Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
Jane Fonda upplýsti við þetta tæki-
færi að bróðir hennar Peter væri á
góðum batavegi eftir mótorhjóla-
slysið, sem hann lenti í í fyrra. Hér
sést Jane ásamt manni sínum Tom
Hayden.
Ursula Andress:
Ljúf sem lömb. Sean Penn og
kona hans Madonna. Þau hjóna-
kornin vöktu athygli fyrir
óvenjulega kurteisi og prúð-
mennsku.
Leikarinn Robert Wagner kom í fylgd Kate, dóttur sinnar og
hinnar látnu leikkonu Natalie Wood.
Fimmtug og fræg
Er Ursula Andress steig á land
ertir að hafa fengið sér svolít-
inn sundsprett í afar aðskomum
sundfötum sínum í kvikmyndinni
Dr. No, steig hún um leið inn í
veröld hinna frægu og framagjömu,
stjama hennar skaust á loft. Síðan
er liðinn heill aldarfjórðungur og
þó svo margar myndir Andress
hafi fallið í gleymskunnar dá, þá
stendur hún enn fyrir sínu, þykir
þokkafull með eindæmum. Undan-
farin ár hefur líf leikkonunnar
aðallega snúist um hinn fimm ára
gamla son hennar, Dimitri, sem hún
segir sitt dýrasta djásn. Nú hefur
Ursula þó hafist handa við leikstörf
á ný og fer hún m.a. með hlutverk
í sjónvarpsþáttunum um Pétur
mikla, „Peter the Great". Þess má
svo að lokum til gamans geta, að
Ursula Andress hélt upp á fímm-
tugsafmælið sitt seinnipart mars-
mánaðar sl.
Söngkonan Cher mætti til leiks ásamt sambýlismanni
sínum Josh Donen.
At Close Range
frumsýnd í
Los Angeles
Trúlega hefur leikarinn Christ-
opher Walken verið eini leikar-
inn í Los Angeles, sem ekki lét sjá
sig er mynd hans „At Close Range"
var frumsýnd fyrir skömmu. Héldu
margir fyrst í stað að spennan hefði
reynst honum um megn, taugatitr-
ingurinn hefði tafið hann. Ekki
reyndust þær getgátur þó á rökum
reistar, því skömmu áður en sýning-
in hófst skýrðu framleiðendur
myndarinnar frá því að Walken
væri löglega afsakaður, fjarvera
hans stafaði ekki af feimni, heldur
væri hann staddur í ísrael. Frum-
sýningargestir létu þó fjarveru hans
ekkert á sig fá, fylgdust grannt
með framvindu mála á hvíta tjald-
inu og skemmtu sér að sögn alveg
konunglega. Meðal þeirra sem með
hlutverk fara í myndinni er Sean
Penn. Eiginkona hans, söngkonan
Madonna, kemur einnig við sögu,
syngur titillag myndarinnar, „Live
to Tell“. Þau skötuhjú sem eru
þekkt fyrir allt annað en blíðleg-
heit, þegar fjölmiðlafólk er annars
vegar, voru þó hin almennilegustu
við þetta tækifæri og tókst ljós-
myndurum m.a.s. að festa þau á
fílmu, án þess að til slagsmála
kæmi. En ef marka má okkar heim-
ildir telst það víst til tíðinda.
Til gamans birtum við hér fáein-
ar myndir af nokkrum hinna frægu
frumsýningargesta.