Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Y firbur ðasignr
í Japan
Minnihluti þjóða og mann-
kyns býr við lýðræði,
þingræði og mannréttindi — í
þeim skilningi þessara orða,
sem lagður er í þau á Vestur-
löndum. Meirihluti mannkyns
býr enn við skert þegnréttindi
og ríkisstjómir, sem ekki þurfa
að sækja umboð sitt til almenn-
ings eftir leikreglum lýðræðis
og þingræðis, eins og við þekkj-
um þær, það er í almennum,
leynilegum kosningum, þar
sem framboðs- og kosninga-
réttur sérhvers þjóðfélags-
þegns er tryggður. Það er því
ánægjuefni þegar kosningaúr-
slit hjá milljónaþjóðum, sem eru
leiðandi í heimshluta sínum,
styrkja stöðu lýðræðis og þing-
ræðis í heiminum. Sú varð
niðurstaðan i þingkosningum í
Japan síðastliðinn sunnudag
þar sem Fijálslyndi flokkurinn,
undir forystu Yasuhiro Naka-
sone, forsætisráðherra, vann
stórsigur í kosningum til
beggja deilda japanska þings-
ins og endurheimti hreinan
þingmeirihluta. Flokkurinn
fékk rúmlega 300 þingsæti af
512 í neðri deild þingsins.
Frjálslyndi flokkurinn, sem
notið hefur meirihlutafylgis í
Japan lengst af síðustu fjóra
áratugi, missti meirihlutann í
kosningum árið 1983. Flokkur-
inn hélt þó áfram um stjómar-
tauma með stuðningi
smáflokks, Nýja fijálslynda
flokksins. Yasuhiro Nakasone,
oddviti frjálslyndra og forsætis-
ráðherra, efndi síðan til kosn-
inga síðastliðinn sunnudag, 18
mánuðum fyrr en nauðsynlegt
var að þarlendum lögum. Þegar
talið hafði verið upp úr kjör-
kössunum hafði Fijálslyndi
flokkurinn, flokkur Nakasone,
unnið mesta kosningasigur í
sögu sinni og endurheimt þing-
meirihluta sinn.
Fréttaskýrendur túlka al-
mennt stórsigur Fijálslynda
flokksins sem persónulegan
sigur forsætisráðherrans. Þeir
segja Nakasone hafa unnið sér
þjóðartraust með störfum
sínum og komið vel fyrir í fjöl-
miðlum, ekki sízt sjónvarpi.
Sjálfur túlkar Nakasone úrslit-
in sem ótvíræðan stuðning
kjósenda við stefnu sína í inn-
anríkis- og utanríkismálum, en
flokkurinn er hægri sinnaður
borgaraflokkur, sem treysta
vill samstarf við vestræn ríki.
Náin persónuleg kynni eru talin
hafa þróast með Nakasone og
Reagan Bandaríkjaforseta á
fundum þjóðarleiðtoganna und-
anfarin ár.
Fijálslyndi flokkurinn í Jap-
an heldur flokksþing sitt í
októbermánuði næstkomandi.
Lög flokksins standa til þess
að formaður hans megi aðeins
sitja tvö kjörtímabil á for-
mannsstóli. Nakasone á,
samkvæmt lögum þessum, að
láta af formennsku í haust, en
hefð er fyrir því að flokks-
formaður gegni embætti
forsætisráðherra. Sjálfur sagði
Nakasone fyrir kosningar að
hann myndi virða flokkslögin
að þessu leyti. Fréttaskýrendur
telja þó allnokkra möguleika á
því, eftir það mikla traust sem
Japanir sýndu forsætisráðherra
sínum í kosningunum næstlið-
inn sunnudag, að flokkslögum
verði breytt og Nakasone end-
urkjörinn flokksformaður
þriðja kjörtímabilið, enda hafí
andstaða gegn honum, sem var
til staðar innan Fijálslynda
flokksins, veikst með velgengni
hans í kosningunum.
Helzti stjómarandstöðu-
flokkurinn í Japan, Sósíalista-
flokkurinn, missti mikið fylgi í
kosningunum. Hann fékk að-
eins 85 þingsæti í neðri deild
þingsins, sem er enn minna en
1969, þegar flokkurinn fékk
eina verstu útreið sína. Frétta-
skýrendur leiða að því líkur að
formaður Sósíalistaflokksins
kunni að segja af sér vegna
ósigurs flokksins í kosningun-
um.
