Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
Irak — Iran:
Bardagar harðna
— Óvíst um mannfall
Nikósía, AP.
ÍRÖNSK hernaðaryfirvöld sögðu á
þriðjudag að þeir hefðu sótt enn
lengra inn í írak, og að meira en
2.000 írakar hefðu verið felldir í
stórorrustu, sem var háð vestur
af írönsku landamæraborginni
Mehran. írakar sögðu á hinn bóg-
inn að sókn Irana hefði verið
brotin á bak aftur og að „þúsund-
ir“ írana hefðu legið í valnum,
áður en yfir lauk.
íranir segja að þeir hafi fellt meira
en 8.000 manns og tekið yfir 1.000
höndum, frá því að Karbalah:sóknin
hófst nú um mánaðamótin. íranska
útvarpið skýrði frá því að enn væri
hart barist á vígstöðvunum, en sagði
ennfremur að Iranir hefðu yfirhönd-
ina. íraska fréttastofan sagði hins
vegar að sóknin hefði verið stöðvuð
og að þúsundir írana þyrftu ekki að
kemba hærumar.
Ekki er nokkur leið að staðfesta
fregnir frá vígstöðvum írana og ír-
aka. Fréttamönnum er meinaður
aðgangur að bardagasvæðum og
styijaldaraðilar játa nær aldrei að
mannfall hafi orðið í eigin liði.
New York:
Oður maður með
sverð veldur usia
— drap tvo og særði níu
New York, AP.
ÓÐUR MAÐUR með sveðju vó mann og konu um borð í feiju
sem hafði þá nýsiglt framhjá Frelsisstyttunni. Níu særðust.
Hann sagði guð hafa beðið sig um þetta.
Maðurinn, sem var handtekinn, hæli“, sagði Del Pino. „Fólk hljóp
heitir Juan Gonzales og er einn framhjá mér og hrópaði eitthvað
þeirra Kúbana, sem komu til óskiljanlegt. Ég komst í gegn um
Flórída frá Mariel-höfn. þvöguna og mér til skelfíngar sá
Gonzales keypti sveðjuna f ég manninn, þar sem hann var
minjagnpaverslun, en hún var allur á lofti og hjó með sverðinu
með rúmlega 60 cm löngu blaði. hvað eftir annað“.
Skyndilega dró hann hana upp
og hjó til hægri og vinstri, með Borgarstjóri New York, Ed
ofangreindum afleiðingum. Lög- Koch, heimsótti hina særðu á
reglumaður meðal farþega, Del sjúkrahús og sagði það hryggja
Pino að nafni, skaut að honum sig mjög að þetta skyldi hafa
skoti og skipaði honum að leggja komið fyrir svo skömmu eftir að
vopnið frá sér, og hlýddi Gonzales afmæli Frelsisstyttunnar og þjóð-
því boði. hátíðardegi Bandaríkjanna var
„Þetta var eins og á geðveikra- fagnað ákaflega í New York.
V estur-Þýskaland:
Vill að A-Þjóðverjar
hindri flóttamannastraum
Bonn, AP.
Varaþingflokksformaður
kristilegra demókrata á vestur-
þýska þinginu hvatti í gær
austur-þýsk stjórnvöld til að
stemma stigu við straumi flótta-
manna frá þróunarlöndunum til
Vestur-Þýskalands.
Þingmaðurinn Karl Miltner sagði
að yrðu Austur-Þjóðverjar við
áskorun hans gæti það stuðlað að
betri sambúð Austur- og Vestur-
Þýskalands.
Hann bætti við að aldrei hefðu
eins margir flóttamenn komist til
Vestur-Berlínar gegnum Austur-
Berlín og í júní. þá hefðu um 5500
flóttamenn sótt um hæli í Vestur-
Berlín.
Hyman G. Rickover, 1900—1986.
ingi. Það var reist í Shippingport
í Pennsylvaníu.
Rickover spillti fyrir sér með
því að fara ekki alltaf samkvæmt
ströngustu reglum og eignaðist
marga óvini innan flotans. Tvi-
svar var framhjá honum gengið
við stöðuveitingar og ef ekki
hefði komið til sérstakra aðgerða
Bandaríkjaþings, kynni hann að
hafa verið neyddur til þess að
segja af sér árið 1953. Sem
dæmi um óvinsældir hans sums
staðar, má nefna að þegar fyrsti
kjamorkuknúni kafbáturinn,
Nautilaus, fór undir íshettuna á
Norðurpólnum, var Rickover ekki
boðið til Hvíta hússins, þó að
Rickover væri sá sem hugmynd-
ina fékk og bar þunga verkefnis-
ins á herðum sér.
En þó að Rickover væri um-
deildur og jafnvel óvinsæll meðal
annarra herforingja og forstjóra
í hergagnaiðnaðinum, naut hann
alltaf mikils fylgis á Bandaríkja-
þingi. Má nefna að hann var
tvisvar sæmdur sérstakri gull-
orðu þingsins, sem veitt er fyrir
sérstaklega mikil störf í þágu
almennings. Aðeins einn maður
annar hefur tvisvar orðið þessa
heiðurs aðnjótandi, en það var
Zachary Taylor, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna.
