Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 46
46
08fi.r l.J’Il JiíJOAaratVQI'M .GIGFAiISWIOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
„Ég hef nóg að gera“
— segir Sigi Held. En landsliðið vantar verkefni
• Jóhann Ómarsson — á leiö til
Aþenu.
Frjálsiþróttir:
Fjögur
á HM í
Aþenu
íJÓRIR ungir frjálsíþróttamenn
hafa verið valdir til þátttöku I
heimsmeistaramóti unglinga í
frjálsiþróttum, sem haldið verður
f Aþenu f Grikklandi 16.-20. júlf
nk.
Frjálsíþróttamennirnir eru Guð-
rún Arnardóttir UMSK, Steinn
Jóhannsson KR, Jóhann Ómarsson
ÍR og Guðbjörg Svansdóttir ÍR.
Guðrún keppir í 100 og 200 metra
hlaupum, Steinn í 800 og 1500
metrum, Jóhann og Guðbjörg í
hástökki. Keppendur á mótinu
verða 19 ára og yngri í karlaflokki
og 18 ára og yngri í kvennaflokki.
Mótið er hið fyrsta sinna teg-
undar og til að það megi takast
_sem bezt stendur Alþjóðafrjálsí-
þróttasambandið straum af
kostnaöi við ákveðinn hóp frá
hverju landi. Er t.d. kostnaður FRÍ
vegna íslenzka hópsins enginn.
Fararstjóri íþróttamannanna er
Sveinn Sigmundsson gjaldkeri FRÍ
og þjálfari Ingibjörg Sigurþórs-
dóttir.
„Jú, við þurfum svo sannar-
lega að leika einn œflngaleik
fyrir leikinn gegn Frökkum f
september. Og helst miklu
fleiri en einn“, sagði Sigi Held,
landsliðsþjálfari knattspyrnu-
landsliðsins f samtali við
Morgunblaðið f gœr, en litlar
horfur eru nú á þvf að takist
að finna landsliðinu verkefni f
sumar.
Sem kunnugt er hefur fyrir-
huguðum landsleik við Norð-
menn, sem vera átti í ágúst
verið aflýst og ekki tókst að
krækja í landsleik heldur viö
Luxemborg. „Við verðum að sjá
til hvað gerist", sagði Sigi Held,
„vandamálið er nefnilega
tvíþætt. í fyrsta lagi að útvega
leik fyrir liðið, og svo að fá
menn í leikinn. Það getur veriö
mjög erfitt, og ef ekki tekst að
fá atvinnumennina lausa i
slíkan leik þá yrði hann algjör-
lega tilgangslaus sem undir-
búingur fyrir stórleikina í haust.
Það er alls ekki auðvelt að
koma þessu tvennu heim og
saman á svo stuttum tíma“,
sagði hann.
-Nú vekur það nokkra furðu
að hór f íslandi er landsliðs-
þjálfari f fullu starfi f altt
sumar, þegar engir landsleiklr
eru, auk þess sem að þeir leik-
menn sem mynda landsliðið
eru atvinnumenn og þvf ekk-
ert hægt að fylgjast með þeim
hér. Hvað vilt þú segja um
þessa gagnrýni?
„Ég hef haft, og hef, nóg að
fyrr en gegn Frökkum f haust.
gera. Ég hef í sumar kynnst
íslenskri knattspyrnu, sem ég
þekkti ekkert áður. Óg þó ís-
lendingar eigi nokkra góða
atvinnumenn þá eru þeir alis
ekki nógu margir til að mynda
heilt lið og ég mun vissulega
þurfa á leikmönnum að halda í
landsliðiö sem leika hér á landi.
Nú á síðustu dögum hef ég
farið á milli félaga og tekiö þátt
í námskeiöum og knattspyrnu-
skólum fyrir börn og unglinga
og mun gera talsvert af því á
næstunni. Þá mun ég einnig
eiga viðræöur við nokkra þjálf-
ara og margt fleira. Svo þarf
einnig að fara að huga alvar-
lega aö landsliðinu sem tekur
þátt í forkeppni ólympíulei-
kanna. Ég er alls ekki iðjulaus,
langt í frá“, sagði Sigi Held.
-Nú verða f ÓLympfuliðinu
leikmenn sem leika hérlendis.
Er ekki grundvöllur fyrir þvf
að ná þvf liði reglulega saman
til æfinga áður en til fyrstu
leikja kemur f haust?
„Jú, það væri mjög æskilegt.
Ég vona að síðari hlutann í
ágúst verði hægt að velja þann
hóp og halda honum saman,
jafnvel fara í æfingabúðir,"
sagði Sigi Held.
Landsliðsþjálfarinn verður á
Akureyri um helgina en heldur
síðan í stutt frí til Þýskalands.