Yasuhiro Nakasone, forsæt-
isráðherra, sem sigldi ekki
sléttan sjó í flokki sínum fyrir
kosningamar, þykir hafa sýnt
bæði þrek og þor, er hann gekk
til kosninga 18 mánuðum fyrr
en nauðsyn stóð til. Úrslit kosn-
inganna verða ekki túlkuð
öðmvísi en sem ótvíræð
traustsyfírlýsing japönsku
þjóðarinnar, bæði til hans og
flokks hans, sem nú heimtir
aftur hreinan þingmeirihluta.
Sigur Fijálslynda flokksins
hlýtur og að vekja fögnuð á
Vesturlöndum, enda felur sá
sigur ekki sízt í sér það, að
lýðræði og þingræði treystir
enn rætur sínar í þessu fjar-
læga landi, sem vestræn ríki
em bæði í vináttu- og við-
skiptatengslum við. Sá minni-
hluti mannkyns, sem býr við
lýðræði og þingræði — og á í
vök að veijast í viðsjálum
heimi, hlýtur að fagna hverri
stoð sem skotið er undir lýð-
ræði, þingræði og almenn
mannréttindi, hvar sem er í
veröldinni.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
Skýrsla breska varnarmálaráðuneytisins:
So vésk herútgj öld
15 % þj óðartekna
í maí síðastliðnum, kom út
árleg skýrsla breska vamar-
málaráðuneytisins, til þingsins. í
henni birtust m.a. þessar saman-
burðartöflur, sem hér sjást. Þar
er herstyrkur Atlantshafsbanda-
lagsins og Varsjárbandalagsins
borinn saman, bæði á sjó og
landi. Auk þess er skýrt frá því
að hernaðarútgjöld Sovétmanna,
hafa hækkað um 60% að raun-
gildi siðastliðin 15 ár. Þau nema
nú 15% þjóðartekna, á ári hverju.
Á mynd 1 má sjá þann hluta
hefðbundins herafla NATO og Var-
sjárbandalagsins, sem staðsettur er
í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og
V-Þýskalandi annars vegar, og
Póllandi, Tékkóslóvakíu og
A-Þýskalandi hins vegar.
Á mynd 2 sést heildarstaðan
betur. Á henni sjást einnig herdeild-
ir í Mið- og Norður-Evrópu, þ.m.t.
herdeildir á Stóra-Bretlandi og í
þremur vestustu hemaðarumdæm-
um Sovétríkjanna, en þær væri
hægt að flytja með skömmum fyrir-
vara, til hugsanlegra átakasvæða
við jámtjaldið. Liðsauki er hinsveg-
ar ekki talinn með á þessari mynd.
Þrátt fyrir það sést ljóslega hinn
landfræðilegi mismunur hemaðar-
bandalaganna. Varsjárbandalagið
þarf ekki að leita liðsaukans langt.
NATO þarf á hinn bóginn að flytja
NATO
If/ARSJAR-bandalag
780.000
/ /
975.000
580.000
Jf\
735.000
HEILDARFJÖLDI
HERMANNA
HERMENN
íHERBÚÐUM
16.600 SKRIÐDREKAR
FJARSTYRÐ GA GN-SKRIÐDREKA VOPN
_ _
1.250 2.650
6-800 STÓRSKOTAUÐ
ORRUSTUVELAR
þorra liðsauka síns yfír Atlants-
hafíð.
Á mynd 3 er herstyrk sjóheijanna
lýst. Af augljósum ástæðum, er það
sá þáttur, sem íslendinga varðar
mestu. Hér er flotunum skipt eftir
þeim hafsvæðum, sem skipin eiga
heimahafnir að, en vitaskuld em
skipin ekki bundin við þau. Sérstök
athygli er vakin á því, að erfítt er
að bera flotana saman með því einu
að telja skipin, eða bera saman
tonnafjölda, þar sem hlutverk þeirra
er mjög ólíkt. Eitt aðalhlutverk
NATO-flotans er að veija siglinga-
leiðir yfír Atlantshafið, en floti
Varsjárbandalagsins, er ekki bund-
inn neinu slíku hlutverki. Hann er
í eðli sínu árásarfloti, öfugt við
mikinn hluta NATO-flotans.
