Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 I múrnum c íðastliðinn mánudag var á dagskrá sjónvarps stutt kvikmynd er lýst var svo í dagskrárkynningu: Seðla- og myntútgáfa - hönnun og framleiðsla. Fræðslumynd frá Seðlabanka íslands gerð í tilefni afmælissýningar frá 100 ára sögu Landsbankans og íslenskrar seðla- útgáifu sem nú stendur yfir í Seðlabankahúsinu í Reykjavík. Þessi mynd var merkileg fyrir þá sök að hún lýsti að mínu viti hvílíkt vandaverk það er að hanna, prenta og slá mynt og seðla. Er þar kvadd- ur til fjöldi listamanna bæði drátt- listarmanna, hönnuða og prent- verks- og sláttumanna enda skiptir að sjálfsögðu miklu máli að vel tak- ist um alla framkvæmd. Hér virðist raunar tvinnast saman nútíma tölvu- og lasertækni og aldagamalt handverk vina vorra hjá Royal Mint. Ég sá annars ekki betur en ákveðin auglýsingastofa stæði að baki fram- leiðslu þessarar athyglisverðu myndar sú hin sama og hannar hina nýju mynt íslensku þjóðarinnar. Það er nú svo. Annars verð ég að hæla þeim Seðlabankamönnum fyrir hversu myndarlega þeir standa að mynt- sláttunni, þar er hvergi kastað til höndum. Er raunar ekki að spyija að listaáhugi þeirra Seðlabanka- manna er flytja stóreflis listaverk uppá virkjanir á heiðum uppi. Þá fengum við vaxtaþrælamir að kíkja aðeins í þessari mynd á hina granítslegnu Seðlabankahöll er nú hefír risið utan í Amarhólnum þrátt fyrir almenn mótmæli höfuðborgar- búa, „monthús" nefndi sjálft Nóbelskáldið höllina svörtu. En ekkert færð stöðvað peningavaldið. Hér dettur mér í hug smásaga er lýsir máski óbeint viðskiptum eins venjulegs húsbyggjenda við Seðla- bankavaldið. Þannig vildi til að undirritaður pantaði hjá ónefndri steinsmiðju smá steinhellu til að hlífa eldhúsborði. Loks kom hellan eftir 12 mánaða bið. Undirritaður hleraði hjá ónefíidum manni að ástæðan fyrir þessari bið hefði ver- ið sú að þegar steinskífumar fögru voru komnar utan á Seðlabanka- höllina þá hafí ónefndum mönnum litist svo vel á að ákveðið var að þekja höllina með graníti - að inn- anverðu. Ekki veit ég hvort þessi skýring stenst en nógu dýr var hellan mín og slepptu þó hinir ágætu steinsmiðir hinum „hæstu lögleyfðu vöxtum" er færa til fjöll þessa dagana - svo dýr að ég sá ekki betur en gullasninn hefði þurft að skila á síðasta ári 1.200 milljón- um króna á rekstrarreikninginn góða ef dæmið við Amarhólinn ætti að ganga upp. En ég vék nú að þessari litlu steinhellu í litlu nýbyggingunni mínni til að sýna ykkur Seðlabankamönnum fram á að það er ekki nóg að auglýsa trausta og vandaða seðlaprentun fyrir þjóðinni í sjónvarpi ef þið sjálf- ir ausið af almannafé í hallir er rísa þvert gegn vilja almennings. Falleg- ar myndir gerðar af liprum auglýs- ingamönnum og sýndar á besta tíma í sjónvarpi allra landsmanna breyta hér engu um. Traust ávinna opinberir starfsmenn sér aðeins með því að fara vel með þá fjár- muni sem þeim er treyst fyrir. Tsjaransky Síðust á sjónvarpsdagskrá mánu- dagsins var mynd er lýsti því er sovéski andófsmaðurinn Anatoly Tsjaransky var látinn laus úr fanga- búðum í Sovétríkjunum eftir níu ára vist og þá var aðdraganda fangels- unarinnar og síðan frelsunarinnar lýst. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa mynd, þar sáum við undrið mikla er ástin, sálarstyrkur- inn og siðferðisþrekið sigraði hina bergmálslausu, granítslegnu múra valdsins. Megi þeir múrar aldrei rísa á voru yndislega, litla landi. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP Hótel: Réttur er settur Þættir úr sögn Reykjavíkur: Tímabilið 1840-1900 ■■■1 Fjórði þátturinn O-í 30 um sögu Reykjavíkur er á dagskrá í kvöld. Að þessu sinni verður fjallað um tímabilið frá 1840 fram til aldamóta. Við upphaf þess tímabils var Reykjavík hálfdanskur kaupmanna- bær, en með tilkomu íslenskra embættis- og menntamanna til bæjarins breytist Reykjavík í inn- lenda miðstöð, höfúðstað. Fiskveiðar og fískverkun eru þó undirstöðuatvinnu- greinar bæjarins. Með upphafí skútualdar hefst I maður þáttanna er Gerður því nýtt skeið í sögu Róbertsdóttir, en lesari er Reykjavíkur. Umsjónar- | Auður Magnúsdóttir. Land og saga ■H Þátturinn Land 30 og saga í um- sjón Ragnars Agústssonar er á dagskrá útvarps í kvöld. í þættinum verður fjallað um fólks- fækkun í sveitum, og hvemig saga og ömefni geta auðgað landið lífí. Efnið er tekið frá Súðavík og ísafjarðardjúpi. Valið er efni eftir skáld frá þeim slóðum. ■i Næstsíðasti 05 þáttur banda- ” ríska fram- haldsmyndaflokksins, Hótel, sá 21. í röðinni, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. James Brolin leikur hinn geðprúða hótelstjóra sem ávallt leysir úr hvers manns