McEnroe á
kreik á ný
JOHN McEnroe, tennisleikarinn
heimsþekkti sem verið hefur f
barnsburðarleyfi síðan f miðjum
janúar f ár, hefur ákveðið að taka
þátt f alþjóðlegu tennismóti f
Kanada f næsta mánuði.
McEnroe var umdeildasti, en
um leið vinsælasti og tekjuhæsti
tennisleikari heims áður en hann
dró sig í hlé í vetur til að vera hjá
konu sinni, Tatum O'Neal og ný-
fæddum syni þeirra hjóna.
McEnroe hefur sigrað á mótinu í
Kanada tvö undanfarin ár, og í
fyrra bar hann sigurorð af Ivan
Lendl í úrslitaleiknum.
Þessari ákvörðun McEnroe hef-
ur verið fagnað mjög af tennisá-
hugafólki og mótshöldurum, því
áhugi almennings á þessum oft á
tíðum miður geðþekka íþrótta-
manni er mikill. Hann dregur ávallt
mikinn áhorfendafjölda að mótum
sem hann tekur þátt í fjölmiðlar fá
yfirleitt nóg að skrifa um þegar
hann er annarsvegar - bæði vegna
þess hve frábær tennisleikari hann
er og einnig vegna skapofsans
sem oft hleypur með hann í gönur.
Morgunblaðsliðið —10. umferð
KJARNANN f liði vikunnar að þessu sinni skipa leikmenn úr liðum Fram og ÍA sem fram fór á Laug- ardalsvellinum á fimmtudaginn var. Sá leikur var áberandi besti leikur 10. umferðarinnar og þvf ekki óeðlilegt að 7 af 11 leikmönnum liðsins hafi tekið þaft f honum. Fjórir nýliðar eru í Morgun- blaðsliðinu að þessu sinni. Við stilltum leikaðferðinni 4-4-2. Baldvin Guðmundsson Þór (1)
Ormarr örfygsson Fram (2) Guðni Bergsson Val (3) Heimir Guðmundsson ÍA(3) Þorsteinn Þorsteinsson Fram (1)
Gunnar Oddsson ÍBK (1) Ólafur Þórðarson ÍA (3)
Gauti Laxdal Fram (1) Ólafur Jóhannesson FH (2)
Guðbjöm Tryggvason ÍA (2) Guðmundur Torfason Fram (6)
Aðalsteini hefur verið vel tekið f Noregi
Aðalsteini
vegnar vel
Djerv 1919, liðið sem Aðal-
steinn Aðalsteinsson hefur farið
mjög vel af stað f norsku 2. deild-
inni. Liðið er nú f 3. sæti deildar-
innar með tólf stig eftir tfu leiki
og fyrir stuttu vann liðið sér rétt
til að leika f 16-liða úrslitum
norska bikarsins með sigri á
Brann með þá Bjarna Sigurðsson
og Sævar Jónsson innanborðs,
1-0.
„Mér líkar mjög vel hjá. félaginu.
Munurinn á að leika f 2. deildinni
hérna eða þeirri fyrstu heima er
ekki mikill en Norðmenn leggja þó
mun meira upp úr leikskipulagi,"
sagði Aðalsteinn.
Þess má geta að Djerv hefur
aldrei náð eins góðum áranngri í
byrjun móts eins og nú. Liðið lék
lengi í 3. og 4. deild og stutt er
síðan að liðið náði að vinna sér
sæti í 2. deild.
„Það er erfitt að spá hvar við
komum til að lenda. Ef við náum
að leika jafn vel og í síðustu leikjum
er hægt að bóka okkur í einu af
efstu sætunum. Arangur liðsins
kemur þó ekki með að breyta miklu
hvað mig varðar. Eg fór utan til
að læra tannsmíði en stofunni hér
var lokað í vor. Ég kem því örugg-
lega heim þegar samningi mínum
lýkur í október,"sagði Aðalsteinn
í stuttu spjalli við Morgunblaðið.
Norðmenn hafa tekið Aðalsteini
mjög vel og úrklippan hér að ofan
er tekin úr einu norsku blaðanna
stuttu eftir að keppnistímabilið
hófst.
Sigurður
bætir sig
í800 m
SIGURÐUR Haraldsson FH
setti persónulegt met í 800
metra hlaupi á frjálsfþrótta-
móti f V-Þýzkalandi, hljóp á
1:57,82 mín.
Sigurður hljóp í fyrra á
1:59,90 mín og var það bezti
árangur hans um árabil. Árang-
ur Sigurðar er þriðji bezti
árangur Hafnfirðings í grein-
inni. Hafnarfjarðarmetið á
Magnús bróðir hans, 1:53,65
mín.