Einn mikilvægasti þáttur hins
sovéska flotastyrks liggur í kaf-
bátum þeirra. Á undanfömum ámm
hafa þeir tekið stórstígum fram-
fömm og framleiða Sovétmenn nú
a.m.k. sex tegundir kafbáta, þar
af fímm kjamorkuknúnar. Sjöttu
hverja viku er nýjum sovéskum
kafbáti hleypt af stokkunum. Kaf-
bátar Sovétmanna em einnig mun
stærri og tæknilega fullkomnari,
en áður var. Á það einnig við um
hefðbundin skip.
NATO-þjóðirnar hafa einnig eflst
að flotastyrk. Það hafa þær gert
með nýsmíði skipa, en einnig með
því að bæta vopna- og rafeindabún-
að eldri skipa. Enn sem komið er
hafa NATO-ríkin talsvert forskot á
ríki Varsjárbandalagsins hvað
snertir flugmóðurskip og rafeinda-
búnað, en það minnkar stöðugt.
Hemaðarútgjöld Sovétríkjanna
em nú um 14-16% þjóðarfram-
leiðslu, en talið er að það hlutfall
hækki á næstu ámm, nema að efna-
hagsástand batni til muna. Sam-
kvæmt útreikningum breska
varnarmálaráðuneytisins hafa
hemaðarútgjöld í Sovétríkjunum
aukist um 60% undanfarin 15 ár.
Þá er gert ráð fyrir áhrifum verð-
bólgu. Sovéskum stjómvöldum telst
svo til, að þau hafí hækkað um 7%
á sama tíma. Þau gera ekki ráð
fyrir verðbólgu.
Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ:
>
Utilokað að tryggja árangur febrúar-
samninganna með kosningar framundan
samningum í skugga yfirvofandi
þingkosninga sannar að það er
hætta á að pólitísk skammtímasjón-
armið ráði þar ferðinni meira en
skynsemin. Frá sjónarhóli vinnu-
veitenda, og reyndar fólksins alls í
landinu, tel ég því æskilegt að geg-
ið verði til kosninga strax í haust.
Ella tekst varla að halda verðbólg-
unni niðri,“ sagði Víglundur Þor-
steinsson.
FORY STUMENN Vinnuveiten-
dasambands Islands eru sömu
skoðunar og forysta Alþýðusam-
bands íslands, að æskilegt sé að
kjósa til Alþingis strax í haust.
Telja þeir erfitt eða útilokað að
tryggja árangur febrúarsamn-
inganna ef kosningar fara ekki
fram fyrr en á miðju næsta ári,
þegar ríkisstjómin hefur lokið
kjörtímabili sínu.
„Við hjá VSÍ höfum ekki farið
dult með þá skoðun okkar að
ómögulegt sé að tryggja þann ár-
angur sem náðist í febrúarsamning-
unum ef gengið verður til samninga
um áramótirt með kosningar fram-
undan. Það er nauðsynlegt að
komnar verði skýrar línur í pólitík-
ina þegar sest verður að samninga-
borði," sagði Gunnar J. Friðriksson
formaður VSÍ í samtali við Morgun-
blaðið.
Gunnar sagðist vonast til að
stjómmálamenn gerðu sér grein
fyrir þessari staðreynd og beittu sér
fyrir kosningum fyrir áramót. „Það
verður ekki hægt að ná fram skyn-
samlegum samningum nema sterk
ríkisstjóm sitji, sem hægt er að
treysta til að framfylgja þeirri
steftiu að halda verðlagi niðri. í því
efni má hvergi slaka á og síst af
öliu í ríkisfíármálum. En reynslan
hefur kennt okkur að kosningaþing
eru eyðsluþing, þar sem ábyrgð og
festa víkur fyrir pólitískum hags-
munum," sagði Gunnar J. Friðriks-
son.
I sama streng tók Vfglundur
Þoreteinsson í framkvæmdastjóm
VSÍ: „Ég er sammála þeim röicum
að slæmt sé að ganga til kjarasamn-
inga um næstu áramót ef starfandi
er í landinu ríkisstjóm sem er að
klára sitt kjörtímabil. Reynslan af
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir VAL INGIMUNDARSON
Júgóslavía:
Vilja taka harðar
á efnahag'smálum
JÚGÓSLAVNESK stjórnvöld standa nú frammi fyrir miklum
vanda, eins og kom glögglega i ljós á þingi kommúnistaflokks
landsins, sem lauk fyrir skömmu. Hér kemur margt til, en það
er einkum þrennt sem vegur þyngst á metunum: hríðversnandi
efnahagsástand, flokksóeining og þjóðernisdeilur. Margt bendir
til þess að stjómin hyggist glíma við þennan vanda með harð-
ræði. Eftir niðurstöðum þingsins að dæma virðast harðlínumenn
vera að ná undirtökum í flokknum.