vanda. Aðrir leikar- ar era Connie Sellecca og Anne Baxter. Þýðandi framhaldsþáttanna er Jó- hanna Þráinsdóttir. Picasso ■1 Á dagskrá sjón- 55 varps í kvöld er “ bresk/franska heimildarmyndin Picasso, en hún fjallar um Pablo Picasso (1881-1973), áhrifamesta listmálara á þessari öid. Farið er yfír langan og stórbrotinn feril Picassos á listabrautinni og skoðuð verk frá hinum ólíku skeiðum á langri lífsleið. Kvikmyndastjóm annaðist Didier Baussy. Þýðandi er Ólöf Péturs- dóttir. Heimildarmyndin var áður á dagskrá sjón- varpsins 30. maí sl. Bamaútvarpið: Fjallað um Kína ■I Síðdegis í dag 03 er Bamaútvarp- ~ ið á dagskrá í umsjón Sólveigar Pálsdótt- ur. Henni til aðstoðar er Sigurlaug M. Jónasdóttir. Að þessu sinni er Bama- útvarpið helgað kynningu á Kína. Signý Sen segir frá æsku sinni í Kína en hún ólst þar upp til níu ára ald- urs. Einnig verður talað við Eddu Kristjánsdóttur um böm og unglinga í Kína en hún dvaldi þar í fímm ár. Tónlistina í þáttinn valdi Amþór Helgason af plötum úr safni sínu. M.a. leika og syngja kínverskir tónlistar- menn íslensk lög, „Á Sprengisandi" eftir Sig- valda Kaldalóns og lag Gísla og Amþórs Helga- sona um Vestmannaeyjar við kínverskan texta. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 7.00 Veðurfregnír. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fre ráensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftirJ.M. Barrie. Sigriöur Thorlacius þýddi. Heiðdís Norðfjörð les (11). 9.20 Morguntrirrmn. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Guð- mundur Sæmundsson flyt- ur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Landogsaga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn - Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Katr- ín", saga frá Álandseyjum eftirSally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Siguröardóltir les (7). 14.30 Noröurlandanótur. Noregur. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Aust- urland. Umsjón: Inga Rósa Þórðar- dóttir, Örn Ragnarsson og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Sólveig Pálsdóttir. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 I lottinu. Umsjón Hall- grimur Thorsteinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Úr myndabókinni — 10. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Kuggur, myndasaga eftir Sigrúnu Eldjárn, Fálynd prinsessa, Bleiki pardusinn, Snúlli snig- ill og Alli álfur, Ugluspegill, Lúkas, Alí Bongó og Alfa og Beta. Umsjón: Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirogveður. 20.30 Auglýsingar og dag- 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur umerlend málefni. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K.M.Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les þýðingu sina (11).. 20.30 Ýmsar hliöar. Þáttur i umsjá Bernharöar Guð- mundssonar. 21.00 Hljómur horfins tíma. Annar þáttur Guðmundar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri). 21.30 Þættir úr sögu Reykja- vikur. Fjórði þáttur: Höfuð- staöurinn festist í sessi. Umsjón: Gerður Róberts- dóttir. Lesari: Auður Magn- úsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- skrá. 20.35 Nýjasta tækni og vis- indi. Umsjónarmaður: Siguröur H. Richter. 21.05 Hótel. 21. Rétturersettgr. Bandarískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aöalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 21.55 Picasso — undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Hljóð-varp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt i sam- SVÆÐISUTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni —FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Endursýning. Bresk/frönsk heimildamynd um Pablo Picasso (1881—1973), áhrifamesta listmálara á þessari öld. Litiö er um öxl um langan og stórbrotinn ferill Picass- os á listabrautinni og skoð- uð verk frá hinum ýmsu ólíku skeiðum á langri lifs- leið. Kvikmyndastjórn: Didi- er Baussy. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Áður sýnt í Sjónvarpinu 30. mai sl. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. vinnu við hlustendur. 23.10 Djassþáttur. Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- son, Kolbrún Halldórsdóttir og Kristján Sigurjónsson. Inn i þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán minútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðriöur Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé 14.00 Kliöur Þáttur í umsjá Gunnars Svanbergssonar og Sigurð- ar Kristinssonar. (Frá Akur- eyri). 15.00 Núerlag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 9.JÚIÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.