Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 35 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri stjömuspekingur Mig langar að biðja þig um stjömukort. Ég veit ekki í hvaða merki ég er. Ég er fædd 20.01. 1945 milli kl. 10.30 og 11 að morgni í Reykjavík. Ein milli merkja." Svar: Þú hefur Sól í Vatnsbera, Tungl í Hrút, Merkúr, Mars og Mið- himin í Steingeit, Venus t Fiskum og Naut Rísandi. Vatnsberi Sólin var rétt nýskriðin í Vatns- berann þegar þú fæddist. Þú telst því til Vatnsbera. Þar sem Sólin er nálægt Steingeit tel ég líklegt að þú sért blanda af þessum tveim merkjum. Ein- hvers konar Steinberi eða Vatnsgeit. Ábyrgðarkennd Sem Vatnsberi á vel við þig að umgangast marga og t.d. vinna á mannmörgum vinnustað. Einn sterkasti eiginleiki í korti þínu er sterk ábyrgðarkennd, hjálp- semi og skipulags- og stjómun- arhæfíleikar. Mótsagnakennd Kort þitt er kraftmikið en að mörgu leyti mótsagnakennt og setu mig í heldur erfiða að- stöðu. í raun hefði ég þurft að hitta þig til að sjá hvemig þú hefur unnið úr málum þínum. Hœfileikar Ef við byrjum á hæfileikum vekur strax athygli Merkúr og Mars á Miðhimni í Steingeit. Það . táknar að þú ert harð- dugleg og samviskusöm í vinnu og hefur verkstjómarhæfíleika. Merkúr táknar að þú hefur hæfileika til að starfa við tjá- skipti eða upplýsingamiðlun. Það gæti t.d. verið símavarsla og verslunarstörf en einnig rit- störf og fjölmiðlun, eða það almennt að koma boðum til fólks. Aðrir þættir í korti þínu benda síðan til að þú hafír hæfí- leika á sviðum sem tengjast hjúkmn og uppeldisstörfum. Fullkomununarþörf Spennuafstaða frá Satúrnusi og Neptúnusi á Merkúr gæti dreg- ið úr þér. Í fyrsta lagi getur það táknað að þú hafír átt erf- iða bemsku og búið við mótlæti sem hefur dregið úr þér. Lokað á tilfínningar þínar og gert að þú ert óánægð með hugsun þína og jafnvel haldin einhverri minnimáttarkennd. Rót að því gæti einnig verið fullkomnunar- þörf og of miklar kröfur sem þú gerir til sjálfrar þín. Neptún- us táknar síðan að þú ert draumlynd í hugsun og átt til að vera utan við þig. Þessi at- riði gætu þýtt að þú hefur ekki ræktað hæfileika þína sem skyldi. Lif Að öðm leyti má segja að Tungl í Hrút tákni að þú þarft hreyf- ingu og líf í umhverfi þitt og daglegt líf. Það táknar einnig að þú ert tilfinningalega lifandi og jákvæð. Umburðarlynd Venus í Fiskum táknar að þú ert fordómalítil í mannlegum samskiptum og átt auðvelt með að setja þig í spor annars fólks. Róleg Naut Rísandi táknar að þú ert róleg og yfírveguð í framkomu, ert vingjamleg og þægileg. Rísandi merki gildir einungis ef fæðingartíminn er réttur en Hrútur Rísandi kemur einnig til greina. Ef svo er ert þú kapps- full og ákveðin í framkomu og jafnframt óþolinmóð. TOMMI OG JENNI LJÓSKA PA6UR, pU V£EE>UR- AE> HJALFA /MÉR AÐeVKSUöA UNPIR SÓFF-- iAHUM , HVAR ER 2 HANN gRAP T PA88lp f |]1 LVFTA Sór-F- Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hveiju viltu spila út af hendi vesturs gegn sex hjörtum suð- urs? Vestur ♦ G7 ¥763 ♦ 9654 lllll ♦ DG83 Vestur Nordur Austur Suður — 1 lauf 3 spaðar 4 hjörtu Pass 4 grönd pass 5 tíglar Pass 5 grönd pass 6 tíglar Pass 6 hjörtu allir pass Suður hefur sýnt hjartalit, einn ás og einn kóng. Kannski fínnst þér einkenni- lega spurt í upphafi, því það virðist fátt vera sjálfsagðara en að spila út spaða. Mikið rétt, en hvaða spaða? Það vill nefnilega svo til að spaðasjöan er eina útspilið sem drepur samninginn. Vestur ♦ G7 ¥ 763 ♦ 9654 ♦ DG83 Norður ♦ Á3 VD109 ♦ ÁDG ♦ ÁK765 Austur ♦ KD98642 VK5 ♦ 1082 ♦ 9 Suður ♦ 105 ¥ ÁG842 ♦ K73 ♦ 1042 Ef spaðagosinn kemur út drepur sagnhafí á ás, tekur tvisvar tromp með svíningu, hreinsar tígulinn og tekur tvo ' efstu í laufí. Að lokinni þessari undirbúningsvinnu spilar hann spaðatíunni, sem aðeins austur getur drepið. Austur verður nú að spila spaða út í tvöfalda eyðu og þar með gufar lauftapari suðurs upp. Ef það kemur eitthvað annað en spaði út er hægur vandi fyrir sagnhafa að fria 12. slaginn á lauf. En spaðasjöan er banvænt útskot. Ásamt því að bijóta spaðann á vestur ennþá spaða- gosann, sem kemur í veg fyrir að sagnhafí geti beitt ofannefnd- um töfrabrögðum. SMÁFÓLK Einmitt! Nú er nóg komið! Svaraðu bara einni spurn- ingn ... Ég tel mig eiga rétt á að vita það. Hvað er þessi Zamboni-vél að gera á leikvelli? Umsjón Margeir Pétursson Á ungverska meistaramótinu { ár kom þessi staða upp i skák hins gamalreynda stórmeistara Lengyel og Szuszu Polgar, aem hafði svart og átti leik. Drottning svarts stendur í uppnámi, en ungverska stúlkan 8keytti því engu og lék 26. — Rxc4! (Til að svara 27. Rxd4 með Re3*) 27. Rdl - Dxdll, 28. Dxdl - Re3+, 29. KT2 - Rxdl+, 30 Hxdl — Bb5! og hvítur gafst upp því endataflið er vonlaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.