Iræðu formanns miðstjómar
kommúnistaflokksins, Vidoje
Zarkovic, á þinginu kom fram að
stjórnin hefur nú miklar áhyggjur
af framvindu þjóðmála. Hann við-
urkenndi að þjóðemisdeilur hefðu
magnast og efnahagslífíð orðið
stöðnun að bráð. Þetta er hveiju
orði sannara: Nú er talið að verð-
bólga sé um 100% og atvinnuleysi
15%. Einnig hafa útflutningstekj-
ur minnkað um 3% á þessu ári,
en erlendar skuldir nema nú 18,5
milljörðum dollara.
Óeining innan flokksins
Það er þó ekki einungis slæmt
efnahagsástand, sem stendur
kommúnistaflokknum fyrir þrif-
um. Gætt hefur mikillar ónægju
meðal flokksmanna sjálfra með
stefnuna. Hafa miðstjómarnefnd-
armenn af þeirri kynslóð, sem
komst í áhrifastöður meðan Tító
var á valdastóli, sætt vaxandi
gagnrýni að undanfömu. Þetta
kom skýrt fram á flokksþinginu:
Þá náðu t.d. aðeins 40 úr þessum
hópi kjöri í miðstjóm flokksins,
en áður voru þeir um 90.
Reyndar hafa aldrei orðið eins
miklar breytingar á miðstjóminni
og nú. Af þeim 165, sem skipa
miðstjómina, tóku 127 nýir
flokksmenn þar sæti. Var þetta í
fyrsta sinn í 20 ár, sem miðstjóm-
in var kjörin í leynilegri atkvæða-
greiðslu. Og það, sem frekar
rennir stoðum undir þá kenningu
að gömlu valdamennimir í flokkn-
um séu að missa áhrif sín, er að
formaður miðstjómarinnar deildi
á Tító sjálfan í ræðu á flokks-
þinginu, einkum fyrir stefnu hans
í efnahagsmálum.
Þjóðernisdeilur hafa líka valdið
stjórnvöldum erfíðleikum.
Skömmu áður en flokksþingið
hófst ákvað stjómin að nema úr
gildi lög, sem kveða á um sjálf-
sjóm Kosovo-héraðs. Gripið var
til þessa ráðs til að reyna að draga
úr togstreitu milli þjóðarbrota, og
heyra því málefni Kosovo nú und-
ir stjómina í Belgrad. Margir
hyggja þó að þetta hafí verið mis-
ráðið og óttast jafnvel að borgara-
styrjöld brjótist þar út milli
Albana og Serba. Mikill meirihluti
íbúanna eru Albanir eða um 83%,
og gera þeir tilkall til héraðsins
með sögulegum rökum, eins og
raunar serbneski minnihlutinn.
Albanskir þjóðemissinnar vilja
stofna sjálfstætt ríki í Kosovo, en
stjómin hefur verið andvíg því.
Siðustu ár hefur ástandið þar
versnað til muna, og hafa a.m.k.
6.400 manns verið hnepptir í
fangelsi. Af þeim sökum er vafa-
samt að sú ákvörðun stjórnarinn-
Formaður kommúnistaflokks
Júgóslaviu, Vidoje Zarkovic, í
ræðustóli á 13. flokksþinginu,
sem lauk nýlega.
ar að afnema sjálfstjóm héraðsins
leiði til að friður komist á í
Kosovo. Reynslan sýnir að Alb-
anir hafa ekki látið sér það lynda
að þeim sé sagt fyrir verkum af
stjóminni í Belgrad.
Harðar tekið á andófi
Það sem sett hefur svip sinn á
stjómarfarið í Júgóslavíu er að
harðar er tekið á andófi gegn
stjóm landsins og svo virðist sem
harðlínumenn hafi styrkt stöðu
sína í kommúnistaflokknum.
