Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 Hús Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri var reist á árunum 1939—1940 og þar Jónas Pétursson, fyrrum alþingismaður og tilraunastjóri á Skriðuklaustri á árunum bjó Gunnar ásamt fjölskyldu sinni allt fram á árið 1948. 1949 til 1960, ásamt núverandi tilraunastjóra, Þórarni Lárussyni. Fjölmennt lið sjálfboða- liða á Skriðuklaustri FYRIR skömmu var stofnað til óvenjulegrar samkomu að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Tug- ir sjálfboðaliða af sambands- svæði Búnaðarsambands Austurlands söfnuðust þar saman til málunar og annarrar viðhaldsvinnu á húsi Gunnars heitins Gunnarssonar rithöf- undar, er hann lét reisa á árunum 1939-1940 en gaf ríkinu til ævarandi eignar árið 1948. Sumir sjálfboðaliðanna voru langt að komnir, efst ofan úr Jök- uidai, úr Jökulsárhlíð, Mjóafírði og Breiðdal og höfðu farið allt að 130 km leið. Þessu fjölmenna sjálfboðaliði tókst að mála húsið að utan á dagstund þótt stórt sé, vesturálma 17,9x7 m og suður- álma 21,6x9,3 m, og mikið vandaverk að mála. Að sögn hafa fjárveitingar hins opinbera verið ónógar til viðhalds húsinu, en núverandi tilraunastjóri á Skriðu- klaustri, Þórarinn Lárusson, hefur verið seinþreyttur í baráttunni fyrir endurreisn staðarins og vilja bændur nú sýna honum stuðning í verki í þeirri baráttu með vinnu- framlagi sínu. Eins og flestum mun kunnugt, keypti Gunnar skáld Gunnarsson Skriðuklaustur árið 1939 og lét hann reisa hið svipmikla hús eftir teikningum þýska arkitektsins Hueger, þess hins sama er teikn- aði Amarhreiður Hitlers á sínum tíma. Húsið er steinsteypt með tvöföldum veggjum og er blágiýt- ishnullungum úr áreyrum hlaðið á ytra borð steypunnar. Á milii hnullunganna er húsið síðan mál- að hvítt og er það seinlegt verk og vandasamt. Svo mjög var vandað til steinhleðslunnar á sínum tíma að enginn steinn hefur Málað af kappi með hvítu milli steinanna. Guðmundur Guðmundsson hef- ur verið búsettur á Skriðu- klaustri allt frá árinu 1949. hrapað úr henni allan tímann, að sögn kunnugra. Húsið er 2.304 rúmmetrar að stærð. í því eru 12 svefnherbergi, 5 önnur íveruherbergi, baðher- bergi, þvottahús o.fl Gólf og loft eru steinsteypt, en trégólf yfir. Upphaflega var torf á þaki húss- ins en það var síðar klætt jámi. Gunnar skáld Gunnarsson bjó á Skriðuklaustri fram til ársins 1948, en þá flutti hann til Reykjavíkur og gaf ríkinu jörðina ásamt húsum til ævarandi eignar. Allt frá vordögum 1949 hefur ríkið síðan rekið tilraunabú á Skriðuklaustri á sviði ræktunar og sauðfjárkynbóta. Fyrsti tilraunastjórinn á Skriðuklaustri var Jónas Péturs- son, sfðar alþingismaður og gegndi hann starfinu til ársins 1960 en þá tók Matthías Eggerts- son við því. Árið 1971 tók Þór Þorbergsson við starfi tilrauna- stjóra á Skriðuklaustri og gegndi því til ársins 1983 er núverandi tilraunastjóri tók við störfum. Skógrækt ríkisins hefur ákveð- ið að gefa plöntur til gróðursetn- ingar á Skriðuklaustri. Við málningarstörfín ríkti glens og gaman svo sem jafnan þegar bændafólk hittist og rifjar upp ný og gömul kynni. Var öllum boðið til kvöldverðar og kvöldvöku að verki loknu, en myndarlegar