Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 47 Heimsmet í stangar- stökki SERGEI Bubka, Sovétríkjun- um, fór 6,01 m í stangarstökki á Friðarleikunum í gær og setti þar með heimsmet. Bubka, sem hafði heitið fyrir keppnina að bæta eigiö heims- met í stangarstökki, stóð við loforðið og bætti fyrra met um einn sm. Þetta var fjórða heimsmetið á Friðarleikunum og jafnframt besta afrekið til þessa. Mjólkurbikarinn: 5 leikir í 16 liða úrslitum í kvöld í KVÖLD fara fram 5 leikir í 16 liða úrslitum mjólkurbikar- keppni KSÍ og hefjast þeir allir klukkan 20. KR og Þór leika á Laugar- dalsvelli. KR vann Þór 1:0 í fyrri leik liðanna í 1. deild, en liðin eru um miðja deild með 14 stig. Víðir og IBK leika í Garðinum, þar sem IBK vann 1:0 í 7. um- ferð 1. deildar. Víðir hefur aldrei unnið ÍBK í deildar- eða bikar- leik og er nú í næst neðsta sæti deildarinnar, en Keflavík er í 3. sæti. í Vestmannaeyjum leika heimamenn gegn UBK. Liðin skildu jöfn, 1:1, í Eyjum fyrr í sumar, en UBK er í 8. sæti í 1. deild og ÍBV vermir botnsæt- ið. Á Eskifirði leika Áustri og FH. Austri er í 5. sæti í B-riðli 3. deildar en FH er í 7. sæti í 1. deild. Loks fara Skagamenn til Hveragerðis og leika gegn heimamönnum. Hveragerði er í 2. sæti í B-riðli 4. deildar, en ÍA er í 4. sæti í 1. deild. Hodgson til Gauta- borgar Dave Hodgson, sem lék áður með Liverpool en hefur verið hjá Sunderland í tæplega tvö ár, er á leiðinni til Svíþjóðar og mun leika með Gautaborg. Norwich vildi frá Hodgson í sín- ar raðir, en hann valdi frekar að leika í sænsku 1. deildinni. • Varnarmenn Fylkis stóðu sig vel í leiknum gegn Fram og björguðu oft eftir þungar sóknir Framara. Mjólkurbikarinn: Morgunblaöiö/Árni Sæberg Guðmundur skoraði sigur- markið á Fylkisvellinum FRAM vann Fylki 1:0 í 16 liða úrslitum mjólkurbikarkeppninnar á Fylkisvelli í gærkvöldi. Framarar réðu gangi leiksins nær allan tímann og eftir góða byrjun virtist spurningin aðeins vera hvenær þeir skoruðu fyrsta markið. Það var samt ekki fyrr en á 52. mfnútu að Guðmundur Torfason skoraði og þegar upp var staðið reyndist það eina mark leiksins. Framarar voru nær eingöngu með knöttinn fyrstu 25 mínútur leiksins án þess að skapa sér veru- lega hættuleg marktækifæri. Um miðjan hálfleikinn skallaði Guð- mundur Steinsson að Fylkismark- inu eftir góða sendingu frá Kristni Jónssyni, en Helgi Hilmarsson varði vel, og á 24. mínútu var Jan- us Guðlaugsson með hörkuskot af 20 metra færi, en knötturinn fór rétt framhjá Fylkismarkinu. Eftir þetta komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn og áttu í fullu tré við bikarmeistarana til loka hálfleiksins, en fátt markvert gerð- ist upp við mörkin. Framarar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og á 52. mínútu uppskáru þeir árangur erfiðisins. Steinn Guðjónsson lék upp að endamörkum og gaf góða send- ingu fyrir markið þar sem Guðmundur Torfason var réttur maður á réttum stað og skoraði örugglega. Bikarmeistararnir tviefldust við markið og gerðu harða hríö að Fylkismarkinu næsta stundarfjórð- unginn, en ýmist misnotuðu þeir færin eða varnarmenn Fylkis bægðu hættunni frá. Fylkismenn áttu einstaka skyndisókn, en besta marktæki- færi þeirra í leiknum kom á 81. mínútu. Þá fékk Anton Jakobsson góða sendingu inn fyrir vörn Fram og lyfti knettinum yfir Friðrik Frið- riksson markvörð, en Þorsteinn Þorsteinsson bjargaði á marklínu. Steinn Guðjónsson fékk síðan tvö færi undir lok leiksins. í fyrra skiptið bjargaði Helgi, markvörður Fylkis, í horn, og í seinna skiptið gaf hann knöttinn á Kristim Jóns- son í stað þess að skjóta sjálfur. Framarar fengu meiri mót- spyrnu í leiknum en