Mörg dæmi em þessu til stað-
festingar. Meðan þing flokksins
stóð sem hæst hófust t.a.m. rétt-
arhöld yfír blaðamanninum og
rithöfundinum Tomaz Mastnak,
sem ákærður er fyrir að hafa
ófrægt opinberlega hinn nýskip-
aða forsætisráðherra landsins,
Branco Mikulic.
Ef að líkum lætur verður
Mastnak dæmdur í allt að þriggja
ára fangelsi. Verði dómnum fram-
fylgt þykir það benda til þess að
eftirmenn Josips Títós, fyrrver-
andi leiðtoga flokksins, hyggist
halda áfram að beita andófsmenn
hörðu. Þetta hafði Mastnak ein-
mitt óttast. Því reit hann grein,
sem varð tilefni málaferlanna, þar
sem hann beinir spjótum sínum
að harðlínumönnum kommúnista-
flokksins. Greinin var lesin upp í
útvarpi háskólans í Lujbljana
vegna þess að grein hans fékkst
hvergi birt. Þar segir Mastnak að
ekki sé þörf á „bókstafstrúar- og
harðlínumönnum eins og Mikulic
í valdastöður heldur umbóta- og
lýðræðissinnum. Við megum ekki
gleyma því að Mikulic hefur lagt
sitt af mörkum til að auka harð-
stjómina í Júgóslavíu." Það var
einkum fyrir þessi orð, sem
Mastnak var dæmdur.
Ljóst er að Mikulic, sem skipað-
ur var forsætisráðherra fyrir
rúmlega einum of hálfum mán-
uði, ætlar sér að taka hart á
málum. Aðeins tveimur vikum
fyrir flokksþingið kynnti hann
nýjar tillögur í þremur liðum, sem
miða eiga að því að leysa efna-
hagsvanda lands. Það kom síðan
nokkuð á óvart að hann hélt hann
ræðu á flokksþinginu, enda var
ekki gert ráð fyrir því í upphafí.
Ástæðan er talin sú að hann vildi
hafa áhrif á þing landsins, en þar
eru skiptar skoðanir um stefnu
flokksins. í ræðu sinni sagði hann
að langtímasjónarmið þyrftu að
ráða ferðinni til að komast úr
ógöngunum. „Flokkurinn má ekki
láta reka á reiðanum. Það verður
að spoma við þessari öfugþróun.“
í tillögu Mikulics er m.a. gert ráð
fyrir að fjárútlát héraðs- og
sveitastjóma aukist ekki og regl-
um um rekstur fyrirtækja og
verksmiðja verði framfylgt út í
ystu æsar. Þannig verði t.d.
launakjör starfsmanna höfð í
samræmi við hagnað fyrirtækja.
Loks vill hann að verðstöðvun
taki gildi í landinu í fjóra mánuði
og gengi gjaldmiðilsins, dinars,
verði fellt um 15% gagnvart doll-
ar. Geta má þess að júgóslavneski
gjaldmiðillinn hefur þegar lækkað
um 25% gagnvart dollar síðan um
áramót.
Flokksþingið samþykkti álykt-
un, þar sem lýst er yfír stuðningi
við áform forsætisráðherrans.
Þótt áiyktunin geti komið Mikulic
að góðu í baráttunni við andstæð-
inga hans á þingi, þá má búast
við að honum reynist erfíðara að
ná fram öðrum málum s.s. endur-
bótum á skattalöggjöfínni.
Því má segja að nokkur óvissa
sé um framtíðarstefnu flokksins.
Kikulic er að visu ákveðinn í að
ná fram stefnumiðum sínum með
því að bregðast við efnahagsvand-
anum og þjóðemisdeilunum af
hörku. Samt er erfítt að segja til
um hvort athafnir fylgja orðum.
Eða eins og ritstjóri dagblaðsins
Politika komst að orði eftir þing
kommúnistaflokksins: „í saman-
burði við önnur kommúnistaríki,
þá er þetta eina þing kommúnista-
flokks, þar sem málin eru rædd
fyrir opnum tjöldum og mistök
viðurkennd. Einn galli er þó að
gjöf Njarðar: Leiðtogar flokksins
eru ekki þess umkomnir að leysa
vandann. Ég óttast að kreppan
verði langvinn".
(Heimildir: Der Spiegel, Newsweek og
The Observer.)