Rickover sagði af sér á 82.
afmælisdegi sínum árið 1982, en
það gerði hann að ósk Ronalds
Reagan Bandaríkjaforseta.
Rickover átti við ýmis heilsufars-
vandamál að stríða, eftir að hann
fékk hjartaslag fyrir réttu ári.
Juan Enrile, vamarmálaráðherra Filippsseyja, faðmar hershöfðingjana Jaime Echevarri og Propero
Olivas að sér stuttu eftir að þeir gáfust upp. Fjórir hershöfðingjar í her Filippseyja studdu uppreisn
Arturos Tolentino.
Marcos þvær hendur
sínar af uppreisninni
Washinjfton, AP.
FERDINAND MARCOS, fyirum
forseti Filippseyja, segist ekki
hafa átt neinn þátt í mislukkaðri
tilraun stuðningsmanna hans til
valdaráns á Filippseyjum á
þriðjudag. Marcos segir að valda-
ránstilraunin hafi komið sér í
opna skjöldu og hafi hann hvatt
stuðningsmenn sina til að grípa
ekki til ofbeldisaðgerða. Hins
vegar vill hann ekki útiloka að
hann muni hafa frekari afskipti
af málum Filippseyja í framtíð-
inni. Marcos lét þessi orð falla í
viðtali sem tekið var í Honolulu
á Hawaii og bandaríska sjón-
varpsstöðin NBC sýndi samdæg-
urs.
Arturo Tolentino, sem lýsti sig
forseta landsins, eftir að stuðnings-
menn hans höfðu lagt undir sig
hótel í Manila, hefur sagt að Marc-
os hafi fyrirskipað valdaránstil-
raunina. Að sögn Nepali Gonzales,
dómsmálaráðherra Filippseyja,
verður gefin út ákæra á hendur
Tolentino en hann hefur ekki verið
handtekinn. Tolentino var varafor-
setaefni Marcosar í síðustu kosning-
um en svo sem kunnugt er af
fréttum var Corazon Aquino lýst
forseti landsins í kjölfar þeirra.
Emmanuel Pelaez, sendiherra
Filippseyja í Bandaríkjunum, segir
Tolentino ekki eiga stuðning innan
hersins og telur að Tolentino hafi
verið rekinn áfram af taumlausri
metorðagimd. Að sögn sendiher-
rans hefur Marcos greitt fjölmörg-
um þeirra, sem hvatt hafa til
heimkomu hans, laun fyrir viðvikið.
Pelaez, sem eitt sinn gegndi
stöðu utanríkisráðherra en sagði
síðar skilið við Marcos, segir deilur
vera uppi innan ríkisstjómar Coraz-
on Aquino milli þeirra sem vilja að
réttarhöld yfir Marcos fari fram á
Filippseyjum og hinna sem telja að
stjóminni stafi ógn af Marcosi og
telja heppilegast að einangra hann
frá vestrænum flölmiðlum og um
leið stuðningsmönnum sínum á
Filippseyjum.
Bandaríkjastjóm er sögð hafa
farið þess á leit við stjómvöld í
Gabon og hugsanlega fleiri Afríku-
ríkjum að þau veiti Marcosi land-
vistarleyfi. Þá mun ríkisstjóm Costa
Rica hafa hafnað beiðni þar að lút-
andi.
Grikkir og Albanir
semja loks um frið
Aþena, AP.
GRISK yfirvöld tilkyimtu á þríðju-
dag að friðarsamningar hefðu
tekist milli ríkjanna, en opinberlega
hafa þau átt i stríði undanfarin 46
ár.
Tilkynningin kom í kjölfar viku-
langrar heimsóknar grískrar sendi-
nefndar til hins einangraða ríkis. Eftir
seinni heimsstyrjöld neitaði Hoxha,
alvaldur Albaníu, að undirrita friðar-
samninga. Nú að honum látnum, kann
loks að verða af því.
Þrátt fyrir ófriðinn milli ríkjanna,
tóku þau upp stjómmálasamband árið
1971 og hafa æ síðan bætt sambúðina
hægt og sígandi.
AMB ASSADEUR XLT 2
Ofemjékv htaiA, kb
kcgt er að itfla eftir stjit-
Laoflétt, mu
hjól, raut með aákntni
ér dafökh duwOi ábtykU.
Opust falkomlega meðaa
Haganleg bóuu.
HUðaiplötar faDa að lófan-
ni og era með svartri
mattrt áfcrð. Ianri piötor nr
gr*ao rafhéðoðo áU.
AUir óvarðtr hlotar þéttir
gegn tctiogi.
NÝ AMBASSADEUR VEIÐIHJÓL í MEÐAL-
VERÐFLOKKI. Þau hjól hleypa sjaldan
snurðu á línuna. Þrjú stillanleg bremsukerfi,
tvö þeirra í köst og eitt í veiði.
HAFNARSTRÆTl 5, REYKJAVÍK. SÍMI16760.