgíski og
franski og þá lá beint við að gera
upp dæmið um veiðar og vinnslu.
en múrinn, sem hlaðizt hafði utan
um frystivinnsluna, hélt, þar til fyr-
ir tveimur árum, að það rofnaði í
hann skarð og þá blasti það við,
sem vitað var, af þeim sem eitthvað
höfðu kynnt sér málin, að frysti-
vinnsla okkar var ekki samkeppnis-
fær, hvorki við ferskfiskmarkaðina
né frystihús í næstu löndum, gat
ekki greitt nema, þegar bezt lét,
eins og hálft verð á við þau.
Strax 1976 áttum við að fara
að vinna að því af kappi að koma
okkur traustlega fyrir á fersk-
fiskmörkuðum Evrópu en jafn-
framt endurskipuleggja frysti-
vinnsluna, losa hana af því
kostnaðarsama forvinnslustigi
fyrir fiskréttaverksmiðjur í
markaðslandinu, sem hún er nú
á og aldrei getur borgað sig, og
færa beinhreinsun og ormatínsl-
una á hendur kaupandans, sem
tekur sölugróðann, og vinna hér-
lendis ýmist ódýra frumvinnslu,
flaka fiskinn til flutnings og
geymslu en í annan stað vinna í
fiskrétti og verzla beint við verzl-
unarkeðjur i Evrópulöndum.
Það ber að hafa í huga við lestur
greina minna, að ég er að sýna fram
á að frystivinnslan sé óarðbær til
þess, að hún sé gerð arðbær. Mér
hefur alla tíð verið ljóst síðan 1970,
að ég skrifaði fyrstu greinina um
frystivinnsluna, „Heimslæg hugs-
unarvilla" á Sjómannasíðu Mbl., að
við höfðum fest okkur á vinnslu-
stigi, sem ekki gat og getur aldrei
borgað sig, og við héldum því uppi
með lágu fiskverði.
Það hlýtur fleirum en mér að
vera það spurn til hvers allar þess-
ar útreikningsstofnanir séu, þegar
þær geta ekki reiknað jafneinfalt
dæmi og frystivinnsludæmið var og
er, og þá gert stjórnvöldum ljóst,
að þjóðin yrði að færa sig af þessu
vinnslustigi eins fljótt og markaðir
leyfðu og færa sig á Evrópumarkað-
ina strax uppúr 1976.
En múrinn var orðinn þykkur og
kerfið saman njörvað og þjóðinni
var haldið áfram í skilningi sínum
á fiskinum sem „hráefni" og frysti-
vinnslunni sem „fiskiðnaði" sem yki
„verðmæti" hráefnisins með vinnslu
á „hinn dýrasta markað".
Þannig var beðið innan múrsins
eftir því, að það gerðist, sem gerzt
hefur, að fiskimönnum og útgerðar-
mönnum utan frystivinnslunnar
ofbyði hvernig að málum var stað-
ið, og ryfu skarð í múrinn næstum
með ofbeldi, og hlytu fyrir ofsóknir
úr öllum áttum, allt að því, að þeir
væru kallaðir landráðamenn.
Bæði bandaríski og sovézki
markaðurinn voru neyðarmarkaðir
á sínum tíma, við áttum ekki ann-
arra kosta völ. Bandaríski markað-
urinn er of fjarlægur, og kostar
okkur dýran flutning, og hann kost-
ar okkur dýran millilið, fiskrétta-
verksmiðju í markaðslandinu, við
getum ekki verzlað beint með fisk-
rétti á þann markað, og þessi
markaður er dýr í vinnslu, forvinnsl-
unni fyrir fiskréttaverksmiðjurnar,
það eru gerðar sífellt auknar kröfur
um bætta vinnslu árlega og það
kostar okkur morð fjár í endur-
bættum eða nýjum vélum og
tækjum og bættan húsakost og
aukið fólkshald.
Á sovézka markaðinn seljum við
í vöruskiptum og þau hafa mörg
árin verið okkur óhagkvæm og um
tíma neyðarbrauð. Ekki veit ég þó,
nema sá markaður hafl verið okkur
öllu hagkvæmari en sá bandaríski,
ef dæmið væri gert upp milli kostn-
aðar og verðs, sem skilaði sér
hingað heim.
Kerflð, sem lýst hefur verið hér
að framan, kom í veg fyrir að nokk-
uð væri aðhafzt í frystivinnslunni
til að gera hana samkeppnishæfa.
Þreiflngar SH og SÍS á Evrópu-
mörkuðum hafa ekki verið nema
kák eitt, bandaríski markaðurinn
var þeim eitt og allt, og nú, þegar
þetta er sprungið í höndunum á
þessum sölusamtökum, þá er þeim
það fangaráðið að selja upp frysti-
hús í næstu löndum.
Nú hafa stjórnvöld stofnað út-
flutningsráð og hrúgað í það kerfls-
köllum, hverri silkihúfunni upp af
annarri. Það virðist ekki vera annað
til úrræða, en verkalýðssamtökin,
sjómannasamtökin og útgerðar-
menn, þeir sem lausir eru undan
sölusamtökunum, taki málin í sínar
hendur og fái til liðs við sig ötula
verzlunarmenn.
Stjórnvöldum er ekki treystandi
í málinu. Þar er alltaf sama upp-
ákoman, ráð og nefndir eða einhver
apakattarstykki eins og „Þróunar-
félagið" og messað yfir lýðnum um
„hugvitsútflutning", sem byggist á
gáfnafari þjóðarinnar. „Við erum
svo gáfaðir," segir Steingrímur. —
Eigum við þá ekki að gefa okkur
að forsætisráðherrann sé með þeim
gáfaðri og hafl beitt gáfum sínum
á landbúnaðinn, sem framsóknar-
menn eru búnir að leggja í rúst?
Frystivinnsludæmið er landbún-
aðardæmið uppmálað, og það er
ekkert efamál að stjórn Steingríms
Hermannssonar skapar sama öng-
þveitið í flskvinnslunni eins og
landbúnaðinum. Frystivinnslan er
dæmigert SÍS- og Framsóknarkerfi
í landbúnaðinum, nema það eru
frystihús í staðinn fyrir sláturhús.
I næstu grein segir, hvemig kerf-
ið myndaðist.
Höfundur er rithöfundur.
Mývatnssveit:
Umhleypinga-
samt og* mikill
mývargur
Mývatssveit.
í Mývatnssveit var mjög kalt
fram í miðjan júní, gróður kom
því óvenju seint til. Eftir miðjan
júní hlýnaði verulega og komst
hitinn um og yfir 20 stig suma
daga. Ekki kom dropi úr lofti
hér, en þrátt fyrir það tók allur
gróður mjög vel við sér þetta
hlýindatímabil.Þó voru sum tún
tekin að brenna.
Talið er að nokkuð vel líti út með
grassprettu. Sláttur hófst hér í
Vogum 26.júní. Nokkru tókst að
ná inn af heyjum áður en fór að
rigna s.l. fímmtudag. Um helgina
kólnaði mjög hratt og fór hitinn
niður í 1-2 gráður um nætur, einn-
ig snjoaði í fjöll.
Mun meira hefur verið af rykmýi
hér við Mývatn en undanfarin ár,
ennfremur hefur mývargurinn verið
all aðgangsharður svo jafnvel
mörgum þykir fullmikið af svo
góðu. Silungsveiði hefur verið nokk-
uð góð það sem af er sumri.
- Kristján.