Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
Fiskverð lágt í Hull og
Grimsby í síðustu viku
VERÐ á ferskum fiski í Hull og
Grimsby var lágt í síðustu viku,
hvort sem hann var úr gámum
eða beint úr fiskiskipum. Meðal-
verð fyrir fisk úr gámum var
45,34 krónur og 43,53 úr fiski-
skipum. Verð úr gámum varð
hins vegar hærra í upphafi þess-
arar viku og komst hjá einu
sölufyrirtækjanna upp í 62
krónur. Það er fyrst og fremst
hiti, framboð og lítil eftirspum,
sem veldur þessu lága verði.
Alls voru seldar 174 lestir að
verðmæti 7,6 milljónir króna úr
tveimur skipum. Að meðaltali fór
hvert kíló þorsks á 45,30, af ýsu
á 48,25, af kola 33,46, af ufsa á
21,74 og karfa 17,14 krónur. Úr
gámum voru seldar 863 lestir að
verðmæti 39 milljónir króna. Með-
alverð var 45,34 krónur. Þorskur-
inn fór á 47,60 hvert kíló að
meðaltali, ýsan á 49,35, kolinn á
36,23, karfínn á 27,37 og ufsinn
21,44. Gámafískurinn var seldur á
þremur dögum. 30. júní var meðal-
verðið 47,80,1. júlí 43,81 og 43,88
2. júlí. Hæst varð meðalverð á
þorski 51,33 og 55,32 á ýsu þann
30. júní.
Þórleifur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Stafness í Grimsby,
sagði í samtali við Morgunblaðið á
mánudag, að eftir lágt verð í
síðustu viku, hefði markaðurinn
tekið nokkuð við sér og fyrirtæki
hans hefði fengið að meðaltali 50
til 62 krónur fyrir kílóið af gáma-
fískinum. í síðustu viku hefði verð
úr einstökum gámum hins vegar
farið vel niður fyrir 40 krónur.
Hann taldi að verðið gæti áfram
orðið misjafnt, þar sem miklill hiti,
talsvert framboð og sölutregða
gæti haft áhrif. Kaupmönnum
gengi til dæmis illa að selja fískinn
nú, en menn reiknuðu með að það
lagaðist, þegar sumarfrí yrðu gefín
í skólum. Þá ykist fískát venjulega
og eftirspurn eftir steiktum físki
og frönskum kartöflum (físh and
chips) yrði talsvert meiri en nú.
Upplýsingaþjónusta
landbúnaðarins:
Ráðinnfor-
stöðumaður
ÓLAFUR H. Torfason blaðamað-
ur hefur verið ráðinn forstöðu-
maður Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
Að sögn Ólafs er ætlunin að sam-
fara þessu verði gerðar einhveijar
breytingar á starfsemi Upplýsinga-
þjónustunnar. Ólafur heftir undan-
farið starfað á Akureyri en mun
flytjast til Reykjavíkur, þar sem
Upplýsingaþjónustan er starfrækt.
Signý Pálsdóttir kona hans, sem
nýlega var ráðinn fréttamaður
Ólafur H. Torfason
Ríkisútvarpsins á Akureyri, flyst
með honum og lætur af störfum
fréttamanns.
Árekstur í Þjórsárdal:
Tvennt flutt
á slysadeild
HARÐUR árekstur varð um kl.
19.30 á mánudagskvöld i Þjórs-
árdal, þegar Rússajeppi og
sendiferðabíll skullu saman.
Tvennt var flutt á slysadeild í
Reykjavík, og eru bílarnir taldir
mikið skemmdir, að sögn lög-
reglunnar á Selfossi.
Tvennt var í hvorum bíl, og hlutu
allir einhvetjar skrámur, en ekki
var talin ástæða til þess að flytja
nema tvennt á slysadeildina, að
sögn lögreglunnar. Meiðsli þeirra
munu þó ekki vera alvarleg.
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins:
Otímabærar vanga-
veltur hjá Ossuri
SVAVAR GESTSSON formaður
Alþýðubandalagsins telur vanga-
veltur Össurar Skarphéðinsson-
ar ritstjóra Þjóðviljans um það
hver verði næsti formaður
flokksins ótímabærar, en Össur
segir í viðtali við tímaritið
Heimsmynd sem kom út í gær
að liklegt sé að Ólafur Ragnar
Grímsson og Ásmundur Stefáns-
son muni berjast um formanns-
stólinn fyrir og á næsta
landsfundi flokksins, þegar Sva-
var Gestsson lætur af því
embætti.
