Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 41 Ungur fjármálaspekingur missir aleiguna og framtíðarvonir hans verða að engu. Eftir mikla leit fær hann loks vinnu hjá „Kvikasilfri," sem sendi- sveinn á tíu gíra hjóli. Hann og vinir hans geysast um stórborgina hraðar en nokkur bíll. Eldfjörug og hörkuspennandi mynd með Kevin Bacon, stjörnunni úr „Footloose" og „Diner“. Frábær músík: Roger Daltrey, John Parr, Marilyn Martin, Ray Parker, Jr. (Ghostbuster), Fionu o.fl. Æsispenn- andi hjólreiðaatriði. Flutningur tónlistar: Roger Daltrey, John Parr, Marilyn Martin, Ray Parker, Jr. Helen Terry, Fish, Pete Solley, Fiona, Gary Katz, Roy Milton, Ruth Brown, Daiquiri o.fl. Tónlist: Tony Banks. Leikstjóri: Tom Donnelly Sýnd I A-sal kl. 5,7,9 og 11.05 Vaninn er minn versti óvinur — áhættan það, sem g-efur lifinu lit,“ segir David Essex. — segir söngvarinn og leikarinn David Essex Eg er byltingarsinnaður baráttu- maður í eðli mínu,“ segir söngvarinn og leikarinn David Essex í nýlegu viðtali. „Ég lít á lífð sem ævintýri og trúi því að það sé í mínum höndum að gera það eins spennandi og hægt er. Besta leiðin til þess er að gera það sem maður vill gera í stað þess, sem ætlast er til af manni," bætir hann við. „Auð- vitað veit ég, að ég get trútt um talað, þar sem ég tilheyri þeim for- réttindahópi, sem hefur gaman af vinnu sinni og er ánægður með launin sín. Og vissulega ættu þeir, sem vinna frá 9-5 ekki eins auð- velt með að stinga af í 3 mánuði og ferðast um Suður-Ameríku, eins og ég gerði ekki alls fyrir löngu. En frelsið er samt frekar spuming um hugarfar en fjárráð.“ Essex var aðeins 16 ára að aldri er hann lagði land undir fót og hélt til Ítalíu. Þar flengdist hann í nokkum tíma og söng bakraddir hjá ýmsum óþekktum listamönnum. „Við sváfum níu saman í einu pínu- litlu herbergi," segir hann, „og vinahópurinn samanstóð af götu- drósum, drykkjumönnum og dópist- um. Samt lærði ég meira um listina að lifa á þessum stutta tíma en ég hef gert öll mín síðari ár. Svo þrátt fyrir að ég ætli ekki að fara að predika yfir fólki og segja því hvemig lifa skal, vil ég benda því á að staldra stöku sinnum við og spyija sjálft sig hvers vegna það gerir alla þá hluti, sem það gerir — og ég er viss um að mönnum mun bregða, er þeir sjá hversu miklum tíma þeir eyða í einskisverða hluti. Vaninn er versti óvinur vellíðunar og áhættan það sem gefur lífinu lit. Þeir em allt of margir sem fljóta sofandi að feigðarósi, sjá hvorki né heyra það sem lífið hefiir upp á að bjóða.“ Á Essex þá við að skyldustörfín eigi alltaf að víkja fyrir skemmtun- um? „Nei, slíkt væri náttúrulega algert ábyrgðarleysi," svarar hann að bragði. „En menn geta verið fijálsir, án þess að vera sjálfselskir og eigingjamir. Sumar skyldur sínar geta menn ekki flúið — það veit ég manna best. En okkur hætt- ir þó oft til að taka hlutverk okkar allt of hátíðlega, höfum lent inn í einhverri hringrás og leiðum sjaldan hugann að því hvort við séum raun- vemlega að gera eitthvert gagn. Við ættum að spyija okkur í ein- lægni hvort við völdum einhveijum mikilli sorg ef við sleppum því að ryksuga í dag og fömm þess í stað upp í sveit og slöppum af, næmm okkur úti í náttúmnni og dorgum jafnvel í einhveijum dmllupolli. Þetta ætti ekki að skaða neinn, en gerir daginn þó mun eftirminnilegri en ella,“ bætir hann við. „Annars er ég helst til eirðarlaus,“ segir David. „Ég virðist t.a.m. aldrei geta búið lengur en átján mánuði á sama stað. Það passar venjulega, að þeg- ar ég er farinn að muna hvar slökkvaramir í íbúðinni em, þá færi ég mig um set. Mér er illa við allt, sem talist getur hversdagslegt, vil hafa spennu í kring um mig og býst því ávallt við því óvænta. I stuttu máli má segja að mér fínnst lífið of stutt til að klæðast kjólföt- um,“ segir stjaman David Essex. ARNARHÓLL VEITINGAHUS UDKDAl’ANT AN|R SIMI 18833- NYJA ISLENSKA ELDHUSIÐ NÝR MATSEÐILL JLi SIMI 18936 SILFUR UICKSILVER =**= „LÍFIÐ ER OF STUTT TIL AÐ KLÆÐ- AST KJÓLFÖTUM"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.