margir hefðu haldið. Samt virtist sigur þeirra aldrei í hættu og var sanngjarn. í liðinu var enginn veikur hlekkur og Janus kom vel út úr miðvarðarstöð- unni meðan hans naut við. Pétur Ormslev var yfirburðamaður á miðjunni sem fyrr og fáir ráða við Guðmund Torfason. Fylkismenn börðust vel, en mest mæddi á varnarmönnunum. Bestir voru Brynjar Jóhannesson, Helgi Hilmarsson, Valur Ragnars- son og Anton Jakobsson. Þorvarður Björnsson dæmdi leikinn ágætlega. - S.G. Fjörugt á Siglufirði er Víkingur vann KS 1—0 Vfkingar tryggðu sér sæti í 8- liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ er liðið lagði KS að velli 2-1 f opnum og fjörugum leik á Siglu- firði f gærkvöldi. Víkingar fengu óskabyrjun er Gunnar Örn Gunnarsson skoraði með þrumuskoti í slána og inn eft- ir aðeins þrjár mínútur. Reyndar voru menn ekki á eitt sáttir hvort boltinn hefði farið innfyrir línuna og atvikið minnti óneitanlega á slá- arskot Spánverja í leiknum gegn Brasilíu á HM. Heimamenn sóttu í sig veðriö eftir markið og Jón Kr. Gíslason fékk tvivegis góð færi á að jafna leikinn en í bæöi skiptin sluppu Víkingar með skrekkinn. Á 38. mínútu var vítaspyrna dæmd á einn leikmanna Víkings fyrir að handlaika knöttinn. Björn Ingi- marsson skoraði örugglega úr spyrnunni. Óli Agnarsson fékk fyrsta þokkalega marktækifæri síðari hálfleiks en Jón Otti markvörður Víkings náði að slá boltann yfir. Brynjar þjálfar KA — Sigmar Þröstur með Stjörnunni BRYNJAR Kvaran, landsliðsmark- vörður í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KA á Akureyri næsta vetur og mun hann einnig leika með liðinu. Brynjar kemur til Akureyrar 1. ágúst næstkomandi og hefjast þá æfingar af fullum krafti. Júgoslavinn Ljubo Lazic þjálfaði KA í fyrravetur og hafði verið gerð- ur við hann tveggja ára samningur en honum hefur nú verið sagt upp. KA menn hafa orðið fyrir því áfalli að Erlingur Kristjánsson, sem var einn besti maður liðsins síðasta keppnistimabil, leikur í Noregi næsta vetur og einnig eru nokkrar líkur á því að Pétur Bjarna- son og Logi Már Einarsson verði í Noregi í vetur. Þá missir liðið markvörðinn Sigmar Þröst Óskars- son úr Vestmannaeyjum — en hann hefur ákveðið að leika með Stjörnunni næsta vetur. Því má segja að Stjarnan og KA skipti á markvörðum! Auk Brynjars Kvaran kemur Friðjón Jónsson í raðir KA-manna, en hann lék með liðinu á árum áður, áður en hann hélt út • Brynjar Kvaran hefur verið ráðinn þjálfari KA f handknattleik. Annars voru Víkingar heldur betri aðilinn framan af síðari hálfleiknum og á 71. mínútu náðu þeir foryst- unni. Jón Bjarni átti þá fyrirgjöf fyrir mark KS. Ómar Guðmunds- son, markvörður, hugðist slá boltann frá en ekki vildi betur til en að boltinn hafnaði í markinu. Það sem eftir lifði leiksins reyndu heimamenn allt hvað þeir gátu til að jafna en stöðug sókn þeirra á lokamínútunum náði ekki að skapa þeim veruleg marktækifæri. Sigur Víkings var annar á KS á stuttum tíma en Reykjavíkurliðið þurfti að hafa mun meira fyrir hlut- unum í þessum leik heldur en í sigrinum í 2. deildarkeppninni. Jón Bjarni Guðmundsson og Elías Guðmundsson voru bestir leik- manna Víkings. Sérstaklega var skemmtilegt að fylgjast með Elíasi á vinstri kantinum. Heimamenn fengu síst færri færi en Víkingar en það dugði ekki til. Englendingurinn Colin Thacker lék mjög vel fyrir KS og landsliðs- maðurinn í körfuknattleik, Jón Kr. Gíslason, var einnig frískur. Ólafur Lárusson dæmdi leikinn þokkalega. Hann sýndi þremur leikmönnum gula spjaldið. Siglfirð- ingunum Óla Agnarssyni og Gústafi Björnssyni og Víkingnum Gunnari Erni Gunnarssyni. RÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.