veit- ingar höfðu verið bomar fram allan daginn. Var dvalið fram eft- ir kvöldi á Klaustri við söng, glens og gaman en að lokum hélt hver til síns heima. Lionsklúbbar: Beita sér fyrir aukinni fræðslu um skaðsemi vímuefna LIONSHREYFINGIN á íslandi hefur ákveðið að kosta eða styrkja minnst einn kennara eða leiðbeinanda úr hveijum grunn- skóla landsins á námskeið um vímuefnavamir. Einnig hefur verið ákveðið að framlengja þátt- töku íslendinga í vatnsborunum á Indlandi og að bjóða Svavar Gests fram til alþjóðastjómar Lions. Námskeiðin eru liður í baráttu hreyfingarinnar gegn vimuefnum en einnig hafa margir Lionsklúbbar ákveðið að gera betur og næsta vetur munu þeir halda fundi í grunnskólunum um skaðsemi vímu- efnanotkunar, gangast fyrir íþróttakappleikjum og fleiru til að vekja athygli á þessum vágesti. Til þess að hrinda þessu í framkvæmd verður öllum grunnskólum landsins skipt á milli Lionsklúbba þannig að einn til þrír komi í hlut hvers. Laugardaginn 2. maí á næsta ári verður síðan sérstakur baráttudag- ur gegn vímuefnum og einnig fyrstu laugardaga í maí næstu þijú ár þar á eftir. í síðasta mánuði var ákveðið að framlengja þátttöku íslendinga um eitt ár í samnorrænu verkefni Lionsmanna í ríkinu Madya Pradesh á Indlandi. Þar hafa nú verið borað- ar 50 borholur eftir vatni en í Madya Pradesh er mikill vatnsskortur svo sem víðar á Indlandi. Fengist hefur vatn úr 46 af þessum borholum og hafa þegar verið settar upp dælur við 40 þeirra. Alls verða boraðar um 200 holur og verið er að koma fyrir aðstöðu til þvotta og baða og til að brynna búfé. Útlit er fyrir að Svavar Gests verði þriðji íslendingurinn sem fær sæti í alþjóðastjóm Lions en hann hefur verið valinn til framboðs sem fulltrúi Norðurlanda starfstímabilið 1987 til 1989. Þetta á að staðfesta á alþjóðaþingi sem fram fer í Man- ila á Filippseyjum á næsta ári. „Kaffi-konsertar“ að hollenskum hætti Viktoría Spans hefur kynnt íslensk þjóðlög erlendis. sungið víða um Evrópu, Kanada og víðar. Hún mun hafa lagt mikla áherslu á að kynna íslensk þjóðlög erlendis en þetta er í fyrsta sinn sem hún syngur hér á landi. „Kaffí-konsert" felst í því að tónleikagestum gefst tækifæri til að fá sér kaffiveitingar í hléi og sömuleiðis eftir tónleikana og þá gefst gestum einnig færi á að rabba við tónlistarfólkið um tón- listina yfir kaffíbolla. Fyrstu tónleikamir verða á Kópaskeri miðvikudaginn 9. júlí kl. 20.30. Daginn eftir verða tón- leikar á Hótel Húsavík kl. 21.00. Laugardaginn 12. júlí verða þau í Zontahúsinu á Akureyri kl. 15.30 Simon ívarsson gítarleikari. Viktoría Spans og Símon ívarsson á tónleikaferð um landið Nú í júlímánuði munu þau Símon ívarsson gitarleikari og Viktoria Spans söngkona ferð- ast um landið og halda tónleika undir yfirskriftinni „Kaffi- konsert". Á efnisskránni eru íslensk og spænsk lög. Einnig frumflytur Símon ívarsson verk eftir John Speight sem hann samdi á Álftanesi. Viktoría Spans er hálfíslensk og hálfhollensk og hefur hún og sama kvöld koma þau fram á skemmtun á Ólafsfirði. Því næst halda þau til Vestljarða og verða fyrstu tónleikar þeirra þar á ísafírði mánudaginn 14. júlí kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.