Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 Hvesta, mUli Fljótavíkur og Rekavíkur. Kögur. Myndin er tekin úr hafi. Áfangastaður: Hornstrandir — eftir Sigurð Sigurðsson „Af Hornstrendingum hafa fáar sögnr verið sagðar, og hjá þeim hafa fá þau tíðindi gerst, sem náð hafa skrásetningu sagnaritara. Þar hafa engir höfðingjar búið, sem staðið hefur gustur af og skilið eftir sig sögu eða átt þátt í stórmálum þjóðar- innar. A landnáms- og söguöld voru Hornstrandir nyög heimsóttar úr fjarlægum héruðum vegna veiði- og rekakosta þeirra. En þrátt fyrir að heimsóknir þessar héldust að nokkru fram á sein- ustu tíma, færðist mistur einang- runar yfir útkjálka þennan og skóp í ímyndun fjarlægra búenda furðupersónur, er hann byggju, nokkurs konar nátttröll menn- ingarinnar á valdi heiðinglegra hátta og siða, ókristileh og illsku- full í fordæðuskap sínum. Hélst sú hugmynd lengi meðal manna í fjarlægum héruðum og helst að sumu leyti enn í nokkuð breyttri mynd.“ Svo segir Þórleifur Bjamason í Homstrendingabók sinn „Land og líf“. Hugmyndir manna um Hom- strandir eru nú um margt breyttar, enda er þar nú eyðibyggð. Hom- strendingar hafa samlagast öðrum íslendingum og skera sig lítt úr fjöldanum. Þó er eins og litið sé með aðdáun til þeirra fáu raun- verulegu Homstrendinga, sem eftir lifa, þeirra sem fæddust á Hom- ströndum og lifðu þar stóran hluta ævi sinnar. Landið norðan ísafjarðardjúps og Jökulfjarða nefnist nú einu nafni Homstrandir. Áður fyrr var greint á milli Homstranda og Jökulfjarða. Hornstrandir vom nyrðri hlutinn, en sunnan fjalla var talað um Jökul- fírðina. Meginhluti Homstranda tilheyrði Sléttuhreppi en innri hluti Jökulfjarða Grunnavíkurhreppi. Báðir þessir hreppar hafa verið lagðir niður enda ekki sála búsett á Homströndum ef undan er skilinn Hombjargsviti á Látrum, en þar er vitavörður búsettur allt árið. Forð- um lifði fólk þarna af landsins gæðum, búskapur var nokkur og fuglabjörgin voru mikilvægt forða- búr. Nú líta landsmenn á Homstrand- ir sem stórkostlega útivistarj)- aradís, enda var það friðað árið 1975. Friðlandið nær yfír svæðið vestan Skorarheiðar, en það er heið- in milli Hrafnsfjarðar í Jökulfjörð- um og Furufjarðar. Á þetta sérlega vel við því á Hornströndum hefur ákaflega lítið verið hróflað við landinu frá því sem var, en búskap- arhættir voru mun frumstæðari en nú er. Þama eru engir vegir svo heitið geti, fáar byggingar, nema stöku sumarbústaðir og svo gamlar rústir. Engin búfjárbeit er á Hom- ströndum, landið er algjörlega lokað fyrir sauðfé og nautgripum. Hins vegar er heimilt að ferðast um landið á hestum, sem getur verið miklum erfiðleikum háð vegna brattra slóða. Þúsundir íslendinga hafa farið í gönguferðir á Hornströndum. Frá júní eða júlí-og fram í september fara flöldi manna á Hornstrandir, í helgarferðir eða lengri ferðir, sér til ánægju og yndisauka. Göngfuleiðir á Hornströndum Landslagi er þannig háttað á Homströndum að vart er um aðrar leiðir að ræða á milli staða en gönguleiðir. í tímanna rás hafa íbú- ar þessa afskekkta svæðis fundið stystu og greiðustu leiðirnar á milli staða. Þessar leiðir eru enn farnar og ekki færar öðrum en fótgang- andi. Bílar hafa vart sést á Horn- ströndum, nema í Aðalvík og ef til vill á Hesteyri. Fyrir ferðamenn eru einkum tveir staðir ákjósanlegir upphafsstaðir ferða eða dvalarstaðir. Aðalvík er í raun fagur fjörður, umkringdur háum og reisulegum fjöllum á þtjár hliðar en opið haf er mót vestri. Gróður er mjög mikill í Aðalvík. í Norður-Aðalvík eru hvítar skelja- sandsstrendur, svo engu líkara en verið sé á suðrænum sólarströndum þegar vel viðrar. Hinn staðurinn er Hornvík, hlý- leg vík eða fjörður, byggður háum björgum og á báðar hliðar. Vestur- hluti Hornbjargs er úr Hornvík séð brattur fjallgarður með himinháum tindum, en þegar upp er komið er skyndilega, þverhnípi, rétt eins og fjallgarðurinn hafi verið skorinn að endilöngu með hárbeittum risahníf. í Aðalvík og Hornvík er skyn- samlegt að tjalda. Á báðum þessum stöðum er jafnvel ákjósanlegt að dvelja í nokkra daga, því þar er svo feikimargt að skoða að ekki dugar vikan ef vel á að vera. Hins vegar er hægt að hefja ferðina t.d. í Að- alvík og ganga þaðan um Fljótavík, Kjaransvík, Hlöðuvík, Rekavík og yfír í Hornvík og dvelja þar í nokkra daga í lok ferðarinnar. Hér á eftir verður nánar sagt frá Aðalvík og Hornvík en hér skal getið um vegalengdir á helstu gönguleiðum á Homströndum. Frá Aðalvík: Frá Látrum í Aðalvík að Sæbóli eru 8 km og þriggja klst. gangur. Frá Látrum yfír í Fljótavík eru um 10 km og rúmlega þriggja klst. gangur. Frá Látmm og yfir að Hesteyri em um 12 km og þriggja klst. gang- ur. Frá Látrum um Fljótavík í Hlöðuvík em um 30 km og 10 klst. gangur. Frá Látmm yfir í Hornvík em 45 km og 15 klst. gangur. Úr Hlöðuvík: Úr Hlöðuvík yfír að Hesteyri eru 20 km og um fjögurra klst. gangur. Úr Hlöðurvík yfir í Hornvík em um 15 km og fjögurra klst. gangur. Úr Hlöðuvík yfir í Fljótavík eru um 20 km og 7 klst. gangur. Úr Hornvík: Úr Hornvík í Barðsvík em um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.