„Þetta eru ótímabærar vanga-
veltur. Það er landsfundur, þegar
hann verður kallaður saman, sem
ákveður formann flokksins og ég
tel í raun og veru ekki við hæfí að
segja neitt um það á þessu stigi
málsins," sagði Svavar Gestsson í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. „Ég hef nú haft það
fyrir reglu að ræða svona hluti fyrst
innan flokksins," sagði Svavar.
Svavar var spurður hvort mögu-
leiki væri á því að hann myndi
sækjast eftir því að verða kosinn
formaður Alþýðubandalagsins
íjórða kjörtímabilið, en á næsta
landsfundi hefur hann gegnt for-
mennsku í þijú kjörtímabil, og
reglur flokksins gera ekki ráð fyrir
að menn innan Alþýðubandalagsins
séu kjömir til trunaðarstarfa lengur
en þijú kjörtímabil í röð: „Reglur
flokksins gera almennt ráð fyrir því
að menn séu sitji þijú kjörtímabil
í trúnaðarstöðum, og ég er mjög
harður á að halda mig við þessa
reglu," sagði Svavar, „en hins veg-
ar er gert ráð fyrir því í flokkslögum
að formaður geti verið í formennsku
eitt kjörtímabil í viðbót, eða sam-
tals §ögur kjörtímabil. Það er talað
um slíkt sem undantekningarreglu,
og ég mun halda mig mjög stíft við
meginregluna um þijú kjörtímabil.
Að öðru leyti bendi ég á að ég hef
ekki haft það fyrir sið að sækjast
eftir formennsku í Alþýðubandalag-
inu eða öðrum trúnaðarstörfum,
heldur hafa aðrir miklu frekar kall-
að mig til. Ég mun heldur ekki
gera það í þessu tilviki, þannig að
það verður að ráðast."
Ásmundur Stefánsson forseti ASI:
Laxveiðin er nú víðast hvar orðin geysigóð. Myndin er frá Laxá
í Kjós.
Þverá: Góð veiði...
„Fréttir? Ja, ég get sagt góðar
fréttir af mikilli veiði, síðasti
hópur sem hér var við veiðar
náði 81 laxi á 7 stangir og á
sama tíma veiddust 70 laxar á
Fjallinu. Þar með eru í allt komn-
ir um 900 laxar á land úr ánni,
báðum svæðum og er það ágæt
veiði," sagði Halldór Vilhjálms-
son kokkur í veiðihúsinu við
Þverá í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Þegar rætt var við Halldór
höfðu alls 515 laxar veiðst á
neðra svæðinu, en um 377 á því
efra. Til samanburðar við síðasta
sumar sem þótti þolanlegt má
nefna, að 1. ágúst höfðu 485
laxar veiðst á neðra svæðinu, 733
á því efra, neðra svæðið hefur
því þegar gefíð talsvert meira en
náðst hafði fyrir 1. ágúst í fyrra.
Fjallið hins vegar mun minna.
Heildarmismunurinn er hins veg-
ar aðeins um 300 laxar, það
stefnir því allt í mun betra sum-
ar. Þó er vatn minnkandi og
laxinn farinn að taka fremur illa.
Á móti kemur að þótt þurrviðra-
samt hafí verið upp á síðkastið,
virðist síður en svo vera þurrka-
sumar í vændum. Mikill lax er í
ánni, sums staðar svo mikill að
hann þykir taka illa fyrir vikið,
þannig hafa menn talið um 50
laxa í hylnum „Stewart" á Fjall-
inu, en þrátt fyrir elju í ástundun,
gefur hylur sá litla sem enga
veiði.
Laxinn hefur smækkað tal-
svert að meðalþunga, smálax
hefur verið að ganga, en vænir
veiðast alltaf annað veifíð, þann-
ig veiddist 17 punda lax í
gærmorgun. Stærsti laxinn til
þessa vó 19,5 pund.
220 laxa holl í Grímsá
Veiðin hefur gengið vonum
framar í Grímsá og síðasta holl,
sem skipað var útlendingum, dró
220 laxa á land. Hafa þar með
veiðst milli 400 og 500 laxar í
ánni. Eingöngu er veitt á flugu
um þessar mundir og meðalvigtin
er fremur lág. Þó eru vænir físk-
ar dregnir reglulega á þurrt og
smálaxinn er feitur og fallegur
og vænn. Það fylgir sögunni að
von sé um mikla veiði í Grímsá
ef það rignir rækilega á næst-
unni, því áin er orðin afar
vatnslítil eftir þurrviðrakaflann.
„Sé kosti við að for-
seti ASÍ sé á Alþingi“
„ÉG sé í sjálfu sér kosti við það að forseti Alþýðusambandsins sé á
Alþingi. Það gefur honum möguleika á að taka upp mál á þinginu
og vera með í umræðu, sem vel er gert grein fyrir í öllu þjóðfélag-
inu. Það má hins vegar ekki gleyma því að það að vera forseti
Alþýðusambandsins er ærinn starfi og það getur verið nyög erfitt
að sameina það að vera þingmaður og forseti ASÍ,“ sagði Asmundur
Stefánsson, forseti ASÍ er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann
í gær hvað hann vildi segja um þær vangaveltur Össurar Skarp-
héðinssonar ritstjóra Þjóðviljans að hann stefni að því að verða
kosinn á þing á næsta kjörtímabili, jafnframt því sem Össur spáir
því að Ásmundur og Ólafur Ragnar Grímsson muni beijast um for-
mennsku í Alþýðubandalaginu þegar Svavar Gestsson lætur af
formennsku á næsta ári.
Ásmundur sagðist ekki hafa leit-
að eftir þingmannssæti af ofan-
greindum ástæðum. „En ég get nú
bætt því við, eftir að hugmyndir
Össurar í þessu sambandi hafa litið
dagsins Ijós, þá hef ég fengið lát-
lausar upphringingar manna, sem
lýsa yfír stuðningi við mig, til allra
þeirra metorða sem Össur ætlar
mér,“ sagði Ásmundur. Hann sagði
því að vel gæti verið kominn tími
til þess að hann settist niður og
endurskoðaði afstöðu sína í þessu
efni, þó hann hefði enga ákvörðun
þar að lútandi tekið enn.
Varðandi vangaveltur Þjóðvilja-
ritstjórans um það hvar Ásmundur
myndi fara fram, ef hann ákveður
það, en Össur segir að bæði Reykja-
nes og Suðurlandskjördæmi komi
til greina, auk Reykjavíkur, segir
Ásmundur: „Já, það er kannski
nokkuð sérstakt að maður sem er
í innsta hring flokksins og ætti að
vera málum nokkuð vel kunnugur,
sé að bera á borð einhveijar Gróu-
sögur, sem sumar hveijar hafa nú
ekki farið hærra en svo að ég hef
aldrei heyrt þær.“
Ásmundur kvaðst telja að þetta
viðtal Össurar væri liður í áróðurs-
herferð ákveðinna afla innan
Alþýðubandalagsins, þar sem reynt
væri að gera að því skóna að hann
væri valdasjúkur maður, sem auk
þess að vilja halda öllu þvi sem
hann hefði hjá Alþýðusambandinu,
hefði reynt að gerast yfírritskoðari
Þjóðviljans, þingmaður flokksins,
formaður flokksins og ráðherra.
„Það má segja að slíkt beri vott
um nokkuð traust á atgerfi mínu,
bæði andlegu og líkamlegu," sagði
Ásmundur.
„Ég held að þó að menn geti út
af fyrir sig látið sér í nokkuð léttu
rúmi liggja, þótt ofstækisfullir
menn geri mig að allsheijargoða til
lands og sjávar í sínum martröðum
og sálarþrengingum, þá sé það stór-
um alvarlegra ef að ritstjóri Þjóð-
viljans ltiur á það sem hlutverk sitt,
að beita Þjóðviljanum í innanhússá-
tökum. Beita málgagni flokksins
fyrir afmarkaðan hóp í flokknum,
að ekki sé talað um ef með því er
verið að undirbúa klofning flokksins
og sérframboð með Bandalagi jafn-
aðarmanna og fleiri aðilum. Slíkt
tel ég að gangi þvert á starfsskyldu
ritstjóra Þjóðviljans," sagði Ás-
mundur.
Morgunblaðið snéri sér til Ólafs
Ragnars Grímssonar í gær, til þess
að leita álits hans á því sem fram
kemur í viðtali Heimsmyndar við
Össur Skarphéðinsson. Hann sagð-
ist ekki enn hafa fengið Heims-
mynd, og því hefði hann ekki enn
lesið viðtalið. Af þeim ástæðum
væri hann ekki reiðubúinn til þess
að tjá sig um málið að svo stöddu.